Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 25
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
VATNSBERI
Afmælisbörn dagsins:
Þið eruð ákveðin og kraft-
mikil og treysti á eigið frum-
kvæði. Félagslífið verður
óvenju viðburðaríkt á árinu.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú gætir þurft að gera breyt-
ingar á langtímaáætlunum
þínum. Hlutirnir eru að breyt-
ast og það kemur sér vel að þú
hefur mikla aðlögunarhæfni.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Eitthvað óvænt gæti komið
upp varðandi foreldra þína
eða yfirboðara. Þetta gæti
einnig átt við um orðspor þitt.
Mundu að það getur enginn
svipt þig sjálfsvirðingunni.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú gætir fengið óvænt tæki-
færi til ferðalaga. Þá er líklegt
að þú fáir óvæntar fréttir frá
fjarlægu landi. Haltu vöku
þinni.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Breytingar í fjármálum eða
varðandi sameiginlegar eignir
geta komið þér á óvart í dag.
Mundu að það sem í fyrstu
virðist vera tap getur í reynd
verið hin mesta blessun.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Makar ykkar geta komið ykk-
ur á óvart í dag. Gætið þess að
standa fast á sjálfstæði ykkar.
Heilbrigð sambönd byggjast á
félagsskap en ekki eign-
arrétti.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þið eruð óvenju þreytt á
vinnunni og langar því mest til
að segja upp. Tæknilegar
framfarir geta hugsanlega
vakið áhuga ykkar á ný.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Það er líklegt að þið lendið í
deilum við ástvini ykkar í dag.
Það er óvenju mikil hætta á
slysum og því þurfa foreldrar
að gæta barna sinna sér-
staklega vel.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það er hætt við sprengingum
á heimilinu. Sýndu fjölskyldu
þinni þolinmæði. Reyndu ekki
að þröngva skoðunum þínum
upp á aðra.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Frelsi þitt skiptir þig miklu
máli og í dag hefurðu þörf fyr-
ir að sinna þínum eigin mál-
um. Farðu varlega í umferð-
inni. Það er hætt við óvæntum
uppákomum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Fjármálin eru algerlega óút-
reiknanleg í dag. Það er jafn
líklegt að þið vinnið peninga
og að þið tapið þeim. Gætið
eigna ykkar og farið með gát.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þið eruð óvenju uppreisn-
argjörn í dag og ákveðin í að
fara ykkar fram. Nýstárlegar
hugmyndir eiga hug ykkar
allan.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Það er mikið eirðarleysi í ykk-
ur í dag. Reynið að halda ró
ykkar og skynsemi og forðist
að reita aðra til reiði.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
SÓLSKRÍKJAN
Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein,
sem hljómaði til mín úr dálitlum runni.
Hún sat þar um nætur og söng þar á grein
svo sólfögur ljóð um svo margt sem ég unni.
Og kvöld eftir kvöld hóf hún ástarljóð ein, –
ó, ef að þú vissir, hvað mikið hún kunni.
Hún kvað um sitt fjölbreytta fjalldala skraut,
hve frítt er og rólegt að eiga þar heima,
hve mjúkt er í júní ljósgrænni laut,
hve létt þar er vetrarins hörmum að gleyma
og hvað þá er indælt við ættjarðar skaut
um ástir og vonir að syngja og dreyma.
En sætust af öllum og sigrandi blíð
hún söng mér þar ljóðin um dalbúans næði,
um lundinn sinn kæra og lynggróna hlíð,
þó lítil og fátækleg væru þau bæði.
En svipurinn hýrnar, þér sýnast þau fríð
í syngjandi snjótittlings vornæturkvæði.
- - -
Þorsteinn Erlingsson
LJÓÐABROT
TONY Forrester er einn af
fjölmörgum erlendum stór-
spilurum sem nú keppa á
bridshátíð á Hótel Loftleið-
um. Forrester hefur lengi
verið í fremstu röð breskra
spilara og var meðal ann-
ars Evrópumeistari 1991,
en undanfarin ár hefur
hann spilað töluvert sem
atvinnumaður í Bandaríkj-
unum. Fyrir utan það að
vera góður í brids og golfi
hefur Forrester mikið vald
á breskri íróníu, sem bein-
ist oftar en ekki að makk-
er.
