Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 1
Ljósmynd/Pjetur Stefánsson Andrína Guðrún Erlingsdóttir þurfti að ríghalda sér til að fjúka ekki af sleðanum og gengu öldurnar yfir hana meðan hún beið björgunar að því er virðist ein og yfirgefin í hafsjó af krapa og ís. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæsl- unnar, bjargaði rúmlega þrí- tugri konu, Andrínu G. Erlings- dóttur, úr lífsháska í gær, en konan sat föst á vélsleða úti í miðjum krapaelg. Konan beið í þrjá tíma eftir þyrlunni og gengu öldurnar yfir hana meðan hún beið. Þyrluáhöfnin var undrandi á því hvað Andrína var vel á sig komin og segir flug- stjórinn hana mikinn kjarnak- venmann. „Þetta var svolítið óþægilegt, ég þurfti að halda mér á sleð- anum til að fjúka ekki. Ég var nú aldrei hrædd en þetta var ónota- legt samt,“ segir Andrína sem var á ferð ásamt eiginmanni sín- um, Benedikt Bragasyni. „Við vorum að fara yfir krapasvæði og svo opnaðist allt í einu hafsjór fyrir framan okkur og við reynd- um að fleyta okkur yfir. Ég lenti í röstinni á eftir sleðanum hjá [Benedikt], sleðinn fór nokkrar veltur og ég kastaðist af honum. Ég fór á bólakaf ofan í krapann og vissi ekki hvað sneri upp eða niður. Ég sá glitta í sleðann, sem stóð aðeins upp úr vatninu, og náði að svamla að honum.“ Benedikt reyndi að vaða út í til hennar en sökk upp að hönd- um strax og hann steig út í. Hann vissi að langt var í aðstoð og sá að eina leiðin til að bjarga konu hans úr prísundinni væri úr þyrlu. Hann óttaðist að þyrlan gæti ekki flogið vegna veðurs. Benóný Ásgrímsson, flugstjóri þyrlunnar, segir að það hafi ver- ið á mörkunum að björgunin væri framkvæmanleg þar sem mjög vont veður var þegar at- vikið varð og búið að spá enn verra veðri. „Svona ákvarð- anatökur eru alltaf erfiðar. Að meta hvort útkallið sé réttlæt- anlegt út frá öryggissjón- armiðum. Flugskilyrðin voru vissulega erfið, en við vorum ekki nálægt neinum hættumörk- um að mínu mati,“ segir Benóný. Hann segir að Landhelgisgæslan hafi talið Andrínu í yfirvofandi lífshættu. Föst á vélsleða í krapaelg í 3 tíma Morgunblaðið/Jim Smart Á mörkunum að björgun væri framkvæmanleg  Alveg á mörkunum/2  „Þetta herðir mann bara“/4 Andrína segir að áhugi hennar á vélsleðaferðum hafi ekki dvínað. STOFNAÐ 1913 46. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 mbl.is Úr karate í ballett Nemar æfa með Íslenska dansflokknum Listir 12 Milljónir mótmæltu Stríði gegn Írak mótmælt í um 60 löndum 9/11 Nemandi og kennari Stundar iðnnám í Reykjavík og þjálfun í Borgarnesi Íþróttir C9 BELGAR féllu í gær frá and- stöðu við málamiðlun í Atlants- hafsbandalaginu, NATO, í deil- unum um aðstoð bandalagsins við Tyrki komi til stríðs við Írak. „Samheldni bandalagsins hélt,“ sagði Robertson lávarður, framkvæmdastjóri NATO, seint í gærkvöldi eftir fund hermála- nefndar NATO. Frakkar taka ekki þátt í störfum nefndarinn- ar en eiga aðild að stjórnmála- samstarfi bandalagsins. Þeir hafa ásamt Þjóðverjum og Belgum neitað að samþykkja að hafinn verði undirbúningur að varnaraðgerðum í Tyrklandi og sagt þær geta komið í veg fyrir friðsamlega lausn. Deilan var talin geta ógnað framtíð NATO. Bandaríkjamenn hafa reynt að fá Tyrki til að leyfa banda- rísku herliði að sækja inn í Írak frá Tyrklandi, komi til stríðs. Var skýrt frá því í gærkvöldi að sjónarvottar hefðu séð fimm geysistórar flutningaflugvélar með bandaríska hermenn lenda á völlum í Suðaustur-Tyrklandi. Condoleezza Rice, öryggis- málaráðgjafi George W. Bush Bandaríkjaforseta, sagði í gær að Saddam Hussein Íraksfor- seti hefði nokkrar „vikur, ekki mánuði“ til að komast hjá stríði og verða við kröfum öryggis- ráðs SÞ um að veita upplýs- ingar um írösk gereyðingarvopn. Hún sagði að til greina kæmi að samþykkt yrði ný ályktun í ráðinu en ekki mætti veita Írök- um endalaust frest. Áður hafði Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, einnig gefið í skyn að vopnaeftirlitsmenn fengju meiri tíma til að reyna að fá Íraka til samstarfs. Jacques Chirac Frakklands- forseti segir í viðtali við tímaritið Time, sem birtast mun í dag, að takist að afvopna Íraka með frið- samlegum hætti megi án efa þakka það að miklu leyti þeim