Morgunblaðið - 07.03.2003, Qupperneq 18
6 +""'! #"7 8#9'""*#:# 9
9+&!
;'
/
"
6 +""'! #"7 8#9 "
: 9&#+' ;'""
"/
"
6 +""'! "4 8#9 "
: 9&#+' ;'""/
"
6 +""'! , #" 8#9 "
: 9&#+' < '/
"
6 +""'! , #" 8#9 "
9&#+' < '/
"
:!
*+9
6 +""'! 5 8#9 "
: 9&#+' 3 *+!
"!
"9:""!
"&'
'!
"= 1 '"#
1 '/&#=
#' "
""
""# 6 +""'! , 5 8#9 "
: 9&#+' < '/
"
6 +""'!
4'
#/
8#9 "
:9&#+' < '
/
"
6 +""'!
4'
#/
8#9 "
:9&#+' ;'""/
"
!
*+9
= +""'!2"
"1 ;&'
"## "&
!
#& "# "' ""6#"#
""#!2'"
"="1 '"'"
'""
""#''
' $"!!
'
1 '&;,3%4&"#'"( ! ""*#' "#9"3%4/5"(,"
>" '"
+!
"
8!
" '1&
+!""
?+ "
) "
' "
'' "
3%4 1 2 "
4
2-
&25 /
6/-
2-72
-
/
$ !!8$
.6
9
-
:
$+::: 6
6
Á MÖLTU, hinu minnsta og fámenn-
asta ríkjanna tíu sem til stendur að
fái inngöngu í Evrópusambandið á
næsta ári, fer á laugardaginn fram
þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild-
arsamninginn. Í höfuðstöðvum ESB í
Brussel og ekki síður í öðrum tilvon-
andi aðildarríkjum fylgjast menn
grannt með gangi atkvæðagreiðsl-
unnar, enda gætu úrslit hennar haft
áhrif á hliðstæðar atkvæðagreiðslur
sem framundan eru í hinum lönd-
unum sem samið hafa um aðild.
Fari svo að meirihluti Maltverja
hafni aðildarsamningnum kann það,
að sögn Yves Meny, forstöðumanns
Evrópurannsóknastofnunarinnar
European University Institue í Flór-
ens á Ítalíu, að setja af stað eins kon-
ar keðjuverkun, þannig að kjósendur
í fleiri tilvonandi aðildarlöndum hafni
inngöngunni í sambandið.
„Í sumum landanna er málið ekki
alveg útkljáð. Maður getur ímyndað
sér að ef til vill verði það aðeins níu,
átta eða jafnvel sjö lönd“ sem reynist
hafa staðfest sína aðildarsamninga
þegar þeir eiga að ganga í gildi 1. maí
2004.
Ekki bindandi
Það er einmitt þetta sem andstæð-
ingar ESB-aðildar gera sér vonir um
að gerist, þar á meðal Sharon Ellul
Bonici, sem stýrir „No2EU“, áróð-
ursherferðinni gegn ESB-aðild
Möltu. Hún telur að hætta sé á því að
landið verði ekkert annað en „hérað í
ESB“. „Ef Maltverjar segja nei, þá
segja kannski Eistar og Pólverjar
líka nei, og Lettar fylgja jafnvel í kjöl-
farið,“ tjáði hún AFP.
Úrslit atkvæðagreiðslunnar á
Möltu á laugardaginn verða ekki
bindandi, hafa aðeins ráðgefandi
gildi. Hins vegar er fastlega reiknað
með að málið verði yfirgnæfandi í
kosningabaráttunni fyrir þingkosn-
ingar sem fara fram síðar á árinu.
Samkvæmt skoðanakönnunum er
fylgi við aðildina nokkuð stöðugt rétt
yfir 50 prósentustigum, en hlutfall
ákveðinna andstæðinga mælist á
bilinu 20 til 25%. Um fjórðungur kjós-
enda segist óákveðinn.
Maltverska ríkisstjórnin, sem
íhaldsmaðurinn Eddie Fenech-
Adami fer fyrir, hefur hvatt kjós-
endur til að sýna að mikill meirihluti
styðji ESB-aðildina, en aðalstjórn-
arandstöðuflokkurinn, Verka-
mannaflokkurinn, hvetur landsmenn
til að hafna henni.
Maltverjar ríða á vaðið
Reuters
Maltversk stúlka sýnir sigurmerkið á útifundi stuðningsmanna ESB-
aðildar Möltu í höfuðborginni Valletta, þar sem forsætisráðherrann Eddie
Fenech Adami hélt ræðu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna á laugardag.