Í æfingaleik við Íslend-
inga fyrir nokkrum árum
stóð makker hans, Andy
Robson, frammi fyrir erf-
iðri ákvörðun í sagnbaráttu
á fimmta þrepi. Andstæð-
ingarnir voru komnir í
fimm hjörtu yfir fjórum
spöðum og Robson varð að
gera upp við sig hvort
hann ætti að dobla eða
segja fimm spaða.
Hann ákvað að fara í
fimm spaða með slæmum
árangri. Robson var nið-
urlútur eftir spilið og sagði
afsakandi: „Þetta var víst
ekki vel heppnað hjá mér.“
„Það er ekki gott að
segja,“ svaraði Forrester.
„Við gátum tekið +800 í
fimm hjörtum dobluðum,
en þú fórst í fimm spaða
sem kostuðu okkar -1.100.
Nei, sennilega var þetta
ekki sérlega góð ákvörðun
hjá þér.“
Hér er spil með þeim fé-
lögum frá Macallan-mótinu
í London 1996, þar sem
mótherjarnir eru Meckstr-
oth og Rodwell:
Suður gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ Á652
♥ Á7542
♦ K86
♣10
Vestur Austur
♠ DG73 ♠ 8
♥ G986 ♥ K103
♦ D9 ♦ 10752
♣G62 ♣ÁK543
Suður
♠ K1094
♥ D
♦ ÁG43
♣D987
Vestur Norður Austur Suður
Meckst. Robson Rodwell Forrester
-- -- -- Pass
Pass 1 hjarta Pass 1 spaði
Pass 2 spaðar Dobl Pass
3 lauf 3 spaðar Pass 4 spaðar
Dobl Pass Pass Redobl
Pass Pass Pass
Fjörugar sagnir.
Meckstroth kom út með
tíguldrottningu, sem For-
rester drap og spilaði laufi.
Vestur tók með gosa og
spilaði tígli áfram. Þann
slag tók Forrester heima
og hóf að víxltrompa lauf
og hjarta. Fljótlega kom
upp þessi staða:
Norður
♠ Á6
♥ 75
♦ K
♣--
Vestur Austur
♠ DG73 ♠ 8
♥ G ♥ --
♦ -- ♦ 107
♣-- ♣ÁK
Suður
♠ K10
♥ --
♦ 43
♣D
Suður er heima og spilar
laufi. Ef vestur hendir
hjarta fæst tíundi slagurinn
með því að trompa með
sexunni í borði og í reynd
trompaði Meckstroth á
milli með sjöunni. Forr-
ester yfirstakk og gat nú
trompað hjarta með tíunni.
Unnið spil og +1.080.
BRIDS
Guðmundur
Páll Arnarson
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4.
Rc3 Bb4 5. Bg5 h6 6. Bxf6
Dxf6 7. e3 O-O 8. Hc1 Rc6 9.
cxd5 exd5 10. Be2 Re7 11.
Db3 Bxc3+ 12. Dxc3 c6 13.
O-O Rg6 14. b4 a6 15. a4
Bg4 16. Dd2 Hae8
17. b5 axb5 18. axb5
He6 19. bxc6 bxc6 20.
Re5 Bxe2 21. Rxg6
Dxg6 22. Dxe2 Hfe8
23. Hc3 f5 24. Dc2
Hf6 25. Hc1 Hee6 26.
g3 h5 27. h4 Dh6 28.
Db3 Kh7 29. Kg2
Dg6 30. Db7 f4 31.
exf4 Hxf4 32. Hxc6
De4+ 33. Kg1
Staðan kom upp í
B-flokki alþjóðlega
mótsins í Bermúda
sem lauk fyrir
skömmu. Pavel Blatny
(2.475) hafði svart gegn
Volkmar Dinstuhl (2.416).
33...Hxf2! 34. Kxf2 Dxd4+
35. Kf1 Dd3+ 36. Kg1
Dxg3+ 37. Kh1 Dxh4+ 38.
