Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.02.2003, Blaðsíða 24
FULLTRÚAR ríkisins og sveitarfé- laganna á Suðurnesjum undirrituðu í gær samkomulag um byggingu nýrr- ar álmu við Fjölbrautaskóla Suður- nesja í Keflavík. Með framkvæmd- inni og breytingum á eldri aðstöðu verður húsnæði skólans komið í var- anlegt horf, að sögn skólameistara. Tómas Ingi Olrich menntamála- ráðherra undirritaði samninginn í gær við athöfn sem fram fór á sal skólans. Sveitarfélögin taka að sér að annast framkvæmdina og undir- rituðu Böðvar Jónsson formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, Sigurð- ur Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri í Sandgerði, Jón Gunnarsson oddviti Vatnsleysustrandarhrepps, Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri í Grindavík og Sigurður Jónsson sveitarstjóri Gerðahrepps samninginn fyrir hönd sveitarfélaganna. 1.000 nemendur eftir 10 ár Byggingin verður 2.800 fermetrar að stærð. Ólafur Jón Arnbjörnsson skólameistari segir að hún muni hýsa kennsluaðstöðu, stjórnunar- rými og félagsaðstöðu, meðal annars nýjan sal og mötuneyti. Ný aðkoma að skólanum verður um þessa álmu. Ólafur Jón segir að starfsemin hafi fyrir nokkrum árum sprengt húsnæðið utan af sér. Viðbyggingin muni bæta úr þeim vanda sem skap- ast hafi og gera honum kleift að taka við áframhaldandi fjölgun nemenda. Segir hann að miðað við þróunina í grunnskólunum á Suðurnesjum megi búast við að eftir tíu ár verði hátt í 1.000 nemendur í dagskóla í Skrifað undir samning um nýja álmu við Fjölbrautaskólann Sveitarfélögin flýtifjár- magna framkvæmdina Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, Hjálmar Árnason, formaður undirbúningsnefndar, Kristbjörn Albertsson, formaður skólanefndar, og Ólafur Jón Arnbjörnsson skólameistari hlýða á ávarp Böðvars Jónssonar bæjarfulltrúa. Fjölbrautaskóla Suðurnesja en þeir eru nú um 750. Þá segir Ólafur mikilvægt að með þessum samningi sé tryggt fjármagn til breytinga á eldra húsnæði skólans og aðlögun þess að viðbyggingunni og kröfum nútímans. Áætlað er að verkið í heild kosti 546 milljónir kr. Ríkið mun greiða sinn hluta miðað við norm ráðuneyt- isins, samtals um 346 milljónir. Sveitarfélögin greiða tæplega 200 milljónir og þar er hlutur Reykja- nesbæjar mestur, tæplega 131 millj- ón kr. Ríkið mun greiða sinn hlut á fimm árum en Samband sveitarfé- laga á Suðurnesjum mun flýtifjár- magna verkið þannig að hægt verði að hefjast handa á næstu mánuðum og taka húsið í notkun við upphaf haustannar á næsta ári. Ólafur Jón segir reiknað með að farið verði í alútboð og vonast til að hægt verði að auglýsa það fljótlega. Ólafur Jón lýsir ánægju sinni með hlut sveitarfélaganna. Það sýni framsýni forráðamanna þess hvað þau hafi ávallt stutt skólann vel. Kominn í endanlegt horf Hjálmar Árnason, alþingismaður, formaður undirbúningsnefndar og fyrrverandi skólameistari, sagði við athöfnina í gær að skólinn hefði fyrst orðið raunverulegur fjölbrautaskóli þegar byggt var við hann fyrir tíu ár- um. Menn hafi talið að sú bygging myndi duga um aldur og ævi en fljót- lega hefði húsnæðisskortur farið að há þróun skólans. Þegar ný álma yrði tekin í notkun kæmist Fjöl- brautaskóli Suðurnesja loksins í sitt endanlega horf. Tómas Ingi Olrich lét þess getið, um leið og hann óskaði Suðurnesja- mönnum til