Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þú getur það líka! Ásmundur Stefánsson fór úr 120 kílóum í 80. Nú heldur hann sér í 85-90 kílóum. Kynntu þér aðferð hans, hvað Guðmundur Björnsson læknir segir að beri að varast, og hvaða kræsingar þú mátt borða! Metsölubók um megrun Tilboðsbók mánaðarins 30% afsláttur ED D A 01 /2 00 3 LÁTINN er í Reykjavík á 87. aldursári Sigurður Hafstað, fyrrverandi sendiherra. Sigurður var fæddur 1916 í Vík í Skagafirði, sonur hjónanna Árna Jónsson- ar Hafstað, bónda í Vík, og Ingibjargar Sigurðar- dóttur frá Geirmundar- stöðum í Skagafirði. Sigurður Hafstað lauk stúdentsprófi frá MR 1937, prófi í viðskipta- fræði frá HÍ 1942 og lög- fræðiprófi frá HÍ 1944. Hann hóf störf í utanríkisráðuneytinu 1944 og starfaði á vegum utanríkis- ráðuneytisins hér heima og erlendis, einkum í Ósló, Stokkhólmi, Moskvu og París, í rúma fjóra áratugi og hlaut fjölda viðurkenninga fyrir störf sín. Sigurður var m.a. deildarstjóri í ut- anríkisráðuneytinu 1954 til 1960 og gegndi störfum forsetaritara. Hann var sendiherra Íslands í Ósló er hann lét af störfum árið 1986. Vorið 1940 kvæntist Sigurður Ragnheiði Ragnars- dóttur Hafstað, fæddri Kvaran 1919. Þau eignuðust sex börn sem öll eru á lífi, Þórunni Kielland, Ingibjörgu Haf- stað, Hildi Hafstað, Ragnar Hafstað og tvíburana Sigríði og Árna Hafstað. Andlát SIGURÐUR HAFSTAÐ Í JANÚAR voru 13 unglingar á bið- lista eftir því að leggjast inn á barna- og unglingageðdeild Landspítala há- skólasjúkrahúss (BUGL), þar af voru þrír sem taldir voru í bráðri lífs- hættu, talið var að þeir myndu reyna að fremja sjálfsvíg og gátu foreldrar þeirra varla vikið frá þeim. Eydís Sveinbjarnadóttir, sviðsstjóri á geðsviði Landspítala segir að biðlist- ar eftir bráðaþjónustu hafi tekið að myndast fyrir alvöru fyrir um þrem- ur mánuðum. Þetta sé alveg nýtt ástand og alvarlegt. Eydís er formaður nefndar sem Magnús Pétursson, forstjóri Land- spítalans, skipaði á fimmtudaginn til að fjalla um málefni BUGL. Nefndin mun taka út alla geðheilbrigðisþjón- ustu við börn innan spítalans og hjá helstu samstarfsstofnunum BUGL. Einnig á að meta hvernig þjónustu við börn og unglinga verði best komið fyrir innan spítalans. Í samtali við Morgunblaðið sagði Eydís að nefndin ætlaði sér að skila tillögum í lok mars. Að því loknu verður farið ná- kvæmlega í saumana á því hvað kost- ar að hrinda þeim í framkvæmd og býst Eydís við að endalegar nið- urstöður liggi fyrir í maí. Hún tekur fram að stjórn geðsviðsins hafi vitað af vanda deildarinnar áður en fjöl- miðlaumræða hófst um hann á mið- vikudag og unnið hafi verið að því að finna leiðir til að bregðast við. Upp- haf umræðunnar að þessu sinni má rekja til bréfs frá stjórn Barnageð- læknafélags Íslands sem taldi að málið þyldi enga bið. Aðspurð segir Eydís að hugsanlega verði beitt þeirri bráðabirgðalausn að leggja fleiri unglinga inn á deildir fyrir full- orðna og að starfsmenn BUGL muni koma að meðferð þeirra. Þetta sé ekki ákjósanlegt en sé næst besta lausnin. Deildin „sprakk“ í fyrra BUGL skiptist í fjórar deildir, barnageðdeild, framhaldsmeðferð- ardeild fyrir börn, göngudeild og unglingageðdeild sem sinnir ungling- um á aldrinum 12-16 ára. Eydís segir að alvarlegasti vandi BUGL sé bið- listi fyrir innlagnir á unglingageð- deild og barnageðdeildina. Biðlistar eftir annarri þjónustu hafi styst á síð- ustu árum. Á unglingageðdeild eru samtals níu meðferðarpláss, sjö fyrir sólarhringslegu og tvö fyrir daglegu. Undanfarna mánuði hefur deildin verið yfirfull en oftast hafa 11-13 unglingar legið inni á deildinni. Eydís segir að miðað við höfðatölu ættu meðferðarplássin að vera a.m.k. 15. Afleiðingin af því að of margir séu á deildinni sé lakari þjónusta og erf- iðara sé að