Morgunblaðið - 07.03.2003, Síða 33

Morgunblaðið - 07.03.2003, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 33 ALÞJÓÐLEGA heilbrigðisstofnunin hefur gefið út að 21. öldin sé öld forvarna en 20. öldin hafi verið öld meðferða og lyfja. For- varnir eru mjög víðtækar og spanna allt frá lögregluvernd yfir í náttúruvernd. Ein teg- und forvarna og ein sú mikilvægasta er verndun barna og unglinga gegn vímuefna- og áfengissýki. Samkvæmt heimildum frá Sjúkrahúsinu Vogi voru 294 einstaklingar á aldrinum 14– 20 ára innritaðir í áfengis- eða vímuefna- meðferð árið 2001. Þar af voru 179 nýkomu- fólk. Þessar tölur þýða það að það eru 8% lík- ur á að börn eða unglingar á aldrinum 14–20 ára muni þurfa að leita sér hjálpar vegna þessa vágests. Eru það ekki líkur sem vert er að minnka? Íþróttir eru forvörn Það er staðreynd að íþróttir eru ein besta forvörn sem fæst. Íþróttir byggja upp sjálfs- traust, aga og andlegan þroska hjá börnum. Einnig læra börn að bera virðingu fyrir and- stæðingnum sem mun nýtast á allri lífsleið- inni. Þær auka einnig líkur á að einstaklingur hrekist ekki út í myrkrið heldur velji beinu brautina. Þau börn sem stunda íþróttir sýna einnig mjög oft góðan árangur í námi sem og öðru sem þau taka sér fyrir hendur. Íþróttir fyrir alla Eitt það helsta sem stendur í vegi fyrir foreldrum sem vilja senda börn sín í íþróttir eru of há æfingagjöld. Dæmi eru um að fjöl- skyldur hafi ekki efni á að veita börnum sín- um tækifæri á að stunda íþróttir og tóm- stundir. Ódýrara er þá að hafa börnin heima að horfa á sjónvarpið eða að leika sér í tölv- unni. Hætta er á að þau fari svo að hanga í sjoppum eða á öðrum stöðum til að drepa tíma og þá fer undirlagið að verða hált. Íþróttir eiga að vera fyrir alla, ekki mun- aður sem fáir hafa efni á að veita sér. Það er auðvitað réttlætismál að tryggt sé að öll börn og unglingar geti stundað íþróttir og aðrar tómstundir án tillits til efnahags. Vinstri- hreyfingin – grænt framboð vill tryggja að öll börn á grunnskólaaldri geti stundað íþróttir- og tómstundir við sitt hæfi. Því vill flokkurinn beita sér fyrir því að íþrótta- og æskulýðsfélög fái fjárstyrki frá ríkinu í sam- vinnu við bæjarfélögin til að lækka eða jafn- vel fella niður æfingagjöld fyrir börn á grunnskólaaldri. Þannig tryggjum við jöfn- uð. Með þessu er flokkurinn að ráðast að rót vandans í stað þess að tipla á tánum í kring- um hann. Íþróttir barna Eftir Þóreyju Eddu Elísdóttur „Íþróttir eiga að vera fyrir alla, ekki munaður sem fáir hafa efni á að veita sér.“ Höfundur er nemi í umhverfisverkfræði og skipar 2. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi. mínum sem samgöngu- arksútbreiðslu ímaþjónustu. Það er er í frumvarpinu. Ýmis ð útboðsleiðinni: a er af þessari aðferð kveða fyrirfram skil- ð mat á tilboðum má við val á bjóðendum. kilyrði fyrir árangri að iri en úthlutaðar tíðnir boðsleiðinni. eimila reikisamninga á kvæmni aukin og unnt ðbærum fjárfest- mikla útbreiðslu. ðum verður fyrst og reiðslu og verða veitt stig fyrir áætlaða útbreiðslu og út- breiðsluhraða eftir ákveðnum reglum. Til að stuðla að víðtækri útbreiðslu þriðju kynslóðar farsímaþjónustu er lagt til að gerð verði lágmarkskrafa um útbreiðslu á tilgreindum svæðum. Skipting í svæði miðar að því að ná sam- bærilegri útbreiðslu á farsímaþjónust- unni um allt land. Í frumvarpinu er lagt til að lágmarkskrafan um útbreiðslu verði 60% á