hamingju með áfangann, að það væri löngu tímabært að ráð- ast í þessa framkvæmd. Keflavík SUÐURNES 24 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ ÁRLEG ræðukeppni Flugu, sem er deild innan ITC í Þingeyjarsýslu, var haldin nýlega en venja er að fé- lagar fái að takast á við hin ýmsu málefni og var keppnin eins og oft áður jöfn og spennandi. Fjórir þátttakendur voru í keppn- inni: Anna Haukdal sem talaði um landnýtingu og landvernd, Kornína B. Óskarsdóttir sem talaði um or- lofsferð húsmæðra, Rannveig Bene- diktsdóttir sem talaði um selveiði og Þórunn Snæbjarnardóttir sem hafði ræðuefnið „Ég mótmæli“ þar sem talað var um það hvernig hægt er að koma mótmælum sínum á framfæri á mismundandi hátt. Keppendur höfðu 5–8 mínútna ræðutíma og tvær vikur til þess að undirbúa efnið. Dómarar í keppninni voru allt fyrrverandi félagar í Flugu, þær Kristín Arinbjarnardóttir, Sigrún Ingvarsdóttir og Þórhildur Sigurð- ardóttir, en var Þórunn með flest stig í keppninni og því ótvíræður sig- urvegari. Fluga hefur starfað í Þingeyjar- sýslu allt frá árinu 1985 og hafa mjög margir hlotið ómetanlega þjálfun innan deildarinnar í því að vinna með texta og koma máli sínu á framfæri við aðra. Allan veturinn er hist tvisv- ar í mánuði og hefur starfsemin gengið mjög vel. Núverandi forseti Flugu er Guðrún Sigurðardóttir í Hafralækjarskóla. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Þátttakendur i ræðukeppninni f.v. Kornína B. Óskarsdóttir, Rannveig Bene- diktsdóttir, Anna Haukdal og sigurvegarinn Þórunn Snæbjarnardóttir. Rökrætt um mótmælaaðgerðir Laxamýri SÉRA Þorbjörn Hlynur Árnason, sóknarprestur á Borg, hélt fyrirlest- ur á opnum fundi sem Rotarýklúbb- ur Borgarness stóð fyrir. Séra Þor- björn hélt erindi í máli og myndum um för sína til Ísraels og Palestínu á vegum Lúterska heimssambandsins en hann er formaður Mannréttinda- nefndar þess. Tilgangur fararinnar var margþættur, m.a. að kanna að- stæður almennings í Palestínu, sitja fund með Yasser Arafat, heimsækja skóla og sjúkrahús í Jerúsalem auk þess að hitta utanríkisráðherra Ísr- aels, Simon Peres. Umfjöllun Þorbjörns Hlyns var bæði fræðandi og lifandi þannig að viðstaddir skynjuðu erfiðar aðstæð- ur almennings í biðröðum við vega- tálma eða svokallaða „checkpoints“, stuttar fjarlægðir milli einstakra staða s.s Betlehem og Jerúsalem, til- gangslausa og erfiða staðsetningu landnemabyggða Ísraela, svo eitt- hvað sé nefnt. Að fyrirlestri loknum gafst áheyr- endum kostur á að spyrja Þorbjörns Hlyn eða tjá sig um viðfangsefnið. Að lokum þakkaði forseti Rotarý- klúbbs Borgarness, Finnur Torfi Hjörleifsson, fundargestum þátttök- una og fyrirlesaranum fyrir lifandi frásögn um málefni sem snertir alla heimsbyggðina með beinum og óbeinum hætti. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísd. Séra Þorbjörn Hlynur Árnason flyt- ur fyrirlestur um málefni Palestínu. Fyrirlestur um Palestínu Borgarnes Á DÖGUNUM hófu starfsmenn SAH, Skipaafgreiðslu Húsavíkur, 60 kennslustunda tölvunámskeið. Námskeiðið er samstarfsverkefni fyrirtækisins og Verkalýðsfélags Húsavíkur og styrkir Landsmennt, fræðslusjóður verkafólks á lands- byggðinni, það myndarlega. Leið- beinandi er Einar Helgason og fer kennslan fram í Borgarhóls-skóla. Að sögn Hannesar Höskulds- sonar hjá SAH sem situr nám- skeiðið er