La Valletta. AFP.
Þjóðaratkvæða-
greiðsla um ESB-
aðild um helgina
AÐ MINNSTA kosti ellefu Palestínu-
menn biðu bana og 110 særðust í
fyrrinótt þegar ísraelskar hersveitir
réðust inn í Jabalya-flóttamannabúð-
irnar á Gazasvæðinu. Þyrlur og um 40
skriðdrekar tóku þátt í árásinni sem
var gerð eftir sprengjutilræði Palest-
ínumanns sem kostaði fjórtán Ísraela
og bandaríska stúlku lífið í ísraelsku
borginni Haifa í fyrradag.
Palestínskir sjónarvottar sögðu að
a.m.k. átta Palestínumenn hefðu beð-
ið bana og tugir særst þegar hermenn
hefðu skotið a.m.k. einni sprengikúlu
á hóp fólks sem hefði safnast saman
við brennandi verslun og talið að her-
sveitirnar væru farnar af átakasvæð-
inu. Skriðdrekarnir hefðu beitt um-
deildum sprengikúlum, sem senda frá
sér hundruð lítilla pílna í allar áttir, og
skotið af ásettu ráði á hóp óbreyttra
borgara, meðal annars börn.
Talsmaður Ísraelshers sagði að
hermennirnir hefðu aðeins skotið
einni sprengikúlu þegar þeir hefðu
séð Palestínumann búa sig undir að
skjóta á þá flugskeyti undir lok hern-
aðaraðgerðanna. Fréttastofan AP
hafði eftir ísraelskum herforingja að
Palestínumaður hefði kastað „mjög
öflugri sprengju“ út úr verslunarhús-
inu og hún kynni að hafa valdið mann-
tjóninu.
Fyrr um nóttina féllu tveir vopn-
aðir Palestínumenn og sextugur mað-
ur lét lífið þegar þyrla skaut flug-
skeyti á hús hans.
Börn á meðal fórnarlambanna
Ísraelsher kvaðst hafa ráðist inn í
flóttamannabúðirnar til að hafa hend-
ur í hári foringja í Hamas-hreyfing-
unni. Hann var handtekinn og í húsi
hans fundust byssur, sprengjur og
búnaður til að skjóta flugskeytum á
skriðdreka. Húsið var síðan sprengt.
Gadi Shamni, yfirmaður ísraelsku
hersveitanna á Gaza-svæðinu, sagði
að Palestínumenn hefðu beitt byssum
og handsprengjum gegn hermönnun-
um sem hefðu svarað með vélbyssum
og flugskeytum.
„Ég vona svo sannarlega að við höf-
um ekki skotið á óbreytta borgara,“
sagði hann.
Á meðal þeirra sem biðu bana við
verslunina voru þrjú börn á aldrinum
12–14 ára og fertugur slökkviliðsmað-
ur. Læknar sögðu að flestir þeirra
sem særðust hefðu orðið fyrir spreng-
juflísum eða -pílum. 29 særðust alvar-
lega, þar af tólf börn eða unglingar.
Alls voru 110 manns fluttir á
sjúkrahús, þ. á m. tveir starfsmenn
Reuters-fréttastofunnar sem særðust
í sprengingunni við verslunina.
Ísraelar neituðu því að þeir hefðu
orðið óbreyttum borgurum að bana af
ásettu ráði. „Áhlaupið var gert löngu
eftir miðnætti þegar aðeins palest-
ínskir drápsmenn voru á götunum,“
sagði Mark Sofer, háttsettur embætt-
ismaður í utanríkisráðuneyti Ísraels.
„Við myndum aldrei láta okkur
dreyma um að ráðast á saklausa borg-
ara með sama hætti og Palestínu-
menn gera gagnvart okkur.“
Svæðum Palestínumanna lokað
Saeb Erekat, aðalsamningamaður
Palestínumanna, sagði að innrásin í
flóttamannabúðirnar hefði verið gerð
til að hefna sprengjutilræðisins í
Haifa í fyrradag. „Við skorum á Bush
Bandaríkjaforseta að hætta að ein-
blína á Írak og einbeita sér að því að
hjálpa Palestínumönnum og Ísraelum
að rjúfa þennan skelfilega vítahring.“
Ísraelar neituðu því að innrásin
hefði verið gerð til að hefna sprengju-
tilræðisins í Haifa og sögðu að hún
hefði verið liður í aðgerðum Ísr-
aelshers sem hófust fyrir hálfum
mánuði. Herinn hefur ráðist inn í bæi
og flóttamannabúðir á Gazasvæðinu
nánast á hverri nóttu á þessum tíma
og orðið yfir 50 manns að bana.
