Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 21
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 21 farkostum, enda Látraröstin ekki frýnileg. Þetta ár flutti Halli til Reykja- víkur, upprunalega til að ljúka námi í prentiðn. Námið hóf hann hjá föður sínum Magnúsi Ólafs- syni. Hann starfaði í höfuðborg- inni allan sinn starfsaldur síðan. Sem ungur drengur á Ísafirði minnist ég þess vel þegar Halli frændi kom vestur í sumarfrí. Ald- ursmunurinn á okkur var 28 ár. Allir þekktu Halla og einkum af yfirburða færni hans í íþróttum og við púkarnir litum því mikið upp til hans. Gamall Ísfirðingur sagð- ist muna eftir honum að sýna leik- fimi í Gúttó á Ísafirði þar sem hann hafði framið ýmsar þær kúnstir sem menn visu ekki að unnt væri að gera. Er foreldrar mínir fluttu suður 1956 bjuggum við fyrstu misserin hjá Halla á meðan leitað var að íbúð til kaups. Þarna kynntist ég Halla allvel og komst að raun um að þrátt fyrir að hann væri orðfár og heldur dulur var hann afar gestrisinn. Systkin hans áttu alltaf vísa gistingu á Hagamel 14 hve- nær sem þau komu til Reykjavík- ur. Um svipað leyti fór ég að æfa fimleika með Halla hjá ÍR þar sem Valdimar Örnólfsson var við stjórnvölinn. Þarna var Halli af- burðamaður. Við sýndum saman í fimleikahópnum nokkrum sinnum og Halldór var á þeim tíma um 25–30 árum eldri en flestir okkar en samt gátum við allir litið til hans sem fyrirmyndar. Ég vil full- yrða að Halldór hafi verið einn al- besti fimleikamaður sem Ísland hefur alið. Hann hafði gaman af börnum þótt hann ætti engin sjálf- ur og hann var óspar á að sýna þeim list sína á ýmsa vegu. Ekki síst brá hann sér í handstöðu við hin ýmsu tækifæri. Síðast sá ég hann standa á höndum úti í Skjálf- andafljóti er hann var um sextugt. Hann var í heimsókn hjá okkur hjónunum í sumarleyfi á Akureyri og við fórum í lautarferð í Bárð- ardalinn. Halli sá stóran stein nokkru frá landi, stökk út á hann og brá sér upp á hendurnar og gerðu börnin góðan róm að. Um áraraðir var Halli mjög virkur í bæði bridge og skák í hópi góðra vina. Hann var og mjög virkur í skátastarfi á Ísafirði. Einnig hafði hann mikinn áhuga á myndgerð, ekki síst kvikmynda- gerð. Ekki man ég betur en hann sýndi mér listavel teiknaða skissu af því sem hann kallaði eilífðarvél. Enn má nefna að Halldór var vel hagmæltur og liggja eftir hann margar vísur og jafnvel kvæða- bálkar. Síðustu árin hefur Halldór dval- ist í kyrrð og ró á Grund, sáttur við guð og menn. Jónasi yngsta bróður Halla og nú hinum eina eftirlifandi af níu systkina hópi sendum við fjöl- skyldan innilegar samúðarkveðjur. Vertu sæll, frændi, og góða ferð. Magnús Helgi Ólafsson. ✝ Sigurpáll Sig-urðsson fæddist á Siglufirði 25. mars 1950. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 12. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Þóranna Guðmunds- dóttir, f. 14. mars 1907, d. 30. júlí 1997, og Sigurður Sigur- pálsson vélstjóri, f. 23. des. 1905, d. 4. jan. 1981. Systkini Sigurpáls eru: Drengir, tvíburar, f. 5. maí 1933, d. 8. og 10. maí 1933, Hulda, f. 19. nóvember 1934, d. 8. apríl 1990, gift Guðbrandi Sörens- syni, Bára, f. 14. ágúst 1939, d. 6. október 2000, gift Róbert Erni kvæntur Sigríði Kristínu Pálsdótt- ur, þau eiga tvö börn. 3) Karl Knútur Ólafsson, f. 5. mars 1960, kvæntur Margréti Helmu Karls- dóttur, þau eiga fjögur börn. 4) Sigurður Árni Ólafsson, f. 18. júlí 1961, kvæntur Lilju Þorsteinsdótt- ur, þau eiga fjögur börn. 5) Guðný Ólafsdóttir, f. 30. júlí 1962, gift Hermanni Guðjónssyni, þau eiga þrjú börn. 6) Þröstur Ólafsson, f. 7. október 1963, kvæntur Eydísi Re- bekku Björgvinsdóttur, þau eiga fimm