Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 29 ÁLFABAKKI Lokabaráttan er hafin! KRINGLAN EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.50, 8 OG 10.15. B. I. 16. / ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 10 ára. ÁLFABAKKI / AKUREYRI ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 14. / Sýnd kl. 8 og 10. ÁLFABAKKI / KEFLAVÍK KRINGLAN Sýnd kl. 5. enskt tal Sýnd kl. 8. KRINGLUNNI Sýnd kl. 8 og 10.15. Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15. / Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 10.15. / Sýnd kl. 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 4 og 6. Sýnd kl. 6. NICHOLSON er kominn aftur að upphafi frægðarferils síns, út á veg- inn. Þau eru óljós mörkin á milli dramans og kaldhæðninnar í Varð- andi Schmidt og má hæglega skil- greina hana sem vegamynd. Líkt og Easy Rider sem hleypti af stokk- unum glæstum ferli vinsælasta og hæfileikaríkasta leikara samtíðar- innar fyrir ótrúlega hraðfleygum aldarþriðjungi. Varðandi Schmidt er ein merk- asta tímamótamynd leikarans. Hvergi bólar á glottinu fræga eða þeirri ráðandi lífsglöðu útgeislun sem hefur öðru fremur einkennt leikstíl Nicholsons til þessa. Að þessu sinni spilar leikarinn djarfar en nokkru sinni áður og axlar und- anbragðalaust sín hartnær sjötíu ár. Schmidt er sannarlega ekki einn af litríkustu persónunum sem hann hefur skapað en Nicholson er á hinn bóginn því trúverðugri sem meðal- maður á efri árum en við eigum að venjast úr þessari áttinni. Holly- wood hefur löngum forðast flest það sem Varðandi Schmidt fjallar um á svo sannfærandi hátt: Aldurhnigna aðalpersónu sem á í ofanálag ósköp venjulegan bakgrunn. Öfugt við hefðina er ekkert „happ-í-endinn“ til að mýkja áhrifin, á hinn bóginn blæs Schmidt gamla flest í fangið. Í myndarbyrjun er Schmidt að kveðja ævistarfið sem aðstoðarfor- stjóri tryggingafyrirtækis í Omaha, er að rýma skrifstofuna fyrir unga menntamanninn sem tekur við stöðu hans. Ekki er ein báran stök því Schmidt er ekki fyrr farinn að velta fyrir sér framtíðarplönunum ásamt konu sinni en hún fellur frá. Þá á Schmidt aðeins einn fjölskyldumeð- lim, einkadótturina Jeannie (Hope Davis), í Denver. Til að bæta gráu ofaná svart er hún að fara að giftast Randall (Dermot Mulroney), lítil- sigldum náunga sem er ónytjungur í augum Schmidts. Hann sest upp í húsbílinn og legg- ur land undir fót til að finna ein- hvern tilgang í samanfallna til- veruna. Að endingu knýr hann dyra hjá Jeannie til að hjálpa við und- irbúninginn og kemst þá að því að fjölskylda Randalls er heldur til- komulítil og fráhrindandi mann- skapur. Leikstjórinn Alexander Payne og Jim Taylor, hjálparhella hans við handritsgerð, eiga að baki Election, eina eftirminnilegustu mynd ársins 1999. Þar tóku þeir fyrir stjórnmála- baráttuna og skopuðust að í mein- fyndinni unglingamynd um átök í kosningamálum í menntaskóla. Þeir félagar eru greinilega á góðri leið með að verða einhverjir athyglis- verðustu kvikmyndargerðarmenn Bandaríkjanna nú um stundir. Kryfja rústirnar sem oftar en ekki eru veröld ellilífeyrisþegans. Eru ófeimnir við að lýsa útsýninu sem við blasir þegar mönnum er skipað að setjast í helgan stein. Það skyldi þó ekki vera að þá blasi oftar en ekki við útlitið sem maður sér með aug- um