Morgunblaðið - 07.03.2003, Page 36

Morgunblaðið - 07.03.2003, Page 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ A f einhverjum völdum virðast menn skipa sér í lið á lífsleiðinni. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því, en allar eiga þær, þegar allt kemur til alls, rætur sínar í eðli manna, innræti og lífsskoðun. Auðvitað eru engin skörp skil á siðferði hjá hópi af fólki, en atburðir og megineðli verða til þess að flokk- ar myndast. Í stórum dráttum má segja að samfélagið skiptist í tvo hópa. Í öðrum hópnum eru þeir, sem hafa í heiðri þá meginreglu að mannréttindi skuli virt. Ein- staklingurinn skuli njóta víðtæks frelsis til at- hafna, en skuli um leið vera vernd- aður fyrir of- beldi annarra. Hugsjónina má orða með einfaldri og stuttri setningu: „Enginn má gera á annars hlut“. Í hinum hópnum eru menn, sem í orði eru sammála þessari hugsjón, en fylgja henni ekki. Þeir eru með öðrum orðum óheiðarlegir. Oftast á óheið- arleikinn rætur að rekja til ein- hverra hagsmuna, sem menn- irnir telja ríkari en flest annað. Hugsjón þeirra er líka einföld og helgast af þeim sjálfum. Þetta fólk er alls staðar að finna. Það er umsvifamikið í at- vinnulífinu og ekki síður í stjórn- málunum. Stjórnmálamenn eru margir drifnir áfram af metnaði og valdaþorsta og svífast einskis í þeirri viðleitni sinni að ná völd- um. Þeir vilja ná yfirráðum yfir sjóðum ríkisins, til að geta ráð- stafað þeim að vild, með auknum ríkisútgjöldum og þar með völd- um stjórnmálamanna. Þeir dul- búa hugsjónir um eiginhagsmuni með því að „hlusta eftir vilja fólksins“ og móta stefnu sína eft- ir því sem þeir telja að falli fólki best í geð hverju sinni. Í atvinnulífinu er þessi hópur áberandi. Þar fara viljasterkir einstaklingar, sem svífast einskis í viðskiptum og fara á svig við lög og reglur eins og þeim sýnist. Þó er mun erfiðara að komast upp með slíka hegðan í viðskipta- lífinu en stjórnmálum. Hún gengur ekki til lengdar. Ein- hvern tímann kemur að skulda- dögum. Eins og á öðrum sviðum er til langs tíma happadrýgst í viðskiptum að vera heiðarlegur, þótt ef til vill sé hægt að ná skjótfengnum gróða með yf- irgangi og vanvirðingu við við- skiptavini. Sá sem beitir slíkum aðferðum í viðskiptum nýtur ekki trausts á markaði og ein- hver hlýtur fyrr eða síðar að koma fram sem er nógu hugaður til að kæra hann. Það væri hins vegar afar ógeð- fellt, ef það kæmi fyrir að þessir tveir hópar sameinuðust í óheið- arleikanum. Hin illu öfl við- skiptalífsins notuðu þá fjármuni sína til að aðstoða vini sína í stjórnmálunum til að komast til valda. Viðskiptajöfrarnir sæu þá ef til vill fyrir sér, að ríkið sæi frekar í gegnum fingur sér með afbrot þeirra, hvort sem gert hefði verið formlegt samkomulag um það eða ekki. Fórnarlömb svona atburða- rásar væru þeir stjórnmálamenn, sem hafa á stefnuskrá sinni að takmarka eigin völd. Menn, sem telja í meginatriðum að færa eigi atvinnulífið yfir til einkageirans og draga úr umsvifum ríkisvalds- ins, þótt ef til vill hafi þeir orðið að víkja aðeins af þeirri leið og gera málamiðlanir til að ná ár- angri í þeirri viðleitni. Ef rýnt er aðeins betur í málið kemur þó í