Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, lagði til í setningarávarpi sínu á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær að það aukna svigrúm, sem ríkissjóður fær á næstu árum vegna stóriðju- og virkjunarframkvæmda skapaði skil- yrði til mestu skattalækkana um langt árabil. Lagði hann til að svig- rúmið yrði notað til að lækka tekju- skatt úr 38,55% í 35,20% eða í sama hlutfall og tekjuskatturinn var þegar staðgreiðslukerfi skatta var innleitt fyrir 15 árum. „Ég tel kominn tíma til að gera ákveðnar breytingar á skattkerfinu með það sérstaklega í huga að það hlúi sem best að fjölskyldunni,“ sagði Halldór. Sagði hann nauðsyn- legt að taka kerfið til endurskoðun- ar, sérstaklega með tilliti til milli- tekjufólks. „Áætlanir gera ráð fyrir að fram- leiðslustigið í hagkerfinu verði að minnsta kosti 2% hærra á komandi kjörtímabili en annars hefði orðið vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar, ekki síst vegna stóriðjuframkvæmda á Austurlandi og byggingu Kára- hnjúkavirkjunar. Í þessu felst að svigrúm ríkissjóðs verði samanlagt á kjörtímabilinu um 20-25 milljörðum meira en ella og sveitarfélaganna fimm milljörðum meira en annars hefði orðið. Þá má ætla að afkasta- geta þjóðarbúsins verði 4-5 pró- sentustigum meiri í lok næsta kjör- tímabils en án þessara aðgerða,“ sagði hann. „Ég tel rétt að Framsóknarflokk- urinn stuðli að því að almenningur njóti góðs af þessu aukna svigrúmi með því setja skattalækkanir í for- gang á næsta kjörtímabili. Ég tel nauðsynlegt að útfæra skattalækkanir í samráði við helstu hagsmunaaðila, t.d. aðila vinnu- markaðarins og jafnframt er mikil- vægt að sveitarfélögin leggi sitt af mörkum í samræmi við tekjuauka sína. Nákvæmar tímasetningar á kjörtímabilinu þarf að ákveða með hliðsjón af kjarasamningum og framvindu hagsveiflunnar,“ sagði hann. Ótekjutengdar barnabætur hjá öllum börnum óháð aldri „Ég tel skynsamlegt að nota svig- rúmið til að lækka tekjuskatt úr 38,55% í 35,20% eða sama hlutfall og tekjuskatturinn var þegar stað- greiðslukerfi skatta var innleitt fyrir 15 árum. Jafnframt verði dregið verulega úr tekjutengingu barna- bóta, t.d. með því að ótekjutengdar barnabætur, sem eru 36.400 kr., séu teknar upp hjá öllum börnum en ekki aðeins þeim sem eru sjö ára og yngri. Lækkun skatthlutfallsins leið- ir til hækkunar skattleysismarka þannig að lægstu bætur í bótakerf- inu verða sem næst skattfrjálsar. Gera má ráð fyrir að tekjur rík- issjóðs minnki vegna þessarar kaup- máttaraukningar almennings sem nemur fimmtán milljörðum króna. Þrátt fyrir það er nægilegt svig- rúm til að verja og viðhalda öflugu velferðarkerfi. Aðilar vinnumarkaðarins ættu að geta notað þetta svigrúm til að gera hóflega og skynsamlega kjarasamn- inga, þannig að stöðugleiki verði varðveittur og samkeppnisstaða at- vinnuveganna tryggð. Með því er jafnframt líklegra að bæta megi kjör þeirra er lægst hafa launin, sem er afar mikilsvert markmið,“ sagði Halldór í ræðu sinni. Bandaríkjamenn vilja draga úr herafla í Evrópu Flokksþing Framsóknarflokksins hófst á Hótel Loftleiðum í gærmorg- un. Eftir hádegi var haldin setning- arhátíð í Þjóðleikhúsinu. Þar flutti Halldór yfirlitsræðu sína og fjallaði einnig um viðsjár á alþjóðavettvangi um þessar mundir. Hann sagði að sú óvissa sem nú væri uppi um varnir Evrópu kæmi illa við Íslendinga. „Fyrir liggur að hugmyndir eru uppi hjá Bandaríkjamönnum um að draga úr herafla sínum í Evrópu. Í framtíðinni er líklegt að í herstjórn- arkerfi Bandaríkjanna verði öll meg- ináherslan lögð á öryggi Bandaríkj- anna sjálfra. Svo kann að fara að Ísland fari ekki varhluta af þeim breytingum. Margt bendir til, að ýmsar vendingar að undanförnu hafi veikt samstöðuna bæði innan Atl- antshafsbandalagsins og Evrópu- sambandsins og er vert að fylgjast náið með framvindu mála,“ sagði Halldór. Hann fjallaði einnig um Evrópu- sambandið í ræðu sinni og sagðist ekki telja tímabært fyrir Framsókn- arflokkinn