Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ verkefnisstjóri þessa verkefnis, segir að mikil undirbúningsvinna liggi að baki og margir hafi lagt hönd á plóg til að gera efnið sem aðgengilegast. Í því sambandi nefnir hún að Alda Baldursdóttir, rannsóknarlögreglumaður og kennari, hafi þýtt norska efnið og lagað það að íslensku umhverfi og Aldís Yngvadóttir hjá Náms- gagnastofnun hafi farið í gegnum allt efnið, en það sé mismunandi eftir því hvort verið sé að ræða við leikskólabörn, grunnskólabörn eða foreldra. Þá gegni Lögregluskóli ríkisins veigamiklu hluverki enda þurfi að mennta lögreglumenn til að vera góðir í forvarnarstarfi. Í námsefninu er komið víða við og má nefna umferðarfræðslu, ör- yggismál og afbrotavarnir í víðum skilningi. Erna bendir á að í fræðsluefninu fyrir foreldrana sé m.a. tekið á reykingum, áfeng- isneyslu, samstöðu foreldra og fíkniefnaneyslu. Skólarnir panta heimsókn Að sögn Ernu gengur fram- kvæmdin þannig fyrir sig að skól- arnir hafa samband við lög- reglustöðvarnar og óska eftir að lögreglan komi í heimsókn og ræði um þessi mál en þeim verður sér- staklega kynnt hvernig best sé að standa að þessum málum. Auk þess fái börnin bréf til að farra með heim og efnið verði aðgengi- legt á slóðinni www.logreglan.is eða www.rls.is. Ingibjörg Ásgeirsdóttir, for- stjóri Námsgagnastofnunar, segir að það sé afar mikilvægt fyrir börnin í skólum landsins að fleiri en Námsgagnastofnun komi að því að gefa út námsefni. Samstarfið við lögregluna hafi verið mjög ánægjulegt og efnið, sem eigi að nota í öllum bekkjum grunnskól- ans, sé gott og örugglega mikill styrkur fyrir lögreglumennina sem sinni fræðslunni. Aldís Yngvadóttir, ritstjóri hjá Námsgagnastofnun, segir að vinn- an hafi gengið mjög vel og sam- starfið hafi verið gott og gefandi. „Það er frábært framtak hjá lög- reglunni að gera þetta svona,“ segir hún og leggur áherslu á að efnið sé viðbót við það starf sem fari þegar fram í skólunum á sviði forvarna og eigi að styðja við það. Þetta leysi því hvorki skóla né kennara undan neinum skyldum á þessu sviði heldur fléttist inn í það. Kristinn Breiðfjörð, skólastjóri Foldaskóla, segir að efnið sé mjög vel unnið og vandað. Með kennslu- fræði í huga sé það mjög vel upp byggt og auðvelt sé að vinna eftir því. Hlynur Snorrason, lögreglu- fulltrúi á Ísafirði, tekur í sama streng. Hann segir að fólk sem sinni forvarnarfræðslu hafi gjarn- an komið sér upp ákveðnum kennslugögnum en þetta nýja efni komi sér mjög vel í kennslunni. EMBÆTTI ríkislögreglustjóra og Námsgagnastofnun hafa í sam- starfi við lögreglustjóra landsins og Lögregluskóla ríkisins gefið út kennsluefni fyrir lögreglu til að nota við fræðslu í leikskólum og grunnskólum og fyrir foreldra í þeim tilgangi að samræma for- varnarstarf lögreglu og gera það árangursríkara, en efnið var kynnt í Foldaskóla í gær. Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri segir að ástæða hafi verið til að búa til samræmt kennsluefni í forvarnarmálum fyr- ir allt landið í þeim tilgangi að reyna að koma í veg fyrir að krakkar leiðist út í ógöngur, en með fræðsluefninu sé reynt að sporna við slæmri þróun í þjóð- félaginu, t.d. varðandi umferð, of- beldi, þjófnaði, skemmdarverk, tóbak, áfengi eiturlyf og fleira. Undirbúningshópur hafi unnið að því að taka saman og útbúa kennsluefnið, færa það til nú- tímans, með það að leiðarljósi að taka á flestum þeim þáttum sem varða forvarnir og forvarnarstarf lögreglunnar í skólastarfinu, en fræðsluefni um forvarnir, sem norska dóms- og lögreglu- málaráðuneytið hafi látið útbúa, hafi verið haft til hliðsjónar. Samræmdur tónn mikilvægur Undanfarna viku hefur staðið yfir námskeið í Lögregluskólanum, þar sem lögreglumönnum, sem vinna að forvörnum víða um land, hefur verið kennt að fara yfir þetta nýja námsefni, en fyrsta námskeiðinu lauk í gær. „Okkar markmið er að þetta kennsluefni verði notað í öllum skólum lands- ins, sem eitt samræmt heildstætt kennsluefni í forvarnarmálum,“ segir Haraldur. „Ég vona að þetta samstarf okkar allra verði til þess að auka forvarnir og fræðslu í þeim efnum, en það er mjög mik- ilvægt að það sé einn, ákveðinn, samræmdur tónn í fræðslunni og kennslunni.