ljós, að hið eiginlega fórnarlamb væri fólkið í landinu. Ef hin illu öfl næðu markmiði sínu bitnaði það í fyrsta lagi á skattgreiðendum, í gegnum út- þenslu ríkisvaldsins og óhag- kvæman rekstur þess. Í öðru lagi bitnaði það á réttarkerfinu, ef þeir stjórnmálamenn sem næðu völdum misbeittu því í þágu vina sinna í atvinnulífinu. Auðvitað er ekki augljóst að þessi fyrirætlan stjórnmála- manna væri meðvituð, kæmi til svona atburðarásar. Þeir lifa í tómarúmi skoðanakannana og ímyndaðs vilja almennings. Sennilega blekkja þeir sjálfa sig og telja sér trú um að það væri almenningi til góðs, næðu þeir völdum. Líklega væru þeir bara leiksoppar manna með svipuð viðhorf í atvinnulífinu. Að öllum líkindum myndu þeir ekki einu sinni reyna að hafa áhrif á fram- gang réttvísinnar, þeim í vil. Ætlan með herferð hinna illu afla viðskiptalífsins gæti, ekki síður en að koma skoðanabræðr- um sínum að kjötkötlunum, verið að gera yfirvofandi aðgerðir rík- isvaldsins gegn fyrirtækjunum tortryggilegar. Í slíkri stöðu, sem væri í raun og veru barátta upp á líf eða dauða, gæti verið gott herbragð að ata stjórnmálamennina í hinu liðinu auri. Láta að því liggja að aðgerðir réttarkerfisins væru runnar undan rifjum þeirra. Svo- leiðis áróðursstríð gæti jafnvel orðið til þess að draga mátt úr aðgerðum lögregluyfirvalda, eða hið minnsta haft áhrif á álit al- mennings. Við skulum vona að þessi staða komi aldrei upp, hvorki hér á landi né annars staðar. Slíkt myndi vega að stoðum íslensks samfélags. Stjórnmál verða að vera óhult fyrir árásum af þessu tagi. Ein leiðin til að tryggja það er að hraða niðurskurði á opinberu valdi. Vissulega hefur töluvert áunnist á síðustu árum, með sölu ríkisfyrirtækja og fækkun hinna ýmsu sjóða, en nú verður að taka á rekstri ríkisins. Gjöld þess hafa þanist út, ekki síst vegna áætl- unarbúskapar í heilbrigðis-, mennta- og landbúnaðarmálum. Þar myndi einkageirinn gera mun betur, eins og í öðrum greinum atvinnulífsins. Með einkavæðingu í þessum geirum myndi vald stjórnmála- manna takmarkast, sem aftur myndi minnka hættuna á mis- beitingu þess. Átök hugsjóna Þetta fólk er alls staðar að finna. Það er umsvifamikið í atvinnulífinu og ekki síður í stjórnmálunum. Stjórnmála- menn eru margir drifnir áfram af metn- aði og valdaþorsta og svífast einskis í þeirri viðleitni sinni að ná völdum. VIÐHORF eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is ✝ Ragnar AxelGuðmundsson var fæddur á Há- reksstöðum í Norð- urárdal í Mýrasýslu 17. júlí 1911. Hann andaðist á Landspít- alanum við Hring- braut 25. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Guðmundur Þórðar- son, frá Grænumýr- artungu í Hrútafirði, f. 22.11. 1882, d. 29.3. 1962, smiður og bóndi í Gilhaga og á Borðeyri, og seinni kona hans Ragnheiður Guðbjörg Sigurðar- dóttir, f. 28.10.1885, d. 2.11. 1946, frá Junkaragerði í Höfnum. Systkini Ragnars eru: Sigurrós, Fanney, Þórður, Jóhann og Þórir. Þau eru látin. Eftirlifandi eru Gunnar, Bergur og Óskar. Elstur þeirra systkina, samfeðra, var Jón Stefán (látinn). Hinn 25. desember 1937 kvænt- ist Ragnar Sigríði Gunnarsdóttur, frá Grænumýrartungu, f. 21. ágúst 1916. Börn þeirra eru: 1) Þórunn Nanna, f. 13.4. 