Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 17
miklar. Þótt færð séu sterk
að refsa beri Saddam
amverkamönnum hans,
og Ali Hassan al-Majid
Ali“ eins og Kúrdar kalla
a Saddams og helsta skipu-
fal-herferðarinnar, ber
kil skylda til þess að
anntjónið verði sem minnst.
ð greiða úr misræminu, sem
milli þess að fullnægja
viðhalda friði, með reglum
fsiréttar. Sem stendur er
sérstakur vettvangur til að
m Hussein fyrir rétt. Al-
ladómstóllinn, sem er nú í
mótun í Haag þar sem verið er að velja
fyrstu dómara hans, hefur ekki aft-
urvirka lögsögu. Hann getur ekki fjallað
um glæpi sem framdir voru fyrir 1. júlí
2002.
Þess vegna væri aðeins hægt að draga
Saddam fyrir sérstakan dómstól sem
stofnaður væri í þeim tilgangi, á borð
við dómstólana sem stofnaðir voru
vegna atburðanna í gömlu Júgóslavíu og
Rúanda. Ennfremur væri hægt að draga
hann fyrir rétt í landi sem hefur við-
urkennt hugmyndina um allsherj-
arlögsögu, eins og gerðist á Spáni og í
Bretlandi í máli fyrrverandi einræð-
isherra Chile, Augustos Pinochets hers-
höfðingja.
Fengi Saddam hæli í landi á borð við
Hvíta-Rússland eða Líbýu, ætti hann
líklega ekki á hættu að vera sóttur til
saka, en aðeins ef hann færi aldrei af
griðastaðnum. Til að mynda hafa Idi
Amin frá Úganda og Haile Miriam
Mengistu frá Eþíópíu – fyrrverandi
harðstjórar sem jafnast á við Saddam
hvað grimmýðgina varðar – gætt þess
að fara aldrei frá griðastöðum sínum, en
Idi Amin fékk hæli í Sádi-Arabíu og
Mengistu í Zimbabve.
Ef Saddam er tilbúinn að afsala sér
völdum til að bjarga lífi sínu ætti hann
að fá þetta öryggi, en ekki meira. Veiti
ekki stofnun á borð við öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna honum sakaruppgjöf
höldum við fræðilega möguleikanum á
því að hægt verði að láta hann svara til
saka. Hann væri ekki frjáls ferða sinna.
Glæpir hans væru hvorki fyrirgefnir né
gleymdir.
Sakaruppgjöf til handa Saddam Huss-
ein væri einfaldlega ólíðandi. En það
væri einnig óþolandi að dæma þúsundir
manna til dauða til að geta refsað hon-
um. Leyfum honum að fara þangað sem
við náum honum ekki, en án nokkurra
trygginga fyrir refsileysi eigi það fyrir
honum að liggja að fara til lands þar
sem hægt er að fullnægja réttlætinu.
Reuters
g hans Tikrit. Greinarhöf-
remur en stríð.
aruppgjöf?
Aryeh Neier er forseti stofnunarinnar
Opið samfélag og höfundur „War Crim-
es: Brutality, Genocide, Terror and the
Struggle for Justice“. Hann var einn
stofnfélaga Human Rights Watch.
um Saddam að
ngað sem við
onum ekki, en
kurra trygginga
fsileysi. ‘
AFFÖLL hafa verið af húsbréfum á
undanförnum árum. Þau hafa sveiflast
nokkuð og lækkað undanfarnar vikur
eftir mikil afföll sl. þrjú ár. Það getur
bitnað hart á húsbyggjendum og íbúða-
kaupendum þegar afföll eru af bréf-
unum og leiða í langflestum tilfellum til
aukinna skulda heimilinna sem nema
afföllunum. Húsbréf eru markaðs-
verðbréf og ræðst verð þeirra af fram-
boði og eftirspurn á hverjum tíma. Eft-
irspurnin kemur frá fjárfestum enda
eru húsbréf einn af þeim kostum sem
þeir skoða við fjárfestingar. Framboðið
kemur að mestu frá einstaklingum,
þegar þeir selja húsbréf í fasteigna-
viðskiptum. Í markaðsviðskiptum með
húsbréf myndast ákveðin ávöxt-
unarkrafa. Ef ávöxtunarkrafan er
hærri en nafnvextir bréfanna myndast
afföll.
Hvernig verða afföll til?
Hægt er að taka dæmi um hvernig
afföll verða til: Fjárfestir ætlar að
kaupa bréf fyrir eina milljón króna.
Honum stendur til boða að kaupa
skuldabréf með 7% vöxtum og fær
hann þá 70 þúsund krónur í vexti á ári
af bréfinu. Hins vegar stendur honum
til boða að kaupa húsbréf, án affalla,
sem bera 6% vexti og fær hann þá 60
þúsund krónur í vexti af því bréfi á ári.
Hann sættir sig ekki við það heldur vill
hann fá 70 þúsund króna vexti á ári af
húsbréfinu. Þá er spurning hvað afföll-
in þurfi að vera mikil til að sú ávöxtun
náist. Nafnverð húsbréfa þarf að vera
1.166.667 krónur til að þau skili af sér
70 þúsund króna ávöxtun. Því er fjár-
festir ekki tilbúinn að greiða meir en
eina milljón króna fyrir 1.166 þúsund
króna húsbréf og nema afföllin því 166
þúsund krónum í þessu tilbúna dæmi.
Afföll og vaxtabætur
Einstaklingar geta talið afföll fram á
skattframtali sem vaxtakostnað. Afföll
reiknast sem stofn til vaxtabóta með
hlutfallslegri fjárhæð ár hvert eftir af-
borgunartíma bréfsins. Sem dæmi má
nefna 40 ára skuldabréf sem gefið er út
og selt með afföllum sem nema 500.000
kr. og getur viðkomandi þá fært árlega
1⁄40 affallanna sem vaxtakostnað, eða
12.500 kr. Þegar einstaklingur ræðst í
íbúðakaup eða byggingu er í flestum
tilfellum afar þungbært þegar afföll eru
af húsbréfum. Í viðskiptum með hús-
næði, þ.e. þegar einstaklingur er ekki
sjálfur húsbyggjandi, er því oft komið
þannig fyrir, samkvæmt upplýsingum
fasteignasala sem fram hafa komið í
fjölmiðlum, að seljandi íbúðar taki á sig
afföll húsbréfa. Einnig er nokkuð um
að kaupendur og seljendur húseigna
skipti afföllum með sér. Þegar seljandi
húsnæðis tekur afföllin á sig leiðir það
hins vegar að sjálfsögðu til hækkunar á
fasteignaverði, því með einhverjum
hætti verður seljandinn að ná inn
markaðsverðmæti eignarinnar. Óbeint
ber kaupandinn því kostnaðinn vegna
affallanna. Þegar einstaklingur byggir
eigið húsnæði lendir það á seljanda
bréfanna, í þessu tilviki lántakand-
anum, að greiða í einu lagi það sem ber
á milli. Þá lenda afföllin strax með bein-
um hætti á lántakandanum. Afföll hús-
bréfa hafa sveiflast verulega síðastliðin
fjögur ár. Náðu þau hámarki um mitt
ár 2000 þegar afföll af 40 ára bréfum
fóru yfir 15%. Árin 2000–2002 voru af-
föll um 10% miðað við sölu húsbréfa á
Verðbréfaþingi Íslands (Kauphöll).
Einstaklingur sem þá tók hámarks-
húsbréfalán til nýbyggingar, 9 millj.
kr., hafði um 1 millj. kr. minna til ráð-
stöfunar vegna húsbyggingarinnar en
ella. Það gefur augaleið að í lang-
flestum tilfellum bitnar þetta hart á
íbúðakaupendum og húsbyggjendum
og leiðir oftast til skuldaaukningar
heimilanna sem þessum upphæðum
nemur, eins og fram hefur komið. Nú
síðustu vikurnar hafa afföll húsbréfa
minnkað verulega og eru nánast horfin.
Er það rakið til aðstæðna á mörkuðum
og er líklegt að afföll myndist á nýjan
leik þegar ávöxtun hlutabréfa hækkar.
Undir lok vikunnar hækkaði ávöxt-
unarkrafan lítillega og afföll jukust.
Tillaga um breytingu
Í lögum um tekjuskatt og eign-
arskatt segir að afföll af verðbréfum
reiknist hlutfallslega miðað við afborg-
anir á lánstímanum. Með tillögu sem
undirritaður hefur lagt fram á Alþingi
er lagt til að skoðað verði hvort ekki sé
hægt að veita lántakendum heimild til
að færa hærra hlutfall af afföllunum
sem vaxtakostnað við skattlagningu
þess árs sem húsbréf er selt. Þannig
komi ríkissjóður til móts við lántakand-
ann. Samkvæmt gildandi lögum getur
lántakandi fært afföllin sem vaxta-
kostnað út lánstímann og fengið afföllin
þannig greidd í formi vaxtabóta frá rík-
issjóði á allt að 40 árum. Það er hins
vegar oft íþyngjandi fyrir lántakand-
ann að bíða í 40 ár eftir að fá þennan
kostnað greiddan. Reyndar fæst kostn-
aðurinn aldrei að fullu greiddur þar
sem vaxtabætur falla niður vegna eign-
armyndunar talsvert fyrr. Því getur
talist sanngjarnt að ríkissjóður greiði
hærri hlut af afföllunum strax í formi
vaxtabóta og mætti skoða hvort ekki
væri hægt að bæta afföllin að fullu
fimm árum eftir sölu bréfanna. Líklegt
er að með þessari aðgerð þurfi að
hækka hámarksfjárhæð vaxtabóta,
sem nú nemur um 260.000 kr. fyrir hjón
eða sambýlisfólk.
Fjölskyldan í fyrirrúmi
Ljóst er að húsbyggjendur eru í
stærstum hluta fjölskyldufólk. Það er
ljóst að þegar ráðist er í íbúðakaup eða
húsbyggingu þurfa áætlanir að stand-
ast. Sveiflur á mörkuðum ráða afföllum
húsbréfa og geta í raun haft úrslitaáhrif
á hvort áætlanir fjölskyldu gangi upp.
Þessi hópur sem hér um ræðir er jafn-
an við mikla vinnu, með börn á skóla-
aldri, lendir harðast í jaðaráhrifum
skattkerfisins og stendur undir lang-
stærstum hluta tekjuskatts ein-
staklinga. Það er því a.m.k. skoðunar
virði hvort ekki sé hægt að koma til
móts við þennan hóp í auknum mæli
með því að bæta afföll vegna húsbréfa
fyrr en nú er gert. Það væri svo sann-
arlega aukinn stuðningur við fjölskyld-
una.
Afföll húsbréfa auka
skuldir heimila
Eftir Pál Magnússon „Það er ljóst að þegar ráðist er í íbúðar-
kaup eða húsbyggingu þurfa áætlanir að
standast. Sveiflur á mörkuðum ráða afföll-
um húsbréfa og geta í raun haft úrslitaáhrif
á hvort áætlanir fjölskyldu gangi upp.“
Höfundur er í 2. sæti á lista Framsókn-
arflokksins í Suðvesturkjördæmi.
ÝMSIR stjórnmálamenn hafa orðið til
þess að benda á vankanta í fyrirhug-
uðum björgunaraðgerðum vegna at-
vinnuleysisins. Vissulega er það
ánægjuefni að ríkisstjórnin hyggist
grípa til aðgerða þótt óneitanlega sé
kosningalykt af málinu. Sex milljarðar
er ansi mikið fé og ýmislegt hægt að
gera fyrir slíka peninga. Þessar að-
gerðir á að fjármagna með sölu rík-
isfyrirtækja og hægt er að velta því
fyrir sér hvað verður gert næst þegar í
harðbakkann slær. Hvað á að gera
þegar búið er að selja frá sér það sem
hægt er að koma í verð? Tölurnar líta
vel út á blaði en það má ekki gleymast
að eignir er einungis hægt að selja einu
sinni og því ekki um auknar „tekjur“ að
ræða heldur er gengið á höfuðstólinn.
Þeir fjármunir sem losna við sölu á
ríkiseignum eiga að renna til sam-
göngumannvirkja út um allt land. Ég
tek undir með þeim sem hafa bent á að
þetta er skammtímaaðgerð sem verður
fremur körlum til hagsbóta en konum.
Einstæð atvinnulaus móðir ræður sig
ekki í malbikunarvinnu úti á landi.
Þegar haft er í huga hvernig fjárins
er aflað tel ég að nær væri að fjárfesta í
því sem gefur arð til framtíðar: Mennt-
un, rannsóknum og velferðarkerfinu.
Hvernig væri að nota tækifærið og
hækka menntunarstig þjóðarinnar
með því að bjóða þeim sem eru á at-
vinnuleysisskrá upp á möguleika til
aukinnar menntunar á öllum stigum?
Það myndi gagnast báðum kynjum
jafnt, að ógleymdum þeim framtíð-
arhagvexti sem af því fengist. Reyndar
má segja að árangur af slíkum aðgerð-
um kæmi ekki fram nema að litlum
hluta fyrir kosningar og þá er takmarki
ríkisstjórnarinnar væntanlega ekki
náð. Þetta er aftur á móti aðferð sem
hefur gefið góða raun í nágrannalönd-
unum þegar atvinnuleysi lætur á sér
kræla.
Sama er að segja um óháðar rann-
sóknir og nýsköpun. Höfum við virki-
lega efni á því að nýta ekki þær hug-
myndir og þá þekkingu sem býr í fólki
sem nú mælir göturnar? Svo ekki sé
talað um að koma í veg fyrir þá vanlíð-
an sem óhjákvæmilega fylgir því að
vera án vinnu? Með því að efla rann-
sóknir og nýsköpun getum við horfið
frá þeirri nauðhyggju sem felst í
steypu og stóriðju og byggt upp fjöl-
breytt atvinnulíf sem rúmar hið marg-
breytilega mannlíf sem hér þrífst.
Látum þetta tækifæri ekki úr greip-
um ganga og hugsum til framtíðar um
hag sem flestra. Fjárfestum í mann-
auði í stað malbiks.
Milljarðar í menntun
og rannsóknir
Eftir Drífu Snædal „Þegar haft er í huga hvernig
fjárins er aflað tel ég að nær
væri að fjárfesta í því sem gefur
arð til framtíðar: Menntun, rann-
sóknum og velferðarkerfinu.“
Höfundur skipar þriðja sæti á lista
Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
í Reykjavík norður.
ð pennann og boðaði frekari
ain’t seen nothing yet“ sagði
mfylkingarinnar, þess flokks
eitir sér sérstaklega gegn
ali um einstök fyrirtæki! Í
m Össur hélt nokkru áður
nnig sent Baugi þessa hátíð-
óru keðjurnar hafa í skjóli
yrt upp matarverð. Hreðja-
markaðnum hefur kallað fá-
yfir neytendur. Ég tel að
i beri skylda til þess að feta í
lýðshreyfingarinnar og fara í
þá aðila, krefjast þess í nafni
að þeir sýni ábyrgð og lækki
g held reyndar, herra forseti,
ð vera hæg heimatökin. Er
að hjá mér að helsti trún-
kisstjórnarinnar, Hreinn
maður einkavæðing-
ennþá stjórnarformaður
rtölur duga ekki til, herra
það skoðun okkar í Samfylk-
mkeppnisstofnun eigi að fá í
æki sem hún þarf til þess að
m breytingar, þar á meðal að
kum einokunarrisum ef hún
f til þess að vernda hags-
a.“ Viðbrögð forsætisráð-
u að hugsanlegt væri að
a aðgerða sem kallað var eft-
s ef, sannað væri að fyr-
taði markaðsráðandi stöðu
annanir hafa ekki verið færð-
engra aðgerða gripið. Ef af-
órnmálamanna er ein helsta
ensks efnahags- og atvinnu-
lífs, þá er ljóst við hvaða stjórnmálaflokk
er að sakast. Þeir kjósendur sem vilja að
afskipti stjórnmálamanna af atvinnulífinu
minnki enn, þeir eiga kannski ýmsa kosti.
En Samfylkingin er ekki þar á meðal.
Reykjavíkurborg og atvinnulífið
Þegar litið er yfir stjórnartíð Ingibjarg-
ar í Reykjavík er ljóst að undir hennar
stjórn hefur málum verið hagað þannig að
afskipti stjórnmálamanna af atvinnulífinu
hafa verið aukin. Nægir þar að nefna út-
þenslu Orkuveitunnar sem hefur vaxið
eins og púkinn á fjósbitanum eftir að R-
listinn tók við völdum. Stofnuð hafa verið
dótturfélög Orkuveitunnar sem hófu
rekstur fjarskiptafyrirtækisins Lína.net á
samkeppnismarkaði. Hefur jafnvel verið
gengið svo langt að hefja rekstur á líkams-
ræktarstöð! Og þeim sem finnst furðulegt
að borgaryfirvöld láti Orkuveitu reka lík-
amsræktarstöð, hvað finnst þeim þá um að
borgaryfirvöld láti þessa sömu Orkuveitu
hefja rækjueldi? Slík útþensla hefur það
að markmiði að auka völd stjórnmála-
manna og tryggja aukin afskipti þeirra, en
ekki draga úr þeim.
Ólíkt hafast þau að
Þeir sem fylgdust með innkomu Ingi-
bjargar Sólrúnar í landsmálin velkjast
ekki í vafa um að drifkraftur framboðsins
er botnlaus og persónuleg óvild hennar í
garð forsætisráðherra. Með framgöngu
sinni í vikunni hefur Ingibjörg gefið tóninn
fyrir kosningabaráttu Samfylkingarinnar.
Kosningabaráttan verður ómálefnaleg og
áróðurinn rætinn og persónulegur og
raunveruleikinn verður afskræmdur.
Sjaldan hefur stjórnmálamaður lagst svo
lágt til þess að afla sér fylgis kjósenda.
Við annan tón kveður hjá Sjálfstæð-
isflokknum. Davíð Oddsson hefur boðað
enn minnkandi afskipti stjórnmálamanna
af efnahags- og atvinnulífi með því að
kynna áform um frekari einkavæðingu
Búnaðarbanka, Landsbanka og Íslenskra
aðalverktaka. Ennfremur hefur forsætis-
ráðherra boðað skattalækkanir á ein-
staklinga. Þetta eru áform sem kjósendur
ættu að taka opnum örmum.
fyrir
að-
að
að
Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.