Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 24
DAGBÓK
24 MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Baltimar Notos kemur
í dag. Árni Friðriksson
og Selfoss fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Selfoss kemur til
Straumsvíkur í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Vinnu-
stofa og leikfimi kl. 9,
boccia kl. 10, vinnu-
stofa kl. 13, söngstund
á morgun kl. 14.
Árskógar 4. Kl. 9–12
opin handavinnustofa,
kl. 11 boccia, kl. 13–
16.30 opin smíðastofa/
útskurður, opin handa-
vinnustofa, kl. 13.30 fé-
lagsvist, kl. 16 mynd-
list.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
9–16 handavinna, kl. 9–
12 bútasaumur, kl. 9–
17 fótaaðgerð, kl. 10–
11 samverustund, kl.
13.30–14.30 söngur við
píanóið, kl. 13–16 búta-
saumur.
Félagsstarf eldri borg-
ara í Mosfellsbæ, Kjal-
arnesi og Kjós. Fé-
lagsstarfið opið mánu-
og fimmtudaga. Mánu-
dagur. Kl. 16 leikfimi.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 kl. 20.30.
Fótaaðgerð frá kl. 10.
Skrifstofan Gullsmára
9 er opin kl. 16.30–18,
s. 554 1226.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9
fótaaðgerð og mynd-
list, kl. 10–12 verslunin
opin, kl. 13 föndur og
handavinna, kl. 13.30
enska, framhalds-
flokkur.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 10, leikfimi,
kl. 13 brids.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 9–16 opin
handavinnustofan, kl.
9–12 myndlist, kl. 13–
16 körfugerð, kl. 11–
11.30 leikfimi, kl. 13–16
spilað, kl. 10–13 versl-
unin opin.
Félagsstarfið, Hæðar-
garði 31. Bað kl. 9–12,
handavinna kl. 9–16.30,
félagsvist kl. 14, kl. 9–
14 hárgreiðsla.
Félag eldri borgara,
Garðabæ. Æfing hjá
Garðakórnum mánu-
daga kl. 17.30 í safn-
aðarheimilinu Kirkju-
hvoli.
Söngfólk er hvatt til að
koma og taka þátt í
starfi með kórnum.
Stjórnandi kórsins er
Kristín Pjetursdóttir.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Pútt kl.
10, kóræfingar kl.
10.30, tréskurður kl.
13, félagsvist kl. 13.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Brids kl. 13,
línudans fyrir byrj-
endur kl. 18. Dans-
kennsla í samkvæm-
isdönsum framh. kl. 19
og byrjendur kl. 20.30.
S. 588 2111.
Gerðuberg, félags-
starf. Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar kl.
10.30 sund og leik-
fimiæfingar í Breið-
holtslaug, frá hádegi
spilasalur opinn, kl.
15.15 dans.
Allar upplýsingar um
starfsemina á staðnum
og í síma 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan op-
in, kl. 9.30 gler- og
postulínsmálun, kl.
10.50, leikfimi, kl. 13
skák og lomber, kl. 20
skapandi skrif.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 vefnaður, kl.
9.05 leikfimi, kl. 9.55
stólaleikfimi, kl. 10
ganga, kl. 13 brids, kl.
15.15 enska, kl. 20.30
félagsvist.
Hraunbær 105. Kl. 9
perlusaumur og fótaað-
gerð, kl. 10 bænastund,
kl. 13.30 sögustund og
spjall, kl. 13 postulíns-
málun og hárgreiðsla.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9 föndur, kl. 9 og kl. 10
jóga, kl. 13 spilað, kl.
14.15 spænska, fótaað-
gerðir.
Norðurbrún 1. Kl. 10–
11 ganga, kl. 9–15 fóta-
aðgerð, kl. 9–12 mynd-
list, kl. 13–16.45 opin
handavinnustofa.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9.15–12
postulínsmálun. kl.
9.15–15.30 handavinna,
kl. 9.30–10.30 boccia,
kl. 11–12 leikfimi, kl.
12.15–13.15 dans-
kennsla, kl. 13–16 kór-
æfing.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9 hárgreiðsla,
kl. 9.30 bókband, búta-
saumur og morgun-
stund, kl. 10 fótaaðgerð
og boccia, kl. 13 hand-
mennt, glerbræðsla og
spilað.
Gullsmárabrids. Brids
í Gullsmára. Skráning
kl. 12.45, spil hefst kl.
13.