að taka endanlega afstöðu til þess á þessu flokksþingi, „hér og nú, hvort og þá hvenær er rétt að sækja um aðild að Evrópusamband- inu. Til þess eru óvissuþættirnir enn of margir, umræðan of óþroskuð og staðan í alþjóðamálum of tvísýn. Fyrst er rétt að ljúka samningum vegna áhrifa stækkunar sambands- ins á evrópska efnahagssvæðið. En hlutirnir gerast hratt og við þurfum að búa okkur undir þessa ákvörðun. Ég hef sannfæringu fyrir því að innan fárra ára renni sú stund upp að við Íslendingar verðum að gera þessi mál upp við okkur,“ sagði Hall- dór m.a. í ræðu sinni. Síðan sagði hann: „Aðilar sem ég ber traust til og tek mark á eru þeirrar skoðunar að Noregur og Sviss verði aðilar að Evrópusam- bandinu innan áratugar. Ákvarðanir um mikilvæg hagsmunamál framtíð- ar byggjast að verulegu leyti á mati á aðstæðum. Mismunandi áherslur stjórnarflokkanna í Evrópumálum byggjast ekki síst á mismunandi mati á framtíðinni. Ef mat mitt er rétt, þjónar það hagsmunum Íslands að ræða þessi mál áfram opinskátt og búa okkur undir að stund ákvörð- unar renni upp. Ég hef djúpa sann- færingu fyrir mínu mati á þessum aðstæðum og þeim straumum sem eru í umhverfi okkar.“ Sagði hann einnig að ekki væri ólíklegt að Íslendingar gengju í Evr- ópusambandið fyrr eða síðar. Hafnar skólagjöldum í ríkisreknum skólum Hann vék einnig að kosningabar- áttunni sem framundan er og sagði að í þeirri baráttu yrði tekist hart á um athygli og traust þjóðarinnar. Hann sagði að stjórnarsamstarfið hefði að flestu leyti verið farsælt og traust ríkt á milli manna og flest ágreiningsefni verið leyst í kyrrþey og friði. „Sem fyrr gengur Fram- sóknarflokkurinn óbundinn til kom- andi kosninga. Það ræðst af úrslitum kosninganna hvort og þá við hverja við ræðum um hugsanlega stjórnar- myndun,“ sagði hann. Vinstri flokkarnir hafa barist gegn umbótum Í umfjöllun sinni um menntamál sagði Halldór m.a.: „Framsóknar- flokkurinn hafnar skólagjöldum í ríkisreknum skólum og leggur áherslu á að skoða þurfi samkeppn- isstöðu háskóla. Um leið er ástæða til að fagna þeirri fjölbreytni sem hefur skapast á háskólastiginu með tilkomu nýrra skóla.“ Halldór sagði að ef ekki væri vöxt- ur í atvinnulífinu yrði ekki svigrúm til að auka þjónustu og styrkja vel- ferðarkerfið. Þetta virðist vinstri flokkarnir í landinu, Samfylkingin og Vinstri grænir eiga erfitt með að skilja. „Þeir krefjast margs, flests í átt til aukinna útgjalda. Ofan í allt hafa þeir barist gegn umbótum í at- vinnulífi. Vinstri flokkarnir eru af þessum sökum ekki trúverðugir þeg- ar atvinnumál eru til umræðu og því ekki heldur þegar kemur að umræðu um eflingu velferðar eða menntunar. Vilja landsmenn tefla stöðugleik- anum og undirstöðum velferðarkerf- isins í tvísýnu? Það er ekki sama hverjir fara með stjórn efnahags- mála, hvernig með fjöregg þjóðar- innar er farið,“ sagði Halldór. Hann vék einnig að landbúnaðar- málum og sagði landbúnaðinn sífellt færast nær alþjóðlegu umhverfi með meira frjálsræði í viðskiptum. Nýj- ustu tillögur Alþjóðaviðskiptastofn- unarinnar væru lýsandi dæmi um hvers væri að vænta. Frjálsari við- skipti, meiri samkeppni og vöruþró- un væri umhverfi sem landbúnaður- inn þyrfti að búa sig undir og landbúnaðurinn ætti að líta á þessar aðstæður sem tækifæri. Öflugar eftirlitsstofnanir Hann fjallaði einnig um nauðsyn þess að haft væri virkt eftirlit með markaðinum. „Á alþjóðavettvangi og einnig hér innanlands hefur athygli manna beinst í auknum mæli að hinu flókna valdatafli sem á sér stað í fjár- málalífinu. Í kjölfarið hefur sprottið upp umræða um það, hvort nægilegt aðhald sé með fjármálamarkaðnum og hvort almennum siðareglum sé þar fylgt og þá hvernig. Við fram- sóknarmenn höfum lengi barist fyrir öflugum eftirlitsstofnunum á þessu sviði, svo tryggt sé að almennum leikreglum sé fylgt. Með þessu erum við ekki að leggja til að atvinnulífið verði hneppt í fjötra hafta og skrif- ræðis, heldur miklu fremur að jafn- ræði gildi við mat á aðstæðum þegar í húfi eru gríðarlegar upphæðir og heill atvinnufyrirtækja, einstaklinga og jafnvel byggðarlaga,“ sagði Hall- dór. Skattalækkanir verði látnar hafa forgang Formaður Framsóknarflokksins ræddi skattamál við setningu flokksþings Morgunblaðið/Árni Sæberg Flokksþing Framsóknarflokksins er haldið á Hótel Loftleiðum í Reykjavík en því lýkur á morgun. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ráðherrar sitja fyrir svörum á flokksþinginu í dag jafnframt því sem al- mennar umræður fara fram og opnuð verður vefsíðan timinn.is. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsókn- arflokksins, sagði á flokksþingi Framsókn- arflokksins í gær ekki ólíklegt að Íslendingar gengju í Evrópusam- bandið fyrr eða síðar en ekki væri tímabært fyr- ir flokkinn að taka end- anlega afstöðu til þess hér og nú hvort og þá hvenær rétt væri að sækja um aðild. FLOKKSÞINGI Framsóknarflokks- ins verður haldið áfram á Hótel Loftleiðum í dag. Þingið fer fram undir yfirskriftinni „Vinna – vöxtur –velferð“. Fyrir hádegi verður haldið áfram almennum umræðum á þinginu og umræður fara einnig fram um ályktanir þingsins. Kl. 14:30 munu ráðherrar Framsókn- arflokksins sitja fyrir svörum á flokksþinginu. Ráðherrar sitja fyrir svörum MIKLAR umræður urðu um stöðu Framsóknarflokksins og komandi kosningabaráttu við almennar stjórnmálaumræður á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. Krist- inn H. Gunnarsson, þingflokks- formaður flokksins, sagði fráleitt sjálfgefið að framlengja ætti núver- andi stjórnarsamstarf. „Við framsóknarmenn verðum að sýna í verki þær félagslegu áherslur í stefnu flokksins, sem að- greina hann frá Sjálfstæð- isflokknum. Samkvæmt könnunum erum við að missa fylgi til stjórn- arandstöðuflokkanna. Það hafa verið skýr skilaboð til okkar um að stíga út úr skugga núverandi sam- starfsflokks og tala ákveðið fyrir okkar sjónarmiðum. Núverandi stjórnarsamstarf hefur að mörgu leyti gengið vel, en fráleitt er sjálf- gefið að framlengja það. Við eigum að stefna að því að leiða næstu rík- isstjórn, þannig að félagslegar áherslur flokksins komi skýrar fram en verið hefur. Það á að vera svar okkar við þeim skilaboðum sem ég nefndi. Í komandi kosninga- baráttu skulum við rifja upp gömul dansspor Framsóknarflokksins, eitt skref áfram og annað til vinstri.“ Látum ekki bankana læsa klónum í Íbúðalánasjóð Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, var meðal ræðumanna við almennu umræð- urnar í gær og sagði m.a.: „Við vor- um sammála um það við Halldór [Ásgrímsson] áðan, þegar vinur okkar, Kristinn H. Gunnarsson vildi ganga eitt skref áfram og svo næsta til vinstri, að við viljum fara tvö áfram,“ sagði Guðni. Einnig vék hann að einkavæð- ingu ríkisins og sagði: „Við ætlum ekki að láta bankana nú læsa klón- um í Íbúðalánasjóð. Þeir vilja fá 50 milljarða eign sem þar er fyrir ekki neitt, til þess að reka það sjálfir. Það kom glöggt fram í ræðu for- mannsins að þar er veggur hjá okk- ur. Það myndi þýða vaxtahækkun hjá fólkinu í landinu sem næmi 110 þúsund krónum á hverja fjöl- skyldu,“ sagði Guðni. Hann sagðist einnig svara því neitandi að Framsóknarflokkurinn hefði starfað í skugga Sjálfstæð- isflokksins eða verið minnimáttar í stjórnarsamstarfinu. „Við höfum í rauninni, jafnvel verið sterkara afl- ið í þessari ríkisstjórn. Ég er ekkert frá því nema að við séum Davíð og Davíð sé Golíat,“ sagði Guðni. Guðni gagnrýndi einnig Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur og að henni væri stillt upp sem forsætis- ráðherraefni. „Við skulum aldrei gleyma því að sá sem svíkur sína huldumey er ekki í sátt næstu daga. Ingibjörg Sólrún, hún sveik þrjá af fjórum flokkum í Reykjavík, því miður, þessi göfuga Flóastúlka. Mér þykir vænt um hana og hennar fólk. Það kýs mig fyrir austan fjall,“ sagði Guðni og uppskar mik- ið lófatak flokksþingsfulltrúa. „Eitt skref áfram og annað til vinstri“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.