Morgunblaðið - 07.03.2003, Side 26

Morgunblaðið - 07.03.2003, Side 26
SUÐURNES 26 FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fermingar Laugardagur 15. mars Blaðauki um fermingar fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 15. mars. Auglýsendur pantið fyrir kl. 16 þriðjudaginn 11. mars! Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða augl@mbl.is gjafir - skreytingar - veislan föt - hár - förðun ALLAR lóðirnar sem auglýstar voru í nýju Lautarhverfi í Grinda- vík á dögunum gengu út utan ein einbýlishúsalóð. Frá því á árinu 2000 hefur verið úthlutað lóðum undir 137 íbúðir í Grindavík. Hið nýja Lautarhverfi er á svæði sem að mestu er óbyggt inni í gamla bænum í Grindavík. Þar er þó leikskólinn við Dalbraut. Hann er orðinn gamall og lúinn og mun víkja en áform eru uppi um að byggja nýjan leikskóla á öðrum stað í Lautarhverfi. Á þessu svæði verða byggð ein- býlishús og raðhús, fyrir alls 38 íbúðir. Húsin verða á tveimur hæðum. Í vetur hefur verktaki unnið að gatnagerð, lögnum og öðrum und- irbúningi fyrir uppbyggingu hverf- isins. Verkinu á að vera að fullu lokið í júní og þá eiga húsbyggj- endur að geta hafist handa. Á dögunum voru auglýstar 11 lóðir fyrir einbýlishús og tvö fimm íbúða raðhús. Gengu allar lóðirnar út, utan ein einbýlishúsalóðin, að sögn Ólafs Arnar Ólafssonar bæj- arstjóra. Á þessum lóðum verða byggðar 20 íbúðir. Lóðarhafar eru flestir byggingaverktakar en þó gengu nokkrar einbýlishúsalóð- anna til einstaklinga. Búast má við að þarna verði mikið framkvæmt í sumar en Ólafur segir að það fari þó að einhverju leyti eftir því hvernig verktökunum gengur að selja húsin. Þeim lóðum sem eftir eru í hverfinu verður ekki hægt að út- hluta fyrr en hús núverandi leik- skóla verður rifið, eftir að nýr hef- ur verið byggður. Búið er að úthluta flestum laus- um lóðum í Grindavík, að sögn Ólafs, meðal annars er nýjasta hverfið, svokallað Vallahverfi, að verða fullbyggt. Ólafur segir að frá árinu 2000 hafi verið úthlutað 137 lóðum. Er þá átt við úthlutanir sem leitt hafa til byggingafram- kvæmda og hver lóð aðeins talin einu sinni. Flestar eru lóðirnar í Vallahverfi og nú Lautarhverfi. Unnið að deiliskipulagi tveggja nýrra byggingasvæða Ólafur Örn segir að nú sé unnið að deiliskipulagi tveggja nýrra íbúðarhverfa. Bæði eru á svoköll- uðu norðursvæði, annars vegar hverfi með einbýlishúsum og rað- húsum norðan íþróttasvæðis og hins vegar raðhús- eða parhús með íbúðum fyrir aldraða í ná- grenni hjúkrunarheimilisins Víði- hlíðar. Ólafur segir að nýja bygginga- svæðið norðan íþróttasvæðis sé enn í mótun en unnið sé að deili- skipulagi þess með það fyrir aug- um að hægt verði að auglýsa þar lóðir næsta vetur, ef menn telji að eftirspurn verði þá eftir lóðum í bæjarfélaginu. Segir bæjarstjórinn að jafn- framt sé unnið að skipulagi hverf- isins við Víðihlíð og býst við að það verði á undan enda hafi bæjar- stjórn ákveðið að byggja þar íbúð- ir. Það mál er komin í þann farveg að viðræður eru hafnar við hús- næðissamvinnufélagið Búmenn um að taka að sér uppbyggingu þjón- ustuíbúða fyrir aldraða á þessu svæði. Yrðu það bæði íbúðir í hefð- bundu úthlutunarkerfi Búmanna og íbúðir sem Grindavíkurbær gæti ráðstafað. Eins kæmi til greina að úthluta lóðum til ein- staklinga á þessu svæði. Hafa úthlutað lóðum undir 137 íbúðir á rúmum þremur árum Lóðir í nýju Laut- arhverfi runnu út Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Verktaki vinnur að lagningu gatna og holræsa í Lautarhverfi. Leikskólinn við Dalbraut er í baksýn. Hann mun þurfa að