Félag eldri borgara,
Suðurnesjum. Bingó í
Selinu, Vallarbraut 4,
Njarðvík, öll mánu-
dagskvöld kl. 20.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborgar-
svæðinu, félagsheim-
ilið, Hátúni 12. Kl. 19
brids.
Minningarkort
Hrafnkelssjóður
(stofnað 1931) minn-
ingarkort afgreidd í
símum 551-4156 og
864-0427.
Í dag er mánudagur 17. febrúar,
48. dagur ársins 2003. Orð dags-
ins: Því hvar sem fjársjóður yðar
er, þar mun og hjarta yðar vera.
(Lúk. 12, 34.)
Steingrímur J. Sigfús-son treystir sér ekki
til að fagna hugmyndum
Davíðs Oddssonar um
skattalækkanir. Að
minnsta kosti ekki fullum
rómi. Hann virðist skipta
efnahagslífinu í tvennt í
málflutningi sínum. Ann-
ars vegar er „lág-
tekjufólkið“, hins vegar
fyrirtækin, eða „rótgróin
gróðafyrirtæki“.
Í frétt Morgunblaðsins,þar sem formaður
Vinstri grænna var
spurður álits á hug-
myndum forsætisráð-
herra, segir að Vinstri
grænir vilji hlífa lág-
tekjufólki við óhóflegri
skattlagningu en ekki
lækka skatta enn frekar
á „rótgróin gróðafyr-
irtæki“. „Ég vil minna á
að þessi ríkisstjórn hefur
verið dugleg við að
lækka skatta en því mið-
ur fyrst og fremst hjá
þeim sem betur mega
sín,“ er haft eftir Stein-
grími í fréttinni.
Steingrímur segir aðskattar hafi verið
lækkaðir hjá „há-
tekjufólki, stóreignafólki
og gróðafyrirtækjum“. Á
sama tíma hafi skatt-
byrði láglaunafólks
þyngst vegna þess að
skattleysismörk hafi ekki
fylgt verðlagsþróun.
Vissulega er það rétthjá Steingrími, að
góð og gild rök eru fyrir
skattalækkunum á ein-
staklinga, ekki síður en
fyrirtæki. En er það svo,
að hagsmunir þessara
tveggja hópa þjóðfélags-
ins fari lítt eða alls ekki
saman? Gagnast lækkun
fyrirtækjaskatta ekki al-
menningi í landinu?
Skattalækkanir á fyr-irtæki auka grósku í
atvinnulífinu. Atvinnu-
rekstur verður líf-
vænlegri, hagnaður
meiri og hvati til að
framleiða eykst. Lægri
skattar gera fyrirtækjum
kleift að borga hærri
laun en ella. Í raun má
segja að hagur fyr-
irtækja og almennings sé
að langmestu leyti hinn
sami, enda er það grund-
vallaratriði í rekstri fyr-
irtækja að greiða starfs-
mönnum góð laun.
Mismunun fyrirtækjaog einstaklinga í
skattamálum er hins veg-
ar óeðlileg, eins og Stein-
grímur bendir réttilega
á. Auðvitað ætti ekki að
borga sig að stofna
hlutafélag um rekstur,
sem einstaklingur gæti
allt eins sinnt sjálfur.
Slíkt skrifræðisfyr-
irkomulag er óhag-
kvæmt.
Þess vegna ber aðfagna yfirlýsingum
forsætisráðherra, um að
stefna beri að lækkun
skatta á almenning í
landinu. Ætti Stein-
grímur ekki líka að taka
undir tillögur Davíðs?
STAKSTEINAR
Fara hagsmunir
almennings og
fyrirtækja saman?
Víkverji skrifar...
ÞAÐ var ekki mikið um það fjallaðí fréttum en sambandsríkið
Júgóslavía leið undir lok fyrir nokkr-
um dögum þegar þing þess sam-
þykkti að framvegis skuli lýðveldin
Serbía og Svartfjallaland, sem sam-
an mynduðu Júgóslavíu, aðeins vera
í lauslegu ríkjasambandi. Samn-
ingur þess efnis er til þriggja ára og
flestir telja líklegt að full sam-
bandsslit komi til að þeim tíma liðn-
um.
Lengstum var Júgóslavía skipuð
sex lýðveldum (auk tveggja sjálf-
stjórnarhéraða, Kosovo og Vojvod-
ina). Króatía, Slóvenía, Makedónía
og Bosnía-Herzegóvína sögðu hins
vegar skilið við Júgóslavíu í upphafi
síðasta áratugar og ættu raunar
flestir að muna þá atburði, því sann-
arlega settu Júgóslavíustríðin 1991–
1995 og 1998-1999 svip sinn á frétta-
tíma vestrænna fjölmiðla. Raunar
má segja að þeir hafi einokað fyr-
irsagnir dagblaðanna.