börn. Sigurpáll ólst upp á Siglufirði til sjö ára aldurs en fluttist þá til Keflavíkur með foreldrum sínum. Sigurpáll var lengst af á sjó, fyrst á Jóni Finnssyni GK og síðan Framnesi ÍS. Árið 1980 hóf hann störf hjá Íslenskum aðalverktök- um á Keflavíkurflugvelli og starf- aði þar óslitið til ársins 2002 er hann hætti störfum vegna veik- inda. Útför Sigurpáls verður gerð frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ólafssyni, Ásta, f. 11. apríl 1943, sambýlis- maður Jón Pétursson og Elísabet, f. 25. mars 1950, gift Daníel R. Júlíussyni. Sigurpáll kvæntist 12. maí 1982 eftirlif- andi eiginkonu sinni Frúgit Thoroddsen, f. 29. september 1938. Foreldrar hennar voru Þórdís M. Thor- oddsen, f. 9. maí 1905, d. 1982, og Snæbjörn Thoroddsen, f. 13. nóvember 1891, d. 1987. Börn hennar eru: 1) Sveinn Lárus Ólafsson, f. 17. jan. 1957, kvæntur Ólínu Öldu Karlsdóttur, þau eiga fimm börn. 2)Snæbjörn Þór Ólafsson, f. 20. febrúar 1958, Ástin mín. Það er svo sárt að kveðja þig, æðruleysi þitt og dugnaður í veik- indum þínum var einstakur. Þakka þér fyrir allt það sem þú varst mér, börnunum mínum og afa- börnunum okkar. Við söknum þín öll svo sárt, en reynum að hugga okkur við að nú ertu kominn þangað sem þú ert laus við allar þrautir. Er fegurst fölna blómin og frostið bítur svörð. Þá verða tár að daggar-dropum er drjúpa á visna jörð. Nú sorgin hjartað hrellir og hvarminn vætir minn en trú og traust á Drottin þerrar tár af kinn. Hönd þína ljáðu ljúfi Faðir, léttu erfiðan gang er vonir bregðast þrautir þyngja þjáning sest í fang, þá brýtur bænin hlekki byrðin þunga fer það flýtur enginn að feigðarósi er finnur skjól hjá þér. (Þóra Björk Benediktsdóttir.) Vertu sæll ástin mín, minningu þína geymi ég alltaf. Þín eiginkona Frúgit. Elsku afi minn. Ég trúi ekki að ég sé að kveðja þig. Það er svo ósanngjarnt að þú þurfir að fara svona snemma. Ég vildi að ég gæti komið í heimsókn og þú sætir inni í stofu að horfa á fót- boltann. Það er svo sárt að hugsa til þess að það verði ekki, ég hugga mig samt við það að nú þarftu ekki að þjást lengur. Elsku afi, ég á svo margar góðar minningar eins og frá því þegar ég og Sigurpáll fórum með þér og ömmu til Mallorca. Eða þau skipti sem ég hef búið hjá ykkur ömmu. Ég man þegar ég bjó hjá ykkur úti í Höfnum og fékk mér tattú, þú varst svo hneykslaður og sagðir að það væru bara gamlir sjóarar með tattú. Ég er svo þakklát fyrir allar þær stundir sem ég hef átt með þér. Mig langaði svo að barnið mitt fengi að kynnast þér og liggja á bringunni á þér eins og ég gerði þegar ég var lítil, það var alltaf hægt að hugga mig þannig, þar leið mér svo vel. Það munaði svo litlu að þú fengir að sjá barnið en ég veit að þú átt eftir að fylgjast með frá öðrum stað. Elsku afi minn þín verður sárt saknað og ég geymi minninguna vel þangað til við hittumst aftur. Elsku amma, missir þinn er mikill, en við stöndum saman og tökumst þannig á við framtíðina. Bless afi minn. Þín Þórdís. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar því tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga.) Kveðja, systkinabörnin. Við kynntumst Sigurpáli, eða Palla eins og hann var jafnan kall- aður innan fjölskyldunnar, þegar bróðir minn gekk að eiga Guðnýju, dóttur Frúgitar eiginkonu hans. Þessi hægláti maður, sem sagði meira með augum sínum en orðum, varð fastur hluti af fjölskyldunni. Alltaf til staðar fyrir alla með nær- veru sinni og hjálpsemi. Palli var barnlaus en það gladdi hann greini- lega mikið þegar bróðir minn og mágkona skírðu son sinn Sigurpál í höfuðið á honum. Við það jukust tengsl hans við fjölskylduna til muna og hann