Schmidts? Ein heljarstór lífs- blekking og æviskeiðið að renna hjá. Aldrei of seint um rassinn gripið og eins gott að reyna að gera sér sem mestan mat úr leifunum. Schmidt rekur sig allstaðar á sannanirnar fyrir sínu innantóma og lítilsnýta lífi og til að hjálpa upp á sálarlífið rekur hann raunir sínar í bréfum til ungs Afríkudrengs, sem hann styður með mánaðarlegu fjár- framlagi. Þannig geta kaupin gerst á eyrinni, menn fundið skjól þar sem síst skyldi. Sama hvaðan gott kem- ur. Þrátt fyrir alvöruna og hlífðar- laust raunsæið er Varðandi Schmidt gráglettin í aðra röndina, krydduð háðskum athugasemdum um fall- valtleikann og fánýti mannlífsins. Lúðulakarnir, tengdafjölskyldan, með hinn taglprúða Randall og Ro- bertu (Kathy Bates), móður hans, í fararbroddi, eru algjörar andstæður hins hugsandi og tregafulla Schmidts; ýkt láglífisfólk sem unir glatt við það sem inn á borð þess rekst. Þau Bates og Mulroney eru framúrskarandi trúverðug í túlkun á hyskinu og skapa lit í dökka mynd af sólsetri almenns, bandarísks laun- þega. Varðandi Schmidt mun örugglega flokkast með bestu og mætustu myndum stórleikarans Jacks Nich- olsons. About Schmidt: „Örugglega … með bestu og mæt- ustu myndum stórleikarans Jacks Nicholson.“ Kaldhæðið kvöldljóð KVIKMYNDIR ABOUT SCHMIDT (VARÐANDI SCHMIDT) Leikstjóri: Alexander Payne. Handrit: Payne og Jim Taylor; byggt á skáldsögu Louis Begley. Kvikmyndatökustjóri: James Glennon. Tónlist: Rolfe Kent. Aðalleikendur: Jack Nicholson (Warren Schmidt), Kathy Bates (Roberta Hertzel), Hope Davis (Jeannie), Dermot Mulroney (Randall Hertzel), Howard Hesseman (Larry), Len Cariou (Ray), June Squibb. 125 mín. New Line Cinema. Bandaríkin 2002. Laugarásbíó, Regnboginn Sæbjörn Valdimarsson ÞAÐ ER ekki á hverjum degi sem maður sér rómantíska gam- anmynd frá Hollywood sem geng- ur upp og nær lífga við þá mjög svo útjöskuðu kvikmyndagrein sem um ræðir. Það hefur Marc Lawrence tekist með Two Weeks Notice en þessi frumraun hans á leikstjórnarsviðinu nær að mörgu leyti þeim töfrum og þeim hnyttna húmor sem einkenndi screwball- gamanmyndirnar á 4. og 5. ára- tugnum, sígildar gamanmyndir sem skörtuðu geislandi stjörnum á borð við Cary Grant, Katherine Hepburn og Rosalind Russell. Í Two Weeks Notice eru það þau Sandra Bullock og Hugh Grant sem leika aðalpersónur og tilvon- andi turtildúfur myndarinnar, lög- fræðinginn Lucy Kelson og auðjöf- urinn George Wade, og standa leikararnir fyllilega undir þeim kröfum um sjarma og hnyttni sem hlutverkin kalla á. Handritið sem Lawrence skrifar sjálfur er vel unnið og greinilega sótt til fyrr- nefndra screwball-gamanmynda. Megináhersla er lögð á að byggja upp áhugaverðar persónur og eru snúin og spennuþrungin samskipti þeirra megindrifkrafturinn í sög- unni. Þetta er einkar vænleg að- ferð til að búa til góða rómantíska gamanmynd því framvindan í slík- um myndum er óhjákvæmilega fyrirsjáanleg, elskendunum er ætl- að að fara í gegnum ýmsar hindr- anir og ná saman í lokin. Í mynd- inni birtast jafnframt kunnuglegar persónugerðir ef litið er til screw- ball-gamanmynda á borð við Phila- delphia Story og His Girl Friday; karlhetjan George er myndarlegur og auðugur spjátrungur, nokkurs konar „ofursjarmur“, sem kven- hetjan Lucy, skörp og heillandi, en um leið mjög stolt og