Ísraelar segjast hafa rétt til að
svara sprengjutilræðum palestínskra
hreyfinga en Bandaríkjastjórn hefur
lagt að Ísraelsstjórn að grípa ekki til
of harkalegra aðgerða til að valda
ekki meiri gremju meðal araba nú
þegar Bandaríkjamenn eru að und-
irbúa hernað í Írak.
Embættismenn í Ísrael sögðu að
nokkrir Palestínumenn hefðu verið
handteknir í innrásinni, sem stóð í
fimm klukkustundir og lauk kl. sex
um morguninn að staðartíma.
Stjórn Ísraels ákvað einnig að loka
Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu
þangað til annað verður ákveðið og
banna öllum Palestínumönnum að
fara inn í Ísrael.
Skýrt var frá því í gær að tvítugur
liðsmaður Hamas-hreyfingarinnar
hefði gert sjálfsmorðsárásina á stræt-
isvagn í Haifa í fyrradag. Faðir hans
og bróðir voru handteknir.
Tilræðismaðurinn bjó í Hebron á
Vesturbakkanum og Erekat sagði að
þar sem borgin væri undir yfirráðum
Ísraela gætu þeir ekki kennt palest-
ínsku heimastjórninni um tilræðið og
gripið til hefndaraðgerða á yfirráða-
svæðum Palestínumanna.
Kennsl hafa ekki enn verið borin á
öll lík þeirra sem létu lífið í sprengju-
árásinni. Vitað er þó að tveir hermenn
biðu bana og að minnsta kosti níu
hinna látnu voru undir 18 ára aldri,
þeirra á meðal bandarísk stúlka.
Tveir arabískir íbúar Haifa létu einn-
ig lífið, annar á táningsaldri og hinn
fullorðinn. Um það bil 40 manns
særðust.
Átök Ísraela og Palestínumanna
hafa kostað yfir 3.000 manns lífið síð-
ustu 29 mánuði, þar af 2.278 Palest-
ínumenn og 705 Ísraela.
Ellefu Palest-
ínumenn biðu
bana í árás
Ísraelshers
Hermenn sagðir hafa skotið sprengi-
kúlu á hóp óbreyttra borgara
Jabalya, Gaza-borg. AFP, AP.
Reuters
Lík Palestínumanna á götu í Jabalya á norðanverðu Gazasvæðinu eftir innrás Ísraelshers í fyrrinótt.
ERLENT
18 FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BANDARÍSK peningamálayf-
irvöld hyggjast í lok þessa mán-
aðar kynna nýjan 20 dala seðil,
sem verður sá fyrsti frá því
byrjað var að prenta Banda-
ríkjadali sem verður í fleiri
prentlitum en grænum.
Frá því er greint á fréttavef
CNN að á nýja 20 dala seðl-
inum verði nýr litur ráðandi,
þótt grænn verði enn í for-
grunni. Ekki hefur þó fengizt
nánar upplýst hvaða litur varð
fyrir valinu. Samkvæmt heim-
ildum CNN í bandaríska fjár-
málaráðuneytinu munu fleiri
breytingar verða gerðar á seðl-
inum, þ.á m. teikningarnar af
Andrew Jackson (sem var for-
seti 1829–1837) og Hvíta húsinu
endurnýjaðar og fleira sem
ekki verður gefið upp fyrr en
nýi seðillinn verður formlega
kynntur hinn 27. marz. Hann
verður svo settur í umferð í
haust.
Síðast var dollaraseðill end-
urhannaður árið 1996, þegar
nýr 100 dala seðill, sem átti að
vera erfiðara að falsa, var sett-
ur í umferð. Ný öryggisatriði
voru líka tekin upp í nýprent-
unum 50 dala seðilsins árið
1997, 20 dala seðilsins 1998 og 5
og 10 dala seðlanna árið 2000.
Meðal þessara nýju öryggisat-
riða var nýr prentlitur, sem
sýnist grænn frá einu sjónar-
horni en svartur frá öðru.
Á árinu 2002 voru falsaðir
seðlar að nafnvirði um 43 millj-
ónir dollara teknir úr umferð í
Bandaríkjunum.
„Grænbak-
ur“ ekki
lengur bara
grænn