Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 23
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003 23 AKUREYRARBÆR samþykkti á síðasta ári að taka á móti flótta- mönnum frá fyrrum lýðveldum Júgóslavíu og eru þeir væntanlegir til landsins þann 25. mars nk. og norður til Akureyrar daginn eftir. Hér er um að ræða samstarfsverk- efni Akureyrarbæjar, Rauða kross Íslands og félagsmálaráðuneytisins, sem stendur straum af kostnaði við verkefnið. Í vikunni var boðað til kynning- arfundar vegna komu flóttafólksins, þar sem m.a. var farið yfir hlutverk bæjarfélagsins, hlutverk Rauða krossdeildar, starf sjálfboðaliða, auk þess sem farið var yfir það úr hvern- ig umhverfi flóttafólkið kemur. Alls koma 6 fjölskyldur til Akureyrar og er fólkið á aldrinum 2ja ára til 55 ára, 11 börn og 13 fullorðnir. Pétur Bolli Jóhannesson, verkefn- isstjóri hjá Akureyrarbæ, sagði að undirbúningur vegna komu flótta- fólksins hefði gengið vel. Búið er að finna fólkinu húsnæði í Gilja- og Síðuhverfi og verið er að safna hús- gögnum, húsbúnaði og fatnaði. Þá er verið að leita eftir stuðningsfjöl- skyldum, sem einnig hefur gengið þokkalega, að sögn Péturs Bolla. Hann sagði að það þyrfti 18 stuðn- ingsfjölskyldur í þetta verkefni, eða þrjár á hverja nýbúafjölskyldu. Pétur Bolli sagði að unnið hefði verið að fræðslu- og heilbrigðismál- um en að ekki væri enn farið að skoða atvinnumöguleika fólksins, þar sem ekki væri gert ráð fyrir að það ynni fyrstu þrjá mánuðina. Fólk- ið fær strax kennslu í íslensku og samfélagsfræðum en í haust munu börnin svo ganga í grunnskóla í sínu hverfi. Verkefnið stendur yfir í eitt ár en eftir það á fólkið að geta staðið á eigin fótum. Flóttafólkið er af serbneskum uppruna en það var hrakið frá heim- ilum sínum í Króatíu og hefur dvalið í flóttamannabúðum í 6–8 ár, við afar bágborin kjör og litla sem enga heil- brigðisþjónustu. Akureyrardeild Rauða krossins sér um að safna hús- búnaði og fatnaði fyrir fólkið og þangað geta þær fjölskyldur sem vilja veita fólkinu stuðning einnig snúið sér. 24 flóttamenn frá fyrrum Júgóslavíu væntanlegir Morgunblaðið/Kristján Kynningarfundur var haldinn í Giljaskóla vegna komu flóttafólksins til Ak- ureyrar. F.v. Úlfar Hauksson, formaður stjórnar Rauða kross Íslands, Sig- rún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins, og Hafsteinn Jak- obsson, framkvæmdastjóri Akureyrardeildar Rauða kross Íslands. Vel gengur að undir- búa komu fólksins SLIPPSTÖÐIN á Akureyri átti lægstu tilboðin í slippstöku, botn- hreinsun, málun og fleiri viðverðir á tveimur varðskipum Landhelgis- gæslunnar, þeim Tý og Ægi, en til- boðin voru opnuð hjá Ríkiskaupum í vikunni. Báðum tilboðum Slipp- stöðvarinnar hefur verið tekið en vinna á verkin í júlí og ágúst í sumar. Þrjú fyrirtæki buðu í bæði verkin, Vélsmiðja Orms og Víglundar í Hafnarfirði, Slippstöðin á Akureyri og Stálsmiðjan í Reykjavík. Tilboð Slippstöðvarinnar vegna vinnu við Ægi hljóðaði upp á tæpar 4 milljónir króna en tæpar 4,2 milljónir króna vegna vinnu við Tý. Stálsmiðjan var með hæstu tilboðin í báðum tilfell- um. Útboð vegna lagfæringa á tveimur varðskipum Slippstöðin bauð lægst Kristín Sigfúsdóttir kennari er gestur á laugardagsfundi hjá Vinstrihreyfingunni - grænu fram- boði á Akureyri í dag, laugardaginn 22. febrúar. Kristín er fulltrúi VG í félgsmálaráði og fjallar meðal annars um heilbrigt samfélag, félagsmál, öldrunarmál og heilbrigð- ismál á fundinum. Hann hefst kl. 11 og er kosningamiðstöðin í Hafn- arstræti 94 (Sporthúsinu). Í DAG Þingkonur Sjálfstæðisflokksins bjóða konum á Eyjafjarðarsvæðinu til fundar og kaffisamsætis á Hótel KEA á morgun, sunnudaginn 23. febrúar, kl. 15. Dagskráin hefst á söng Kvennakórs Akureyrar. Um kvöldið verða konurnar á Húsavík og efna til fundar á Fosshóteli, Húsavík, Bláa sal. Fundurinn verður frá kl. 20.30 til 22. Á MORGUN Hugleiðslunámskeið þar sem fjallað verður um aðferðir til að stuðla að andlegri og líkamlegri vel- líðan verður haldið á Glerárgötu 32, 2. hæð, eftir helgi, eða dagana 24., 25. og 27. febrúar frá kl. 20 til 21.30. Kennari verður Elín Agla og fer kennslan fram á íslensku og er öllum opin. Upplýsingar má finna á