Morgunblaðið - 07.03.2003, Síða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 9
ÞRETTÁN sveitarfélög eða samtök
þeirra hafa sýnt áhuga á að gerast
rafrænt samfélag og sendu umsókn
um þátttöku í verkefninu sem
Byggðastofnun stendur fyrir. Skila-
frestur umsókna vegna þátttöku í for-
vali rann nýlega út og voru umslögin
opnuð hjá Ríkiskaupum. Reiknað er
með að tvö til fjögur byggðarlög verði
valin til að taka þátt í þróunarverk-
efnum á árunum 2003–2006.
Þau munu fá framlag frá ríkinu til
að hrinda í framkvæmd eigin hug-
myndum og áætlunum er lúta að
framgangi upplýsingasamfélagsins á
sínu svæði. Framlag ríkisins er háð
því skilyrði að viðkomandi byggðar-
lag leggi á móti framlag sem er a.m.k.
jafnhátt framlagi ríkisins.
Ráðgert er að veita 30–40 milljónir
króna á ári úr ríkissjóði í 3–4 ár til
verkefnisins í heild.
Farið yfir umsóknir
Nú tekur við vinna við yfirferð um-
sóknanna en vonast er til að niður-
stöður liggi fyrir í þessum mánuði.
Þau sveitarfélög eða samtök þeirra
sem vilja taka þátt í forvalinu eru:
Sveitarfélagið Hornafjörður, Akra-
neskaupstaður, Dalabyggð, Grundar-
fjarðarbær, Aðaldælahreppur, Húsa-
víkurbær og Þingeyjarsveit,
Dalvíkurbyggð, Hríseyjarhreppur,
Ólafsfjarðarbær og Siglufjarðarkaup-
staður, Samtök sveitarfélaga á Norð-
urlandi vestra, Sveitarfélagið Skaga-
fjörður, Öxarfjarðarhreppur og
Kelduneshreppur sem sendu inn tvö
tilboð, Snæfellsnesbær, Sveitarfélag-
ið Árborg, Sveitarfélagið Hveragerði
og Sveitarfélagið Ölfus, Vestmanna-
eyjabær.
Í verkefnislýsingu segir að þróun
búsetu og atvinnulífs á landsbyggð-
inni muni m.a. byggjast á því hvernig
einstaklingum og fyrirtækjum tekst
að tileinka sér upplýsinga- og fjar-
skiptatæknina og hagnýta sér notk-
unarmöguleika hennar. Til þess að
landsbyggðin verði virkur þátttak-
andi í þessari þróun þurfi að treysta
stöðu „upplýsingasamfélagsins“ úti
um landið.
Áhugi á rafrænu samfélagi
„ERTU á leið til útlanda? Afnemum
24,5% vask við kaup á gleraugum
gegn framvísun á farseðli“, segir í
auglýsingu sem Gleraugnasmiðjan
hefur birt í fjölmiðlum.
Einar Karlsson, framkvæmda-
stjóri Gleraugnasmiðjunnar, segir
að ekki sé um það að ræða að verið sé
að skjóta undan virðisaukaskatti,
verslunin taki á sig afsláttinn sem
komi neytendanum til góða. Gler-
augnasmiðjan sé heldur ekki fyrst
fyrirtækja til þess að nota orðalag af
þessu tagi í auglýsingu, Hagkaup
hafi riðið fyrst á vaðið. „Við höfum
staðið í að okkur finnst ósanngjarni
samkeppni við fríhöfnina í Keflavík
sem er rekin án virðisaukaskatts.
Við erum að lenda í því að missa
hugsanlega viðskiptavini sem
kannski eru á leið til útlanda sem
hugsa með sér að koma við í fríhöfn-
inni og fá sér gleraugu þar. Ég hef
auðvitað viljað bregðast við þessu og
auglýsti m.a. einu sinni gleraugu á
frííhfnarverði en þá fékk ég fríhöfn-
ina á bakið sem ekki taldi mig geta
sannað að ég seldi á fríhafnarverði.
Einar segist hafa reynt hugmynd-
ina um 6-7 mánuði með auglýsinga-
spjöldum innan verslunarinnar
sjálfrar.
Vsk-laus
gleraugu
fyrir ferða-
langa
Bómullarsportfatnaður
St. 36-42 & 44—56
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030.
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18,
lau. 10—16.
Bankastræti 14, sími 552 1555
Ný sending af dönskum
sportlegum fatnaði
Vorum að taka upp
glæsilegt úrval
af sumarkjólum
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00.
Glæsilegar vörur
30%
afsláttur
af öllum vörum
7.-10. mars; föstudagur, laugardagur, mánudagur.
RÝMUM FYRIR VORLEIKFÖNGUM
Þýskar ullarflauelisbuxur
og gallabuxur
Ný sending
Laugavegi 34, sími 551 4301
Full búð
af nýjum vörum
Grímsbæ,
sími 588 8488
Nýkomnir fallegir
bolir, blússur og buxur
LYF & HEILSA, KRINGLUNNI, MJÓDD OG SELFOSSI.
APÓTEKARINN NÓATÚNI OG HAFNARSTRÆTI, AKUREYRI.
*TILBOÐIÐ GILDIR FYRIR HYDRIANCE OG LOVING CARE
CLAIROL HÁRALITIR
Clairol háralitir eru að verða uppseldir á Íslandi vegna
breytinga erlends.Þeir sem vilja tryggja sér þessa frábæru
háraliti er bent á eftirfarandi verslanir:
ÞÚ KAUPIR 1 HÁRALIT OG FÆRÐ
ANNAN FRÍAN*