Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 12
LISTIR
12 MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
RSH.is
Dalvegi 16b • 201 Kópavogur
Sími 544 5570 • Fax 544 5573
www.rsh.is • rsh@rsh.is
Rafhlöður
VERSLUN • VERKSTÆÐI
Radíóþjónusta Sigga Harðar
Nýjar hleðslurafhlöður í flest tæki
og síma einnig viðgerðir og smíði
Endurlífgum rafhlöður
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
03
VUR
V I
ÐS
K IP
TAÞJÓNUSTA
U
TA
N
R Í K I S R Á Ð U N
E Y
T I
S
I N
S
í verki með íslenskri útrás
www.vur.is
Borgarplast
í Austurvegi
„Ég má til með að þakka fyrir þá
þjónustu sem við fengum hjá VUR
í Moskvu í tengslum við
útflutningsverkefnið okkar.
Viðskiptafulltrúinn við sendiráðið
reyndist okkur frábærlega, eldsnögg
og nákvæm. Undirbúningur og
framkvæmd var til fyrirmyndar og
skýrslur mjög góðar.
Það kom mér líka þægilega á óvart
að finna hve sendiherranum í Moskvu
er umhugað um að verslun milli
þjóðanna gangi sem best. Hann telur
það greinilega hlutverk
utanríkisþjónustunnar að bæta
viðskiptaumhverfið og ryðja
hindrunum úr vegi, svo auka megi
viðskipti milli þjóðanna.
Við eigum eftir að eiga frekari viðskipi
við VUR í framtíðinni, það er víst.“
Jón Guðmundsson,
fjármálastjóri Borgarplasts
E
F
L
IR
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
V
U
R
6
0
1
0
3
bílar
ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM
SMÁAUGLÝSING
AÐEINS 995 KR.*
Áskrifendum Morgunblaðsins
býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.*
Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum.
* 4 línur og mynd.
HAFÐU SAMBAND!
Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is
ÍSLENSKI dansflokkurinn frum-
sýnir næstkomandi föstudag þrjú ný
dansverk á stóra sviði Borgarleik-
hússins undir heitinu „Lát hjartað
ráða för“. Verkin eru eftir Katrínu
Hall, Itzik Galili og Ed Wubbe, en
verk þeirra hafa áður verið tekin til
sýninga hjá Íslenska dansflokknum
við góðan orðstír. Tveir dansnemar,
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir og
Steve Lorenz, hafa tekið þátt í starf-
semi dansflokksins á þessu misseri
og tekið þátt í undirbúningi fyrir sýn-
inguna. Morgunblaðið hitti þetta
unga fólk að máli.
Reynsla að sjá hvernig
vinnan fer fram
„Það er hluti af náminu mínu í Sví-
þjóð að æfa með dansflokki um tíma.
Ég æfði með sænskum flokki fyrir jól
í tvo og hálfan mánuð, sem ferðaðist
um Svíþjóð og sýndi. Mig langaði til
þess að prófa hlutina hér heima líka,“
segir Unnur Elísabet, nemandi við
Konunglega sænska ballettskólann í
Stokkhólmi. Hún segist aldrei hafa
sýnt með Íslenska dansflokknum,
enda er hún einungis átján ára göm-
ul, en hefur áður tekið æfingatíma
með flokknum þegar hún hefur verið
heima í fríum. „Þessi dvöl mín hér er
mikilvæg fyrir mig, þar sem hún gef-
ur mér tækifæri til að kynnast döns-
urunum í flokknum og kynna mig
sem dansara hér heima. Og svo er
ómetanleg reynsla að vinna með
flokk og sjá hvernig vinnan fer
fram.“
Hún segist hafa verið heppin með
að fá inni hjá Íslenska dansflokknum
og að hafa fengið að æfa með flokkn-
um þá tvo mánuði sem hún hefur ver-
ið hér. „Margir skólafélagar mínir í
Svíþjóð fá bara að vera eina til tvær
vikur með dansflokki, og sumir fá
jafnvel ekki að æfa með, bara sitja og
horfa á. Hérna fæ ég að vera með og
læra allt sem hinir eru líka að gera,
eins og verkið hans Ed Wubbe
núna,“ segir hún, en nýtt verk eftir
hollenska danshöfundinn Ed Wubbe
er eitt verkanna á sýningunni „Lát
hjartað ráða för“.
