Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 18
SKOÐUN 18 MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ VALTÝR Sigurðsson héraðsdóm- ari á við mig persónulegt erindi. Hann hengir sorgir sínar á mig. Grein hans í Morgunblaðinu sl. laug- ardag í tilefni af skýrslu sérstaks sak- sóknara ber þessa rík merki. Hann getur ekki fjallað um það málefni á annan hátt en þann að beina öllum skeytum sínum að persónu minni. Ég veit ekki hvers vegna. Ástæða er til að fara nokkrum orðum um málið. Helstu ástæður rannsóknar Magnús Leópoldsson óskaði eftir opinberri rannsókn á tildrögum þess, að hann var á sínum tíma tengdur við hvarf Geirfinns Einarssonar, af þeirri ástæðu, að þetta hafði valdið honum langvinnum búsifjum í lífinu, þrátt fyrir að hann væri ekkert viðriðinn hvarf þessa manns. Það höfðu komið fram nýjar upplýsingar á opinberum vettvangi í málinu, meðal annars um að mynd af honum hefði verið notuð sem fyrirmynd við gerð leirstyttunn- ar frægu. Ýmsar aðrar kringumstæð- ur virtust benda til þess, að rannsak- endur í Keflavík hefðu átt þátt í að tengja Klúbbinn við mannshvarfið. Meðal annars hafa margir talið sig vita, að lögreglumenn við þá rann- sókn hafi verið í nánum tengslum við Vilmund heitinn Gylfason og matað hann á upplýsingum um þetta. Klúbburinn var talinn tengjast Framsóknarflokknum. Vilmundur fór mikinn á þessum tíma á opinber- um vettvangi í árásum á Ólaf Jóhann- esson þáverandi dómsmálaráðherra og formann Framsóknarflokksins. Reynt var að tengja Ólaf við manns- hvarfið. Tengingin var Klúbburinn, þar sem Magnús var framkvæmda- stjóri. Það varð líka ljóst, að staðhæf- ingar rannsóknarmanna, meðal ann- ars Valtýs, um að margar ábendingar hefðu komið fram um Magnús, eftir að leirmyndin var birt, virtust vera rangar. Samkvæmt gögnum sem fundust var ábendingin aðeins ein. Fleira kom til sem ekki verður talið hér. Auk persónulegra ástæðna Magn- úsar kom líka til sögunnar mikill áhugi margra manna, sem kynnt höfðu sér málið, á að fá upplýsingar um þetta. Sá áhugi var augljós og stafaði vitaskuld af því að furðuleg tenging Magnúsar við málið hefur aldrei verið skýrð til hlítar. Þá lá fyrir að gögn úr rannsókninni í Keflavík, sem kunna að hafa verið í ferðatösku, sem Valtýr kveðst hafa afhent ríkis- saksóknara í janúar 1976, voru týnd. Nauðsynlegt var að láta kanna hvort þau fyndust eða hvort skýra mætti hvarf þeirra. Hefðu átt að styðja beiðnina Þetta mál hefur ekki bara lifað með Magnúsi öll þessi ár. Það hefur líka lifað með þeim mönnum, sem önnuð- ust þessa rannsókn. Þeir hafa reglu- lega legið undir þeim orðrómi, að ekki hafi allt verið með felldu. Til dæmis viðhafði utanríkisráðherra Halldór Ásgrímsson eftirfarandi ummæli í fréttatíma Ríkissjónvarpsins hinn 9. október 1998 um frumrannsókn Geir- finnsmálsins: „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það sé mjög ámælisvert hvernig haldið var á þeim málum. Það var logið sökum upp á einstaklinga og menn gerðu mynd af ákveðnum einstaklingi sem var greinilega skipulagt samsæri. Menn hafa aldrei farið ofan í þessi mál og þeir aðilar sem báru ábyrgð á því hafa aldrei þurft að mæta því.