Morgunblaðið - 07.03.2003, Síða 24

Morgunblaðið - 07.03.2003, Síða 24
AKUREYRI 24 FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ www.islandia.is/~heilsuhorn Rauðsmára- Phytoestrogen Fyrir konur á breytingarskeiðinu PÓSTSENDUM Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889 Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Árnesapóteki, Selfossi og Yggdrasil, Kárastíg 1. Stjörnuljómi Förðunarmeistarinn Corey Hedström frá ESTÉE LAUDER verður í snyrtivörudeild Debenhams á morgun laugardag frá kl. 11.00-18.00 og sýnir nýja og byltingarkennda förðunartækni með loftúða. Komdu við eða hringdu og bókaðu tíma í síma 522-8008. ÁSTRALSKUR FÖRÐUNARMEISTARI www.esteelauder.com ÞRÍR karlakórar á Eyjafjarðar- svæðinu, samtals á annað hundrað karlar, munu ásamt tveimur konum sameina krafta sína á almennri söng- skemmtun í Glerárkirkju á laugar- dag, 8. mars, kl. 17. Þetta eru Karlakór Eyjafjarðar, stjórandi Petra Björk Pálsdóttir, Karlakór Dalvíkur, stjórnandi Guð- mundur Óli Gunnarsson, og Karla- kór Akureyrar, stjórnandi Erla Þór- ólfsdóttir. Kórarnir halda uppi fjölbreyttri dagskrá, þar sem hver um sig flytur nokkur lög, auk þess sem þeir syngja sameiginlega nokk- ur lög. Daníel Þorsteinsson leikur með á píanó. Tónleikar þriggja karlakóra TÓNLEIKAR verða haldnir á morg- un, laugardag, kl. 16 í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit til styrktar minning- arsjóði Þorgerðar S. Eiríksdóttur, en Tónlistarskólinn á Akureyri stendur fyrir þeim. Fram koma nemendur á efri stigum úr öllum deildum skólans með mjög fjölbreytta efnisskrá. Að- gangur er ókeypis en tekið verður á móti frjálsum framlögum í minning- arsjóðinn. Fénu er varið til styrktar efnilegum nemendum skólans til framhaldsnáms og eru tónleikarnir helsti vettvangur til að styrkja sjóð- inn. Í hléi verður happdrætti þar sem vinningar eru miðar á konsert Krist- jáns Jóhannssonar og Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands 11. maí nk. Þorgerður lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum á Akureyri og var nýkomin til London í framhaldsnám, þegar hún lést af slysförum í febrúar 1972. Aðgangur er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum. Allir eru vel- komnir. Þorgerðar- tónleikar í Laugarborg Á alþjóðadegi kvenna á morgun, laugardaginn 8. mars frá kl. 14 og 16 bjóða konur á framboðslista Sam- fylkingarinnar í Norðaust- urkjördæmi í kaffi og spjall um stöðu og styrk kvenna á landsbyggð- inni, á kosningaskrifstofunni Brekkugötu 1 á Akureyri. Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður verð- ur sérstakur gestur fundarins. Valgerður Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Norðurlandsskóga, verður gestur á laugardagsfundi VG á Akureyri, en hann verður á morg- un, laugardaginn 8. mars, og hefst kl. 11 í kosningamiðstöðinni við Hafnarstræti 94. Valgerður ætlar að ræða um skóg- rækt og ber fyrirlesturinn yfirskrift- ina: „Skógrækt ný-búgrein á Ís- landi“. Á MORGUN FYRSTA beina áætlunarflug Grænlandsflugs frá Akureyri til Kaupmannahafnar verður 28. apríl næstkomandi, en flogið verður tvisvar í viku milli þessara áfangastaða, á mánudögum og fimmtudög- um allt árið um kring. Forsvarsmenn félagsins kynntu áform þess á fundi á Akureyri í gær en þar kom fram að hægt yrði að bóka ferðir í gegnum Amadeus og farmiðar verði fáanlegir hjá öllum IATA-ferðaskrifstofum en ekki verði hægt að ganga frá bókunum strax þar sem ís- lensk flugmálayfirvöld hafa ekki afgreitt umsókn félags- ins. Michael Binzer, sölu- og mark- aðsstjóri Grænlandsflugs, sagði að nokkrar vikur, 3–4 líklega væru í að afgreiðsla myndi liggja fyrir á umsókn félagsins. Hann sagði for- svarsmenn Flugleiða hafa reynt að tefja fyrir framgangi málsins, því vissulega sæju þeir fram á aukna samkeppni á þessari leið. „Þetta er leikur,“ sagði hann. Flogið verður frá Akureyri kl. 12 á hádegi og komið til Kaup- mannahafnar kl. 16.45, sem Mich- ael sagði góðan tíma upp á tengi- flug vítt og breitt um Evrópu. Frá Kaupmannahöfn er farið kl. 9.45 að morgni og komið til Akureyrar kl. 10.45. Flogið verður með Boeing 757-200 vél félagsins með 168 