Morgunblaðið - 07.03.2003, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 64. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Ólafur Jóhann vinnur við
hlið Richard Parson 14
Dagur
Önnu
Stuttmynd eftir Árna Ó.
Ásgeirsson í Háskólabíói Fólk 55
Í vélinni voru 97 farþegar og sex manna áhöfn.
Maðurinn sem komst lífs af var alsírskur hermað-
ur. Hann slasaðist lífshættulega. För þotunnar
var heitið til Algeirsborgar með millilendingu í
borginni Ghardaia, en þangað var för flestra far-
þeganna heitið. Áhöfnin var alsírsk, sem og 91 far-
þegi, en sex farþeganna voru franskir. Innan- og
utanríkisráðherrar Alsír héldu til Tamanrasset í
kjölfar slyssins, og hefur rannsóknarnefnd verið
skipuð til að kanna orsakir þess.
Tamanrasset er við rætur Hoggar-fjalla í Sah-
ara-eyðimörkinni og er nokkuð vinsæll ferða-
mannastaður, auk þess að vera viðskiptamiðstöð
Tuareg-ættbálkanna sem búa í eyðimörkinni.
Borgarastríðsins, er geisað hefur í Alsír síðan
1992 og kostað um 150.000 mannslíf, hefur lítt orð-
ið vart í þessum landshluta, og sagði fulltrúi Air
Algerie að útilokað væri að um hryðjuverk hefði
verið að ræða.
EITT hundrað og tveir fórust og einn komst lífs af
er Boeing 737-200 farþegaþota fórst í flugtaki við
borgina Tamanrasset í suðurhluta Alsír síðdegis í
gær. Þotan var í eigu alsírska flugfélagsins Air
Algerie, og sagði talsmaður félagsins að svo virtist
sem bilun hefði orðið í vélinni með þessum hörmu-
legu afleiðingum. Hann fullyrti að viðhaldi vél-
arinnar hefði í engu verið ábótavant. Veður var
gott er slysið varð.
Þotan fórst um klukkan 15.45 að staðartíma, um
klukkan 14.45 að íslenskum tíma. Alsírsk útvarps-
stöð hafði eftir sjónarvotti að þotan hefði verið
komin á fulla ferð í flugtaki er eldur hafi komið
upp í öðrum hreyflinum. Hafi vélin þá farið út af
flugbrautinni og brotlent. Slökkviðliðsmenn, lög-
regla og hermenn hófu þegar björgunaraðgerðir.
Er þetta mannskæðasta flugslys sem orðið hefur í
Alsír, og talið það fyrsta í sögu Air Algerie, sem
var stofnað 1962.
Bilun talin orsök flugslyss
er varð 102 að bana í Alsír
Algeirsborg. AFP.
BRETAR eru reiðubúnir til að gera breyt-
ingar á drögum að ályktun um afvopnun
Íraka sem þeir hafa ásamt Bandaríkja-
mönnum lagt fyrir öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna, gegn því að ráðið beiti Íraka full-
um þrýstingi. Þetta sagði Jack Straw, utan-
ríkisráðherra Bretlands, í gær.
En Straw tók allt aðra afstöðu en George
W. Bush Bandaríkjaforseti, að því leyti að
Straw sagði Breta ekki telja algerlega
nauðsynlegt að Saddam Hussein Íraksfor-
seti yrði hrakinn frá völdum. „Við myndum
vilja að önnur stjórn tæki við völdum í Írak.
En tilgangurinn með ályktun 1441 er ein-
ungis að tryggja að gereyðingarvopn Íraka
verði tekin af þeim,“ sagði Straw.
Kínverjar sammála Frökkum
Rússar og Frakkar, sem hafa fastafull-
trúa – og þar með neitunarvald – í örygg-
isráðinu, hafa sagst myndu koma í veg fyrir
samþykkt ályktunar er heimilaði að vopna-
valdi yrði beitt til að afvopna Íraka, og í gær
tóku Kínverjar, sem einnig hafa fastafull-
trúa og neitunarvald í ráðinu, í sama
streng, er þeir sögðust ekki telja að þörf
væri á nýrri ályktun. Þeir sögðu þó ekki
beint að þeir myndu nota neitunarvaldið til
að stöðva samþykkt nýrrar ályktunar.
