Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 7 stuðningsaðilarframkvæmdaaðilar skráðu þig á www.nyskopun.is Fyrirlesari G. Ágúst Pétursson, verkefnisstjóri í Nýsköpun 2003. Gerð viðskiptaáætlana: innihald og verklag. námskeið utan höfuðborgarsvæðisins Vestmannaeyjar Mánudagur 3. febrúar 17:15 - 20.30 Höllin Reykjanesbær Þriðjudagur 4. febrúar 17:15 - 20.30 Kjarni Selfoss Miðvikudagur 5. febrúar 17:15 - 20.30 Hótel Selfoss Ísafjörður Fimmtudagur 6. febrúar 17:15 - 20.30 Þróunarsetur Vestfjarða Akureyri Þriðjudagur 11. febrúar 17:15 - 20.30 Glerárgata 36 Sauðárkrókur Miðvikudagur 12. febrúar 17:15 - 20.30 Byggðastofnun Akranes Fimmtudagur 13. febrúar 17:15 - 20.30 Nýi Safnaskálinn Snæfellsbær Mánudagur 17. febrúar 17:15 - 20.30 Hótel Ólafsvík Egilsstaðir Þriðjudagur 18. febrúar 17:15 - 20.30 Hótel Hérað Höfn Miðvikudagur 19. febrúar 17:15 - 20.30 Nýherjabúðir Fyrirlesarar 11. feb. Þröstur Olaf Sigurjónsson, KPMG: Mat á viðskiptahugmynd og gerð viðskiptaáætlana. 13. feb. Jón Garðar Hreiðarsson, KPMG: Stefnumörkun, markmið og leiðir til árangurs. Bernhard Bogason, KPMG: Stofnun fyrirtækja, ábyrgð stjórnenda, skattamál o.fl. 18. feb. Ingvi Þór Elliðason, KPMG: Fjármál og gerð fjárhagsáætlunar. Björgvin Njáll Ingólfsson, Nýsköpunarsjóði: Sjónarmið fjárfesta. námskeið í Reykjavík 1. hluti Þriðjudagur 11. febrúar 17:15 - 19:15 Háskólinn í Reykjavík 2. hluti Fimmtudagur 13. febrúar 17:15 - 19:15 Háskólinn í Reykjavík 3. hluti Þriðjudagur 18. febrúar 17:15 - 19:15 Háskólinn í Reykjavík þjóðarátak um nýsköpun - námskeið 2003 Á námskeiðinu er farið yfir helstu atriði við gerð viðskiptaáætlana. Fjallað er um viðskipta- hugmyndina, markaðsgreiningu, markaðssetningu og sölu, fjárhagsáætlanir, fjármögnun, undirbúning og verklag við gerð viðskiptaáætlana. Frestur til að skila inn viðskiptaáætlun eða viðskiptahugmynd er 31. maí 2003. Fyllsta trúnaðar er gætt. Skráning fer fram á www.nyskopun.is en skráðir þátttakendur fá sent leiðbeiningarhefti og geisladisk með reiknilíkani og fyrirlestrum að kostnaðarlausu. Þátttökugjald utan Reykjavíkur er 1.500 kr. fyrir kaffi og léttan málsverð. ERLENDUM ríkisborgurum hef- ur fjölgað um nær helming á Ís- landi síðasta áratug. Í lok ársins 2002 var 10.221 erlendur ríkisborgari búsettur á Íslandi eða um 3,5% landsmanna. Árið 1992 hafði 1,8% íbúa landsins erlent ríkisfang. Flestir hinna erlendu ríkisborg- ara koma frá Póllandi, eða 1.810. 898 koma frá Danmörku, 610 frá Þýskalandi, 598 frá Fil- ippseyjum, 567 frá Bandaríkjunum, 537 frá Júgóslavíu og 484 frá Taílandi. Samkvæmt upplýsing- um frá Hagstofu Íslands er hlutfall íbúa með erlent rík- isfang litlu lægra en í mörgum ná- grannalandanna. Í Noregi sé hlut- fallið 4,1% og í Danmörku 4,8%. Tekið er fram að erlendir sendi- ráðsstarfsmenn og starfsmenn Varnarliðsins eigi ekki lögheimili á Íslandi og komi því ekki inn í ofan- greindar tölur. Segir að alls hafi 6,6% lands- manna fæðst erlendis, eða alls 19.072 íbúar. Flestir séu fæddir í Danmörku, eða 2.472. Þar af séu 1.996 íslenskir ríkisborgarar. 1.950 hafi fæðst í Póllandi, þar af 223 ís- lenskir ríkisborgarar. 1.692 fædd- ust í Svíþjóð, þar af 1.424 með ís- lenskt ríkisfang. 1.529 fæddust í Bandaríkjunum, íslenskir ríkis- borgarar þar af eru 1.128. Þá litu 1.260 fyrst daginn í Þýskalandi, þar af 664 með íslenskt ríkisfang. 