“ Erna Sigfúsdóttir, lögreglu- fulltrúi hjá Ríkislögreglustjóra og Samræmt kennsluefni fyrir skóla í forvarnarmálum Morgunblaðið/Júlíus Frá kynningu námsefnisins í Foldaskóla í gær. Frá vinstri: Ingibjörg Ásgeirsdóttir, forstjóri Námsgagnastofnunar, Aldís Yngvadóttir, ritstjóri hjá Námsgagnastofnun, Erna Sigfúsdóttir, lögreglufulltrúi hjá Ríkislögreglustjóra, Val- garður Valgarðsson, varðstjóri í Hafnarfirði, Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, Hlynur Snorrason, lög- reglufulltrúi á Ísafirði, Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, Eiríkur Hreinn Helgason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglustjóra ríkisins, og Alda Baldursdóttir, rannsóknarlögreglumaður. ALLTOF snemmt er að segja til um hvort sami maður kunni að vera að verki í íkveikjum í húsalengju við Hjaltabakka í Reykjavík, að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögreglu- þjóns hjá Lögreglunni í Reykjavík. Þrisvar sinnum hefur verið kveikt í húsalengjunni við Hjaltabakka frá nóvemberlokum, nú síðast í fyrrinótt. 19. febrúar sl. var slökkvilið einnig kallað út vegna skaftpotts sem gleymdist á eldavél í húsi nr. 28 við Hjaltabakka. Aðfaranótt 27. desember síðastlið- inn var kveikt í borði og dóti í sam- eign í nr. 10. Mikill reykur myndaðist í stigagangi og var óttast að hann bærist inn í íbúðir. Voru íbúar beðnir um að halda sig innandyra og leggja blaut handklæði að útidyrum færi reykur að berast inn. Slökkviliði tókst fljótlega að slökkva eldinn. Um miðnætti 19. desember var 20 manns bjargað af svölum hússins nr. 8. Kveikt hafði verið í sameign í kjall- ara og náði reykurinn að berast um alla stigaganga hússins. Verulegar skemmdir urðu á húsinu. Íbúum var veitt aðstoð í strætisvagni sem send- ur var á vettvang. Um þrjúleytið aðfaranótt föstu- dags fékk Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins tilkynningu um eld í geymslu í kjallara hússins nr. 12. Lið frá öllum stöðvum var sent á vettvang en talsverður reykur myndaðist sem barst um stigaganga húsa nr. 10, 12 og 14 og þurfti að reykræsta þá. Óverulegur reykur barst inn í íbúðir. Á meðan var fólk beðið að halda sig inni í íbúðum sem flestir gerðu. Skemmdir urðu á geymslunni og reykskemmdir á sameign og stiga- gangi. Að sögn Harðar Jóhannesson- ar yfirlögregluþjóns er enginn vafi á því að kveikt hafi verið í geymslunni. Ekki hefur endanlega verið skorið úr um hver var að verki þegar kveikt var í húsum við Hjaltabakka í nóv- ember og desember. Vísbendingar hafa þó komið fram og segir Hörður að verið sé að rannsaka brunann í fyrrinótt með hliðsjón af þeim. Fjöl- býlishúsið Hjaltabakka 2-16 saman- stendur af átta stigagöngum. Kjallari hússins er opinn og sameiginlegt þvottahús er undir stigagangi nr. 6. Lögregla rannsakar hvort brunarnir séu tengdir Þrisvar sinnum kveikt í í Hjaltabakka í vetur Morgunblaðið/Júlíus Lögreglu- og slökkviliðsmenn að störfum í kjallaranum í fyrrinótt. Ljósa- peran við hestaheilsu SÖGUR af dauða ljósaper- unnar eru stórlega ýktar, seg- ir Jóhann J. Ólafsson, forstjóri Jóhanns Ólafssonar & Co, í til- efni frétta um að örsmáir tölvukubbar muni leysa ljósa- perur af hólmi innan örfárra ára. Í grein The New York Times nýverið kom m.a. fram að ljósaperan væri að verða jafngamaldags og gaslukt- irnar sem hún leysti af hólmi. Jóhann segir menn lengi hafa spáð ljósaperunni dauða. „Menn virðast ekki átta sig á því að það kemur oft ný notk- un til sögunnar og að tæknin breiðist út um heiminn og not- endum fjölgar,“ segir Jóhann. Hann segir að þrátt fyrir að alls kyns nýjar perur hafi komið á markaðinn hafi hin hefðbundna ljósapera samt haldið velli. Þá megi heldur ekki gleyma í þessu sambandi að menn nota miklu meira ljósmagn nú en áður. „Eig- inlega hefði kertaljósið átt að vera dautt fyrir lifandis löngu en menn fundu nýja notkun fyrir kertaljósið og það hefur þróast jafnframt rafmagninu sem svona „hyggeljós“ og ég held að núna sé framleitt meira af kertum í heiminum en nokkru sinni í sögu manns- ins. Ég hugsa t.d. að verðmæti kertainnflutnings hingað sé ríflega helmingur af innflutn- ingi á ljósaperum í verðmæt- um talið. Það er dálítið mikið af úreltri vöru.“ Ekki hröð þróun Jóhann segir að menn hafi því ekki þungar áhyggjur af því að að ljósaperan hverfi af markaðinum. „Þróunin er hvorki eins hröð né eins ein- hlít og menn halda stundum fram. Átti ekki íslenski hest- urinn að vera úr sögunni um leið og traktorarnir komu? Samt hefur hestaeign ábyggi- lega aldrei verið meiri en nú. Þetta sýnir okkur að þróunin er ekki eins hrein og bein og ætla mætti við fyrstu sýn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.