“ Þessi ummæli urðu Valtý Sigurðssyni til- efni til greinar, sem hann fékk birta í Morgunblaðinu 31. október 1998. Því má skjóta hér inn, að Valtýr var í ágætu jafnvægi við ritun þessarar greinar og sparaði öll stóryrði. Ég hef ekki viðhaft nein ummæli með ásök- unum á borð við þetta og myndi seint gera það. Það er eins og Valtý svíði meira það sem ég segi ekki heldur en það sem ráðherrann segir. Af þessum ástæðum hefði því mátt búast við, að Valtýr og félagar hans tækju rannsóknarbeiðni Magnúsar fagnandi og styddu hana. Sá sem að almannarómi er talinn hafa gert rangt en hefur ekki gert það ætti að vilja hlutlausa rannsókn. Það olli því mér og skjólstæðingi mínum Magn- úsi Leópoldssyni undrun, að Valtýr Sigurðsson og lögreglumennirnir Haukur Guðmundsson og Kristján Pétursson skyldu leggjast gegn því að slík rannsókn færi fram. Það er ekkert athugavert við að kveða í lögum á um að rannsaka megi mál að hætti opinberra mála í öðrum tilvikum en þeim, að rannsókn sé undanfari ákvörðunar um opinbera saksókn. Slík heimild var ekki í lög- um, þegar Magnús bar fram beiðni sína. Beiðni hans varð tilefni þess, að lögum var breytt til að gera þetta mögulegt, þegar ríkir almanna- og einkahagsmunir mæla með. Það er ekkert minna en fráleitt sjónarmið að telja slíka lagaheimild fela í sér „var- hugavert afturhvarf til löngu liðinnar fortíðar“, eins og kom fram í ein- hverri umsögn félaga lögfræðinga um málið, sem Valtýr nefnir í grein sinni. Alþingismenn, sem um málið fjölluðu á þingi, hafa sjálfsagt heldur ekkert skilið í þessum málflutningi. Þess vegna hafa þeir haft hann að engu. Það er ánægjuefni að vita að sérfræðingafélög skuli ekki komast upp með að segja alþingismönnum eitthvað, sem ekki er unnt að rök- styðja, í trausti þess að þeir hlýði í blindni af þeirri ástæðu einni, að sér- fræðingar hafi talað. Réttarstaða sakbornings Það átti enginn að hafa réttarstöðu sakbornings við rannsókn setts sak- sóknara. Það er vegna þess, að rann- sóknin samkvæmt hinni sérstöku lagaheimild hafði ekki það markmið að koma fram neinum sökum. Engar refsiverðar sakir voru í spilunum. Þess vegna þurfti að setja sérstök lög til að heimila rannsóknina. Svo einfalt er það. Valtýr Sigurðsson, og að minnsta kosti einn maður annar, óskaði eftir því að fá réttarstöðu sakaðs manns við rannsóknina. Valtýr fékk einn þeirri kröfu framgengt. Ekki veit ég hvers vegna hann fékk þessa réttar- stöðu en ekki hinir, sem eins stóð á um. Ég var spurður um það í sjón- varpsþætti, hvað fælist í slíkri rétt- arstöðu, og svaraði því. Sakaður mað- ur getur neitað að svara spurningum og það er honum refsilaust að gefa röng svör. Síðan lét ég í ljósi þá skoð- un, að annaðhvort væri eitthvað tor- tryggilegt við að menn krefðust þess- arar réttarstöðu við þessar aðstæður eða að það væru hrein mistök (ekki misskilningur Valtýr minn kæri). Maður sem ekki verður sakaður og ekkert hefur að fela þarf ekki rétt- arstöðu sakbornings. Ég held að skýringin í tilviki Valtýs sé fólgin í gremju yfir því að lagaheimildarinn- ar skyldi aflað og rannsóknin skyldi vera látin fara fram. Það var síðan skondið, að heyra prófessor í lögum gera því skóna í sjónvarpsviðtali, að við