þrýstingi sem hernaðarundir- búningur Bandaríkjamanna við Persaflóa hafi lagt á Íraka. Hann segir aðspurður að Frakk- ar útiloki ekki valdbeitingu gagnvart Írökum ef önnur ráð þrjóti. „Frakkland er ekki land friðarsinna (pasifista),“ sagði Chirac. Samkomulag náðist um aðstoð við Tyrki Brussel, Washington, París. AP, AFP. FLEIRI Íslendingar, Norðmenn og Liechten- steinar segjast hafa stundað atvinnurekstur en íbúar ríkja Evrópusambandsins í heild og Banda- ríkjanna. Kemur þetta fram í könnun á viðhorfum til stofnunar atvinnurekstrar sem Gallup gerði fyr- ir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Fram kom að 29% Íslendinga kváðust hafa stundað atvinnurekstur, 26% Norðmanna og 22% Liechtensteina. Skera EFTA-þjóðirnar sig úr í þessari könnun því meðaltalið í Evrópusamband- inu er 15%. Þá segjast 14% þeirra Bandaríkja- manna sem spurðir voru hafa verið í eigin rekstri. EFTA-löndin skáru sig á ýmsan annan hátt frá meðaltali Evrópusambandsríkja í þessari könnun. Áberandi meiri vilji er meðal íbúa þessara þriggja landa til að stunda eigin atvinnurekstur en í Evr- ópusambandinu. Bandaríkjamenn sýna mun meiri vilja til að starfa við eigin atvinnurekstur en Evr- ópubúar sem margir hverjir vilja frekar vera laun- þegar. Fleiri Íslending- ar segjast hafa stundað rekstur  Meiri vilji/6 FJÖLMIÐLAR stjórnarinnar í Bagdad sögðu í gær að mótmæl- in gegn stríði sem fram fóru víða um heim um helgina og nið- urstaða umræðna í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á föstudag væru sigur fyrir Saddam Huss- ein Íraksforseta. Fundur örygg- isráðsins „var ósigur fyrir stríðs- röksemdir Bandaríkjamanna frammi fyrir öllum íbúum heims- ins,“ sagði Ath-Thawra, mál- gagn Baath-stjórnarflokksins. Stjórnarblaðið Al-Jumhuriyia sagði almenning um allan heim, einnig í Bandaríkjunum og Bret- landi, hafa hafnað hótunum Bandaríkjastjórnar í garð Íraka. Þjóðir heims hefðu lýst sam- stöðu með Írökum og Banda- ríkjamenn væru einangraðir. „Allt sýnir þetta hve glæstan sig- ur Írakar hafa unnið…en Bandaríkin eru á barmi hengi- flugs mistaka og endanlegs ósig- urs.“ Írakar fagna sigri Bagdad. AFP. EFTIRLITSSTOFNUN EFTA, eða ESA, óskaði á föstudag eftir frekari upplýsingum frá stjórn- völdum vegna opinberra styrkja og ívilnana ríkis og sveitarfélaga við álver Alcoa í Reyðarfirði. Von var á umsögn stofnunar- innar um þetta leyti en að sögn Valgerðar Sverrisdóttur iðnað- arráðherra er ljóst að það getur tafist um nokkrar vikur. Hún segist ekki trúa því að þetta geti frestað undirritun endanlegra samninga við Alcoa, sem ráð- gert hefur verið að fari fram í fyrri hluta marsmánaðar, en spurningarnar frá ESA komi óneitanlega seint fram. Emb- ættismenn í ráðuneytum iðnaðar og fjármála hafa um helgina unnið hörðum höndum við að safna upplýsingunum þannig að hægt verði að skila þeim til ESA á næstu dögum. Samkvæmt reglum Evrópska efnahagssvæðis- ins þarf að tilkynna alla opinbera styrki af þessu tagi frá ríki og sveitarfélögum til ESA, sem síðan skilar umsögn sinni. Fjárfestingarsamningur rík- isins við Alcoa bíður undirritunar auk þess sem semja þurfti við sveitarfélagið Fjarðabyggð um hafnar- og lóðarsamning vegna álversins. Í báðum tilvikum leggur hið opinbera fram ákveðinn stuðn- ing og ívilnun þar sem ýmist er veittur afsláttur af gjöldum eða þau aflögð. Engin hættumerki Að sögn Valgerðar var verkefnið tilkynnt form- lega til ESA um miðjan desember sl. en tveimur vikum áður höfðu embættismenn gert grein fyrir því í heimsókn sinni til Brussel. „Unnið hefur verið í málinu alla helgina og við vonumst til að geta sent svörin á morgun [í dag] eða þriðjudag. Þetta eru ekki það flóknar spurn- ingar og við sjáum engin hættumerki í þeim,“ segir Valgerður og telur aðallega um að ræða spurn- ingar um tæknilegar útfærslur stuðningsins. Valgerður segir innihaldi frumvarpsins um álver Alcoa, sem nú er til meðferðar á Alþingi, svipa mjög til frumvarpsins um álver Norðuráls. ESA hafi skilað jákvæðri umsögn vegna þess á sínum tíma og reiknað sé með svipaðri niðurstöðu núna. ESA óskar eftir frekari upplýsingum Álver Alcoa í Reyðarfirði Valgerður Sverrisdóttir ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.