Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 2
TÓNLISTARLÍFIÐ á höfuðborg- arsvæðinu er óvenjulíflegt um þess- ar mundir. Húsfyllir var á Sinfón- íutónleikum í Háskólabíói í fyrrakvöld, og þegar Myrkum mús- íkdögum lauk á miðvikudagskvöld, höfðu um tvö þúsund manns sótt tónleika hátíðarinnar og aldrei verið fleiri. Steininn tekur þó úr á sunnudag en a.m.k. sex tónleikar verða þá á höfðuborgarsvæðinu, tvennir kl. 16, tvennir kl. 17 og tvennir klukkan 20. Klukkan fjögur verða Ólafur Árni Bjarnason tenor og Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari í Íslensku óperunni, á meðan pólsku lista- mennirnir Pawel og Agnieszka Pan- asiuk leika verk fyrir selló og píanó í Salnum í Kópavogi. Klukkustundu Tónleikafjöld á sunnudegi síðar hefur Schola cantorum upp raust sína í Hallgrímskirkju, meðan Ingólfur Vilhjálmsson þreytir debút á klarinettu í Norræna húsinu. Um kvöldið má svo hlýða annaðhvort á Tríó Reykjavíkur og gesti þess í Kammermúsíkklúbbnum í Bústaða- kirkju, eða söng fjögurra hafn- firskra kóra í Hásölum í Hafnar- firði. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Skíðamenn kvarta mikið undan vélsleðaakstri á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Þessi mynd var þó ekki tekin á þeim slóðum heldur við Rauðavatn. BANNAÐ er að aka vélsleðum utan vega í Bláfjöllum en talsverð brögð eru að því að vélsleðamenn virði bannið að vettugi, ýmist vísvitandi eða vegna vanþekkingar. For- stöðumann skíðasvæðisins í Blá- fjöllum grunar að ástæðan fyrir því að sumir vélsleðamenn kjósa að brjóta bannið, sé sú að þeir séu að sækjast eftir áhorfendum. Í Morgunblaðinu í gær var viðtal við ungt par sem slasaðist þegar það ók ofan í gil á Bláfjallasvæð- inu. Lýstu þau aðstæðum svo að þau hefðu verið á sléttlendi og í kring hefðu verið stígar fyrir gönguskíðamenn. Enginn var á þarna á ferli þegar slysið varð. Grétar Hallur Þórisson for- stöðumaður segir að miðað við lýs- ingar þeirra sé fullkomlega ljóst að þau hafi verið innan fólkvangs- ins. Þar er öll umferð vélknúinna ökutækja bönnuð utan vega og Grétar segir að bannið sé auglýst með skiltum á svæðinu. „Þetta hef- ur verið töluvert mikið vandamál hjá okkur en við erum frekar mátt- lausir í því að banna fólki því við erum auðvitað engin lögregla,“ segir hann. Skíðamenn kvarti mik- ið undan vélsleðaakstri. Grétar hefur rætt þetta mál við Lands- samband vélsleðamanna og hann segir ljóst að reyndir vélsleðamenn þvælist ekki um á Bláfjallasvæð- inu. Þá sé nægur snjór á suðvest- urhorninu. „Þeir geta verið hvar sem er annars staðar,“ segir hann. Ein ástæðan fyrir því að vél- sleðamenn sæki í Bláfjöll sé sjálf- sagt sú að þeir séu á ferð með öðr- um í fjölskyldunni sem ætli á skíði. Vélsleðaakstur og skíðamennska fari á hinn bóginn alls ekki saman. Þá læðist sá grunur að Grétari að sumir vilji hafa áhorfendur þegar þeir þenja sleðana. „Geta verið hvar sem er annars staðar“ Bann við vélsleðaakstri ekki alltaf virt í Bláfjöllum FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ TEKJUSKATTAR LÆKKI Ekki er tímabært fyrir Fram- sóknarflokkinn að taka afstöðu til þess nú hvort og þá hvenær rétt væri að sækja um aðild að Evrópu- sambandinu. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, í setningarávarpi á flokksþingi Framsóknarflokksins. Halldór tel- ur að nota eigi aukið svigrúm, sem ríkissjóður fær á næstu árum vegna stóriðju- og virkjunarfram- kvæmda, til að lækka tekjuskatt úr 38,55% í 35,20%. Hassið falið í dagatölum Tveir menn eru í haldi lögregl- unnar eftir að tollgæslan á Kefla- víkurflugvelli fann 1,2 kg af hassi sem falin voru inni í 54 dagatölum sem komu með hraðsendingu frá Suðaustur-Asíu á miðvikudag. Harmleikur á næturklúbbi Að minnsta kosti 95 manns fór- ust í eldsvoða í næturklúbbi í bæn- um West Warwick í Rhode Island- ríki í Bandaríkjunum í fyrrinótt. Næstum 190 til viðbótar hlutu brunasár eða reykeitrun. Óttast er að tala látinna geti enn hækkað. Þá fórst einn og annars er saknað eftir að sprenging varð í olíubirgðastöð á Staten-eyju í New York. Starfslið SÞ frá Írak Helmingur starfsliðs Sameinuðu þjóðanna í Írak – ef frá eru taldir vopnaeftirlitsmenn – hefur verið kallaður frá Írak. Eru um 450 manns af 900 farin frá landinu en þessir brottflutningar eru fyr- irskipaðir vegna hættunnar á stríði í landinu. L a u g a r d a g u r 22. f e b r ú a r ˜ 2 0 0 3 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 36 Viðskipti 16/17 Þjónusta 35 Erlent 18/21 Minningar 37/43 Höfuðborgin 22 Kirkjustarf 44/45 Akureyri 23 Myndasögur 48 Suðurnes 24 Bréf 48/49 Árborg 25 Dagbók 50/51 Heilsa 26 Íþróttir 52/55 Neytendur 27 Leikhús 56 Úr vesturheimi 28 Fólk 56/61 Listir 29 Bíó 58/61 Umræðan 30/36 Ljósvakamiðlar 62 Forystugrein 32 Veður 63 * * * Kynningar - Blaðinu í dag fylgir kynn- ingarblaðið Átak gegn verslun með konur. Blaðinu er dreift um allt land. LOÐNAN er nú gengin upp á landgrunnið og eru sjómenn vongóðir um góð aflabrögð á næstu vik- um, svo fremi sem veður hamlar ekki veiðunum. Loðnuflotinn var í gær við veiðar á Lónsbugt en skipin hafa ekkert getað stundað veiðarnar í rúma viku vegna veðurs. Hrognafylling loðnunn- ar er nú orðin nægilega mikil til að hefja megi frystingu á Japansmarkað. „Loðnan er loksins komin upp í fjörurnar. Okk- ar var farið að lengja dálítið eftir henni, hún er nokkuð seint á ferðinni í ár og hrognafyllingin er orðin um 15%,“ sagði Sveinn Ísaksson, skipstjóri á loðnuskipinu Víkingi AK í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Loðnan er nokkuð dreifð og það hefur ekki verið nein kraftveiði ennþá en hún á eftir að þétta sig og þá verður hægt að moka henni í land, að því gefnu að tíðarfarið haldist skaplegt.“ Ótíð hefur mjög sett mark sitt á vetrarvertíð- ina síðustu vikurnar. Víkingur AK var í gær á leiðinni til löndunar á Akranesi með um 1.250 tonn. „Við hefðum getað tekið 100 tonn í viðbót en ég ákvað að vera ekki að fylla skipið í þetta sinn. Það er betra að hafa borð fyrir báru ef veðrið versnar,“ sagði Sveinn. Fremur smá loðna Súlan EA landaði um 800 tonnum hjá Síld- arvinnslunni hf. í Neskaupstað í gær og fór hluti farmsins til frystingar. Jón Gunnar Sigurjónsson verkstjóri sagði að loðnan væri orðin frysting- arhæf á Japansmarkað, hrognafyllingin nægileg og loðnan átulaus. Hún væri hins vegar heldur smá, um 55 til 60 stykki væru í kílói. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er við rannsóknir á loðnumiðunum en Hjálmar Vil- hjálmsson leiðangursstjóri segir lítið að marka mælingar enn sem komið er. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Jón Gunnar Sigurjónsson (lengst t.v.), Rósa Benediktsdóttir og Jóhannes Pálsson skoða loðnuna í gær. Loðna gengin á grunnið Hrognafyllingin nægilega mikil fyrir Japansmarkað LANDAMÆRADEILD sýslumanns- ins á Keflavíkurflugvelli vísaði í síð- ustu viku sjö rúmenskum ríkisborg- urum frá landinu. Þegar fólkið kom til landsins sótti það um hæli en dró síðan hælisumsóknina til baka og var því þá vísað úr landi. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli segir að þegar um slíkan fjölda einstaklinga sé að ræða í einni og sömu ferðinni vakni óhjákvæmilega grunsemdir um að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. Í tilkynningu frá embætti sýslu- mannsins segir að ólöglegir innflytj- endur sæki í auknum mæli til Íslands í atvinnuleit. Landamæradeild sýslu- mannsembættisins hafi í samvinnu við Útlendingastofnun brugðist við því með hertu eftirliti með dvalar- og atvinnuleyfum við komu erlendra rík- isborgara til landsins. 14 vísað úr landi Það sem af er árinu 2003 hefur lög- reglan á Keflavíkurflugvelli vísað 14 erlendum ríkisborgurum úr landi, þar af þremur Bandaríkjamönnum, þremur Lettum, sjö Rúmenum og einum Eþíópíumanni. Af þessum 14 var 12 vísað frá vegna skorts á dval- ar- eða atvinnuleyfum. Er þar um að ræða verulega aukningu miðað við síðustu 2 ár en í fyrra var 64 erlend- um ríkisborgurum vísað frá, þar af 14 vegna skorts á dvalar- eða atvinnu- leyfum. Á árinu 2001 var 103 ein- staklingum vísað frá landinu, þar af 9 vegna skorts á áðurnefndum leyfum. Verulegt umstang getur fylgt frá- vísun erlendra ríkisborgara frá land- inu, m.a. vegna þess að í mörgum til- vikum þurfa lögreglumenn frá embættinu að fylgja þeim úr landi til ákvörðunarstaðar þeirra. Sjö Rúm- enum vísað frá TVÆR konur voru handteknar í Kringlunni síðdegis í gær en ábend- ingar höfðu borist um að þær væru að láta greipar sópa í verslunum. Höfðu þær einnig stolið veskjum af viðskiptavinum og starfsfólki Kringlunnar. Þá höfðu þær stolið fatnaði úr Hagkaupum fyrir um sextíu þúsund. Fíkniefni fundust á annarri þeirra en samkvæmt upplýsingum lögreglu er talið að þær hafi stolið ýmsum varningi fyrir samtals um 200–300 þúsund í verslunarmiðstöð- inni. Fyrst barst tilkynning um stuld á veski um hádegi í gær og telur lögreglan að sömu konurnar hafi verið að verki. Ránsferðin virð- ist því hafa staðið yfir í langan tíma áður en lögreglan handtók þær síð- degis. Það var margt um konur í Kringl- unni í gær enda standa þar yfir Konudagar í tilefni af því að konu- dagurinn er á morgun, sunnudag. Voru konur því boðnar sérstaklega velkomnar í verslunarmiðstöðina en eitthvað virðast þær tvær sem lög- reglan handtók hafa misskilið boðið. Ránsferð í Kringlunni lauk með handtöku ♦ ♦ ♦ FÓLKSBÍLL rann til í hálku og ut- an í Hörgárbrú í Arnarneshreppi í gærkvöldi. Enginn meiddist en sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar á Akureyri var bíllinn óökufær á eftir og var dreginn af vettvangi. Bíll ók utan í Hörgárbrú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.