Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 26
HEILSA 26 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Mig langaði að leita ráða varðandi sam- skiptavanda sem við hjónin eigum við að stríða og virðumst ekki geta leyst. Við getum aldrei hlustað á hvort annað þegar við erum ósátt. Við byrjum að ræða eitthvað sem okkur mislíkar í hegðun hins (oft tengt uppeldi barnanna) og fyrr en varir erum við farin að hnakkrífast. Þrátt fyr- ir að við tölum um að bæta okkur gerist þetta ítrekað. SVAR Þessi lýsing þín er því miðurmjög algeng og mjög margir hafa svipaða sögu að segja. Hluti af vandanum er af eðlilegum toga og tengist því að þegar fólk er tengt saman tilfinningaböndum er eðli- legt að ágreiningur komi upp reglulega. Oftar en ekki eykst síðan þessi ágreiningur þegar börn bætast í fjölskylduna. Við það eykst álag- ið, ábyrgðin verður meiri og fleiri atriði sem þarf að huga að. Ekki má gleyma því að hvor aðili fyrir sig kemur með mismunandi uppeld- isreynslu og skoðanir í farteskinu og eru þar af leiðandi ekki endilega sammála um hverskon- ar upppeldisaðferðum beri að beita. Að lokum má bæta við, að þegar börnin eru komin minnkar óneitanlega sá tími sem parið hefur til að sinna þörfum hvors annars. Miðað við þessar breytingar er eðlilegt að upp komi vandi í samskiptum. Þá er ég alls ekki að segja að þetta sé vonlaus barátta og að við þurfum/ eigum bara að þrauka og sætta okkur við ástandið. Þvert á móti er mjög mikilvægt, á þessum tíma, að leggja aukna áherslu á sam- vinnu og sameiginlegar leiðir í að leysa upp samskiptavanda. Líta á samskiptavanda sem eðlilegan hlut, sem kemur reglulega upp í sam- skiptunum og beri að leysa sameiginlega. Bæði er það mikilvægt ykkar vegna, sem og barnanna vegna, að lögð sé áhersla á að ágreiningsmálin séu leyst, en varast að berjast um hver hefur rétt fyrir sér. Mikilvægt er hér að þið, sem par, leggist á eitt í þá átt að vinna með eitt ágreiningsmál í einu, í þeim tilgangi að leysa vandann áður en vandinn magnast og áður en ágreiningsmálin verða orðin fleiri. Því miður er það oft þannig að rifrildin byrja frem- ur „sakleysislega“, þ.e. parið byrjar að „rífast“ um frekar „einfalda“ hluti, en fyrr en varir er allt komið upp í háa loft, þar sem jafnvel báðir aðilar eru búnir að gleyma upprunalega ágreiningnum. Það sem virðist nefnilega oft gerast, er, að báðir aðilar láta sér ekki nægja að ræða vandann, sem byrjað var á að ræða, heldur eru allskonar ágreiningsmál tínd til. Þá má segja að samskiptin snúist ekki lengur um að leysa vandann, heldur fara þau frekar að líkjast einhverskonar stríði eða bardaga, þar sem báðir aðilar eru að reyna að vinna bardag- ann með því að verjast árásum hins og tína til ýmiskonar vopn til að særa andstæðinginn. Á vinnustöðum þekkja margir kerfisbundnar leiðir í lausn vanda, þar sem fólk með mismun- andi skoðanir leggst á eitt í að leysa vanda- málin. Hinsvegar skortir oft á heimilunum meiri áherslu á samvinnu, eða að sameiginlegir kraftar séu kerfisbundið notaðir í að leysa vandamálin. Sömu ágreiningsmálin virðast koma upp aftur og aftur og lausnin virðist víðs fjarri. Það er auðvitað erfitt að segja nákvæmlega til um hvernig ykkar vandamál birtist og hvar vandinn liggur nákvæmlega hjá ykkur. Hins- vegar er mikilvægt fyrir ykkur að skoða hve- nær þið veljið að ræða ágreiningsmál eins og t.d. uppeldisaðferðir. Reynslan er oft sú að fólk ræðir það helst í hita leiksins, þegar vandinn kemur upp, og ræðir það síðan ekkert þess á milli. Þetta getur t.d. verið þegar annað ykkar er að nota þessar „óæskilegu“ uppeldis- aðferðir, að mati hins aðilans. Þá kemur um- ræðan upp á yfirborðið og rifrildi og leiðindi þróast. Það eru nokkur atriði sem gera þessa stund erfiðari en aðrar í að leysa ágreininginn. Það getur bæði verið erfitt að hlusta á gagnrýni í hita leiksins og þá jafnvel með börnin fyrir framan