Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 52
ÍÞRÓTTIR 52 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVALSDEILDARLIÐ KA í knattspyrnu fékk góðan liðsstyrk í gær en þá skrifaði unglinga- landsliðsmaðurinn Pálmi Rafn Pálmason undir þriggja ára samning við Akureyrarliðið. Pálmi er 18 ára gamall og hefur verið lykilmaður í liði Völsungs undanfarin ár. Hann var fyrirliði liðsins í fyrra, aðeins 17 ára gam- all, og skoraði 6 mörk fyrir Húsa- víkurliðið í 2. deildinni á síðustu leiktíð. Pálmi hefur átt fast sæti í U-19 ára landsliðinu og lék alla sex leiki liðsins í fyrra og þá hef- ur hann verið undir smásjá er- lendra félaga en honum var boðið til æfinga hjá Arsenal í haust og á dögunum var við æfingar hjá Groningen í Hollandi. KA-menn mæta til leiks í sumar með nokk- uð breytt lið en auk Pálma hefur liðið fengið Örlyg Helgason frá Þór og Þorvald S. Guðbjörnsson, Þorleif Árnason, Jón Örvar Ei- ríksson og Hjörvar Maronsson sem allir léku með Leiftri/Dalvík í fyrra. KA-menn hafa hins vegar misst Þórð Þórðarson í ÍA og Kristján Örn Sigurðsson í KR. Hlynur Jóhannsson, Ásgeir Ás- geirsson, Róbert Skarphéðinsson og Júlíus Tryggvason eru hættir og þá er óvíst hvað Hreinn Hringsson ætlar að gera en hann hefur ekkert æft á undirbúnings- tímabilinu. Pálmi Rafn til liðs við KA  GUÐNI Bergsson verður í byrjun- arliði Bolton sem tekur á móti Man- chester United á Rebock-vellinum glæsilega í Bolton í dag. United á harma að hefna því Bolton hafði bet- ur á Old Trafford í haust, 1:0. Leik- urinn hefst klukkan 12 og er í beinni útsendingu á Sýn.  JÓHANNES Karl Guðjónsson verður á miðjunni í liði Aston Villa sem sækir Charlton heim á The Valley. Charlton hefur aldrei tekist að leggja Villa að velli á heimavelli sínum.  EIÐUR Smári Guðjohnsen verður væntanlega í byrjunarliði Chelsea sem fær Blackburn í heimsókn á Stamford Bridge. Eiður og Jimmy Floyd Hasselbaink verða líklega í fremstu víglínu en Gianfranco Zola, sem er búinn að ná sér eftir meiðsli, verður tilbúinn til að leysa þá af hólmi og leika sinn 300. leik fyrir fé- lagið.  HEIÐAR Helguson, sem í vikunni skrifaði undir nýjan samning við Watford, verður í byrjunarliði sinna manna sem sækja Walsall heim.  BRYNJAR Björn Gunnarsson er einn þriggja leikmanna Stoke sem taka út leikbann í þegar liðið mætir Nottingham Forest á útivelli. Hinir tveir eru framherjinn Chris Iwel- umo og varnarmaðurinn Sergi Shtaniuk. Bjarni Guðjónsson og Pétur Marteinsson verða væntan- lega á bekknum.  HERMANN Hreiðarsson tekur út annan leik sinn af fjórum í banni þegar Ipswich tekur á móti Grimsby.  ÍVAR Ingimarsson leikur sinn fyrsta heimaleik með Brighton þeg- ar liðið fær Millwall í heimsókn. Brighton hefur gengið vel að und- anförnu og hefur unnið þrjá síðustu leiki sína.  DAVID Seaman getur ekki staðið á milli stanganna í marki Arsenal gegn Manchester City í dag. Seam- an meiddist á mjöðm í leiknum við Ajax í Meistaradeildinni í vikunni og hefur ekki jafnað sig. Kollegi Seam- ans, Daninn Peter Schmeichel í liði City, getur heldur ekki leikið vegna meiðsla í kálfa.  