tryggja fullnægjandi ör- yggi. Hætta á ofbeldi er því meiri og á þessu ári hefur starfsfólk deild- arinnar nokkrum sinnum þurft að kalla á lögreglu. Rétt er að hafa í huga að unglingar sem lagðir eru inn á unglingageðdeild eru ekki þar vegna félagslegs eða hegðunarlegs vanda eða vegna fíkniefnaneyslu. Þeir sem eru lagðir inn á unglinga- geðdeild eru með geðraskanir eða al- varleg geðræn einkenni s.s. geðrof, kvíða, persónuleikaraskanir, alvar- legt þunglyndi, átraskanir eða eru í sjálfsvígshug. Miklu fleiri eru nú lagðir inn á unglingageðdeild en áður. Árið 1997 voru 36 innlagnir, árið 2002 var fjöldinn orðinn 91. Fjölgunin nemur 250%. Að sögn Eydísar hefur alveg ný staða myndast á síðasta ári, aldrei áður hafi myndast biðlisti eftir bráðainnlögnum. Fram til loka ársins 2001 hafi deildin náð að anna eft- irspurn. „En í rauninni má segja að deildin hafi sprungið í fyrra,“ segir hún. Svo virðist sem þessi aukning í eftirspurn sé varanleg og við því verði að bregðast. Hún tekur skýrt fram að þetta sé ekkert séríslenskt fyrirbæri og í nágrannalöndunum glími menn við svipaða þróun. Starfsemi BUGL verði betur tengd við spítalann Aðspurð segir Eydís að við fyrstu sýn lítist sér ekki vel á hugmyndir Ólafs Ó. Guðmundssonar, yfirlæknis BUGL, um að deildin verði gerð að sérstöku sviði innan spítalans. Þetta verði þó örugglega rætt í starfs- hópnum. Sú umræða sé þó ekki ný. „Miðað við umfang og fjármagn sem rennur til BUGL tel ég að deildin uppfylli ekki skilgreiningu Landspít- alans til að teljast vera sérstakt svið,“ segir hún. Að hennar mati felst í til- lögum Ólafs ákveðið vanmat á þeirri þjónustu sem deildin njóti frá öðrum deildum á geðsviði spítalans. Frekar þurfi að tengja starfsemi BUGL meira við starfsemi Landspítalans, þ. á m. á Barnaspítala Hringsins. Með því að auka sjálfstæði BUGL sé meiri hætta á faglegri einangrun deild- arinnar. Eydís hafnar algjörlega þeirri full- yrðingu Braga Guðbrandssonar, for- stjóra Barnaverndarstofu að fjár- magn sem stofnunin hafi lagt inn í rekstur BUGL hafi ekki nýst deild- inni. Peningarnir hafi allir nýst til reksturs BUGL, það megi sjá svart á hvítu í bókhaldi spítalans. Þrettán unglingar á biðlista – þrír í lífshættu Morgunblaðið/Árni Torfason „Miðað við umfang og fjármagn sem rennur til BUGL tel ég að deildin upp- fylli ekki skilgreiningu Landspítalans til að teljast vera sérstakt svið,“ seg- ir Eydís Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri á geðdeild LSH.                        Eydís Sveinbjarn- ardóttir, formaður nefndar sem falið var að kanna vanda barna- og unglingageðdeildar Landspítalans, segir að nefndin muni leggja fram tillögur í lok mars. Hún telur fjölgun inn- lagna varanlega og við henni verði að bregðast. MEÐFERÐARKERFI Barnavernd- arstofu er ofhlaðið og það liggur við að það sé biðlisti í bráða- móttöku, þó að í því sé reyndar fal- in þversögn, segir Bragi Guð- brandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Hann telur marga samverkandi þætti valda aukinni eftirspurn eftir geðheil- brigðisþjónustu fyrir börn og ung- linga, hraði, spenna og upplausn í fjölskyldum ýti undir vandamálin. Um 70 börn og unglingar eru í meðferð á vegum Barnavernd- arstofu og segir Bragi að um fjórð- ungi þeirra hafi verið vísað þangað eftir meðferð á BUGL. Árið 1997 bárust Barnaverndarstofu 70 um- sóknir um meðferð en árið 2002 hafði þeim fjölgað meira en þrefalt. Bragi segir að meðferðarkerfið sé ofhlaðið. Sérstaklega sé vanda- málið brýnt á Stuðlum þar sem ekki hafi fengist fjármagn til að byggja upp bráðamóttöku. Bragi segir hækkun sjálfræð- isaldurs hafa haft mikil áhrif og í öðru lagi geri fólk sér betur grein fyrir þeim vandamálum sem börn og unglingar glími við. Í þriðja lagi segist Bragi hafa