sig, auk þess eru, á svona stundu, ann- ar eða jafnvel báðir aðilar pirraðir. Pirringur er jafnvel ástæða þess að ágreiningur kemur upp á yfirborðið. Pirringi fylgir þrjóska og það gerir samskiptin og lausnir mun erfiðari. Margir falla í þá gryfju að ræða aldrei sam- skiptavanda, uppeldisaðferðir eða særindi nema þegar við erum pirruð og reið og í hita leiksins. Það er hinsvegar mjög mikilvægt að velja sér stað og stund þar sem líklegt er að við höfum næði til að ræða saman, litlar líkur séu á að við verðum trufluð af börnum eða annarri truflun. Með öðrum orðum, að í aðstæðunum sé ró og friður þar sem báðir aðilar eru upp- lagðir og samstilltir í að vinna sameiginlega með spurningarnar: „Hvert er nákvæmlega vandamálið?“ og „Hvernig getum við leyst það?“ Á þessum tíma er mjög mikilvægt, eins og áður sagði, að eitt mál sé rætt í einu og að lögð sé áhersla á að hlusta á hvort annað. Við teljum okkur flest hlusta mjög vel á hvort ann- að, en þar get ég nánast fullyrt að við öll getum bætt okkur í að hlusta á hvort annað. Það eru auðvitað miklu fleiri atriði sem hægt er að tína til í þeim tilgangi að leysa ágreining og sam- skiptavanda í samböndum, en það má benda á að það er ótrúlegt hvað er hægt að breyta miklu með því að velja betri tíma til að ræða saman, hlusta á hvort annað, ræða með opnum huga eitt atriði í einu, og forðast að líta á mak- ann sem andstæðing sem þarf að sigra. Gangi þér vel. Það er svolítið merkilegt að hugsa til þess að flest okkar þekkja bæði í leik og starfi hvernig er að vinna að lausn verkefna þar sem margir leggjast á eitt að finna bestu lausnina og þegar vandamál koma upp þá leggjast allir á eitt að leysa vandann. Þrátt fyrir að allir séu ekki sammála þá er lögð áhersla á að leysa vand- ann. Þegar hjónabandið er síðan skoðað virðist það oft vera þannig að þar erum við ekki eins dugleg að vinna að því að leysa vandann heldur missum okkur aftur og aftur í rifrildi sem ekki eru leyst. Þetta er að hluta til mjög eðlileg því að hjónaband gagnstætt vinnu snýst um til- finningatengsl og tilfinningarnar geta verið sterkar. Hjónarifrildi eftir Björn Harðarson Samskiptavandi eðlilegur Björn Harðarson, sjálfstætt starfandi sálfræðingur. Lesendur Morg- unblaðsins geta komið spurn- ingum varðandi sálfræði-, fé- lagsleg og vinnu- tengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@per- sona.is og verður svarið jafn- framt birt á persona.is. HJARTASJÚKDÓMUR getur tengst skorti á D-vítamíni í líkamanum, að mati þýskra vísindamanna. Þeir hafa komist að því að D-vítam- ínmagn í líkam- anum er minna hjá sjúklingum með langvar- andi hjartveiki, hjartað nær þá eki að pumpa blóði um líkamann í nægilega miklu magni, sem veldur því að líffærin fá ekki nægt magn næringar og súrefnis. Þetta kom fram á fréttavef BBC í vikunni. Afleiðingarnar eru oft þær að sjúkling- ar þreytast fljótt, púlsinn rýkur upp og nýrun hætta að starfa eðlilega. Rannsakendur frá Háskólanum í Bonn, í samstarfi við Bad Oeynhausen-hjarta- miðstöðina, einblíndu á D-vítamínskort í framhaldi af rannsóknum á dýrum sem tengdu skort á vítamíninu við hjartasjúk- dóma. Sem dæmi nefna þeir að kjúklingar með lítið magn D-vítamíns þróuðu með sér hjartveiki en fljótlega eftir að vítamíni var bætt í fæðu þeirra hvarf vandamálið. Þjóðverjarnir báru saman 54 hjarta- sjúklinga við 34 heilbrigða og komust að því að magn D-vítamíns í líkama sjúklinga var um helmingi minna en hjá þeim heil- brigðu. Því meiri skortur á vítamíninu því verra var ástand hjartans. Vísindamennirnir segja að D-vítamín stjórni að stórum hluta magni kalks í frumum hjartavöðvans. Ef kalsíummagni er ekki stjórnað nákvæmlega getur hjartavöðvinn ekki þanist út eða dregist saman eins og vera ber og getur því ekki pumpað blóði nægjanlega um líkamann. Mannslíkaminn fær að mestu D-vítam- ín í gegnum geisla sólarinnar. Skortur á þessum geislum