Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 9 Laugavegi 4, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Ný sending Litir: Beinhvítt, ljósbrúnt, svart Stærðir: B 75-90 C-F 75-100 G 75-95 Buxur - skyrtur - bolir stærðir 36—56 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—15 Snorrabraut 38, sími 562 4362 Útsölulok enn meiri afsláttur v. Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun Lagersala á Nesinu 50-90% afsláttur Tökum upp vorvörurnar Lokað 17., 18. og 19. febrúar Opnum 20. febrúar með fulla búð af nýjum vörum Engjateigi 5, sími 581 2141. Pelsfóðurjakkar og -kápur Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 ÁÆTLAÐ er að um 1.600 manns hafi sótt friðarfundi sem fram fóru í Reykjavík, Akureyri og Ísa- firði á laugardag til að mótmæla hugsanlegri innrás í Írak. Samkvæmt mati lögreglu tóku um eitt þúsund manns þátt í fund- inum í Reykjavík á Ingólfstorgi. Geir Jón Þórisson yfirlög- regluþjónn sagði mótmælin hafa farið fram í mjög góðum anda og var hann ánægður með fram- kvæmd þeirra. Eftir fundinn gengu fund- armenn Austurstrætið og afhentu síðan ályktun við Stjórnarráðið. Þá var gengið að breska sendi- ráðinu og því bandaríska og látin í ljós andúð á hugsanlegri innrás. Enn fremur fordæmdi fundurinn stuðning íslenskra stjórnvalda við árásaraðilana og krafðist þess að þau breyti um stefnu. Í ályktun fundarins segir meðal annars: „Íslenska þjóðin getur ekki sætt sig við að forsvarsmenn hennar taki þátt í glæpastarfsemi af þessu tagi. Árásaraðilarnir beita fyrir sig tylliástæðum sem eru út í hött. Raunverulegt mark- mið þeirra er að sölsa undir sig ol- íuauðæfi Íraks og auka völd sín og áhrif í Mið-Austurlöndum.“ Það voru samtökin Átak gegn stríði sem stóðu að útifundinum á Ingólfstorgi. Um 500 hundruð manns tóku þátt í mótmælunum sem fram fóru á Ráðhústorginu á Akureyri. Eru þetta ein fjölmennustu mótmæli á Akureyri hin síðari ár. Fundurinn lýsti yfir eindreginni andstöðu við árás gegn Írak ásamt aðild Íslands að hugsanlegrum stríðsrekstri. „Skorað er á ríkisstjórn Íslands að fylkja sér undir fána friðar fjöl- margra ríkja og hvetja þannig til friðsamlegrar lausnar á deilunni um meinta gjöreyðingavopnaeign Íraka. Við viljum frið en ekki stríð,“ segir í ályktun fundarins. Á Ísafirði tóku hátt í 90 manns þátt í friðarfundinum sem fram fór í Edinborgarhúsinu. Sigurður Pétursson sagnfræðingur flutti þar ávarp. Í ályktun sem fund- urinn sendi frá sér segir meðal annars: „Fundur friðarsinna á Ísa- firði hvetur ríkisstjórn Íslands til að hlusta á raddir almennings í landinu og skipa sér í hóp með þeim ríkjum í Evrópu sem hafa lýst því yfir að þau muni ekki styðja stríð Bandaríkjamanna gegn Írak, stríð þar sem efna- hagshagsmunir stórveldanna ráða ríkjum.“ Fundurinn hvatti rík- isstjórnina einnig til að beita sér gegn hernaði í öllum heims- hlutum. Mótmæli sem þessi voru haldin í hundruðum bæja og borga víðs vegar um heim á laugardag. Sextán hundruð manns mótmæltu stríði Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan áætlar að um eitt þúsund manns hafi sótt friðarfundinn á Ingólfstorgi sem fram fór á laugardaginn. INNANLANDSFLUG lá niðri til klukkan 19:30 í gærkvöldi vegna hvassviðris. Þá var loks hægt að fljúga til Vestmannaeyja og Akur- eyrar. Þá þurftu tvær farþegaþotur með um 200 manns innanborðs að lenda á Egilsstaðaflugvelli um klukkan átta í gærmorgun vegna slæmra veðurskilyrða á Keflavíkurflugvelli. Þær þurftu þó ekki að bíða lengi heldur lentu í Keflavík rúmum tveimur tímum síðar. Flutningavél Flugleiða þurfti að lenda á Akureyri af sömu ástæðum en hún flaug til Keflavíkur stuttu síðar. Þoturnar urðu allar frá að hverfa eftir aðflug að Keflavíkur- flugvelli í gærmorgun vegna hvass- viðris. Að öðru leyti fór millilandaflug að mestu samkvæmt áætlun í gær. Ferðum Herjólfs var með öllu af- lýst í gær vegna veðurs. Innanlandsflug lá að mestu leyti niðri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.