1940, maki Jóhann Óskar Hólmgrímsson, f. 16.10. 1938. Börn þeirra eru: a) Sigríður, f. 1963, maki Jón Skúli Indriðason, f. 1963, þau eiga tvö börn, Jóhann Skúla og Krístínu Ýri. b) Hólm- grímur, f. 1964, maki Ingibjörg Gylfadóttir, f. 1969, þau eiga tvö börn, Maríu og Jóhann Þór, fyrir átti Hólmgrímur soninn Sigur- inga, móðir hans er Lára Soffía inn Hafstein Einar, móðir hans er Íris Aðalsteinsdóttir. c) Sigríður, f. 1982, maki Einar Ásgeir Ásgeirs- son, f. 1969, þau eiga dótturina Melkorku Mist. 5) Heiðar, f. 31.1. 1956, maki Sigrún Guðjónsdóttir, f. 23.10. 1961. Börn þeirra eru: a) Ragnhildur, f. 1981, unnusti Hjört- ur Líndal Hauksson, f. 1979, b) Hulda, f. 1983, unnusti Guðmund- ur Andrésson, f. 1983, c) Ásdís, f. 1992. Er Ragnar var á öðru árinu fluttist hann með foreldrum sínum að Gilhaga í Hrútafirði, þar sem hann ólst upp til 11 ára aldurs, er heimilið leystist upp vegna veik- inda móður hans og þau sex systk- inin sem fædd voru, en þau urðu alls tíu, var komið fyrir hjá vensla- fólki í sveitinni. Um fermingu fer hann að vinna fyrir sér við öll al- geng sveitastörf og síðar fer hann á vertíðir á vetrum í Höfnum og Keflavík, einnig þrjár vertíðir í Viðey hjá Kárafélaginu. Ragnar lauk búfræðiprófi frá Bændaskól- anum á Hólum í Hjaltadal 1937 og byrjaði búskap í Grænumýrar- tungu 1939. Jafnframt með bú- störfum var hann varðstjóri hjá Sauðfjárveikivörnum ríkisins um árabil og sá um mannahald við vörslu og viðhald á girðingum. Haustið 1966 bregður hann búi og flytur til Reykjavíkur. Hann hóf störf hjá Reykjavíkurborg og starfaði þar til ársins 1975 er hann réðst til Afurðasölu Sambandsins og starfaði þar til 1984. Samhliða þessum störfum var hann húsvörð- ur í Suðurveri við Stigahlíð frá árinu 1966 til ársins 2001 er hann flutti í þjónustuíbúð aldraðra að Dalbraut 21. Útför Ragnars fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hrafnsdóttir. c) Svan- hvít, f. 1966, maki Djamel Seba, f. 1964, þeirra börn eru; Sonja, látin, Elías Samywalid og Lydia. d) Ragnar Axel, f. 1969, maki Olga Frið- riksdóttir, f. 1969, þau eiga tvö börn, Þórunni Nönnu og Friðrik Þór. e) Ingvaldur, f. 1974, maki Ásdís Hallgríms- dóttir, f. 1978, þau eiga dótturina Petru Maríu. 2) Gunnar Ingi, f. 26.7. 1942, d. 8.8. 1942. 3) Ingunn, f. 27.4. 1944, maki Már Óskar Óskarsson, f. 21.11. 1945. Börn þeirra eru: a) Harpa Sólbjört, f. 1972, maki Aðalsteinn Ólafsson, f. 1970, þau eiga þrjú börn, Sigurbjörn Má, Bergmann Óla og Ársól Ingveldi. b) Ingimar Óskar, f. 1975, maki Erla Björk Theodórsdóttir, f. 1976, þau eiga tvö börn, Margréti Lísu og Sindra Má, fyrir átti Ingimar soninn Ottó Inga, móðir hans er Eva Ósk Ár- mannsdóttir. Fyrir átti Ingunn dótturina Rögnu Heiðbjört Þóris- dóttur, f. 1966, maki Kristján Guð- mundsson, f. 1965, þau eiga þrjú börn, Vilhjálm Ragnar, Heiðu Björgu og Hugrúnu Birtu. 4) Gunnar, f. 4.11. 1949, maki Ást- hildur Ágústsdóttir, f. 24.12. 