vefsíð- unni www.karuna.is. „Hægt er að draga úr vandamálum eins og veik- indum sem tengd eru stressi og á endanum útiloka þau með því að iðka hugleiðslutækni sem stórlega bæta hugarró okkar,“ segir Elín Agla í frétt um námskeiðið. Á NÆSTUNNI FÉLAG norðlenskra steinasafnara samþykkti ályktun á aðalfundi sín- um í vikunni, en þar er harmað að ekki hafi verið komið upp sýning- araðstöðu fyrir náttúrugripi á Ak- ureyri eftir að sýningarsal Nátt- úrugripasafnsins var lokað og gripum þess pakkað niður í kassa. Ennfremur segir að félagið furði sig á áhugaleysi ráðamanna Ak- ureyrarbæjar og viðkomandi ráðu- neytis, þó svo að félagið hafi bent á fjárhagslega hagstæða lausn á mál- inu. Skoraði fundurinn á forráða- menn bæjarins og ríkisvalds að koma sýningarmálum í viðunandi horf sem allra fyrst og að félagið muni ekki skorast undan þátttöku verði eftir því leitað. Engin aðstaða til sýninga Félag norðlenskra steinasafnara JÓNAS Viðar myndlistarmaður á Akureyri hefur opnað málverkasýn- ingu í IsKunst Gallery í Ósló. Þar sýnir hann málverk úr myndröðinni Portrait of Iceland. Þetta er 23. einkasýning hans en Jónas hefur tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis. Sýningin stendur til 16. mars næstkomandi og eru þeir Íslending- ar sem leið eiga um Ósló hvattir til að skoða hana. Eins er hægt að skoða sýninguna og verkin á heimasíðu Jónasar en slóðin er www.jvs.is. Sýnir í Ósló ♦ ♦ ♦ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 www.islandia.is/~heilsuhorn MULTIDOPHILUS Ómissandi fyrir meltinguna PÓSTSENDUM Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889 Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Árnesapóteki, Selfossi og Yggdrasil, Kárastíg 1. 160 fm verslunarpláss í hjarta miðbæjar Akureyrar Stórir gluggar • Frábær staðsetning Upplýsingar í síma 462 2272 TIL LEIGU Allar konur velkomnar! Árangur samtíðar - farsæld framtíðar Í tilefni konudagsins bjóða konur í þingflokki sjálfstæðismanna norðlenskum konum til funda og kaffisamsæta á Akureyri og Húsavík á morgun, sunnudag. Hótel KEA, Akureyri: Húsið verður opnað kl. 15.00 og hefst dagskráin á söng Kvennakórs Akureyrar. Fundurinn stendur frá kl. 15.30 til 17.00. Fundarstjóri: Anna Þóra Baldursdóttir. Fosshótel, Húsavík: Fundurinn stendur frá kl. 20.30 til 22.00. Fundarstjóri: Soffía Gísladóttir. Sjá nánari dagskrá á islendingur.is og xd.is Umsóknir um styrki AKUREYRARBÆR Auglýst er eftir umsóknum um styrki hjá nefndum innan Félagssviðs Akureyrarbæjar. Félagsmálaráð veitir styrki til félagasamtaka sem starfa á sviði félags- og mannúðarmála. Íþrótta- og tómstundaráð veitir rekstrarstyrki til íþrótta- og tómstundafélaga. Umsóknarfrestur um ofangreinda styrki er til 7. mars nk. Úr Menningarsjóði Akureyrar eru veittir styrkir til verkefna á menningarsviði á vegum félaga, stofnana, listamanna og fræðimanna. Menningarmálanefnd úthlutar styrkjum úr menningarsjóði í mars og september ár hvert. Til úthlutunar nú eru kr. 1.200 þús. og verða hæstu styrkir kr. 150 þús. Umsóknarfrestur er til 7. mars 2003. Jafnframt verður úthlutað nýsköpunarstyrk kr. 300 þús. til nýrra eða nýstárlegra verkefna á sviði menningarmála. Menningarfulltrúi gefur upplýsingar um þau skilyrði sem umsóknir um þennan styrk þurfa að uppfylla. Umsóknarfrestur um nýsköpunarstyrkinn er til 15. mars 2003. Úr Húsverndarsjóði Akureyrar eru veittir styrkir vegna framkvæmda við friðuð hús og hús með varðveislugildi og er úthlutað einu sinni á ári í mars. Umsóknarfrestur er til 15. mars 2003. Umsóknir skulu berast á þar til gerðum eyðublöðum sem liggja frammi í Upplýsingaanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, og hjá viðkomandi deildum í Glerárgötu 26. Einnig er hægt að nálgast eyðublöðin á vefsíðu Akureyrarbæjar, www.akureyri.is. Á eyðublöðunum kemur fram hvaða upplýsingar er beðið um að fylgi styrkbeiðnum. Umsóknum skal skila í Upplýsingaanddyri, Geislagötu 9, eða til skrifstofu viðkomandi deildar á Glerárgötu 26. Þær umsóknir sem borist hafa til sjóðanna frá áramótum verða afgreiddar með þeim umsóknum sem berast fyrir auglýsta umsóknarfresti. Sviðsstjóri Félagssviðs. Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.