víkja fyrir íbúðarhúsum. Búið er að úthluta einbýlishúsunum sem sýnd eru á grænu lóðunum vinstra megin á myndinni og tveimur raðhúsum þar fyrir ofan. Þeim þremur rað- húsalóðum sem eftir eru verður úthlutað þegar leikskólinn sem þar stendur nú verður rifinn en nýr byggður inni í miðju hverfinu eins og sýnt er á teikn- ingunni. Í framhaldi af leikskólalóðinni er gert ráð fyrir skólagörðum. Grindavík SÉRFRAMBOÐ Kristjáns Pálsson- ar alþingismanns hefur fengið nafnið Listi óháðra í Suðurkjördæmi. Jón Einarsson, sem var kosningastjóri D-listans í Reykjanesbæ fyrir sveit- arstjórnarkosningarnar á síðasta ári, er kosningastjóri listans. Framboðið boðar til rabbfundar í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík í kvöld, föstudag, klukkan 20. Stuðnings- menn framboðsins hittast og fara m.a. yfir stefnuskrá framboðsins og starfið í komandi kosningum, að því er segir í fréttatilkynningu. Allir eru velkomnir. Rabbfundur óháðra Njarðvík ÞRJÁTÍU og eitt barn er á biðlista eftir leikskólaplássi á Gefnarborg í Garði. Verið er að kanna möguleika á stækkun leikskólans. Í hópi þeirra liðlega 30 barna sem eru á biðlista er óskað eftir heils- dagsplássi fyrir 24. Hreppsnefnd Gerðahrepps tók málið fyrir á síðasta fundi sínum. Samþykkt var samhljóða tillaga F- listans um að láta skoða möguleika á stækkun leikskólans og hvað það kostaði. 31 barn á biðlista Garður NÍNA Ósk Kristinsdóttir knatt- spyrnukona hefur verið útnefnd Íþróttamaður Sandgerðis 2002. Út- nefningin var kynnt á hátíðarsam- komu sem fram fór í golfskála Golf- klúbbs Sandgerðis 5. mars, en þá voru liðin 100 ár frá fæðingu Magn- úsar Þórðarsonar stofnanda íþrótta- félagsins Reynis. Nína Ósk stundar íþrótt sína með RKV, sem er sameiginlegt lið Reyn- is, Keflavíkur og Víðis í Garði í kvennaknattspyrnu. Hún skoraði 18 mörk í 13 leikjum síðasta sumar og var markahæsti leikmaður liðsins. Nína var valin í 17 ára landslið Ís- lands sem tók þátt í Norðurlanda- mótinu sem var haldið hér á landi síðasta sumar. Fram kom þegar út- nefningin var kynnt að Nína er metnaðarfull og tilbúin til að leggja það á sig sem þarf til að ná árangri. Hún er einnig góður félagi sem hefur jákvæð áhrif á félaga sína í liðinu. Einnig var Sigurður Jónsson í Golfklúbbi Sandgerðis heiðraður af Sandgerðisbæ fyrir góðan árangur á árinu 2002 en hann er talinn einn efnilegasti kylfingur landsins. Aldarminning Magnúsar Þórðarsonar Það er hefð fyrir því í Sandgerði að útnefna íþróttamann ársins 5. mars sem er fæðingardagur Magn- úsar Þórðarsonar. Hann var einn stofnenda Knattspyrnufélagsins Reynis og má segja að hann hafi ver- ið hjarta og sál íþróttalífs í Sand- gerði allt sitt líf. Í ár er haldið upp á aldarminningu Magnúsar, en hann fæddist 5. mars 1903. Af því tilefni hefur bæjarstjórn Sandgerðis ákveðið að veita 300.000 krónur til að heiðra minningu hans. Féð verður m.a. nýtt til að stofna minningarsjóð um Magnús. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Efnilegir íþróttamenn, Nína Ósk Kristinsdóttir og Sigurður Jónsson. Ung knattspyrnukona íþróttamaður ársins Sandgerði SIGURÐUR Jónsson, sveitarstjóri í Garði, var kosinn formaður fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfélaganna í Gull- bringusýslu á nýlegum aðalfundi. Sjálfstæðisfélögin í Garði og Sandgerði mynda fulltrúaráðið. Með Sigurði í stjórn eru Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Ingimundur Þ. Guðnason, Gunnar H. Häsler og Finnbogi Björnsson. Sigurður kjörinn formaður Gullbringusýsla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.