Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003 53 Lýsingar hf. í borðtennis TBR íþróttahúsinu 22. og 23. febrúar 2003. Dagskrá: Íslandsmeistarar Víkings Íslandsmeistari og Grand Prix meistari Guðmundur E. Stephensen Laugardagur 22. feb. Eldri flokkur karla kl. 11.00 1. flokkur karla kl. 12.00 1. flokkur kvenna kl. 12.00 2. flokkur karla kl. 14.00 2. flokkur kvenna kl. 14.00 Sunnudagur 23. feb. Opinn flokkur karla kl. 12.00. Úrslit kl. 14.00 Opinn flokkur kvenna kl. 12.00. Úrslit kl. 14.00 Áhugamenn um borðtennis fjölmennið Áfram Víkingur FÓLK  RÚNAR Alexandersson og Vikt- or Kristmannsson úr Gerplu þátt í alþjóðlegu fimleikamóti á eyjunni Madeira um helgina. Mati Kirmes, þjálfari og Heimir J. Gunnarsson, sem er dómari, eru með í ferð.  ÞETTA er fyrsta keppnishelgin af sex hjá Rúnari, hann mun koma heim og keppa á Bikarmóti FSÍ um næstu helgi. Þá tekur hann þátt í boðsmóti í Kaupmannahöfn hinn 7. mars og síðan taka við þrjú heimsbikarmót í röð hjá honum, það fyrsta í París, þar á eftir í Cottbus í Þýskalandi og í Grikk- landi.  TEITUR Þórðarson byrjar ekki vel með lið sitt Lyn sem hefur leikið tvo æfingaleiki á La Manga á Spáni. Í fyrsta leiknum tapaði liðið 5:0 gegn LA Galaxy frá Bandaríkjunum en í gær tapaði liðið 3:1 gegn Odd/Grenland sem er norskt lið.  TEITUR segir við Addressav- isen að meiðsl lykilmanna séu tölu- verð og hann hafi ekki haft langan tíma til þess að slípa saman liðið þar sem hann tók við þjálfun þess fyrr í vetur.  ÍSLENSKU landsliðsmennirnir og markahrókarnir Helgi Sigurðs- son og Jóhann B. Guðmundsson léku báðir allan leikinn með Lyn og skoraði Jóhann mark liðsins úr vítaspyrnu. Matthías segir að bæði lið hafiyfir mikilli reynslu að ráða og hún sé eflaust meiri hjá Hauka- liðinu sem hafi leikið saman lítið breytt árum saman. „Hauka-liðið hefur eflst upp á síðkastið, meðal annars eftir að Brynja [Steinsen] kom inn í það þá nýjan leik. Þetta verður skemmtilegur og spennandi leikur og nær ógjörn- ingur að spá um úrslit. Ég hallast þó frekar að sigri ÍBV og byggi það fyrst og fremst á því að liðinu tak- ist að sýna sitt rétta andlit og koma í veg fyrir að Haukarnir fái mörg hraðaupphlaup, en í sterkri vörn og vel útfærðum hraðaupphlaupum felst einn helsti styrkleiki Hauk- anna um þessar mundir,“ segir Matthías. Styrkleiki Hauka felst fyrst og fremst í vel skipuðu liði sem hefur valinn mann í hverju rúmi, að mati Matthíasar. „Allir útileikmenn liðs- ins geta tekið af skarið og rekið smiðshögg á sóknirnar. Þá er tals- verða reynsla fyrir hendi auk þess sem markvörður Eyja-liðsins, Vig- dís Sigurðardóttir, er öflug,“ segir Matthías. Sterk liðsheild er aðal Haukanna að mati Matthíasar auk góðrar varnar og vel útfærðra hraðaupp- hlaupa. „Sterk liðsheild fleytir Haukunum langt. Liðsmenn eru vanir að vera í úrslitaleikjum og þekkja hvað þarf til þess að vinna,“ segir Matthías. „Ég á ekki von á öðru en við- ureignin nú geti orðið keimlík úr- slitaleik liðanna fyrir tveimur árum, sem var mjög jafn og framlengja þurfti til þess að knýja fram úrslit. Þá hafði ÍBV-liðið betur og ég tel það einnig vera sigurstranglegra að þessu sinni,“ segir Matthías Matth- íasson, þjálfari kvennaliðs Stjörn- unnar sem metur stöðuna sem svo að fyrirliði ÍBV hampi bikarnum í leikslok í dag, þriðja árið í röð. Hallast að sigri ÍBV „ÞETTA verður hörkuviðureign, ekta bikarúrslitaleikur enda eru þarna á ferðinni tvö af þremur sterkustu liðum landsins í kvenna- handknattleiknum,“ segir Matthías Matthíasson, þjálfari Stjörn- unnar, þegar hann var beðinn að spá í spilin fyrir bikarúrslitaleik ÍBV og Hauka í Laugardalshöll í dag. „Úrslitin ráðast fyrst og fremst af því hvernig stemmningin verður hjá liðunum þegar þau mæta til leiks.