hverju svæði sem tryggir í raun mikla útbreiðslu í öllum lands- hlutum. Hvatningin til enn frekari út- breiðslu liggur í tvennu. Annars vegar lækkar tíðnigjaldið með aukinni út- breiðslu frá lágmarkskröfunni, og hins vegar er mikill hvati fólginn í því að út- breiðslukröfur umfram 30% er heimilt að uppfylla með reikisamningum milli símafyrirtækjanna. Með útboðsaðferðinni er því lögð áhersla á meiri útbreiðslu og betri þjón- ustu en hægt er að gera ráð fyrir að uppboðsleiðin hefði skilað. Sú leið er ekki síst mikilvæg fyrir hagsmuni landsbyggðarinnar. ægra gjald Höfundur er samgönguráðherra. VIÐ höfum að undanförnu heyrt þær fréttir að nokkur stærstu fyrirtæki landsins séu að skila umtalsverðum hagnaði. Hjá sumum þeirra er um að ræða töluverð umskipti frá tapi yfir í jafnvel milljarða króna hagnað. Bætt rekstrarskilyrði, lækkun tekjuskatts niður í 18% hjá fyrirtækjum, ásamt ýmsum öðrum þáttum, hafa sýnilega haft jákvæð áhrif fyrir stærri og rótgróin fyrirtæki. Það er vel og nauðsynlegt að renna styrkari stoð- um undir atvinnulífið í landinu, sem aftur ætti að skila sér í tryggari atvinnu og hærri launum. Hagfræðingar eru þó efins um að ívilnandi skattlagning til fyrirtækja hafi svokölluð já- kvæð áhrif, telja kenningar þar um ekki byggjast á fræðilegum rökum eða hafa fengið staðfestingu í raun. Skattlagning eigi að vera hlutlaus og þannig skapist bestu skilyrði til vaxtar. Þær ráðstafanir sem ríkisstjórnin hefur gripið til virðast ekki hafa skilað sér að sama skapi til smærri og nýrra fyrirtækja sem mörg hver eiga við verulegan rekstrarvanda að stríða. Háir vextir ráða þar auðvitað miklu en fleira kemur til. Ríkisstjórnin hefur lofað að lækka eða fella niður stimpilgjöld í núver- andi mynd. Þau loforð voru svikin. Ég hef undanfarin tvö ár flutt tillögu um að þetta gjald verði fellt niður í áföngum en litlar und- irtektir fengið hjá stuðningsmönnum rík- isstjórnarinnar á Alþingi. Stuðningur úti í þjóðfélaginu er þó fyrir hendi, bæði hjá ein- staklingum og fyrirtækjum. Eðlilega, þar sem hér er um að ræða einhvern óréttlátasta skatt sem lagður er á fólk og fyrirtæki, skatt sem bitnar af fullum þunga á skuldsettum heimilum og fyrirtækjum, þeim sem eru að koma sér þaki yfir höfuðið eða stofna til nýrr- ar atvinnustarfsemi. Stimpilgjald á eðli máls- ins samkvæmt að vera gjald fyrir veitta þjón- ustu, ekki skattur. „Einfaldara virðisauka- skattskerfi – eitt skatthlutfall“ Þá er einnig löngu tímabært að endur- skoða álagningu virðisaukaskatts. Þar á ég ekki við að fleiri flokkar verði teknir út og færðir í neðra skattþrepið eða að fella skatt- inn niður af einstökum vöruflokkum eins og umræða hefur verið um. Það má vissulega færa rök fyrir því að kjarabót felist í því að fella niður virðisaukaskatt af barnafötum eða barnavörum, eins og framsóknarmenn hafa verið með tillögur um. Það er hins vegar afar óskynsamleg ráðstöfun að bæta við fleiri undanþágum frá virðisaukaskattinum en nú þegar eru til staðar. Mín skoðun er sú að mun vænlegri leið sé að lækka virðisaukaskatts- prósentuna og að allir vöruflokkar beri sömu prósentu, engar undanþágur. Vissulega gæti slík breyting haft í för með sér að matvara hækkaði lítillega í verði, en á móti kæmi að öll önnur nauðsynjavara heimilanna lækkaði. Virðisaukaskatturinn er sá skattur sem bitn- ar hvað harðast á tekjulægsta fólkinu, þeim sem verja nær öllum tekjum sínum til kaupa á skattskyldum