Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
!
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
STJÓRNVÖLD
hafa ákveðið að
setja aukna fjár-
muni í vegafram-
kvæmdir til þess
að bregðast við
atvinnu-
ástandinu. Af því
tilefni hefur
Framsóknarfélag
Mosfellsbæjar
skorað á stjórn-
völd að hraða framkvæmdum við
tvöföldun Vesturlandsvegar frá Vík-
urvegi að Skarhólabraut. Vestur-
landsvegur hefur þjónað landsmönn-
um í tæp 30 ár og hefur gert sitt
gagn en nú er svo komið að það er
löngu tímabært að tvöfalda hann.
Slysahætta er mjög mikil eins og
dæmin sanna; á þessari leið verða
flest slys og mjög hættuleg. Þegar
alvarleg slys verða lokast vegurinn
og eina leiðin sem er fær er Hafra-
vatnsvegur. Það er ekki langt síðan
síðasta alvarlega slys varð á Vest-
urlandsvegi, þá lokaðist hann og um-
ferð var beint um Hafravatnsleið.
Var mikil hálka á þeirri leið og urðu
þar árekstrar, en sem betur fer ekki
alvarlegir. Það hefði getað skapast
mjög alvarlegt ástand þar því um-
ferð var mjög mikil og farið að
rökkva. Þetta leiðir hugann að því að
þessi leið er sú eina út úr höfuðborg-
inni í norður og því mikið atriði að
hún sé greiðfær. Því vil ég árétta
áskorun stjórnar Framsóknarfélags
Mosfellsbæjar til samgönguyfir-
valda:
Stjórn Famsóknarfélags Mosfells-
bæjar skorar á samgönguyfirvöld að
hraða tvöföldun Vesturlandsvegar
frá Víkurvegi að Skarhólabraut. Á
Vesturlandsvegi er ein hæsta slysa-
tíðni á landinu. Nú þegar yfirvöld
hafa ákveðið að leggja til aukið fé til
að hraða vegaframkvæmdum ríkis-
ins teljum við nauðsynlegt að setja
Vesturlandsveginn í forgang, sem er
mikið öryggisatriði fyrir íbúa Mos-
fellsbæjar.
BRYNDÍS BJARNARSON,
bæjarfulltrúi Framsóknar-
flokksins í Mosfellsbæ.
Flýta þarf tvöföldun
Vesturlandsvegar
Frá Bryndísi Bjarnarson:
Bryndís
Bjarnarson
MAÐUR spyr sjálfan sig að því,
hvort landsbyggðarþingmenn eða al-
þingismenn upp til hópa viti til hvers
þeir sitja á Alþingi, þegar málum er
þannig komið að sveitirnar eru að
leggjast í auðn. Á jörðunum situr
mestmegnis fólk komið fram yfir
miðjan aldur eða þá komið að fótum
fram, og jarðirnar fara hver af ann-
arri í eyði. Og hvað gerist þá? Á með-
an ráðamenn og peningafurstar
landsins eru bergnumdir í matador-
leik með afraksturinn af vinnu þjóð-
arinnar sækja útlendingar inn í land-
ið til að kaupa upp jarðir. Og ég spyr:
Hvar á þetta eiginlega að enda?
Ráðamönnum væri nær að búa
þannig í haginn fyrir ungt fólk, að
það sæi sér eitthvert vit og hag í því
að hefja búskap á jörðum. Útlend-
ingarnir sjá það sem Íslendingar sjá
ekki, og vilja ekki sjá: Jarðir eru
gulls ígildi. Þær eru forsenda lífs og
sjálfstæðis fólksins í landinu.
SIGRÍÐUR
E. SVEINSDÓTTIR,
Holtagerði 82, Kópavogi.
Hvað eru landsbyggðarþing-
menn að gera á Alþingi?
Frá Sigríði E. Sveinsdóttur:
ÞEGAR þetta er ritað eru aðeins
þrír og hálfur mánuður til kosninga.
Sjálfsagt er það margt sem brennur
á kjósendum við kosningarnar sem
fara í hönd eins og svo oft áður. Eitt
er þó öðru fremur stórmál sem ekki
má horfa framhjá á komandi vordög-
um. Það er sem sé hvernig formenn
stjórnarflokkanna eru að klúðra
stefnu þjóðarinnar í utanríkismál-
um. Þeir eru að gera þjóðina virkan
aðila í hernaðarátökum, þó að það
hafi alltaf verið fastmælum bundið
að við ætluðum aldrei að taka þátt í
hernaði. Nú virðist eiga að nota ís-
lenskar farþegaflugvélar til flutn-
inga á hermönnum og hergögnum
þegar og ef herraþjóðin telur þörf á
því. Það er jafnvel talið að þeir Hall-
dór og Davíð hafi samþykki ríkis-
stjórnarinnar til þessa gjörnings.
Lítil eru þá geð guma. Stjórnin hefur
bara akkúrat ekkert umboð frá þjóð-
inni til að ráðskast með hennar helg-
asta rétt, að fá að ráða þessu sjálf.
Það hefur verið alveg ótrúleg þögn
um þetta mál. Fólk virðist ekki búið
að átta sig á alvöru málsins. Það er
kannski ekkert undarlegt þótt mörg-
um fallist hendur, að svona lagað
skuli geta gerst að þjóðinni for-
spurðri. Hinn aldni stjórnmálamað-
ur Sverrir Hermannsson hefur þó
ekki hikað við að benda á þetta ger-
ræði gegn þjóðinni og hans flokkur
mun aldrei kyssa á vöndinn sem að
okkur er réttur. Ég vil skora á alla
stjórnarandstöðuflokka að fylgja
þessu máli fast eftir, þá mun þjöðin
geta hrint þessu oki af herðum sér,
sem á hana hefur verið lagt, henni al-
veg að óvörum. Því ekki trúi ég því
að einhugur sé um þessa stefnu með-
al stjórnarliða. Við skulum láta
ferska vinda blása um okkur á kom-
andi vordögum. Þeir sem tala manna
mest um lýðræði virða það sannar-
lega ekki mikið í reynd ef þeir halda
að þeir geti ráðskast með helgasta
rétt okkar með þessum hætti. Þetta
er eitt af okkar mestu stórmálum
sem ekki má klúðra. Það er sann-
arlega ástæða til að setja þetta mál
efst á lista þess sem kosið verður um
í vor. Það má kannski sjá í gegnum
fingur sér við eitt og annað sem bet-
ur mætti fara, en þessi málsmeðferð
hlýtur að kalla okkur til kröftugra
mótmæla. Engum á að líðast að
traðka á rétti okkar í þessu helgasta
máli þjóðarinnar.
GUNNÞÓR GUÐMUNDSSON,
rithöfundur á Hvammstanga.
Við mótmælum öll
Frá Gunnþóri Guðmundssyni: