Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 23 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Ræstingar — barngóð 40—50% starf eftir hádegi. Þrif, aðstoð og afgreiðsla á augnlæknastofu og í sérhæfðri barnagleraugnaverslun. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „RB — 13354.“ Sölumaður óskast Ein stærsta fasteignasala landsins óskar eftir harðduglegum og heiðarlegum sölumanni til starfa nú þegar. Árangurstengt launakerfi. Spennandi starf og miklir tekjumöguleikar. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. eða í box@mbl.is merktar: „Sölumaður — 13156“. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu atvinnuhúsnæði 1. Við Hjallabrekku/Nýbýlaveg. Ca 820 m² jarðhæð m/2 stórum innkeyrsludyrum. Góður möguleiki á að skipta upp í 3-5 ein. 5 m lofthæð. Í húsinu er fyrir stór og virtur förðunarskóli. 2. Við Tranavog. Á 2. hæð ca 435 m². Stór bjartur salur sem hægt er að skipta upp í smærri ein. Tilvalið fyrir skrifstofur eða léttan iðnað. 3. Við Barðastaði í Grafarvogi. 2 verslun- arbil 68 m² og 136 m². Í þetta 1500 manna hverfi vantar ýmsa þjónustu. 4. Við Bolholt — skrifstofuhæð. Á 4. hæð í lyftuhúsi ca 545 m² hæð sem skipta má upp í smærri einingar. Hagstætt leiguverð. 5. Við Bergstaðarstræti — verslunar- eða þjónustuhúsnæði. 2 einingar, ca 60 m² og ca 50 m² á jarðhæð. Hægt að sameina. 200 m frá Skólavörðustíg. Upplýsingar gefur Snorri í síma 892-3797 og tsh@islandia.is. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Sjálfstæðisfélagið Kári í Rangárþingi eystra Aðalfundur og almennar stjórnmálaumræður Aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins Kára verður haldinn að Hlíðarenda á Hvolsvelli miðviku- daginn 19. febrúar kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf og kosning fulltrúa á landsfund. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokks- ins í Suðurkjördæmi, Árni Ragnar Árnason, Drífa Hjartardóttir og Kjartan Ólafsson, ræða stjórnmálaviðhorfið. Mætum vel. Stjórn Sjálfstæðisfélagsins Kára. TILKYNNINGAR Óskilamunir Í vörslum lögreglunnar í Reykjavík er nokkur peningaupphæð sem nýlega fannst á víða- vangi í Reykjavík. Eigandi gefi sig fram á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. 14. febrúar 2003, Lögreglustjórinn í Reykjavík. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA CRANIO-NÁM 2003-2004 A-hluti 22.-27.feb. Námsefni á ísl. Ísl. leiðbeinendur. Uppl. Gunnar, s. 564 1803/699 8064. www.canio.cc FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 19  1832178  ATVINNA mbl.is PAKISTANINN Zia Mahmood skráði nafn sitt í gestabókina á Hótel Loftleiðum sl. laugardag með eftir- minnilegum hætti eins og svo oft áð- ur. Hann og ungur félagi hans, Boye Borgeland, hreinlega stálu fyrsta sætinu í rúmlega 130 para tvímenn- ingi sem lauk um kl. 19. Allt mótið eða þar til í síðustu umferð höfðu Sví- arnir Björn Fallenius og Roy Well- and leitt mótið og lengi vel með mikl- um mun. Fyrir síðustu umferðina gat fátt komið í veg fyrir sigur þeirra nema undramaðurinn Zia Mahmood. Björn og Roy höfðu þá 927 stig en Zia og Boye 845. Björn og Roy höfðu spilað mótið af miklu öryggi og úrslitin komu ekki á óvart í fyrstu. Björn Fallenius og Roy Welland fengu 1.033 stig og Zia og Boye urðu aðrir með 916. En þessi úrslit stóðu aðeins skamma stund þar sem í ljós kom að skor úr einu spili hafði verið ranglega skráð á fyrsta borði þar sem Björn og Roy spiluðu nær allt mótið. Þeir höfðu ranglega skráð sér toppskor í stað andstæðinganna sem gerði það að verkum að þeir enduðu í öðru sæti en Zia og Boye sigruðu með minnsta mun. Lokastaða efstu para í mótinu varð annars þessi: Zia Mahmood – Boye Brogeland 918 Björn Fallenius – Roy Welland 906 Hrannar Erlingsson – Júlíus Sigurjónss. 