rannsóknina kynni að koma eitt- hvað fram, sem varðað gæti Valtý embættismissi sem héraðsdómara. Sú réttlæting er hrein fjarstæða. Verksvið saksóknara Saksóknarar kveða ekki upp dóma. Það er skrítið að þurfa að hafa orð á þessu í viðræðum við þaulvanan saka- máladómarann. Þegar dómsmálaráð- herra tók fram í bréfi til saksóknar- ans, að hann skyldi skila skýrslu um niðurstöður rannsóknarinnar, var ekki verið að fela honum opinbert vald til að fella dóma um rannsókn- arefnin. Til þess var engin heimild að lögum. Í orðunum felst að skila eigi skýrslu, þegar rannsókn lýkur. Vel má vera að í þeim felist einnig tilmæli um að saksóknarinn láti uppi álit um hvað hann telji að hafi sannast við rannsóknina. Ekkert er nema gott um það að segja. Ég hef aðeins bent á, að þetta er ekki annað en skoðun, sem menn geta verið sammála eða ósammála eftir að hafa lesið skýrsl- una. Hvað ætli Valtýr Sigurðsson hefði sagt um ályktanir saksóknarans ef þær hefðu verið honum á móti skapi? Þá hefði hann með réttu getað sagt, að í þeim fælist aðeins skoðun – ekki dómur né nein önnur úrlausn, sem gildi hefur að lögum. Undir það hefði ég tekið. Lögfull sönnun Í grein sem ég skrifaði í Morgun- blaðið fyrir nokkrum dögum birti ég nýjan lokakafla í skýrslu saksóknar- ans sem ég hafði samið sjálfur. Til- gangurinn var auðvitað að lýsa nið- urstöðum rannsóknarinnar, eins og þær komu mér fyrir sjónir. Eftir að hafa tekið fram, að ég telji gerð leir- myndarinnar frægu hafa verið mis- tök, eins og reyndar þeir sem létu gera hana hafa sjálfir viðurkennt op- inberlega, segi ég svo í grein minni: „Ekki verður þó talið að við rann- sóknina hafi sannast lögfullri sönnun, að fyrir rannsóknaraðilum hafi vakað að láta leirmyndina líkjast Magnúsi Leópoldssyni.“ Svo er að sjá, sem Valtýr telji einhvers konar dylgjur um lögbrot felast í þessu orðalagi. Það er ekki rétt. Þetta er algerlega hlutlæg staðhæfing Valtý og félögum hans í hag. Því fer víðs fjarri, að þetta orðalag líkist eitthvað orðalagi í for- sendum dóma eða annarra opinberra ályktana, sem gefa í skyn að saklaus eða sýknaður maður sé sekur, þrátt fyrir niðurstöðuna. Ég tel einmitt að í slíkum tilfellum eigi sá sem um fjallar að segja með einföldum hætti, að ekki hafi í máli verið færð fram lögfull sönnun um sekt, án þess að skreyta það með orðalagi í þá veru að veru- legar líkur hafi komið fram um sekt en þrátt fyrir þær verði ekki hjá því komist að sýkna. Slíkt orðalag þekk- ist vel úr forsendum dóma. Það hef ég gagnrýnt. Það er ánægjulegt, að sjá Valtý dómara taka undir það. Ég vona, að hann sé líka sammála mér um, að ekki eigi að sakfella menn í refsimálum nema lögfull sönnun hafi verið færð fram fyrir sekt þeirra. Reiður héraðsdómari Valtýr Sigurðsson héraðsdómari er reiður. Reiði hans í þessu máli beinist að mér. Ég hef aðeins reynt að sinna verki sem ég tók að mér. Þjóðin hefur fylgst með þessu af því hún hef- ur á því áhuga. Ríkir almannahags- munir mæltu með rannsókninni. Þess vegna er fjallað um málið í fjölmiðl- um. Fyrir því virðist Valtýr vera afar viðkvæmur, hverju sem þar er um að kenna. Í bræði sinni sakar hann mig um vankunnáttu í lögfræði og segir mig fara