356 þeirra 915 sem fæddust á Fil- ippseyjum eru íslenskir ríkisborgarar og 636 af þeim 913 sem fæddust í Noregi. 819 fæddust í Bretlandi, þar af 452 ís- lenskir ríkisborgarar. 822 fæddust í Júgóslav- íu, þar af 172 með ís- lenskst ríkisfang. 241 þeirra 715 sem fæddust í Taílandi er íslenskur rík- isborgari. 22.136 Íslendingar búsettir erlendis Til samanburðar má geta þess að samkvæmt Norrænu tölfræðihandbókinni bjuggu 6.029 íslenskir ríkisborg- arar í Danmörku, 4.136 í Svíþjóð, 3.930 í Noregi og 127 í Finnlandi. Alls áttu 22.136 einstaklingar fæddir á Íslandi lögheimili erlend- is í lok síðasta árs, 13.414 karlar og 13.980 konur. Hagstofan segir að í tölurnar yf- ir Íslendinga erlendis vanti alla sem fluttust árið 1952 eða fyrr til útlanda. Þá sé undir hælinn lagt hvort til landsins berist vitneskja um andlát Íslendinga sem sest hafa að í útlöndum, þannig að nokkurrar oftalningar gæti á Ís- lendingum erlendis. Þó vanti lík- lega í þessar tölur allstóran hluta barna sem fæddist erlendis, en hefur íslenskt ríkisfang að lögum. Erlendum ríkisborg- urum hefur fjölgað um nær helming á áratug      # $" &'((' 8!  9  )  5:      ;; # <    = !      > ) "   %               ) BYLJÓTTIR sunnanstormar hafa barið á Mývetningum síð- asta sólarhring svo sem flestum landsmönnum. Í roku sem gerði um kl. 8 í gærmorgun slitnaði upp stór strompur á kæliturni við Kröfluvirkjun. Strompurinn, sem er úr trefjaplasti, 8 metrar í þvermál og 5 metra hár, tættist í sundur. Einnig eyðilögðust þar stórir viftuspaðar og drifbún- aður þeirra. Ekki er að sjá að víðtækara tjón hafi orðið og engin slys urðu. Kæling á vél minnkar við þetta og þarf að draga lítillega úr framleiðslu stöðvarinnar af þessum sökum. Tjónið er verulegt. Strompur fauk af Kröfluvirkjun Mývatnssveit. Morgunblaðið. Morgunblaðið/BFH HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Péturs Þórs Gunnarssonar um að ákæru gegn honum í umfangsmiklu málverka- fölsunarmáli yrði vísað frá dómi. Að- almeðferð hefst í málinu þriðjudag- inn 1. apríl nk. og er gert ráð fyrir að hún standi út þá viku og alla næstu viku á eftir. Pétur Þór er ásamt Jónasi Frey- dal Þorsteinssyni ákærður fyrir skjalafals og fjársvik við sölu á rúm- lega eitt hundrað málverkum hér á landi á árunum 1992–1999 en sam- kvæmt ákæru er þáttur Jónasar mun minni. Pétur hefur áður verið dæmdur vegna falsana á málverkum og hlaut þá sex mánaða fangelsis- dóm. Frávísunarkrafan byggðist m.a. á því að málsmeðferðin hjá lögreglu hafi ekki verið réttlát og að með henni hafi verið brotin á honum mannréttindi. Brotin sem Pétur Þór sé ákærður fyrir nú hafi flest sann- anlega verið rannsökuð eða verið unnt að rannsaka áður en hann var ákærður í fyrra skiptið. Þá hafi með- ferð málsins dregist óhæfilega. Pétur Guðgeirsson, héraðsdómari, segir í úrskurðinum að málið hafi tekið langan tíma í rannsókn að það hefði bæði verið æskilegt að það hefði tekið skemmri tíma og að það hefði verið rannsakað og rekið fyrir dómi í einu lagi. Á það yrði hins veg- ar að líta að málið væri umfangsmik- ið og ekki fljótrannsakað. Dómurinn taldi að jafnvel þó að fallist yrði á öll sjónarmiðin í frávísunarkröfunni, gæti það ekki varðað því að málinu yrði vísað frá dómi. Þessi atriði kæmu hins vegar til álita þegar ákvörðun verður tekin um refsingu. Málverkafölsunarmáli ekki vísað frá dómi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.