“ SIR Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester United, segir að forsvarsmenn félagsins hafi verið búnir að komast að sam- komulagi við Sven Göran Eriksson á síðasta ári þess efnis að hann tæki við starfinu af Ferguson sem hugð- ist hætta eftir lok sl. keppn- istímabils. Ferguson fullyrðir í viðtali við dagblaðið The Times að Eriksson hafi verið tilbúinn að hætta sem landsliðsþjálfari Englands að lok- inni keppni á HM í S-Kóreu og Jap- an sl. sumar. Forráðamenn félags- ins neituðu þessum orðrómi á sl. ári. „Ég held að þeir hafi verið búnir að gera samning,“ segir Ferguson og er nokkuð viss í sinni sök. „Ég held að samningsaðilar hafi verið búnir að takast í hendur en þeir gátu ekki gert samninginn opinber- an þar sem Eriksson var enn lands- liðsþjálfari Englendinga.“ Ferguson segir enn fremur að stjórn félagsins hafi leynt þessum upplýsingum gagnvart honum þar sem honum væri ekki treystandi til þess að halda þeim útaf fyrir sig. Skotinn skipti hins vegar um skoðun og samdi til þriggja ára við félagið. Hann hefur látið í veðri vaka að fyrrum aðstoðarmaður hans, Steve McClaren, sé rétti mað- urinn í starfið þegar hann muni hætta en hann telur að stjórnin vilji fá Eriksson þar sem hann sé maður sem láti vel að stjórn. „Ég held að Eriksson hefði verið auðveld lausn fyrir félagið því hann breytir engu og það gerist ekkert hjá honum. Hann myndi aðeins segja að liðið hefði leikið vel í fyrri hálfleik en ver í þeim síðari, en hann væri samt sem áður ánægður með úrslit leiksins,“ segir Fergu- son. Að undanförnu hafa enskir fjöl- miðlar sagt að stirt væri á milli Er- iksson og Ferguson og þykir við- talið í The Times styrkja þá skoðun. Í mars mun enska knattspyrnu- sambandið funda með knatt- spyrnustjórum úrvalsdeildarliða þar sem landsliðsmálin verða rædd en félagslið á Englandi þykja hafa mikil völd yfir leikmönnum sínum og er Eriksson mjög ósáttur við að fá aðeins að nota þá í takmarkaðan tíma í vináttulandsleikjum. Peter Kenyon stjórnarformaður Manchester United neitaði því í gær að félagið hafi rætt við Sven-Göran Eriksson. „Við fengum besta mann- inn í starfið, Alex Feguson, þegar hann ákvað að skrifa undir samning til þriggja ára. Á meðan það var ekki ljóst ræddum við m.a. Martin O’Neill (Celtic) og Fabio Capello (Róma), en við ræddum aldrei við Eriksson,“ segir Kenyon. Sir Alex Ferguson sendir Sven Göran Eriksson tóninn Ferguson Eriksson Bæði lið eru vel að því komin aðvera í úrslitum, hafa slegið út erfiða andstæðinga þannig að ég reikna með að það sé gífurleg stemmning og tilhlökkun í báðum liðum fyrir úrslitaleikinn,“ segir Viggó sem telur HK vera líklegra til þess að standa uppi sem sig- urvegari, hampa bikarnum í leiks- lok. „Á pappírunum eru HK-menn sterkari, en þegar komið er út í leik sem þennan þá spennast menn upp og vilja laða allt það besta fram hjá sér. Afturelding er alls ekki með síðri leikmenn, jafnvel betri ef eitthvað er,“ segir Viggó og bætir því við að mikið eigi eftir að mæða á Bjarka Sigurðssyni, þjálf- ara og leikmanni Aftureldingar, og Jaliesky Garcia, skyttu HK-liðsins. „Báðir eru þeir afar mikilvægir sínum liðum, eru öflugar skyttur og því getur dagsformið á þeim riðið baggamuninn. Ef þeir verða upp á sitt besta þá verður um afar jafnan leik að ræða sem getur auðveldlega farið í framlengingu.