MIKAEL Silvestre leikur ekki með Manchester United á móti Bolt- on þar sem hann hefur ekki náð sér af meiðslum sem hann hlaut í leikn- um við Juventus á miðvikudaginn.  MARCEL Desailly, fyrirliði Chelsea, verður fjarri góðu gamni í leiknum við Blackburn í dag vegna ökklameiðsla og Emmanuel Petit getur heldur ekki leikið þar sem hann tekur út leikbann.  HANDHAFAR dómaraskírteina geta nálgast miða á úrslitaleik HK og Aftureldingar í dag á milli kl. 13 og 14 í íþróttahúsinu Digranesi og Kjarnanum Mosfellsbæ. FÓLK Félagaskipti Ara til Heerenveen staðfest ARI Freyr Skúlason, 15 ára gamall knattspyrnumaður úr Val, er búinn að fá grænt ljós frá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, um að honum sé heimilt að ganga til liðs við hollenska úrvalsdeild- arliðið Heerenveen. Eins og Morgunblaðið greindi frá fyrr í vik- unni heimilaði FIFA ekki félagaskiptin að svo stöddu vegna nýrra reglna um verndum yngri leikmanna en í gær voru félagaskiptin staðfest og þar með er Ari orðinn löglegur með hollenska liðinu. „FIFA skrifaði hollenska knattspyrnusambandinu bréf sem við fengum afrit af þar sem vísað er til að reglur FIFA staðfesta það að leikmenn geti ekki skipt yngri en 18 ára milli landa nema innan Evrópska efnahagssvæðsins. Þar geti menn skipt ef lágmarks- vinnualdur sé lægri. Í kjölfarið fengum við staðfestingu frá hol- lenska sambandinu á því að hjá Hollendingum sé sá aldur 15 ára og þar með höfum við gefið út félagaskiptin,“ sagði Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, við Morgunblaðið. Andri Fannar Ottósson skoraðifyrsta mark deildabikarsins í ár þegar hann kom Frömurunum í for- ystu og Kristján Brooks bætti við öðru. Magnús Sverrir Þorsteinsson svaraði fyrir Keflvíkinga og þrátt fyr- ir ágæta pressu að marki Framara tókst Suðurnesjamönnum ekki að jafna metin. „Mínir menn virkuðu hálf þreyttir eftir mikið álag að undanförnu og við þurftum að hafa fyrir því að innbyrða sigurinn. Þetta var bara virkilega erf- itt. Keflvíkingar eru með gott lið og þó svo að við höfum farið með sigur af hólmi áttum við undir högg að sækja,“ sagði Kristinn R. Jónsson, þjálfari Fram, við Morgunblaðið eftir leikinn. Kristinn gaf mörgum yngri leik- mönnum sínum tækifæri þar sem í lið hans vantaði til að mynda Ágúst Gylfason, Baldur Bjarnason, Ragnar Árnason, Þorbjörn Atla Sveinsson, Kristinn Tómasson og Eggert Stef- ánsson. Haukar stóðu í Fylki Haukar og Fylkir skildu jöfn, 1:1, í síðari leik kvöldsins í Egilshöll. Sævar Eyjólfsson kom Haukum yfir úr víta- spyrnu á 27. mínútu en Björn Viðar Ásbjörnsson svaraði fyrir Árbæinga tíu mínútum fyrir leikslok. Fylkis- menn misnotuðu vítaspyrnu í síðari hálfleik en Ólafi Páli Snorrasyni brást bogalistin. „Þetta var barningsleikur og kannski ekki mikið fyrir augað. Ég merkti greinilega þreytu á mínum mönnum enda fjórði leikur okkar á rúmum hálfum mánuði. Við vorum heilt yfir sterkari aðilinn en fórum illa að ráði okkar í færunum. En ég tek ekki frá Haukunum að þeir voru sprækir,“ sagði Aðalsteinn Víglunds- son, þjálfari Fylkis, við Morgunblað- ið. Fylkismenn léku án nokkurra fastamanna en Finnur Kolbeinsson, Valur Fannar Gíslason, Kjartan Sturluson, Theodór Óskarsson og Haukur Ingi Guðnason voru ekki með Árbæjarliðinu að þessu sinni. Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði Skagamanna, tryggði sínum mönnum sigurinn á móti KA í Boganum með marki þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Gunnlaugur skellti sér í sóknina og skoraði með skalla eftir aukaspyrnu. KA-menn voru sterkari í fyrri hálfleiknum og fengu tvö góð færi sem þeir nýttu ekki en í síðari hálfleik var jafnræði með liðunum. Morgunblaðið/RAX Keflvíkingurinn Haraldur Guðmundsson stekkur hér hæst og skallar knöttinn í leik Fram og Keflavíkur í gær. Gunnlaugur bjargaði ÍA ÞRÍR fyrstu leikirnir í Deildabikarkeppni KSÍ fóru fram í gærkvöldi. Nýbakaðir Reykjavíkurmeistarar í liði Fram höfðu betur á móti Keflavík, 2:1, í fyrsta leik mótsins í Egilshöll, á sama stað gerðu Fylkir og Haukar 1:1 jafntefli og í Boganum á Akureyri hafði ÍA betur á móti KA, 1:0. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ingibjörg Karlsdóttir, leikmaður Hauka, sækir að marki ÍBV í leik liðanna í Ásgarði á dögunum, þar sem Eyjastúlkurnar Birg- it Engl og Ingibjörg Jónsdóttir eru til varnar. Haukar fögnuðu sigri, 27:25, en fyrr í vetur lagði ÍBV Hauka á heimavelli, 27:22.  LEIKMENN kvenna- og karla- liðs ÍBV í handknattleik komu með Herjólfi til Þorlákshafnar skömmu fyrir hádegi í gær, en karlaliðið lék við FH í Kapla- krika á Íslandsmótinu í gær- kvöld. Þangað fór kvennaliðið til þess að styðja við bakið á karla- liðinu sem ætlar að endurgjalda stuðninginn með því að mæta í Laugardalshöllina í dag og fara fyrir stuðningsmönnum kvenna- liðsins þegar það mætir Haukum í úrslitaleiknum í bikarkeppninni kl. 13 í dag.  Saman halda liðin síðan með Herjólfi kl. 17 í dag, hver sem úrslit bikarleiksins verða. Auk liðanna kom þó nokk- ur hópur stuðningsmanna Eyja- liðsins með Herjólfi til Þorláks- hafnar í gær og von er á fleirum í dag, bæði sjó- og flugleiðina, ef veður verður skaplegt til ferða- laga.  Unnur Sigmarsdóttir, þjálfari kvennaliðs ÍBV, segir áhugann fyrir leiknum vera gríðarlegan og von sé á stórum hópi Eyja- manna til fastalandsins í dag til þess að hvetja kvennaliðið til dáða. „Ég vonast bara eftir að veðrið verði gott svo að sem flestir geti komið,“ sagði Unnur í gær, en hún var þá nýstigin af skipsfjöl. Unnur sagði enn frem- ur að Eyjaliðið treysti einnig á stuðning brottfluttra Eyjamanna sem búa á höfuðborgarsvæðinu.  „Það er geysilegur áhugi fyrir leiknum í Eyjum og miklar kröf- ur gerðar til liðsins eftir að hafa unnið bikarinn tvö síðustu ár auk þess sem við erum efstar í deild- inni. Það er því ágætt að komast úr spennunni í Eyjum síðasta sól- arhringinn fyrir leikinn,“ sagði Unnur.  Allir leikmenn Eyjaliðsins eru klárir í slaginn gegn Haukum í dag og sagðist Unnur vænta hörkuleiks þar sem allt verði lagt í sölurnar. Eyjaliðin komu saman í gær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.