t.d. vegna mikillar inni- veru er vaxandi vandamál á heimsvísu. D- vítamín fæst einnig úr fæðunni og lýsi svo dæmi séu tekin. Vítamín- skortur tengdur hjartveiki EINUNGIS einn af hverjum hundr- að heldur þyngdartapi til lengri tíma, að loknum megrunarkúr, segir í evr- ópskri rannsókn sem greint var frá á netsíðu Berlingske Tidende fyrir skömmu. Fjöldi fólks eyðir aftur á móti stórum fjárhæðum í megrunar- kúra af ýmsu tagi. Sú upphæð nam samtals um 8 milljörðum íslenskra króna hjá Evrópubúum í fyrra. Af stærstum hluta hefði eins verið hægt að henda þeim peningum út um gluggann! Þetta er mat rannsakenda sem unnu sam-evrópska rannsókn um árangur megrunarkúra, á vegum Datamonitor. Rannsakendur saka megrunarkúraiðnaðinn um að vekja of miklar væntingar meðal fólks sem síðan bregðast. Í fyrra fóru ríflega 230 milljónir Evrópubúa í megrun en aðeins tæp- ar fjórar milljónir gátu haldið lík- amsþyngdinni í eitt ár eftir megr- unina. Þessi niðurstaða gefur til kynna að endurskoða þarf vinnuregl- ur megrunarkúraiðnaðarins, að mati Lawrence Gould fulltrúa Datamon- itor. Reiknað hefur verið út að hver megrunarkúr kostar að meðaltali um 30.000 krónur. Þessar niðurstöður koma ekki prófessor Björn Richelsen við Ár- ósa-háskóla á óvart en að hans mati sýna þær svo ekki verður um villst að afar erfitt er að bregðast við þyngd- araukningu þegar umframkílóin eru komin yfir 20. Taka þarf á vanda- málinu fyrr með hreyfingu og réttu mataræði. Fjöldi annarra rannsókna styður þessa niðurstöðu, að sögn Richelsen. Datamonitor-rannsóknar- og greiningarfyrirtækið starfar í Frakklandi, Þýskalandi, á Ítalíu, í Hollandi, á Spáni, Bretlandi og í Sví- þjóð. Associated Press Krónur tapast en kílóin koma aftur Evrópubúar eyddu um 8 milljörðum króna í megrunarkúra í fyrra. MINNKANDI notkun endurskinsmerkja í skammdeginu er áhyggjuefni. Það getur nefni- lega skipt sköpum varðandi líf og dauða hvort gangandi vegfarendur sjást í myrkri eða ekki. Með endurskinsmerki sjá ökumenn okkur í 120– 130 metra fjarlægð, en án þeirra í aðeins 20–30 metra fjarlægð. Ökumenn eiga því mun meiri möguleika á að taka tillit til gangandi vegfar- enda með endurskinsmerki en þeirra sem eru án þeirra. Endurskinsmerki eiga að sjást frá öllum hlið- um og þau eiga að vera neðarlega á flík. Það er t.d. ágætt að hengja eitt merki í hvorn vasa, og það á að hanga í u.þ.b. 50 sentimetra langri snúru. Hangandi merki sveiflast til á göngu og virka eins og blikkljós þegar bílljós skína á þau. Fyrir börn er best að kaupa úlpur og galla með áföstu endurskini. Best er að það sé neð- arlega, t.d. neðst á úlpukanti eða fremst á ermum. Ef endurskinsmerki eru ekki á flík er hægt að kaupa endurskinsborða til þess að sauma eða líma á fatnað. Einnig eru til endurskinsbelti og skábönd sem á að setja yfir öxl. Skábönd og belti eru mjög hentug fyrir skokkara og göngufólk. Þá eru einnig til endurskinsklemmur sem hægt er að festa á föt og borðar sem hægt er að smeygja um handlegg eða fót. Hlaupaskór eru oft með áföstu endurskini, einnig stígvél og margar skólatöskur. Það er um að gera að velja fatnað, skó eða skólatöskur sem eru með endurskini frá framleiðenda. Endurskinsmerki sem hægt er að líma eru góð til þess að setja á barnavagna og kerrur, ólar á hunda og ketti, á skíðastafi, sleða og bakpoka. Endurskinsmerki fást í lyfjaverslunum um allt land. Dreifingaraðili er t.d. vinnustofan Ás, Brautarholti 6 í Reykjavík. Endurskinsmerki eiga að vera CE-merkt, en það þýðir að varan upp- fyllir ákveðnar gæðakröfur. Endurskinsmerki eru ekki bara nauðsynleg fyrir börn, þau eru nauð- synleg fyrir fólk á öllum aldri. Margrét Sæmundsdóttir, fræðslufulltrúi Umferðarstofu  Frá Landlæknisembættinu Heilsan í brennidepli Með endurskins- merki sést þú allt að því 5 sinnum fyrr Endurskinsmerki eiga að vera CE-merkt. DILBERT mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.