Unnur Elísabet stefnir á að út-
skrifast frá Konunglega sænska ball-
ettskólanum í vor, en hún hefur verið
þar við nám síðan hún var fimmtán
ára gömul, og hafa þónokkrir ís-
lenskir dansarar sótt þennan skóla
gegnum tíðina. Hún mun ekki sýna
með Íslenska dansflokknum á næstu
sýningu þeirra, þar sem hún er á leið
í stóra sólódanskeppni í Svíþjóð. Í
skólanum þar úti er hún bæði á klass-
ískri braut og „modern“-braut. „Mér
finnst mikilvægt að hafa bakgrunn í
báðum, en stefni frekar á að fara út í
„modern“ dans í framtíðinni, eða þá
neo-klassískan ballett. Keppnin er í
„modern“ dansi og ég hef fengið tvo
Hér ber maður ábyrgð
á sjálfum sér
Morgunblaðið/Þorkell
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir og Steve Lorenz hafa æft með Íslenska dansflokknum að undanförnu.
Tveir dansnemar hafa
æft með Íslenska dans-
flokknum að undan-
förnu. Þau sögðu Ingu
Maríu Leifsdóttur
frá dansnáminu
og reynslu sinni
með flokknum.
danshöfunda sem starfa hér á Íslandi
til að semja fyrir mig dansa.“
Unnur Elísabet segir ekki margt
hafa komið sér á óvart í starfinu hér
heima, en það hafi verið mjög gefandi
og skemmtilegt. Aðspurð hvort mun-
ur sé á Íslenska dansflokknum og
sænska flokknum sem hún vann
með, segir hún stærð flokksins vera
það helsta – hér séu miklu færri
dansarar. „En hingað til Íslands
koma líka mjög góðir danshöfundar,
svo gæðin eru ekkert minni,“ segir
hún.
Ætlaði að stunda karate
Hinn 21 árs gamli Þjóðverji, Steve
Lorenz, stundar nám við dansaka-
demíuna í Rotterdam í Hollandi en
æfir um þessar mundir með Íslenska
dansflokknum. Líkt og með Unni El-
ísabetu er það hluti af námi hans þar
að starfa ákveðið tímabil með viður-
kenndum dansflokki. „Það hefur
komist á samstarf mili skólans míns
og Íslenska dansflokksins fyrir til-
stilli Katrínar Hall, listdansstjóra
flokksins. Eitt sinn þegar hún fylgd-
ist með sýningu skólans sá hún mig
dansa og nefndi slíkt samstarf við
kennarann minn. Þegar hann spurði
hvort ég væri tilbúinn að fara til Ís-
lands, sló ég að sjálfsögðu til, enda
gott tækifæri. Svo hér er ég,“ segir
Steve. Hann hefur verið hér síðan í
desemberbyrjun og æft með flokkn-
um, og tekur m.a. þátt í uppfærslunni
á söngleiknum Sól og mána í Borg-
arleikhúsinu. Hann mun taka þátt í
hinnu nýju sýningu dansflokksins
sem frumsýnd verður á föstudag og
ennfremur fara með dansflokknum á
Al Bustan-danshátíðina í Beirút í
Líbanon í byrjun mars.
Hann segist ekki hafa þekkt til Ís-
lenska dansflokksins áður, en bendir
á að hann sé líka nýr í faginu. „Ég hóf
dansnám fyrir aðeins þremur árum.
Það kom þannig til að ég hafði æft
karate frá ellefu ára aldri og þurfti að
taka danstíma þegar ég var kominn í
karatekennaranám. Í byrjun leist
mér ekkert á blikuna, en fór að hafa
gaman af þessu. Mexíkanskur kenn-
ari sem kenndi mér tók eftir mér og
stakk upp á því við mig að ég gæfi
dansinum frekari tækifæri, sem ég
gerði og hef ekki séð eftir síðan. Ég
komst inn í skólann í Rotterdam og
hef verið þar undanfarin tvö ár.“
Steve segir mikinn mun á því að
sækja tíma í skólanum og æfa með
dansflokknum. „Hérna mætum við í
balletttíma á morgnana eins og í
skólanum, en þó að þar sé leiðbein-
andi er enginn kennari þannig séð –
hér ber maður ábyrgð á sjálfum sér.