775 Hermann Friðrikss. – Guðm. Þ. Gunnarss./ Magnús Torfason/Garðar Hilmarsson 763 Peter Bertheau – Fredrik Nystrom 613 Aðalst. Jörgensen – Sverrir Ármannss. 592 Lars Blakset – Sören Christiansen 578 Ásmundur Pálss. – Guðm. Páll Arnarson 558 Janet De Botton – Geir Helgemo 550 Guðm. Hermannss. – Helgi Jóhannss. 549 Íslensku pörin geta vel við unað. Júlíus og Hrannar eru miklir tví- menningsspilarar. Þeir voru í topp- baráttunni nær allt mótið og áttu þriðja sætið fyllilega skilið. Hermann Friðriksson á einnig hrós skilið. Hann var í vandræðum með að finna sér meðspilara og spilaði 10 fyrstu umferðirnar við Magnús Torfason, næstu fimm við Garðar Hilmarsson og í lokaumferðunum við Guðmund Þ. Gunnarsson og vantaði þá aðeins herzlumuninn til að ná þriðja sætinu. Í gær hófst svo sveitakeppni með þátttöku tæplega 70 sveita. Spilaðar verða 10 umferðir með Monrad-fyr- irkomulagi og er sýningartafla fyrir áhorfendur. Erlendu sveitirnar eru firnasterkar en það verður enginn krýndur sigurvegari fyrr en í móts- lok og margar íslenzkar sveitir sem eiga eftir að velgja atvinnumönnun- um undir uggum. Eins og svo oft áður var það Pakistaninn Zia Mahmood sem stal senunni. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Morgunblaðið/Kristinn Óvænt endalok í tvímenningnum Listamannaspjall verður í Þjóð- mennningarhúsinu á morgun, þriðjudag kl. 16.30, en þar munu rithöfundarnir Þórarinn Eldjárn og Sigrún Eldjárn auk Jóhanns G. Jó- hannssonar tónlistarmanns ræða um samvinnu listamanna. Þórarinn er skáld mánaðarins í Þjóðmenn- ingarhúsinu og er þetta lista- mannaspjall hluti af því verkefni. Gestum gefst kostur á að skoða sýningu á verkum Þórarins og í lok listamannaspjallsins verða umræð- ur og fyrirspurnir. Aðgangur er ókeypis, en sýningin á vegum Þór- arins stendur út mánuðinn. Þjóð- menningarhúsið er opið alla daga frá 11 til 17. Bólusetningar gegn ofnæmi Astma- og ofnæmisfélagið heldur fræðslufund fyrir almenning um bólusetningar gegn ofnæmi. Fund- urinn er haldinn á morgun, þriðju- daginn 18. febrúar kl. 20 í húsa- kynnum SÍBS, Síðumúla 6 (hliðarinngangur), 108 Reykjavík. Erindi halda: Björn Rúnar Lúð- víksson læknir, dósent í klíniskri ónæmisfræði, og Sigurveig Þ. Sig- urðardóttir, sérfræðingur í barna- lækningum. Í framhaldi af fyr- irlestrunum verða umræður og fyrirspurnir. Fundurinn er öllum opinn sem áhuga hafa á ofnæmi. Aðgangur er ókeypis. Á MORGUN Miskunnarverk íslenskra kvenna er heiti málstofu í guð- fræði sem haldin verður í dag, mánudag, kl. 12.15 í stofu V í Að- albyggingu Háskóla Íslands (2. hæð). Á málstofunni flytur Inga Huld Hákonardóttir fyrirlestur sem hún nefnir „Guð mun launa á efsta degi“. Fjallað verður um mis- kunnarverk íslenskra kvenna frá 1800 til 1930. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Rannsóknir á fötluðum verða við- fangsefni rannsóknarmálstofu í fé- lagsráðgjöf í dag, mánudag. Mál- stofan er haldin í stofu 422 í Árnagarði, og hefst kl. 12.03 og stendur til 13. Umræðuefni mál- stofunnar er í tilefni af Evrópuári fatlaðra, en þar kynnir María Ját- varðardóttir félagsráðgjafi tvö verkefni, annað um ungt fólk með klofin hrygg, og hitt um ungt fólk með alvarlega vöðvasjúkdóma. Í DAG TAFLFÉLAGIÐ Hellir býður upp á ókeypis skákæfingar fyrir börn og unglinga á mánudögum klukkan 17:15. Æfingarnar eru opnar öllum 15 ára og yngri, bæði drengjum og stúlkum. Allir sem kunna mann- ganginn eru velkomnir. Félagið út- vegar töfl og klukkur, þannig að ekk- ert þarf að hafa með sér. Auk þess sem teflt er á æfingunum verður get- raunaskák a.m.k. einu sinni í mánuði. Þá er stefnt að því að hafa viðburð sambærilegan við keppnisferðir sem farnar hafa verið tvo síðustu vetur. Æfingarnar eru haldnar í félags- heimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjódd. Þær standa í tæpa tvo tíma og lýkur um klukkan 19. Umsjón með unglingaæfingunum hefur Vig- fús Ó. Vigfússon Ókeypis skák- æfingar hjá Helli Hestakerru stolið sögn. Hún er hvít að lit, en með grá- an topp og undirvagn. Kerran er þýsk og af gerðinni Homar Stallion. Skráningarnúmerið á kerrunni er UY-629. Lögreglan hefur látið lýsa eftir kerrunni víða um land, að sögn Ein- ars, og biður hann fólk sem telur sig hafa séð kerruna að hafa annaðhvort samband við sig eða lögreglu. FIMM hesta hestakerru var stolið frá Viðarhöfða 4 í Reykjavík, líklega aðfaranótt fimmtudagsins. Einar Indriðason, eigandi kerrunnar, segir kerru á borð við þá sem hvarf kosta mörg hundruð þúsund krónur. Hann vonar að kerran eigi eftir að koma í leitirnar þar sem hún sé mjög auðþekkjanleg en kerran er á þrem- ur öxlum, sem er óvenjulegt, að hans Bakvöktum neyðar- vaktar tannlækna hætt TANNLÆKNAFÉLAG Íslands hef- ur hætt bakvöktum neyðarvaktar ut- an opnunartíma tannlæknastofanna. Verður neyðarvakt félagsins fram- vegis sinnt milli kl. 11 og 13 á tann- læknastofum viðkomandi tannlækna á laugardögum og sunnudögum, eins og verið hefur, og með bakvakt virka daga á þeim tíma sem tannlæknastof- an er opin. Ekki er lengur um bak- vakt að ræða um kvöld og nætur. Í mörg ár hefur Tannlæknafélag Íslands skipulagt neyðarvakt á höf- uðborgarsvæðinu, þar sem tannlækn- ar skipta með sér vöktum viku í senn. Neyðarvakt hefur til þessa verið með tvennum hætti, annars vegar er um að ræða formlegan opnunartíma milli kl. 11 og 13 á laugardögum og sunnu- dögum og hins vegar bakvakt frá kl. 16 á föstudegi til kl. 16 næsta föstu- dag þar á eftir. Á bakvakt hafa tann- læknar opinn farsíma sinn allan sólar- hringinn og sinna neyðartilvikum þegar um slíkt er að ræða. Ástæður breytinganna eru eftirfar- andi: 1. Beiðni um útkall um kvöld og nætur er í fæstum tilvikum bráðnauð- synleg og hefur í mörgum tilvikum aðeins í för með sér ónæði fyrir fjöl- skyldu viðkomandi tannlæknis sökum símhringinga á þeim tíma sólar- hringsins. 2. Reynslan sýnir að einvera tann- læknis með sjúklingi utan opnunar- tíma stofunnar, einkum seint á kvöld- in og um nætur, er í sumum tilvikum (fáum) ekki með öllu hættulaus. Af þeim sökum telur Tannlæknafélagið óverjandi að tannlæknar sinni neyð- arvakt einir og án nærveru annars fólks utan hefðbundins vinnutíma. 3. Árið 1999 óskaði Tannlækna- félagið eftir viðræðum við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti um skipulag neyðarvaktar vegna tann- lækninga. Bréfinu hefur ekki verið svarað. 4. Tannlæknafélag Íslands óskaði á árinu 2001 tvívegis eftir viðræðum við fulltrúa Landspítala um neyðarvakt. Bréfum hefur ekki verið svarað, segir í fréttatilkynningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.