það á tilfinning- unni að eitthvað sé að gerast í sam- félaginu sem ýti undir þessi vanda- mál. Ræða þurfi grundvallaratriði í sambandi við fjölskyldustefnu, lífs- stíl og uppeldismál. Mikill hraði og spenna einkenni þjóðfélagið og fólk sé almennt undir miklu álagi. Þannig megi á hverju ári gera ráð fyrir að á annað þúsund barna upplifi hjónaskilnaði eða sambúð- arslit. Hætta sé á að þetta verði til þess að ýta undir sálræn, tilfinningaleg og geðræn vandamál. Ekki þjónusta fyrir 40 milljónir Vorið 2000 var gerður samn- ingur milli Landspítalans, Barna- verndarstofu og Vogs um að BUGL myndi veita ákveðna þjónustu. Þessum samningi sagði Barna- verndarstofa upp og féll hann úr gildi 1. júní 2002. Bragi segir að Barnaverndarstofa hafi greitt 40 milljónir fyrir þessa þjónustu. Stof- an leit svo á að þetta fjármagn hafi ekki runnið til BUGL og að hvorki hafi verið staðið við fyrirheit um að auka bráðarými á BUGL né að auka afeitrunarþjónustu við börn og unglinga í fíkniefnaneyslu. Enn er þó unnið eftir samningnum sem Bragi segir að hafi leitt margt gott af sér. Hann segir mikilvægt að þeir sem komi að aðstoð við börn og unglinga í geðrænum vanda vinni saman. Meðferðarkerfi Barnaverndarstofu er ofhlaðið Samvinnu þörf Bragi Guðbrandsson Reyklausir grunnskóla- nemendur á Blönduósi Í FYRSTA sinn í mörg ár eru allir nemendur í grunnskólanum á Blönduósi reyklausir. Helgi Arnar- son, skólastjóri, segir í viðtali við Húnahornið að erfitt sé að benda á eitthvað eitt sem skýri þennan góða árangur. Í lífsleiknikennslu hafi ver- ið notast við námsefnið „vertu frjáls – reyklaus“ og nemendum boðið á leikrit sem innihalda forvarnarboð- skap. Hann segir að fjölmargir nemend- ur hafi verið virkir í ýmsum sam- keppnum og hlotið viðurkenningar fyrir. Þrjú ár eru liðin síðan nem- endur, sem nú sitja 10. bekk, unnu ferð innanlands að verðmæti 60 þús- und krónur í keppninni „reyklausir bekkir“. Helgi vonar að þessi beina og óbeina fræðsla skili árangri núna. EKKI hefur verið hægt að auka geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri vegna þess að ekki hef- ur fengist fé til að innrétta eina af þremur hæðum í nýbyggingu sjúkrahússins. Halldór Blöndal, forseti Alþingis og 1. þingmaður Norðurlands- kjördæmis eystra, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum vegna þessa. „Ég tel að við verðum að fylgja því fast eftir að hægt verði að halda áfram innréttingu viðbyggingarinnar á næsta ári. Það er þörf fyrir hana,“ segir hann. Varðandi barna- og unglingageðdeild segir Halldór að fyrsta skrefið hafi verið að koma barnadeildinni vel fyrir á sjúkra- húsinu. Í vor verði sálfræðingur ráðinn til starfa og heimild sé til frekari ráðninga. Það sé brýnt verkefni að gera FSA kleift að sinna geðlækningum barna og ung- linga fyrir Norðurland og Austur- land á næstu árum. Peningaleysi ekki ástæðan Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og 3. þingmaður Norðurlandskjördæmis eystra, seg- ir bagalegt hversu uppbyggingin á FSA hafi dregist. Það myndi létta á stofnunum á suðvesturhorninu ef hægt væri að sinna geðheilbrigð- ismálum barna og unglinga á Norð- ur- og Austurlandi á FSA. Stein- grímur segir að foreldrar barna í geðrænum vanda hafi orðið til þess að hann fór að kanna þessi mál fyr- ir nokkrum vikum. Á miðvikudag hafi hann lagt inn fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um stöðuna. Steingrímur segist telja það hrein mistök af hálfu stjórnvalda að hafa ekki tekið betur á þessum málum. Þegar stjórnvöld séu svo rausn- arleg sem raun beri vitni í fram- lögum til vegagerðar og menning- arhúsa, þá sé varla hægt að bera við algjöru peningaleysi. Úrbætur brýnar Halldór Blöndal Steingrímur J. Sigfússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.