offari. Þessi stóryrði snerta mig ekki mikið. Hann segir mig líka vera lýðskrumara. Það er líklega frekar óheppilegt fyrir hann að hafa í þessu samhengi valið dæmið um málsvörn mína á opinberum vett- vangi fyrir sýknaðan mann í svo- nefndu prófessorsmáli. Lýðskrumari er orð, sem er notað um þann sem tal- ar á þann hátt sem almenningur vill heyra. Kannski hann telji mig hafa átt slíkt erindi í því máli? Reiði er ekki góður ferðafélagi í umræðum um málefni. Raunar helg- ast reiði oftast af vanmætti. Sá sem þekkir ekki fullnægjandi málefnaleg- ar röksemdir fyrir málstað sínum verður stundum reiður. Líka sá sem hefur unnið málstað sínum tjón með mistökum, sem hann getur ekki bætt úr. Ég vona Valtýs vegna að hann nái að vinna bug á reiði sinni og verði far- sæll í störfum sínum sem héraðsdóm- ari, svo sem hann hefur einatt verið í fortíðinni. PERSÓNULEG ERINDI Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson „Reiði helg- ast oftast af vanmætti.“ Höfundur er hæstaréttarlögmaður og prófessor í lögfræði. MINNINGAR ✝ Ingimundur Er-lendsson fæddist á Ísafirði 23. júlí 1930. Hann andaðist á heimili sínu í Reykjavík 7. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Er- lendur Jónsson, f. 1. apríl 1894, d. 7. sept. 1957, og Gestína Guðmundsdóttir, f. 14. maí 1895, d. 7. feb. 1978. Systkini Ingimundar eru: Halldór, Guðmunda, Sigurður, Jón, Guð- mundur, Þóra (tvíburi Ingimund- ar) og Sigríður. Ingimundur kvæntist Krist- jönu Haraldsdóttir. Þau slitu samvistir. Dóttir þeirra er Guð- rún Erna, f. 30.8. 1957, sambýlis- maður Erik Guls- rud, búsett í Noregi. Ingimundur kvæntist 6.12. 1980 eftirlifandi eigin- konu sinni Ester Þorsteinsdóttur, f. 28.9. 1940. Dætur hennar eru 1) Jón- ína S. Jónsdóttir, f. 12.3. 1964, barn hennar er Ester Inga Alfreðsdóttir, f. 1.3. 1984. 2) Lóa Björk Hallsdóttir, f. 7.3. 1972, maki Ein- ar Þór Einarsson, f. 30.7. 1970. Börn þeirra eru Dag- ur Andri, f. 18.5. 1998, og Sól- veig Halla, f. 1.8. 2002. Útför Ingimundar verður gerð frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það er með mörgum tárum og trega sem við kveðjum ástkæran fósturföður okkar. Hann kom inn í líf okkar systra þegar við vorum sjö og fimmtán ára og tók okkur strax sem við værum hans eigin dætur. Alltaf var Ingimundur til staðar þegar við þurftum á honum að halda, hvort sem við þurftum hlýju eða bara spjall. Þær eru margar góðar stundirnar sem við áttum saman og minnumst við síð- ustu samverustundar okkar í sex- tugsafmæli móðurbróður okkar. Ekki gátum við ímyndað okkur þá að þetta yrði síðasta fjölskyldu- stundin, en við þökkum guði fyrir að hafa gefið okkur hana. Við minn- umst orða Bogga móðurbróður okkar sem var að sýna frænkum okkar lampa sem Ingimundur hafði búið til. Þá sagði Ingimundur: „Ég er nú bara fúskari.“ Þá sagði Boggi: „Nei, þú ert snillingur.