“ Viggó segir að aðal HK-liðsins sé gífurlega barátta og leikgleði og takist liðinu vel upp í þeim efnum sé það illviðráðanlegt. „Afturelding hefur átt tvo mjög góða leiki í vet- ur, báða í bikarkeppninni, gegn okkur í Haukum og á móti Val. Nú bara spurningin sú hvort Mosfell- ingum tekst að leika þriðja góða leikinn.“ Bæði lið hafa verið áður í úrslita- leik bikarkeppninnar, HK fyrir tveimur árum þegar það tapaði fyr- ir Viggó og lærisveinum í Haukum og Afturelding fyrir fjórum árum er liðið lagði FH örugglega. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og fæstir leikmanna Aftureldingar nú voru á meðal leikmanna í það skiptið. Flestir leikmanna HK-liðs- ins léku bikarúrslitaleikinn fyrir tveimur árum og því ætti meiri reynsla að vera fyrir hendi innan raða HK-liðsins. Viggó telur að dómgæsla geti skipt miklu máli, dómararnir Gunn- ar Viðarsson og Stefán Arnaldsson, láti leikmenn ekki komast upp með neina vitleysu. „Það getur verið slæmt fyrir HK að það verða mjög góðir dómarar á leiknum því HK-liðið leikur frekar grófan handknattleik en það mun ekki komast upp með að þessu sinni. Gunnar og Stefán taka fast á slíku,“ segir Viggó sem telur Aftur- eldingu hafa heilt yfir betri hand- knattleiksmenn en HK-liðið hafi hins vegar baráttugleðina framyfir Mosfellinga. Afturelding með betri handknattleiksmenn „Sverrir Björnsson, Daði Haf- þórsson og Valgarð Thoroddsen hafa allir valdið vonbrigðum á leik- tíðinni, leikið undir getu. Miklu máli skiptir fyrir Aftureldingu að þeir nái sér á strik. Heilt yfir tel ég að Afturelding sé með beri hand- knattleiksmenn en HK vinnur mik- ið upp á gríðarlegri baráttu og seiglu sem á eflaust eftir að kosta liðið marga brottrekstra ef að lík- um lætur. Það verður síðan að koma í ljós hvort Aftureldingu tekst að færa sér það í nyt. Það er erfitt að segja til um hvort liðið vinnur, en eitt er víst, leikurinn verður jafn og spenn- andi,“ segir Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka. Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, um bikarrimmuna Sjálfstraustið er meira hjá HK „LEIKMENN HK fara með meira sjálfstraust í leikinn en Afturelding. HK hefur gengið betur og liðið er einfaldlega að toppa um þessar mundir. Þar af leiðandi eiga leikmenn HK að vera öruggari með sig, en úrslitaleikir í bikar eru kapítuli út af fyrir sig, í hann leggja menn allt sem þeir eiga í vopnabúrum sínum,“ segir Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, sem unnið hafa bikarkeppnina undanfarin tvö ár, þegar hann var spurður út í viðureign HK og Aftureldingar í úrslitum bikarkeppninnar í dag. SETT hefur verið upp breið- tjald í íþróttahöllinni í Vest- mannaeyjum til þess að gefa fólki kost á að koma saman og fylgjast með beinni út- sendingu RÚV frá viðureign ÍBV og Hauka í úrslitum bik- arkeppni HSÍ. Þangað geta þeir Eyjamenn komið sem ekki ætla að bregða undir sig betri fætinum og fara til Reykjavíkur til þess að fylgja ÍBV-liðinu leika til úr- slita þriðja árið í röð. Gríð- arlegur áhugi er fyrir leikn- um í Eyjum og er búist við því að Eyjamenn fjölmenni í íþróttahöllina til að fylgjast með viðureigninni en út- sending frá honum hefst klukkan 13 en íþróttahöllin verður opnuð talsvert fyrr þannig að áhorfendur geti verið búnir að koma sér fyr- ir þegar leikurinn verður flautaður á af þeim Valgeiri Ómarssyni og Bjarna Viggóssyni dómurum. Á breið- tjaldi í Eyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.