Kg1 Dg3+ 39. Kh1 He4 40.
Db1 g6 41. H6c4 Df3+ og
hvítur gafst upp enda fátt til
varnar.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
ÁRNAÐ HEILLA
90 ÁRA afmæli. Í dag,mánudaginn 17.
febrúar, verður níræður
Kjartan Ólafsson frá
Strandseli, Birkihvammi 8,
Kópavogi. Kjartan verður
að heiman í dag.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyr-
irvara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmæl-
istilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100, sent
í bréfsíma 569-1329, eða
sent á netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
MEÐ MORGUNKAFFINU
KYRRÐARDAGAR sem mótast sér-
staklega af myndlist verða haldnir í
Skálholti um næstu helgi, 21.–23.
febrúar. Myndlistarmennirnir
Benedikt Gunnarsson og Þorgerð-
ur Sigurðardóttir munu flytja hug-
leiðingar út frá nokkrum verka
sinna auk þess sem fjallað verður
sérstaklega um listaverk kirkj-
unnar eftir þær Nínu Tryggvadótt-
ur og Gerði Helgadóttur Aðra leið-
sögn annast þeir sr. Jón Bjarman
og Jón Rafn Jóhannsson o.c.d.s., en
hann er kaþólskur leikmaður
tengdur karmelítareglunni og mun
tala út frá völdum íkonum.
Þetta er í fyrsta sinn sem kyrrð-
ardagar í Skálholti tengjast mynd-
list sérstaklega en að öðru leyti er
form þeirra óbreytt. Burtséð frá
hugleiðingunum og tíðagjörðinni
ríkir þögn og kyrrð sem gefur þátt-
takendum tækifæri til þess að njóta
hvíldar andlega sem líkamlega,
losna frá hinu daglega áreiti, end-
urnærast og uppbyggjast af því
sem staðurinn og dagskráin býður
upp á.
Skálholtsskóli veitir allar nánari
upplýsingar og annast bókanir í
síma 486-8870, netfang skol-
i@skalholt.is.
Morgunblaðið/Jim Smart
Skálholtsdómkirkja.
Kyrrðar-
dagar í
Skálholti
FRÉTTIR
Laugarneskirkja. 12 spora-hópar koma
saman í dag kl. 18 og 20. Umsjón Mar-
grét Scheving sálgæsluþjónn. (Sjá síðu
650 í Textavarpi.)
Neskirkja. 6 ára starf kl. 13.15. 10–12
ára starf kl. 16.30. Litli kórinn, kór eldri
borgara, þriðjudag kl. 16.30. Stjórnandi
Inga J. Backmann. Allir velkomnir.
Árbæjarkirkja. Kl. 15.15 TTT (starf 10–
12 ára) í safnaðarheimilinu.
Fella- og Hólakirkja. Mánudagur: Kl. 13–
15.30 opið hús fyrir fullorðna í safn-
aðarheimili kirkjunnar. Spilað, fræðst,
kaffi og spjall. Bænastund kl. 15.15 í
kirkjunni. Fyrirbænaefnum má koma til
djákna í síma 557 3280. Þeir sem óska
eftir akstri láti vita í sama síma fyrir há-
degi á mánudögum. Æskulýðsstarf fyrir
8.–10. bekk á mánudagskvöldum kl. 20.
Grafarvogskirkja. Mánudagur: KFUK í
Grafarvogskirkju kl. 17.30–18.30 fyrir
stúlkur 9–12 ára. Kirkjukrakkar í Engja-
skóla kl. 17.30–18.30 fyrir 7–9 ára. TTT
(10–12 ára) í Engjaskóla kl. 18.30–
19.30. Sorgarhópur kl. 20.
Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk
kl. 20. Prédikunarklúbbur presta í
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er í
Hjallakirkju þriðjudaga kl. 9–10.30. Boð-
un og áheyrandi: Umsjón Sigurjón Árni
Eyjólfsson.
Bessastaðasókn. TTT-starf fyrir 10–12
ára drengi og stúlkur kl. 17.30–18.30 í
stofu 104 í Álftanesskóla. Rúta ekur
börnunum heim að loknum fundi.