“ Þessi orð lýsa honum vel því allt sem hann tók sér fyrir hendur gerði hann fullkomlega. Eftir hann liggja mörg listaverk og erum við glaðar yfir að hafa eignast marga hluti eftir hann, þeir eiga eftir að minna okkur á hann um ókomna tíð. Við þökkum fyrir allar þær ynd- islegu stundir sem við áttum saman og þökkum fyrir að hafa fengið þig sem fósturföður og afa barnanna okkar. Við látum minninguna um þig lifa og verðum duglegar að segja barnabörnunum frá þér, af- anum sem þau misstu allt of fljótt. Guð styrki okkur í sorginni. Lát- um minninguna um þig vera ljós í lífi okkar. Hjartans kveðjur frá Guðrúnu Ernu með þökk fyrir að hafa átt þig sem pabba. Lóa Björk og Jónína Sesselja. Okkur langar með nokkrum orð- um að minnast fósturföður, tengda- föður og afa. Mig langar að byrja á því að rifja upp draum sem mig dreymdi fyrir INGIMUNDUR ERLENDSSON ✝ Jón Kristinn Jón-asson iðnverka- maður, Háagerði 27, Reykjavík, fæddist á Eyrarbakka 1. októ- ber 1909 og ólst þar upp. Hann lést sunnudaginn 9. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jón- as Einarsson, f. 18.11. 1862, d. 5.4. 1927, sjó- maður í Garðhúsum á Eyrarbakka, og Guð- leif Gunnarsdóttir, f. 27.6. 1873, d. 6.1. 1953, húsmóðir. Jón átti átta systkini en eitt þeirra er á lífi, Ingveldur Jónasdóttir, f. 29.10. 1917, húsmóðir í Reykjavík. Jón fór ungur til sjós og stund- aði sjómennsku frá Eyrarbakka á sínum yngri árum. Hann starfaði síðan í Stálhúsgögnum frá stofnun fyrirtækisins og þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1997. Eiginkona Jóns var Rannveig Magnúsdóttir, f. 18.5. 1910, d. 9.7. 1985, húsmóðir. Hún var dóttir Magnúsar Hávarðarsonar út- gerðarmanns í Nes- kaupstað og Guðrún- ar Guðmundsdóttur húsmóður. Börn Jóns og Rannveigar eru: 1) Guðrún Jóns- dóttir, f. 1.2. 1938, starfsmaður við Landspítala í Foss- vogi, búsett í Kópa- vogi. Maður hennar er Sveinn Ólafur Tryggvason, f. 1.6. 1931 og eiga þau fjögur börn. 2) Auður Jóns- dóttir, f. 9.7. 1946, bankastarfs- maður, búsett í Sandgerði. Maður hennar er Rafn Sævar Heið- mundsson og eiga þau þrjú börn. Útförin fer fram í dag, mánu- daginn 17. febrúar, kl. 13:30 í Bú- staðakirkju. Elsku afi og afi-langafi eins og börnin okkar voru vön að kalla þig, nú ertu farinn frá okkur og kominn á næsta áfangastað. Við kveðjum þig með söknuð í hjarta en þakk- læti fyrir að hafa fengið að hafa þig hjá okkur svo lengi. Með þér hverfur einn af traust- ari póstum tilveru okkar sem við áttum í þér og ömmu í Háagerði 27. Í húsinu ykkar sem þið byggð- uð löngu áður en við komum í þennan heim áttum við eftir að búa, alast upp, þroskast og eiga ómældar gleðistundir með allri fjöl- skyldunni. Alltaf varstu tilbúin til að hjálpa okkur með hvað sem var, hvað sem tautaði og raulaði og alltaf áttum við húsaskjól hjá þér til lengri eða skemmri tíma þegar svo stóð á. Með þinni hjálp náðum við mörgum af okkar stóru markmiðum í lífinu. Þú varst alvörumaður, heill í gegn og harður af þér, pottþéttur nagli eins og sumir myndu segja. Við sem þekktum þig vissum að þú varst ekki þekktur fyrir að gefast upp hversu sterkur sem mótvind- urinn var. Þú hafðir þínar skoðanir á hlutunum og lást ekki á þeim. Tjáðir þig óspart um heims- og þjóðarmál og varst alla tíð vel inni í því sem var að gerast í lífinu og til- verunni. Aldrei sáum við þig sitja auðum höndum og vandvirknin var þér í blóð borin þannig að allt sem þú komst að eða gerðir var eins JÓN KRISTINN JÓNASSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.