Síðan er sama stykkið æft allan dag-
inn. Þetta er gaman, en maður þarf
að venjast því að vera sinn eigin
herra og bíða ekki endilega eftir því
að aðrir segi sér til. Maður þarf að
vinna fyrir sjálfum sér og fyrir sjálf-
an sig,“ segir Steve að lokum.
ingamaria@mbl.is
Á DÖGUNUM barst mér í
hendur geisladiskurinn Morimur.
Uppruninn fer ekki á milli mála,
listrænar umbúðir í gráum og
svörtum tónum eru einkenni
ECM-útgáfunnar. Grámuskulegt
yfirbragðið gæti fælt væntanlega
kaupendur frá en þeir sem kynnst
hafa hljóðritunum þessa fyrirtækis
vita að þær eru nánast loforð um
vandaðan flutning og framsækna
útgáfustefnu.
Og hér ætti enginn væntanlegur
kaupandi að verða fyrir vonbrigð-
um.
Á diskinum Morimur vinna þeir
félagarnir Christoph Poppen fiðlu-
leikari og söngvararnir í The Hill-
iard Ensemble með þekktasta
verk Bachs fyrir einleiksfiðlu,
Partítuna í d-moll BWV 1004, sem
þeir flytja í bland við kórala tón-
skáldsins. Uppröðun verkanna og
samsetning er byggð á hugmynd-
um og rannsóknum Helgu Thoene
prófessors við Tónlistarháskólann
í Düsseldorf. Hún hefur fært sönn-
ur á það að í Partítunni BWV
1004, og reyndar ýmsum öðrum
tónverkum J.S. Bachs, megi finna
ótal hulin skilaboð tónskáldsins
um dauðann. Í afar ítarlegum og
fróðlegum meðfylgjandi bæklingi
er gerð grein fyrir þessum hug-
myndum prófessorsins og einnig
fjallað um önnur tónskáld sem
hafa leikið sér að slíkum „gátumog
tilvísunum um dauðann í tónverk-
um sínum (t.d. Berg, Mendelssohn,
Hindemith, Zimmermann). Helga
Thoene sýnir fram á að Chaconan
risavaxna í ofangreindri d-moll-
partítu sé í raun minnisvarði um
fyrri eiginkonu Bachs, Maríu Bar-
böru (1684–1720). Bach hafði dval-
ist í Karlsbad í nokkra mánuði hjá
Leopold prinsi af Anhalt-Köthen
og þegar hann sneri heim aftur
var María Barbara öll og útförin
hafði farið fram. Ekki þarf mikið
hugmyndaflug til að ímynda sér
hvílíkt áfall þetta hefur verið. Í rit-
gerð sinni sýnir Helga Thoene
fram á skyldleika Chaconunnar við
ýmsa kórala Bachs og með talna-
útreikningum sannar hún að þeir
myndi grafskrift Maríu Barböru.
Máli sínu enn til sönnunar hefur
hún „umsamið“ Chaconuna þannig
að fiðlulínan heldur sér óbreytt en
fjórradda sönghópurinn syngur til-
vitnanir úr kórölunum.
„Nýtt“ og afar áhrifaríkt tón-
verk hefur orðið til. Ótrúlegt en
satt. Og það virkar.
Geislaplatan Morimur hefur
hlotið mikið lof gagnrýnenda um
allan heim enda er flutningur The
Hilliard Ensemble og fiðluleikar-
ans Christophs Poppen sérlega
áhrifaríkur og hljóðritunin fram-
úrskarandi.
Morimur er mjög áhugaverður
diskur sem ekki má vanta í plötu-
safn aðdáenda hins aldna meistara
meistaranna.
TÓNLIST
Geislaplötur
Johann Sebastian Bach: Partíta nr. 2 í d-
moll BWV 1004. Kóralar: Christ lag in
Todesbanden, Den Tod niemand zwingen
kunnt, Wo soll ich fliehen hin, Dein Will
gescheh’, Befiehl du deine Wege, Jesu
meine Freude, Auf meinen lieben Gott,
Jesu deine Passion, In meines Herzens
Grunde, Nun lob’, mein Seel’, den Herr-
en. Chacona fyrir einleiksfiðlu og fjórar
söngraddir um stef eftir J.S. Bach í út-
setningu Helga Thoene. Hljóðfæraleikur:
Christoph Poppen (barokkfiðla). Söngur:
The Hilliard Ensemble. Heildartími:
61’30. Útgefandi: ECM Records. Dreif-
ing: 12 tónar.
MORIMUR
Dulin
skilaboð
frá
Bach?
Valdemar Pálsson