almenn ánægja hjá starfsfólkinu með það. „Sum okkar eru nánast að kveikja á tölvum í fyrsta skipti á ævinni en aðrir eru lengra komnir í kynnum sínum af þeim. Öll eigum við það þó sameig- inlegt að vilja læra aðnota tölv- urnar, þær koma til með að nýtast okkur í leik og starfi í framtíðinni,“ sagði Hannes við fréttaritara rétt á meðan hann leit upp frá tölvunni. Starfsfólk Norðlenska á Húsavík er einnig á samskonar námskeiði og starfsmenn SAH. Það námskeið er einnig í samstarfi við Verkalýðs- félag Húsavíkur og Landsmennt og eru samtals 25 manns á báðum námskeiðunum. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Hannes Höskuldsson, nær, og Ósk- ar Kristjánsson eru meðal starfs- manna SAH sem sitja tölvu- námskeið þessa dagana. Starfsmenn SAH og Norðlenska á námskeiðum Húsavík TÍU Kiwanisklúbbar hafa gefið út og dreift á sínu starfssvæði bóka- merkinu Lífsvísi þar sem er að finna leiðbeiningar til að sporna gegn sjálfsvígum. Þið eruð ekki ein, er undirtitill merkisins. Kiwanisklúbbarnir eru á svoköll- uðu Ægissvæði sem nær yfir Suð- urnes og hluta höfuðborgarsvæð- isins. Félagar í klúbbunum hafa unnið að þessu verkefni frá því á árinu 2000 að Ólafur Oddur Jóns- son, sóknarprestur í Keflavík, vakti athygli þeirra á sjálfsvígum í ávarpi við setningu umdæmisþings sem haldið var í Reykjanesbæ. Unn- ið hefur verið að leiðbeiningunum í samráði við séra Ólaf Odd og starfsmenn landlæknisembættisins, ekki síst Salbjörgu Bjarnadóttur verkefnisstjóra þar. Lífsvísinum hefur verið dreift með aðstoð samstarfsaðila í Hafn- arfirði, Garðabæ, Kópavogi og nú á Suðurnesjum. Í upphafi voru prent- uð 10 þúsund eintök í þessum til- gangi en Gylfi Ingvarsson, fráfar- andi svæðisstjóri, sagði við athöfn sem efnt var til í Kirkjulundi í Keflavík, þegar hafin var dreifing Lífsvísis á Suðurnesjum, að áhugi hafi komið fram í Reykjavík og á öðrum stöðum landsins þannig að ákveðið hafi verið að prenta 50 þús- und eintök til viðbótar og verði Lífsvísinum því dreift um land allt. Sparisjóðirnir í landinu styrkja verkefnið fjárhagslega. „Það er einlæg von okkar Kiw- anismanna að með þessu verkefni sé verið að leggja mikilvægu og vand- meðförnu máli gott lið til hjálpar fólki í nauð,“ sagði Gylfi. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Gylfi Ingvarsson afhenti séra Ólafi Oddi sérstakt viðurkenningarskjal fyrir þátt hans í útgáfu Lífsvísis. Dreifa leiðbeiningum gegn sjálfsvígum Suðurnes BÖÐVAR Jónsson, formaður Sambands sveitarfélaga á Suð- urnesjum og formaður bæj- arráðs Reykjanesbæjar, sagði frá því við athöfnina í gær hvað stofnun Fjölbrautaskóla Suð- urnesja hefði haft mikil áhrif á líf sitt og á Suðurnesin almennt. Böðvar er sonur Jóns Böðv- arssonar, fyrrverandi skóla- meistara FS, og flutti fjölskyldan á Suðurnesin árið 1976 þegar Jón var ráðinn í starfið við stofn- un skólans. Sjálfur gekk Böðvar í FS og var formaður nem- endaráðs. Þá minntist hann á hversu mikil áhrif starfsemi skól- ans hefði haft á Suðurnesjum. Böðvar gat þess að tíu ár væru liðin síðan síðasta viðbygging skólans var tekin í notkun og sagðist vona að íbúaþróun á Suð- urnesjum yrði slík að eftir tíu ár yrði hægt að hefja undirbúning að byggingu annars framhalds- skóla á Suðurnesjum. Nýr framhaldsskóli eftir 10 ár? Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.