vörum. Hér væri því tví- mælalaust um að ræða bestu kjarabót fjöl- skyldnanna í landinu. Lækkun virðisaukaskattsins, eitt skatt- hlutfall og engar undanþágur kæmi sér einn- ig vel fyrir fyrirtækin og ætla mætti að um betri skil á skattinum yrði að ræða. Það er staðreynd að svokölluð „svört“ starfsemi er ástunduð innan fjölda atvinnugreina. Með lækkun virðisaukaskattsins minnkaði hvat- inn til slíkrar starfsemi. Undanþágur frá skattinum eru nokkrar, þær yrðu úr sögunni. Þannig að ætla mætti að tekjutap ríkisins vegna þessa yrði ekki umtalsvert. Hagur fjöl- skyldna og fyrirtækja hins vegar ótvíræður. Þegar hugað er að skattalækkunum verður að skoða áhrif þessara tveggja skatta í rekstri heimila og á atvinnustarfsemi. Lækkun virðisaukaskattsins, afnám stimpilgjalds Eftir Margréti Frímannsdóttur „Lækkun virðisauka- skattsins, eitt skatthlut- fall og engar undanþágur kæmi sér einnig vel fyrir fyrirtækin …“ Höfundur er alþingismaður og skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. r orðið til þess að erf- framkvæmdastjórn- EES-ríkjanna aráðinu og aðildarríkj- n þarf að hafa meira ð halda til streitu eigin hersluatriðum. urinn var gerður milli árra ríkjablokka og væmum viðskipta- m beggja aðila. Form- sins er sannarlega kt vægi EFTA- minnkað. Samning- milli tólf ríkja ESB og sem voru að auki lang- kaður Evrópusam- ftir að bróðurpartur Austurríki, Finnland og EFTA og Sviss féll frá ur þessi staða gjör- mni samningsins féll hann hefur síðan verið rn í Evrópusamvinn- nnan EFTA þrjátíu em samanlagt áttu ESB en Bandaríkin. ngur sömu hagsmuni g áður og EFTA-ríkin lu fyrir efnahag Evr- ópusambandsríkjanna. Eftir því sem hefur fækkað í EFTA stoð EES hefur áhugi ESB á samstarfi við EES-ríkin dofnað í kjölfarið. Með aukinni framþróun ESB til nýrra viðfangsefna nær EES-samningurinn heldur ekki jafnvel yfir samstarfið milli Íslands og ESB. Samstarfið fer nú í sí- auknum mæli fram utan stofnana EES, til að mynda í löggæslu og utanrík- ismálum. Færa má rök fyrir því að EES- samningurinn falli orðið illa að breyttum stofnanaramma ESB og aukin krafa um lýðræði, gegnsæi og einsleitni gerir það að verkum að embættismannasamn- ingur eins og EES fær minna vægi en áður. Að ofangreindu má fullyrða að vægi samningsins hefur minnkað og að hann nái ekki lengur með fullnægjandi hætti yfir samstarf EES-ríkjanna og ESB. Þróunin hefur um leið fært EES- ríkin meira út á hliðarlínuna í evrópsku samstarfi. EES-samningurinn er sannarlega góður fyrir viðskiptalífið en í rekstri hans og þróun hefur komið í ljós að hann felur í sér umtalsverðan lýðræðishalla fyrir EES-ríkin. Sumir ganga svo langt að segja að samningurinn sé einhver sá ólýðræðislegasti í sögu alþjóðasamninga. EFTA-ríkin taka upp milli sjötíu til átta- tíu prósent af öllum lagagerðum ESB eða þær sem lúta að innri markaðnum. Ísland hefur þar með framselt hluta af löggjafarvaldi sínu til ESB. Því er spurt: Er það viðunandi fyrir fullvalda þjóð? óm til - s Höfundur skipar 7. sæti hjá Samfylkingunni í Reykjavík norður. SAMÞYKKT 27. flokksþings Framsókn- arflokksins um menntamál hefur vakið verðskuldaða athygli. Ályktunin kom m.a. inn á samræmd próf í framhaldsskólum, þar sem segir: „Lög um framhaldsskóla verði endurskoðuð hvað við kemur sam- ræmdum prófum. Ávinningur nemenda af samræmdum prófum er óljós og sjálf- stæði skólanna er stefnt í hættu“ Þetta er að mínu mati