eignaðist þarna á vissan hátt sinn eigin son, þó ekki í gegnum bein blóðtengsl, heldur í andlegum skiln- ingi, og þeir nafnar áttu oft góðan tíma saman. Veikindi Palla voru áfall fyrir alla fjölskylduna og við fylgdumst með baráttu hans við hinn mikla vágest sem krabbameinið er. Þrátt fyrir góða aðhlynningu eiginkonu hans og hjúkrunarfólks voru kvalir hans miklar undir lokin og því má segja að andlátið hafi verið sem líkn. Ég og fjölskylda mín sendum Frúgit og fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum þess að sorgin megi sefast með minningunni um góðan mann. Guðrún G. Bergmann. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Giddý, Guð gefi þér styrk í sorginni. Ólína og Margrét. Vinnufélagi minn Sigurpáll eða Palli eins og við kölluðum hann verð- ur kvaddur frá Innri-Njarðvíkur- kirkju í dag. Og langar mig að minn- ast hans með nokkrum orðum. Það var í ágúst 1982 að við Palli byrjuðum að vinna saman í Malbik- unar- og steypustöð Íslenskra aðal- verktaka og vann hann með mér þar uns veikindi hans komu í ljós árið 2002. Við áttum gott samstarf öll þessi ár og vil ég þakka honum sam- ferðina þessi tuttugu ár sem við unn- um saman. Við vorum aldrei heimagangar hvor hjá öðrum en við hittumst vinnufélagarnir með konum okkar á hverju ári og gerðum okkur glaðan dag. Var þá oft glatt á hjalla. Ég hef mikinn áhuga á ættfræði en aldrei datt mér í hug að rekja ætt- ir okkar saman því ég átti engar ætt- ir að rekja á Siglufjörð. Þegar ég tengdist Íslendingabók 10. febrúar síðastliðinn komst ég að því að við erum fimmmenningar og þar með getum við kallast frændur. Við hefðum eflaust haft gaman af því að kalla hvor annan frænda ef við hefðu átt fleiri stundir saman. Ég hitti Palla rétt fyrir jól og þá var hann bjartsýnn á að hann myndi sigra í baráttunni. En svo heyrði ég ekkert frá honum og ekki kom ég því í verk að hringja en ég var alltaf að hugsa til hans og gerði ekkert í mál- unum. En ég þakka forsjóninni að ég frétti af honum og náði að kveðja hann áður en hann fór. Hann var sterkur og æðrulaus og búinn að sætta sig við orðin hlut og bað mig um að skila kveðju til allra vinnu- félaganna sem ég gerði. Flosi, Bjarni, Fúsi, Viðar, Sigfús, Fannar og Óskar þakka honum samstarfið í gegnum árin. Hann þekkti mínar lífsskoðanir um framhaldslífið og ég veit að hann er í góðum höndum. Ég færi aðstandendum hans mín- ar dýpstu samúðarkveðjur og bið góðann guð að styrkja Frugit því missir hennar er mikill. Gunnar B. Sigfússon. SIGURPÁLL SIGURÐSSON Þegar ég heyrði lát Eyju systur minnar grét ég eins og barn og vildi ekki trúa raun- veruleikanum. Smátt og smátt fylltist hugur minn af góðum minningum sem þerr- uðu tárin og hjartað varð fullt af þakklæti til minnar kæru systur. Það má með sanni segja að hún hafi tekið stóran þátt í uppeldi mínu, þar sem heimili hennar og Guðmundar Sveins- sonar heitins var eins og mitt annað heimili og þau önnuðust mig eins og ég væri þeirra eigið barn. Eyja var á þessum tíma heimavinnandi húsmóð- ir og tók alltaf glaðlega á móti mér. Hjá henni var ég alltaf svo frjáls. Hún tók þátt í ímyndunar- og hlutverka- leikjum mínum og það er mér nú ómetanlega góð minning. Hún vakti snemma áhuga minn á leiklist, lánaði mér alls konar áhöld og klæði til leikja og meira að segja brúðarkjólinn sinn sem var sá flottasti sem ég hef séð fyrr og síðar. Kjóllinn var vissulega of stór á mig, þá aðeins sex ára, en mér fannst ég vera fullorðin álfamær á því augnabliki sem ég lék fyrir stóru syst- ur sem horfði á með sínu blíða brosi. Ég fór ung í Tónlistarskólann og fékk að æfa mig á píanóið hennar. Ég er þess fullviss að þær æfingar hafi ekki alltaf hljómað vel í eyrum og enn í dag er ég að dást að þolinmæði Eyju. BJARNEY INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR ✝ Bjarney Ingi-björg Ólafsdóttir fæddist á Flateyri 20. október 1923. Hún lést á Landspít- alanum 23. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Ísafjarðarkirkju 1. febrúar. Hún kvartaði aldrei undan hávaða, feilnót- um og ómstríðum en sagðist bara hafa gam- an af að hlusta á leik minn og hvatti mig áfram til námsins. Eyju tókst vel að rækta blóm og heimilið ilmaði vel. Mér fannst hún vera blómadrottn- ing og varð hissa þegar einhver önnur kona fékk þann titil. Hún kunni að hlusta og leið- beina og henni var alltaf hægt að treysta. Á ung- lingsárum mínum hvatti hún mig til að takast á við alls konar verkefni í sambandi við félagsstörf mín í skáta- hreyfingunni, skólanum og stúkunni og var minn besti ráðgjafi. Mikið er ég rík að hafa átt hana að. Á uppvaxtarárum mínum voru yndislegu börnin hennar og Guð- mundar, Magni, Anna Lóa, Þórdís og Svenni, mér mikils virði. Þá var æð- islegt að vera Fjóla frænka; leika við þau og eiga þau að. Þá kallaði Eyja mig stundum stóru stelpuna sína eða góðu barnapíuna sína og ég fylltist stolti því annars var ég yngsta barnið hennar mömmu, sem sagt lítil og stór í senn. Eyja var búsett á Ísafirði alla sína ævi, tók virkan þátt í alls konar fé- lagsstörfum og lagði sitt af mörkum í uppbyggingu bæjarins. Það var í eðli hennar að huga vel að umhverfi sínu. Þar sem ég fluttist rúmlega tvítug frá Ísafirði minnkaði beint samband okk- ar systra en við skrifuðumst á. Þannig fékk ég innsýn í líf hennar og fjöl- skyldu og hvað væri aðallega að ger- ast í félags- og uppbyggingarmálum staðarins. Þetta var mér mikils virði, sérstak- lega þegar ég var við nám og vinnu er- lendis í næstum áratug. Við hittumst ekki oft eftir að ég fluttist heim til Íslands en þegar það gerðist voru allar samverustundir okkar gulls ígildi. Við sungum saman tvíraddað, skemmtum okkur og ræddum allt milli himins og jarðar. Hún var svo góð manneskja, full af mannúð og kærleika, bar fulla virð- ingu fyrir annarra trú og menning- arsiðum. Það er mikill mannkostur. Nokkrum dögum fyrir lát hennar hringdi hún í mig. Rödd hennar hljómaði sem rödd unglingsstúlku. Hún var vongóð um að skurðaðgerðin tækist vel og sagðist hlakka til að heimsækja mig og ræða nánar um gamla barnasöngva en það var síðasta málefnið sem ég ráðfærði mig um við hana. Það tók mig sárt að geta ekki fylgt Eyju síðustu sporin. Flugvélin sem ég ætlaði með til Ísafjarðar þurfti að snúa við til Reykjavíkur og svo verkj- aði mig í andlit og handlegg vegna smáslyss sem ég lenti í fyrir framan flugstöðina og ákvað að hætta við næstu ferð. Meðan á útförinni stóð áttum við Gugga systir samveru sem styrkti okkur báðar. Fráfall Eyju er sárt fyrir okkur öll sem kynntumst henni en um leið er hægt að gleðjast yfir öllum þeim ljúfu minningum sem hún hefur skilið eftir í huga okkar. Elsku Magni, Anna Lóa, Þórdís og Svenni, ég og fjölskylda mín sendum ykkur og fjölskyldum ykkar okkar hjartans samúðarkveðjur. Að lokum sendi ég smáleiðsögn sem ég vona að þerri saknaðartárin. Hún er eftir heiðursforseta SGI, Daisaku Ikeda, úr bókinni „Faith into Action“: Þegar veturinn gengur í garð missa tré og aðrar plöntur lauf sín tímabundið. En þess- ar jurtir búa yfir lífi sem gerir þeim kleift að bera brum þegar vorar að nýju. Hið sama á við um dauða mannlegrar veru. Við búum öll yfir lífskrafti sem mun leiða okkur í átt að nýju lífi, nýju hlutverki, samstundis og án sársauka. Með hjartans kveðju, Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.