Bush hélt blaðamannafund í gærkvöldi, í
nótt að íslenskum tíma, en í gær sögðu
fulltrúar hans að þess væri ekki að vænta
að hann myndi þar lýsa yfir stríði.
Reuters
Jack Straw ræðir við fréttamenn í gær.
Bretar
bjóða til-
slakanir
Sameinuðu þjóðunum, Washington. AFP.
Í UMRÆÐUM um skattaskjól Ís-
lendinga í útlöndum utan dagskrár
á Alþingi í gær kallaði Ögmundur
Jónasson, þingflokksformaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, eftir aðgerðum stjórn-
valda til þess m.a. að fyrirbyggja
undanskot undan skatti með fjár-
magnsflutningum milli landa. Sagði
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
spurningar vakna um möguleika til
að flytja fé úr íslenskri skattalög-
sögu til annarra landa án þess að
gefa upplýsingar og greiða eðlileg
gjöld.
Ögmundur, sem var málshefj-
andi, sagðist hafa óskað eftir um-
ræðunni þegar upplýst hefði verið
að skattrannsóknarstjóra, sem
rannsakað hefði skattamál Jóns
Ólafssonar, reiknaðist til að hann
hefði vantalið tekjur sínar um rúma
tvo milljarða á árunum 1996 til
2001.
„Þessi skýrsla [skattrannsóknar-
stjóra] veitir heilmikla innsýn í
þann heim sem hér hefur verið
skapaður á síðustu árum, í ferli sem
kölluð hefur verið braskvæðing
samfélagsins.“ Ögmundur sagði í
skýrslunni m.a. koma fram að Jón
hefði selt eignir og eignarhluta til
fyrirtækis sem ætti höfuðstöðvar á
Bresku jómfrúreyjunum með þeim
hætti að söluverð eignanna úr landi
væri einungis lítið brot af söluverð-
inu inn í landið aftur.
Geir sagði að hann hygðist ekki
ræða skattamál einstakra manna á
Alþingi – allra síst meðan slík mál
væru til umfjöllunar hjá réttum yf-
irvöldum. „Og það er leitt ef í ljós
kemur að einhverjir hafa misnotað
það frelsi og þann trúnað sem þeim
hefur verið sýndur að þessu leyti.
Slíkt framferði er að sjálfsögðu
ekki líðandi og það verður ekki liðið.
Ef breyta þarf lögum til að uppræta
slíkt, munum við að sjálfsögðu beita
okkur fyrir því.“
Ögmundur krefst
aðgerða stjórnvalda
Verðum að vera á varðbergi segir
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
Vísar málflutningi/10
Utandagskrárumræður um skattamál Jóns Ólafssonar á Alþingi
SLÖKKVILIÐSMENN reyna að hugga unga
konu á flugvellinum í Algeirsborg, en systir kon-
unnar fórst með þotunni í Tamanrasset.
Reuters
Sorg í Alsír
Spænska skáldið José Hierro
er látið í Madrid Listir 29
Að minnast
og dreyma
HEYRNARLAUSIR og aðstand-
endur þeirra, samtals á annað
hundrað manns, fjölmenntu á
Austurvelli í gær og kröfðust
þess að ríkisstjórnin viðurkenni
íslenska táknmálið formlega í
lögum og tryggi rétt heyrn-
arlausra til túlkaþjónustu.
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra sagði að málið yrði rætt á
ríkisstjórnarfundi í dag.
Að sögn Hafdísar Gísladóttur,
framkvæmdastjóra félagsins,
hefur neyðarástand ríkt í túlka-
þjónustu frá byrjun febrúar. Ell-
efu stjórnsýslukærur hafa borist
til menntamálaráðuneytisins
vegna synjunar á túlkaþjónustu.
Morgunblaðið/Jim Smart
Táknmál
verði
viðurkennt
Tímabundið
áhlaup