tímamótaá- lyktun, enda er Framsóknarflokkurinn fyrstur flokka til að lýsa því yfir að vera tilbúinn að setjast niður og endurskoða þetta mál, sem er allt hið klaufalegasta. Árið 1996 voru lög um framhaldsskóla samþykkt á Alþingi. Í 24. gr. laganna stendur orðrétt: „Stúdentspróf skulu vera samræmd í tilteknum greinum. Í reglu- gerð skulu sett ákvæði um samræmingu stúdentsprófa og framkvæmd þeirra“. Síðan kemur ákvæði til bráðabirgða: „Ákvæði í 24. gr. um samræmd lokapróf úr framhaldsskólum skulu ekki komin að fullu til framkvæmda fyrr en skólaárið 2003–2004“. Frá því að lög um framhaldskóla voru sett í júní 1996 hafa margar rannsóknir verið gerðar á samræmdum prófum og hefur hver fræðingurinn á fætur öðrum komið tjáð sig um þessi mál í fjölmiðlum, ekki síst að undanförnu. Áberandi hefur verið hversu andstaða virðist mikil við prófin í röðum þessara aðila, en fáir hafa orðið til þess að fjalla um þau með já- kvæðum hætti. Það skyldi þó aldrei vera að samræmd próf í þeirri mynd sem við þekkjum sé orðið úrelt fyrirbæri, þar sem farið er að meta einstaklinga í samfélag- inu útfrá miklu fleiri þáttum en bara ein- hverjum örfáum bóklegum greinum. Það er umhugsunarefni að lítið sem ekkert hefur gerst í þessum málum á síð- ustu sjö árum í menntamálaráðuneytinu. Að öllu eðlilegu hefði svo drjúgur tími getað nýst mönnum til að gera þetta vel úr hendi. En svo hefur ekki verið, samráð við nemendur landsins er ekkert og and- staðan því mikil, sem lýsir sér auðvitað best í undirskriftasöfnun gegn prófunum og seinagangi ráðuneytisins sem nú stendur yfir í framhaldsskólum landsins. Í upphafi nýrrar aldar væri ráð að leita nýrra leiða til að meta framhaldsskólana og reyna að komast hjá því í lengstu lög að etja framhaldsskólunum í kapphlaup um útnefninguna besti skólinn í sam- ræmdum prófum. Of mikið er í húfi til þess að nemendur séu notaðir sem til- raunadýr með þessum hætti til þess að meta hæfni framhaldsskólanna í landinu. Nemendur eru ekki tilraunadýr Eftir Inga Björn Árnason „Það skyldi þó aldrei vera að samræmd próf í þeirri mynd sem við þekkjum sé orðið úrelt fyrirbæri …“ Höfundur er framhaldsskólanemi og skipar 5. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. með því hæsta sem ger- t og fjölmiðlar hvergi andi. Skv. athugunum nna er Ísland í 7. sæti af skoðað er hvar best er Sjálfstæðisflokksins p á að koma honum frá giskosningarnar í vor. æktar hafa þeir ákveð- m sínum að Davíð ráðherra og var hann í að snúast til varnar Af viðbrögðum al- mennings má ráða að aðförin hafi mis- tekist. Fólk getur haft misjafnar skoð- anir á forsætisráðherra, en flestum ber saman um að þar fer strangheiðarlegur maður, sem hefur ríka réttlætiskennd og trausta dómgreind. Hann gagnrýnir hik- laust háttsemi sem gengur gegn almenn- um reglum í samskiptum hvort heldur milli manna eða í viðskiptalífinu. Skoð- anir hans eru ekki falar og það er al- menningi ljóst. Þegar upp er staðið hafa atburðir síðustu daga dregið fram meg- inkosti hans sem stjórnmálamanns, sem eru heiðarleiki, hugrekki og sterk rétt- lætiskennd og um leið er fólk minnt á hvers vegna hann nýtur þess trausts sem raun ber vitni. Trúverðugleiki forsætis- ráðherrans hefur ekki beðið hnekki eins og þeir sem vógu úr launsátri vonuðust eftir. En það sama gildir ekki um þann fréttamiðil sem aðförina hóf og þá sem bak við hann standa. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.