sætum. Kynningarátak verður í gangi í maí og er fargjaldið þá 22.500 krónur með sköttum og bók- unargjaldi, en Ferðaskrifstofa Ak- ureyrar verður aðalsöluaðili Grænlandsflugs á Akureyri. Þá er þegar farið að skipuleggja ýmsar ferðir í tengslum við áætl- unarflugið m.a. helgarferð, fjórar nætur á þriggja stjörnu hótel í miðbæ Kaupmannahafnar á 49.900. Eins er verið að undirbúa ferð á Hróarskeldu í sumar og tón- leikaferð með Paul McCartney í byrjun maí. Michael Vinzer sagði Græn- landsflug ekki lággjaldaflugfélag, það kysi að bjóða farþegum sínum góða og örugga þjónustu. Verð á farseðlum á þessari flugleið verður að loknu kynningarátaki á bilinu 30–40 þúsund krónur. Michael sagði að væntingar forsvarsmanna Grænlands- flugs væru miklar, en stefnt er því að ná 12 þúsund farþeg- um í ár, þ.e. á 8 mánaða tíma- bili frá apríllokum til ára- móta. Hann sagði félagið hafa lagt mikið undir og þeir gerðu sér grein fyrir að með því að bjóða upp á þetta beina áætl- unarflug tækju þeir áhættu. Fyrirvarinn væri skammur og því hefði félagið ekki náð inn í ferðabæklinga fyrir komandi sumar. Kynningarstarf myndi miðast við haust- og vetr- arferðir sem og kynningu fyr- ir sumarið 2004. Mikið traust væri því lagt á heimamenn á Norður- og Austurlandi að nýta sér þennan valkost á ferðalögum til útlanda í sumar. Hagur heima- manna fælist t.d. í skemmri tíma til ferðalaga þar sem farið væri frá heimabyggð. „Við bjóðum Norð- lendingum upp á þennan valkost og höfum lagt í þetta verkefni mik- ið fé þannig að við vonum að vel muni ganga,“ sagði Michael og benti á að menn hefðu fundið fyrir velvilja og stuðningi heimamanna þannig að nokkur bjartsýni ríkti. Grænlandsflug var stofnað árið 1960 og eru starfsmenn þess tæp- lega 500 talsins. Félagið hefur yfir að ráða góðum flugvélakosti og flytur um 630 þúsund farþega ár- lega á ýmsum leiðum. Höf- uðstöðvar þess eru í Nuuk, en flug- vélar eru skráðar í Danmörku. Beint flug milli Akureyrar og Kaupmannahafnar í næsta mánuði Stefnt að því að ná 12 þúsund farþegum á árinu Morgunblaðið/Kristján Michael Binzer, sölu- og markaðsstjóri Græn- landsflugs, kynnti áætlanir félagsins varðandi flug milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. BÆJARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að ganga til samn- inga við Félagsstofnun stúdenta á Akureyri, FÉSTA, um leigu bæjarins á húsnæði fyrir 90 rýma leikskóla í fyrirhugaðri ný- byggingu við Tröllagil, á grund- velli tillagna starfshóps og sam- þykktar skólanefndar. Starfshópurinn bendir þó á að samfara þessari ákvörðun verði að taka ákvörðun um byggingu leikskóla á Neðri-Brekkunni. Hugmyndir FÉSTA ganga út á að á umræddri lóð við Tröllagil verði byggt 9 hæða hús, þar sem leikskóli verði á tveimur neðstu hæðunum og 36 íbúðir í húsinu til viðbótar, 14 tveggja herbergja og 22 þriggja herbergja. Hér er um töluverða viðbót að ræða en fyrir á FÉSTA 83 íbúðaeiningar í bænum, frá einstaklingsher- bergjum og upp í þriggja her- bergja íbúðir. Bjarni Hjarðar, formaður stjórnar FÉSTA, sagði að full þörf væri fyrir nýjan leikskóla og fleiri stúdentaíbúðir og að hér væri um að ræða framkvæmd sem væri til hagsbóta fyrir bæði háskólastúdenta og hinn almenna bæjarbúa. Bjarni benti m.a. á að ný deild, félagsvísinda- og laga- deild, tæki til starfa við háskól- ann næsta haust og væri von á um 100 nýnemum í hana. Hann sagði að næsta skref í málinu væri að ganga til samninga við P. Alfreðsson ehf. sem á bygginga- rétt á lóðinni. Bjarni sagði að FÉSTA vildi kaupa allt húsið, sem verður alls um 3.700 fer- metrar að stærð. Stofnunin hefur m.a. fengið lánsloforð frá Íbúða- lánasjóði upp á 350 milljónir króna, sem kemur til afgreiðslu á næsta ári. Leikskólinn verður rekinn af Akureyrarbæ en Bjarni sagði að börn stúdenta yrðu væntanlega fyrirferðarmikil þar en fyrir á FÉSTA 29 íbúðir í næsta húsi við væntanlega byggingu. Bjarni sagði stefnt að því hefja bygg- ingaframkvæmdir í næsta mán- uði og ljúka framkvæmdum í ágúst á næsta ári. Bygging stúdentaíbúða í fjölbýlishúsi við Tröllagil Bærinn vill reka leikskóla í húsinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.