Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 28
„Það var alveg ótrúlegt hvað það var mikil stemmning í salnum,“ sagði Birgitta Haukdal, en Háskólabíó var þéttskipað áhugafólki og aðdáendum. BIRGITTA Haukdal virð-ist hafa sungið sig inn íhjörtu landsmanna íundankeppni Söngva- keppni evrópskra sjónvarps- stöðva með lagi sínu „Segðu mér allt“. Keppnin fór fram á laug- ardagskvöld og voru þeir margir sem fylgdust með keppninni. Í símakosningu um sigurlagið voru greidd 70.000 atkvæði. Lag Birg- ittu og Hallgríms Óskarssonar, „Segðu mér allt“, hlaut rúmlega 21.000 atkvæði. Í öðru sæti var lag Botnleðju: „Eurovísa“, en Þórey Heiðdal söng sig í þriðja sæti með lagið „Sá þig“. Draumur lítillar stelpu á Húsavík Birgitta var enn í skýjunum þegar blaðamaður ræddi við hana: „Þetta er eins og draumur. Ég er ekki enn búin að gera mér fyllilega grein fyrir þessu, ekki ennþá komin niður á jörðina,“ sagði Birgitta. „Ég hefði aldrei trúað þessu. Þetta er eitthvað sem ég er búin að láta mig dreyma um síðan ég var lítil stelpa að horfa á Evróvisjón heima á Húsavík.“ Lagið er afsprengi samstarfs Birgittu og Hallgríms Ósk- arssonar en þau fengu Þorvald Bjarna Þorvaldsson, sem er best þekktur sem liðsmaður Tod- mobile, til að útsetja lagið fyrir sig. Hallgrímur sagðist hafa feng- ið innblástur þar sem hann dvald- ist í Stokkhólmi ásamt nýfæddu barni sínu, steinsnar frá þeim stað þar sem flest Abba-lögin urðu til. „Birgitta kom síðan að málinu og bætti við textann svo hann varð einlægari og fallegri,“ sagði Hallgrímur. „Það var aldeilis mikill fengur í að fá Þorvald til að útsetja lagið. Sumir segja líka að Eurovision- keppnin hafi að hluta til farið fram á eldhúsbekknum hjá Birg- ittu, en hún valdi lagið úr sjö eða átta öðrum sem henni stóð til boða að syngja í keppninni.“ Söng eins og Sandra Kim Birgitta hefur undanfarið gert það gott með hljómsveitinni Íra- fári, en Eurovision hefur eflaust átt sinn þátt í að þessi frísklega stúlka lagði sönginn fyrir sig: „Af sigurlögum hefur uppáhaldslagið mitt alltaf verið „J’aime la vie“ sem Sandra Kim söng. Þegar hún vann keppnina [1986] var ég á aldur við hana og var fljót að drífa mig inn í herbergi þar sem ég söng fyrir framan spegilinn og ímyndaði mér að ég væri hún,“ sagði Birgitta. „En af íslensku lögunum er það auðvitað Nína sem hefur lifað best.“ Henni bregður óneitanlega þegar blaðamaður minnist á það við hana að nú sé hún að feta í fótspor Cliff Richards, Julio Igl- esias, Abba og Celine Dion. „Guð, þegar þú segir þetta! Þetta er svo stórt alltsaman. Ég ætla að taka þessu eins og það stóra ævintýri sem það er: fara og gera mitt allra besta. Ég ætla ekki að fara þarna endilega með það að mark- miði að finna mér einhverja tengiliði og auglýsa sjálfa mig, heldur bara njóta þess að vera þarna, hafa ógeðslega gaman af og gera eins vel og ég get svo ég geti verið stolt af mér í framtíð- inni.“ Verður líklega sungið á ensku „Það fylgir auðvitað alltaf eitt- hvað persónulegt með þegar maður semur lag,“ sagði Birgitta þegar hún var spurð um boðskap lagsins. „Þetta lag stendur ná- lægt mér og segir frá hvað það er mikið betra að opna sig og tjá tilfinningar sínar en loka sig inni.“ Hallgrímur tekur undir þetta: „Það er alltof algengt hjá okkur Íslendingum að við tölum ekki nógu mikið saman. Það þekkja það líka allir að einhverju marki frá vinum sínum og fjölskyldu að fólk er ekki alltaf nógu duglegt að segja sannleikann.“ Þeim Birgittu og Hallgrími hafði ekki enn gefist næði til að ákveða hvort lagið verður sungið á ensku eða íslensku. „Það er ekki búið að semja enskan texta,“ sagði Birgitta. „En það er líkleg- ast að lagið verði flutt á ensku, þótt það sé ekki fullvíst.“ „Þetta var allt rosalega gaman og alveg ótrúlegt hvað það var mikil stemmning í salnum. Ég held ég hafi aldrei verið jafn- stressuð á ævinni, en maður vandar sig bara meira við það. Umgjörðin var flott og kynn- arnir, Gísli Marteinn og Logi Bergmann, fóru á kostum svo keppnin varð öll létt og skemmti- leg.“ Birgitta segist jafnvel vera í vafa um hvar á kortinu Lettland er, en keppnin fer þar fram, í höfuðborginni Riga. „Ég hlakka alveg rosalega til og er með fiðr- ing í maganum. Ég ætla bara að vona að Íslendingar geti verið stoltir af mér, hvort sem ég lendi í háu eða lágu sæti í keppninni. Ég ætla að gera mitt besta. – Það er auðvitað stefnan að halda Ís- landi áfram í keppninni!“ bætir Birgitta glettnislega við. „Stefnan að halda Ís- landi áfram í keppninni“ Logi Bergmann og Gísli Marteinn kynntu keppnina og voru auðvitað jafn spaugsamir og þeir eiga að sér að vera. Morgunblaðið/Kristinn Birgitta syngur sigurlagið, „Segðu mér allt“. „Segðu mér allt“ vann forkeppni Eurovision sem haldin var í Háskólabíói á laugardagskvöld 28 MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ leonardo dicaprio tom hanks Sýnd kl. 6, 8 og 10. HK DV 2 Tilnefningar til Óskarsverðlauna Aukahlutverk karla: Christopher Walken Besta tónlistin: John Williams Kvikmyndir.com SV MBL Radíó X OHT Rás 2 Hann hafði draumastúlkuna við hlið sér... ...en áttaði sig á því þegar hún var farin Sýnd kl. 6.Sýnd kl.10 ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 6. Síðustu sýningar. Sýnd kl. 8 og 10. E. texti. Stranglega bönnuð innan 16. H.K DV Kvikmyndir.is H.L MBLDV Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Náðu þeim í bíó í dag. Í mynd eftir Steven Spielberg Radíó X SV MBL HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com ÁLFABAKKI AKUREYRI 2Tilnefningar til ÓskarsverðlaunaAukahlutverk karla: Christopher WalkenBesta tónlistin: John Williams Sýnd kl. 8 og 10. / Sýnd kl. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.