Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ                              BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. AUMINGJAGÆSKA er eitt af vondum viðhorfum sem birtast íbúum landsins með erlent ríkis- fang. Annað viðhorfið er fjand- skapur, tengdur ótta um að líkur séu á að um sé að ræða afætur, líklegar til að skerða hagsmuni annarra íbúa landsins, spilla sam- félaginu. Innantómt stærilæti ligg- ur að baki báðum þessum viðhorf- um. Aumingjagæskan á sér t.d. það undarlega birtingarform að Al- þjóðahúsið í Reykjavík, miðstöð fjölþjóðlegrar menningarstarf- semi, er nú rekið á grundvelli líkn- arstarfsemi Rauða krossins, rétt eins og þúsundir landsmanna með erlent ríkisfang séu sérstakrar líknar þurfi. Af eigin raun veit ég að flest þetta fólk er afskaplega vant að virðingu sinni og leggur stolt og ánægt fram skattgreiðslur og önnur framlög til samfélagsins. Það lifir og hrærist í íslenskum menningarheimi, bæði sem neyt- endur og veitendur og hefur á stundum fórnað margvíslegum verðmætum fyrir það val sitt að dveljast hérlendis. Í lang flestum tilvikum hefur íslenska samfélagið mjög mikið gagn af nærveru þess- ara nýju íbúa, sem auka á menn- ingarlega fjölbreytni og skemmtun í einsleitnu samfélagi. Það er til háðungar gert, að reisa fólki menningarmiðstöð en flokka rekst- ur hennar til líknarstarfsemi í þágu bágstaddra! Fjandskapur og ótti í garð þessa fjölmenna hóps byggist m.a. á þeirri villu að um líklegar afætur á samfélaginu sé að ræða. Alþingi hefur látið slík sjónarmið í ljósi með því m.a. að girða fyrir að ein- staklingar með erlent ríkisfang njóti félagslegs öryggis til jafns við aðra á grundvelli félagsmála- löggjafar og sveitarstjórnarlaga. Gerist þeir uppvísir að skorta ver- aldleg efni og þiggi af þeim ástæð- um einhvern félagsþjónustustyrk er viðbúið að dvalarleyfi fáist eigi endurnýjað, að búseturéttur fáist ekki og að umsókn um ríkisborg- ararétt verði hafnað. Þannig eru skattgreiðendur með erlent ríkis- fang hlunnfarnir um það fé- lagslega öryggi, sem þeim er þó ætlað að styðja með sköttum og skyldum sínum! Útilokun frá al- mennum réttindum blasir við og jafnvel er útlegðardómi hótað fyrir sakir mögulegrar fátæktar eða áfalla. Ekki er þetta eina dæmið um það hvernig stjórnvöld reyna að niðurlægja þennan fjölmenna hóp og vanvirða. Þvinguð skólaskylda, gagnvart fullorðnum íbúum landsins með er- lendar rætur, er meðal laganý- mæla á Íslandi að frumkvæði dómsmálaráðuneytisins. Þetta ger- ist í samfélagi, sem af nirfilshætti hefur ekki getað svarað ásókn út- lendinga í íslenskunám með sóma- samlegum hætti um árabil. Fram- tak ráðuneytis dómsmála á sviði menntamála er sérstætt. Reyni menn markvisst að niðurlægja og særa náungann á annarlegum for- sendum, bitnar það oftast mest á gerendunum. Eigin sjálfsvirðing gerandans og sæmd bíður mesta hnekki. BALDUR ANDRÉSSON, Bugðulæk 14, Reykjavík. Íslensk sæmd Frá Baldri Andréssyni: UPP úr áramótunum s.l. barst mér bréf frá RÚV um að ég ætti að skila skýrslu um viðtæki og greiðslu afnotagjalda af þeim. Þar sem greiðsla þessara gjalda er óbreytt frá því sem verið hefur taldi ég enga ástæðu til að gera mér rellu af þessu, þetta væri e.t.v. einhver mistök hjá RÚV að krefja mig um sérstaka skýrslu. Gjöldin eru greidd gegnum banka og hefir það ekki brugðist svo ég viti; þegar bankinn tók þetta að sér var það gert í samráði við RÚV, að sjálf- sögðu. RÚV getur því fylgst með greiðslunum hjá sér stympinga- laust ef yfirmenn þar á bæ kæra sig um. Gangi tækið úr sér verður það væntanlega yngt upp, en greiðslurnar verða óbreyttar. Í öðru bréfi, sem var að berast er krafa um að skila skýrslu og lögð áhersla á að um sé að ræða ítrekun. Vitnað er til laga varðandi gjaldskyldu og verð ég að segja það hér að ég hefi ekki dregið þá skyldu í efa, þvert á móti hefi ég reynt að baktryggja að allt skili sér á réttum tíma. Í bréfi RÚV er klykkt út með þessu: „Berist ekki svar við fyr- irspurn okkar mun tækjaleitardeild taka málið til afgreiðslu. Ríkisút- varpið er í eigu allra Íslandinga. Þess vegna greiða öll heimili og fyrirtæki afnotagjaldið.“ Þetta síðasta er að vísu ekki al- veg rétt. Það rétta er að sam- kvæmt lögunum, sem vitnað er til í bréfinu, ber öllum eigendum við- tækja að greiða afnotagjald af þeim. Ekki er, að því er ég best veit, í þessum lögum né öðrum lagt á herðar skilvísum greiðendum að skila RÚV skýrslum um þetta. Ég skora því á þennan hóp að sleppa því að ansa þessu ömurlega erindi. ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, Hraunbæ 70, Reykjavík. Ömurlegur erindisrekstur RÚV Frá Ólafi Guðmundssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.