1955. Börn þeirra eru: a) Ragnar Axel, f. 1973, b) Ágúst, f. 1978, maki Berg- lind Kristjánsdóttir, f. 1978, þau eiga tvö börn, Kristján Kára og Ásthildi Elísu, fyrir átti Ágúst son- Elskulegur faðir minn er látinn á nítugasta og öðru aldursári. Nú þegar hann er ekki lengur hjá okk- ur fyllir söknuður brjóst mitt en jafnframt þakklæti fyrir að hafa alla tíð átt hann að. Hann var næstelsta barn af tíu systkinum og fór að vinna fyrir sér um fermingaraldur. Þrátt fyrir lítil fjárráð fór hann á Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal og lauk búfræði- námi vorið 1937. Mér finnst það hafa verið mikið afrek, en hann hafði aldrei mörg orð um það. For- eldrar mínir ganga í hjónaband á jóladag sama ár og fljótlega eftir það hefja þau búskap í Grænumýr- artungu. Í fjarska minninganna eru ljúfir dagar þegar ég er lítil stelpa heima í sveitinni og sauðburður stendur yfir. Mér finnst veðrið hafa verið best á vorin, lóan söng í món- um, tíminn stóð kyrr og allt var gott. Við pabbi förum á hverjum morgni í fjárgirðinguna og gætum að ánum, bornum sem óbornum, og hann er löngu farinn að treysta mér til að sprauta og marka lömbin og ég tylli varla tánum yfir þessu mikla trausti. En svona var pabbi, hann sýndi handtökin til verka og svo lagði hann það í hendur manns að vera traustsins verður. Ég man þá við komum frá gegningum og gengum við í smíðahúsinu hjá afa og pabbi var að kenna mér á klukk- una áður en ég yrði fimm ára. Hann vissi það að nám sem var tekið jafnt og þétt, lítið eitt á hverj- um degi, skilaði árangri. Ég man gleði okkar allra yfir góðum dögum sem komu alltof sjaldan, með sól- skini og heyþurrk og allir höm- uðust við fram á kvöld að hirða hey í hlöðu. Oftar en ekki voru ein- hverjir af bræðrum hans pabba komnir með sitt fólk, ásamt ýmsum góðum mönnum og konum sem komu til okkar part úr sumri í sum- arleyfinu sínu, að ógleymdu kaupa- fólkinu og allir kepptust við. Það var svo létt yfir honum pabba að loknum góðum vinnudegi og ég skil betur nú, að það var vetrarforðinn sem öll lífsbjörgin valt á. Það var alla tíð mikill gestagangur að sumr- inu heima og það hlökkuðu allir til þess, þetta minnti á farfuglana og þeir voru aufúsugestir. Oft voru börn og unglingar um langan eða skamman tíma, sem nú er fullorðið fólk og góðir vinir enn í dag. Ég minnist langra vetrardaga og pabbi er úti að smala fénu heim til húsa, okkur finnst hann vera lengi, allt of lengi, loksins kemur hann inn, fannbarinn en búinn að koma öllu fénu í hús. Ég man hvað mér létti mikið, en þá var eftir að fara í fjós og líta til hesta. Já, hún var hörð lífsbaráttan í þá daga er bóndinn átti allt sitt undir veðri og vindum. Að vetrinum gátu liðið margir mán- uðir á þessum innsta bæ sveitar- innar og „það kemur ekki nokkur maður“, eins og hann afi minn Guð- mundur sagði stundum. Faðir minn var mjög framsýnn maður og horfði alltaf til framtíðar og leit í raun aldrei til baka. Hann endurbætti þetta stóra íbúðarhús heima, bætti útihúsin og byggði ný, ræktaði tún niður á bakka Hrúta- fjarðarár og út með allri ánni eins og hægt var. Endurbætti heimaraf- stöðina og keypti díselvél til að taka við á vetrum þegar vetrar- hörkur lögðu allt í klakabönd. Það var stór ákvörðun þegar for- eldrar mínir ákveða að flytja til Reykjavíkur eftir tæplega þrjátíu ára búskap. Enn sem fyrr er horft fram á við en ekki til baka. Þau festa