Kannski er það einkum með þetta
í huga sem Víkverja finnst það pínu-
lítið kaldhæðnislegt að sagt skuli
hafa verið frá endalokum Júgóslavíu
í lítilli tveggja dálka frétt á bls. 16 í
Morgunblaðinu fyrir tæpum tveimur
vikum. Svona er veröldin skrýtin.
x x x
AUGLÝSING sem birtist í Morg-unblaðinu fyrir rúmri viku vakti
athygli Víkverja. Spurt var í fyr-
irsögn: Ert þú með fótaóeirð?
Forvitni Víkverja hafði verið vak-
in og hann velti fyrir sér hvað hér
gæti eiginlega verið á ferðinni. Orðið
fótaóeirð hljómaði eitthvað skringi-
lega. Víkverji sá sig því knúinn til að
lesa áfram, en næsta spurning í aug-
lýsingunni hljómaði svona: Finnur
þú oft fyrir mikilli löngun til að
hreyfa fæturna þegar þú situr kyrr
eða liggur?
Nei, heyrðu mig nú, hugsaði Vík-
verji; hvað er hér á ferðinni? Er ver-
ið að gera grín?
x x x
ÁDAGINN kemur hins vegar aðhér er full alvara að baki. Aug-
lýsingin var frá Íslenskri erfðagrein-
ingu og samstarfslæknum á Land-
spítala – háskólasjúkrahúsi, sem
óska eftir þátttakendum í umfangs-
mikilli rannsókn á erfðum og far-
aldsfræði fótaóeirðar. Kemur fram í
auglýsingunni að fótaóeirð (e. Rest-
less Leg Syndrome) sé algengur
kvilli sem hrjái 5–10% Vest-
urlandabúa. Helstu einkenni séu
pirringur og óþægileg tilfinning eða
verkir í fótum. Oft fylgi löngun eða
þörf til að hreyfa fæturna og eru ein-
kennin sögð koma helst fram við
hvíld; eru þau verst á kvöldin og á
nóttunni.
Víkverji vill ekki gera lítið úr
þessum kvilla, eða mikilvægi rann-
sóknarinnar sem á að ráðast í. Hann
vill þó segja: Margt er nú skrýtið í
kýrhausnum!
Reuters
Zoran Djindjic, forsætisráðherra
Serbíu (t.h.), fagnar endalokum
Júgóslavíu ásamt Dragisa Pesic
(t.v.), forsætisráðherra Júgóslavíu,
sem nú er embættislaus.
Strætógjöld hækka
ÉG vil koma á framfæri
kvörtun vegna hækkunar á
strætógjöldum. Ég er fast-
ur viðskiptavinur strætó,
nota strætó í og úr vinnu.
Er ég mjög óánægður með
að græna kortið hafi hækk-
að úr 3.800 í 4.500 kr.
Ég fékk smáhækkun á
launin um síðustu mánaða-
mót, skatturinn hirti sitt og
strætó restina. Það eru að-
allega öryrkjar, aldraðir og
námsfólk sem nota strætó,
þ.e. þeir lægstlaunuðu og
þeir mega síst við þessari
hækkun.
Vestarr Lúðvíksson.
Skoðanakannana-
fylliríið
FRÉTTABLAÐIÐ hefur
um langt skeið flutt dular-
fullar fréttir af miklu fylgi
Samfylkingar. Nú síðast
eru þeir taldir með meira
fylgi en Sjálfstæðisflokkur-
inn og Framsóknarflokkur-
inn samanlagt. Að vísu er
tekið fram að 1⁄3 neitar að
svara sem sjálfsagt skiptir
litlu máli, eða hvað?
En þessi fíflalæti vekja
mikla kæti hjá sumum
fréttastofum sem smjatta
sífellt á þessu rugli. Það
virðist sem sagt kominn
tími til að þjóðin jafni um
Davíð og Halldór, enda
hafa þeir rotað gjörsam-
lega verðbólgudrauginn og
þar að auki tryggt stöðug-
leika langt umfram það
sem áður hefur þekkst.
Þjóðin afber naumast
lengur svona svívirðilegt
stjórnarfar.
Kjósandi.
Línudans –
hvar er æft?
MÉR þætti voðalega gott
að komast að því hvar hægt
væri að fara og æfa sig með
öðrum að dansa línudans?