Skemmtileg dagskrá. Mætum öll.
Lágafellskirkja. Heimsóknarþjónusta
kirkjunnar er í umsjá Þórdísar djákna,
símatími mánudaga kl. 16–18 í síma
566-7113. Opinn bænahópur í Lágafells-
kirkju kl. 20. Umsjón hefur Þórdís djákni.
Al-Anon fundur í Lágafellskirkju kl. 21.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16
æskulýðsfélag fatlaðra, yngri hópur. Kl.
17.30 æskulýðsfélag fatlaðra, eldri hópur
(aukasamvera – gengið inn kirkjumegin).
Hulda Líney Magnúsdóttir, Ingveldur Theó-
dórsdóttir og sr. Kristján Björnsson.
Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30–
16.30.
Akureyrarkirkja. Mánudagur: Kirkjusprell-
arar, 6–9 ára starf, kl. 16. Allir 6–9 ára.
TTT-starf kl. 17.30. Allir 10–12 ára vel-
komnir.
Safnaðarstarf
LÆKNAVAKTIR
BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á
kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upp-
lýsingar í s. 563 1010.
BRÁÐAMÓTTAKA fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni
eða ná ekki til hans opin kl. 8–17 v.d. S. 543 2000 eða
543 1000 um skiptiborð.
LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í
Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn-
arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30
v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og
símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helg-
ar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770.
SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR: Slysa- og bráðamóttaka í
Fossvogi er opin allan sólarhringinn fyrir bráðveika og
slasaða s. 543 1000 um skiptiborð / 543 2000 beinn sími.
TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá-
tíðir. Símsvari 575 0505.
VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10–
16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369.
LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn-
isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í
síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is
APÓTEK
LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8–
24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101.
APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–
24. S. 533 2300.
LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími
564 5600.
BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl.
9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími
585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232.
Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar.
NEYÐARÞJÓNUSTA
NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar er opin allan sólar-
hringinn, s. 525 1710 eða 525 1000.
EITRUNARUPPLÝSINGASTÖÐ er opin allan sólarhring-
inn. S. 525 1111 eða 525 1000.
ÁFALLAHJÁLP. Tekið er á móti beiðnum allan sólarhring-
inn. S. 525 1710 eða 525 1000 um skiptiborð.
BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf-
rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra
daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493.
HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep-
urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trún-
aði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum.
TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar-
og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að-
standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr.
Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is
VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer
800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til
að tala við. Svarað kl. 20–23.
Þjónusta
Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112
STJÓRN Röskvu hefur sent frá sér
eftirfarandi ályktun um atvinnumál
ungs háskólamenntaðs fólks:
„Röskva, samtök félagshyggju-
fólks við Háskóla Íslands, lýsir yfir
þungum áhyggjum vegna aukins at-
vinnuleysis meðal háskólamenntaðs
fólks. Aldrei hafa fleiri háskóla-
menntaðir verið á atvinnuleysisskrá
og hefur orðið gríðarleg fjölgun á síð-
ustu vikum. Samkvæmt nýjustu töl-
um frá Vinnumálastofnun eru um 450
háskólamenntaðir á atvinnuleysis-
skrá en gera má ráð fyrir að mun
fleiri séu án atvinnu þótt þeir séu ekki
á skrá.
Í vikunni ákváðu stjórnvöld að
veita rúma 6 milljarða inn í atvinnu-
lífið. Slíkar aðgerðir eru að sjálfsögðu
af hinu góða en Röskva vill samt sem
áður taka undir með Reykjarvík-
urakademíunni um að ríkisstjórn Ís-
lands virðist með þessum aðgerðum
ekki taka tillit til ungs háskólamennt-
aðs fólks. Fjármunum er beint aðal-
lega til verklegra framkvæmda um
allt land. Röskva vill beina þeim til-
mælum til stjórnvalda að nota hluta
þessara fjármuna til atvinnuupp-
byggingar fyrir háskólamenntað fólk
en í menntun þeirra liggur mikill auð-
ur sem mikilvægt er að virkja.“
Áhyggjur vegna at-
vinnuleysis háskólafólks