kaup á íbúð í byggingu í Bogahlíð 10 og faðir minn fer að vinna hjá Reykjavíkurborg. Jafn- hliða því starfi gerist hann hús- vörður í verslunarmiðstöðinni Suð- urveri og sinnti því starfi af sömu alúð og vandvirkni og einkenndi öll þau störf er hann gekk að. Vinnan í Suðurveri veitti honum mikla ánægju, hann var sjálfstæður í starfi og þar myndaðist góður kunningsskapur við þá verslunar- menn og rekstraraðila er þar hafa aðsetur. Fyrstu árin í Reykjavík eigum við dóttir mín heimili hjá foreldrum mínum og þar tekur hún fyrstu skrefin. Og leiðin liggur oft í Bogahlíðina til foreldra minna þótt ég hafi sett saman mitt eigið heim- ili, hjá þeim er hlýjan og þar hittist fólkið, og börnin eru ekki stór þeg- ar þau fara að biðja um að koma við hjá afa og ömmu. Faðir minn hafði alla tíð mikinn áhuga á bílum og var með fyrstu bíleigendum í sveitinni. Hann eign- aðist líka góða bíla þegar suður var komið og hans besta skemmtun og áhugamál var að fara á bílasýn- ingar og sjá nýja bíla. Mér verður hugsað til þess er ég stórskemmdi nýlegan jeppann hans; hann hafði engin orð um það, þetta var óhapp, og bíllinn var settur í viðgerð. Hann hvatti og stappaði stálinu í fólkið sitt, lagði ríka áherslu á að unga fólkið eignaðist þak yfir höf- uðið, en minnti jafnframt á að ekki mætti reisa sér hurðarás um öxl og gæta þess, að sjá alltaf til lands í öllum framkvæmdum og áætlunum. Eins hefur foreldrum mínum alla tíð verið það mikið kappsmál að sem flestir lykju námi, hvort heldur væri bóklegt eða verklegt. Hann pabbi minn var einstakt ljúfmenni, hann hélt í raun alltaf í hönd mér, var bakhjarl minn í einu og öllu er ég tók mér fyrir hendur og þær vörður sem hann lagði til að hafðar væru að leiðarljósi reyndust alltaf best. Hann var alltaf til staðar að leggja hönd á plóg og til hans var hægt að sækja leiðsögn og styrk til hinstu stundar. Móðir mín sér nú á bak kærum lífsförunaut, en þau hafa átt samleið í yfir sextíu og fimm ár. Þeirra sambúð einkennd- ist af kærleika og virðingu og miss- ir hennar er mikill. Megi góður Guð styrkja hana og okkur öll. Fjölskylda mín og við öll kveðjum föður minn með trega og þökk fyrir alla þá vináttu og hlýju sem hann gaf okkur. Ég kveð í svip og þakka þér hvað þú varst hjartans góður mér. (S.S.) Megi hjartkær faðir minn vera umvafinn ljósinu eilífa. Ingunn Ragnarsdóttir. Elskulegur afi minn hefur nú kvatt þetta líf hér á jörð. Löngu og farsælu ævistarfi hans er nú lokið. Öll vitum við að dauðinn mun knýja dyra hjá okkur en aldrei erum við viðbúin þegar sá sem er okkur kær er kvaddur á brott. Allt mitt líf hefur hann afi verið minn kærleikur í lífinu. Nú þegar hann er allur streyma minningarn- ar fram og erfitt er að halda aftur af tárunum, því frá fyrstu tíð myndaðist sérstakt samband milli okkar afa sem aldrei hefur rofnað. Erfitt er að lýsa því í orðum hversu mikils virði afi var mér, því ég var ekki nema nokkurra mánaða þegar ég fluttist ásamt móður minni á heimili afa og ömmu í Bogahlíð. Afi hélt í hönd mína og móður minnar frá upphafi og sleppti því taki aldr- ei. Lengi vel var mitt annað heimili RAGNAR GUÐMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.