Þeir sem gætu gefið mér
upplýsingar vinsamlega
sendið mér línu á:
sih@centrum.is
Hulda Rós.
20. öldin
Í sjónvarpsþættinum 20.
öldin sem sýndur var á
sunnudagskvöld var greint
frá að Jónas Kristjánsson
hefði stofnað DV. Það er
ekki rétt, hann var ritstjóri
blaðsins en það var Sveinn
Eyjólfsson sem stofnaði
DV.
Ragnhildur.
Ásjóna
Alþingishússins
SÁ í sjónvarpsútsendingu
frá Alþingi um daginn að
kaffikanna stóð í glugga
öðrum megin við stól for-
seta þingsins. Finnst það
ósmekklegt.
Það sama má segja þeg-
ar horft er að þinghúsinu
frá Austurvelli. Hélt það
væri afdrep fyrir a.m.k eina
kaffikönnu í glæsilegri og
örugglega tímabærri við-
byggingu þessa fallega
húss. Alþingishúsið er ekk-
ert venjulegur vinnustaður.
H.M.
Tapað/fundið
Gullarmbandskeðja
týndist
Gullarmbandskeðja með
öryggislæsingu týndist 31.
janúar frá Reykjavíkurvegi
50, Hafnarfirði, líklega í
eða við Iðnskólann, Lækna-
miðstöðina í Smáranum eða
í Fjarðarkaupum. Eigandi
saknar armbandsins mikið
því það hefur mikið tilfinn-
ingalegt gildi. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
555 0923.
Íþróttataska týndist
BLÁ íþróttataska, merkt
Manchester United, með
íþróttaskóm og enska bún-
ingnum og handklæði,
týndist líklega í strætó á
leiðinni úr FG í Garðabæ í
Hafnarfjörð sl. miðviku-
dag. Taskan er merkt Jón
Alexander Guðmundsson.
Skilvís finnandi hafi sam-
band við Kristrúnu í síma
897 3086.
Barnaskautar
í óskilum
HVÍTIR barnaskautar
fundust fyrir 2 vikum við
Austurbæjarbíó, ásamt
poka með bolum. Eigandi
getur haft samband í síma
554 0652 eða 552 5379.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
ÉG HEF margsinnis í
gegnum tíðina gagnrýnt
skipulag Reykjavík-
urborgar og um leið lagt
fram tillögur að öðruvísi
skipulagi m.a. varðandi
þéttingu byggðarinnar
með niðurrifi og nýrri upp-
byggingu eldri hverfa. Flöt
útþensla borgarinnar er
orðin svo dýr að borgin
hefur ekki efni á að halda
úti nauðsynlegri þjónustu.
Undirtektirnar hafa frem-
ur litlar verið og nú er
skýringin fundin.
Nú hefur Davíð Odds-
son, sem var borgarfulltrúi
í 20 ár og borgarstjóri,
upplýst að skipulag borg-
arinnar hafi komið honum
á óvart þegar honum var
sýnt það vegna ætlaðra
framkvæmda. Er það virki-
lega svo að borgarfulltrúar
þekki ekki skipulag borg-
arinnar og að borgarstjór-
arnir hafi aldrei séð það? Í
hvaða heimi lifa slíkir
stjórnendur?
Jón Kjartansson frá
Pálmholti.
Skipulag borgarinnar
LÁRÉTT
1 gagnlegur hlutur, 8
sterk, 9 auðugur, 10
verkfæri, 11 aulana, 13
sigruðum, 15 svívirða, 18
málms, 21 löður, 22
dökkt, 23 byggt, 24 sam-
komulag.
LÓÐRÉTT
2 sníkjudýr, 3 afturkerta,
4 kopta, 5 klæðlaus, 6
kvenfugl, 7 örg, 12 eykta-
mark, 14 veiðarfæri, 15
sæti, 16 fiskana, 17 að
baki, 18 askja, 19 töldu,
20 pest.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 rétta, 4 þrasa, 7 ylinn, 8 lítil, 9 ill, 11 anna, 13
frár, 14 sukki, 15 þykk, 17 skúm, 20 hal, 22 klípa, 23 Jót-
ar, 24 rotna, 25 tinna.
Lóðrétt: 1 reyna, 2 teikn, 3 asni, 4 þoll, 5 aftar, 6 aular,
10 lokka, 12 ask, 13 fis,
15 þokar, 16 klínt, 18 kátan, 19 merja, 20 hana, 21 ljót.
Krossgáta 6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16