þvermóðsku- full ung kona, ætlar sér alls ekki að falla fyrir. Gæti lýsing þessi fullvel átt við persónurnar sem Grant, Hepburn og Rosalind Russ- ell leika í áðurnefndum gullald- armyndum. Persónusköpunin byrjar reynd- ar strax í kynningartitlum mynd- arinnar þar sem ljósmyndir gefa innsýn í hið ólíka uppeldi sem söguhetjurnar hafa notið. George er alinn upp í allsnægtum og til þess að njóta allsnægta án tillits- semi við afganginn af mannkyninu en Lucy fer í gegnum mjög póli- tískt meðvitað uppeldi og nýtir menntun sína og gáfur til þess að reyna að bæta heiminn og aðstoða þá sem minna mega sín. Hinir meintu elskendur myndarinnar eru því fullkomnar andstæður og ganga átökin í sögunni út á það að fylgjast með hvernig þau reynast engu að síður sköpuð fyrir hvort annað og hvernig þau fara að því að mætast á miðri leið. Þetta ferli gæti hafa orðið leiði- gjarnt ef ekki væri fyrir óaðfinn- anlega frammistöðu þeirra Grants og Bullock og vandvirkni í hverju rúmi hvað kvikmyndatöku og leik- stjórn varðar. Hugh Grant birtist hér í kunnuglegu hlutverki sjálfs- meðvitaðs en yfirborðskennds lífs- nautnamanns (sbr. Bridget Jones’s Diary og About a Boy) og nær að skapa fullkomið jafnvægi milli geð- felldra og óviðfelldinna þátta í per- sónu sinni. Gamanleikur Grants er reyndar svo lipur að stundum fer hann á flug og nær spunakenndum hæðum. Bullock er alveg með á nótunum í þessum spuna og fær maður á tilfinninguna að sum at- riðin með þeim Grant og Bullock hafi orðið til í nokkurs konar spunastemningu. Þannig eru það líka smáatriði eins og augnagotur, snarpar athugasemdir og jafnvel örfarsar í bakgrunni atburðarásar- innar sem gera myndina einkar ánægjulega. Sú staðreynd að myndin er ánægjuleg skemmtun kann einmitt að koma þeim á óvart sem, líkt og mér, hafa fengið á til- finninguna að rómantíska gaman- myndaformið, sérstaklega í holly- woodískri birtingarmynd sinni, sé löngu stirðnað og hálffeigt, í raun með annan fótinn á grafarbakk- anum en hinn í lausu lofti en hér sannast að stundum leynist líf í gömlum glæðum. Grant og Bullock, ólík en sniðin hvort fyrir annað. Líf í gömlum glæðum KVIKMYNDIR Sambíóin, Háskólabíó Leikstjórn og handrit: Marc Lawrence. Kvikmyndataka: Laszlo Kovacs. Aðal- hlutverk: Sandra Bullock, Hugh Grant, Alicia Witt, Robert Klein, Dana Ivey. Lengd: 98 mín. Bandaríkin. Warner Brothers, 2002. TWO WEEKS NOTICE (TVEGGJA VIKNA UPPSAGNARFRESTUR)  Heiða Jóhannsdóttir IN This World eftir breska kvik- myndagerðarmanninn Michael Winterbottom hlaut Gullbjörninn, æðstu verðlaun Berlínar-kvik- myndahátíðarinnar sem lauk í gær. Mynd Winterbottom, sem síðast gerði 24 Hour Party People, fjallar um átakanlegt ferðalag tveggja afg- anskra flóttamanna til vesturs í leit að betra lífi. Alls keppti 21 mynd um verðlaunin en önnur stærstu verð- launin, Silfurbjörninn, féllu í skaut Adaptation eftir Spike Jonze. Leikkonurnar Nicole Kidman, Julianne Moore og Meryl Streep deildu verðlaunum fyrir leik- frammistöðu sína í The Hours en Sam Rockwell fékk Silfurbjörninn sem besti karlleikarinn fyrir Confession of a Dangerous Mind, mynd George Clooney. Á hátíðinni voru sýndar yfir 300 myndir hvaðanæva úr heiminum. Reuters Michael Winterbottom. Breskur sig- ur í Berlín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.