Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 39
hversu nýjungagjörn hún var í öllu,
ef einhver ný uppskrift kom t.d. í
matar- eða kökugerð þá bað hún um
uppskrift alveg fram á síðasta dag
sem hún gat haldið heimili. Eins var
það með fatnað, þar fylgdist hún vel
með og hafði næmt auga fyrir efn-
um og sniðum.
Ég hef verið svo lánsöm að upp-
lifa með nánu sambandi við tengda-
foreldra mín gildi þess fyrir börn
okkar hjóna að hafa fengið að njóta
nærveru afa og ömmu í uppeldinu.
Það fór alltaf vel á með okkur Ellu,
og mín upplifun með henni gegnum
árin var að ekkert var of gott fyrir
mig og mína fjölskyldu – meira er
ekki hægt að biðja um og þakka ég
það af heilum hug.
Á Garðvangi naut Elísabet mik-
illar umhyggju, bæði andlega og lík-
amlega, og á starfsfólk þar bestu
þakkir skildar.
Ég vil að lokum tileinka tengda-
móður minni ljóð eftir Davíð Stef-
ánsson, sem var m.a. eitt af hennar
eftirlætisskáldum:
Snert hörpu mína, himinborna dís
svo hlusti englar Guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.
Úr furutré sem fann ég út við sjó
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.
Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil börn.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.
Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt.
Um varpann leikur draumur perluglit.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
og hlustið, englar Guðs í Paradís.
Hvíl í friði.
Þín tengdadóttir
Aðalheiður Valgeirsdóttir.
Nú hefur amma okkar fengið
kallið sitt og er horfin á braut á vit
nýrra starfa á nýjum stað. Þó að við
vitum öll að hvert og eitt okkar
verður að hlýða sínu kalli þegar það
kemur er alltaf jafn sárt að kveðja
þá sem við elskum. Við vitum að
amma er nú komin í faðm afa
Bjarna og að þau eru nú sameinuð á
ný. Amma missti mikið þegar afi
Bjarni kvaddi þennan heim en aldr-
ei lét hún það í ljós. Hún stóð alltaf
eins og klettur þegar erfiðleikar
steðjuðu að og hún var ekki að bera
tilfinningar sínar á torg og aldrei
kvartaði hún. Amma var yndisleg
kona, opnir armar hennar tóku allt-
af á móti okkur systrum þegar við
komum suður í Garðinn til ömmu og
afa, fyrst í Víkina og svo í Eyjaholt-
ið. Það var alltaf jafnmikill spenn-
ingur í okkur að fara til ömmu og
afa í heimsókn. Þá voru afi og amma
alltaf búin að undirbúa komu okkar
til að við mættum njóta dvalarinnar
sem best og snúist var í kringum
okkur allan tímann sem við vorum
hjá þeim. Og ekki getum við gleymt
pönnukökubakstrinum hennar
ömmu á sunnudagsmorgnum, en á
meðan amma hafði heilsu bakaði
hún pönnukökur á sunnudags-
morgnum og þær voru ófáar pönnu-
kökurnar sem runnu ofan í okkur
meðan amma stóð í bakstrinum.
Margar minningar koma í hugann
þegar við hugsum um ömmu en þeg-
ar við hugsum um hana hugsum við
líka um afa af því að afi og amma
voru svo samrýnd og hugsuðu svo
vel hvort um annað. Væntumþykja
og góðmennska hennar standa efst
upp úr þeim minningum sem við
eigum. Amma var afar þolinmóð
kona og kom sú þolinmæði vel fram
þegar hún var að kenna einni systra
okkar að prjóna og þá sagði hún að
alltaf ætti að líta á frumraun sína í
því sem við værum að gera sem
meistarastykki og lýsir það vel ljúf-
mennsku hennar. Ófáar stundir átt-
um við með ömmu við að spila
rommý en amma hafði afskaplega
gaman af því að spila. Mynd af
ömmu kemur í hugann þar sem hún
situr og prjónar á barnabörnin eða
barnabarnabörnin og eru þeir ófáir
vettlingarnir og sokkarnir sem við
eigum og eins sem við fengum
handa börnum okkar. Mikill spenn-
ingur var í okkur systrum þegar
von var á þeim í heimsókn til okkar
á Húsavík. Alltaf komu þau færandi
hendi og svo eru ógleymanlegar
ferðirnar sem farnar voru í berjamó
og þá voru tínd nokkur kílóin af
berjum. Við vitum að amma er
hvíldinni fegin, hún var búin að
ljúka sínum störfum hér hjá okkur.
Við söknum hennar sárt en eigum
yndislegar minningar sem við
geymum í hjörtum okkar. Elsku
Sibba og Jói, mamma og pabbi,
Helgi og Heiða, við vitum að sökn-
uður ykkar er mikill og við sendum
ykkur samúðarkveðjur og biðjum
Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar.
Hér hvílir væn og göfug grein
af gömlum sterkum hlyni.
Hún lokaði augunum hugarhrein
með hvarm móti sólarskini.
Hún dæmdi ei hart, hún vildi vel,
í vinskap ætt og kynning.
hún bar það hlýja og holla þel
sem hverfur ekki úr minning.
(Einar Ben.)
Þínar ömmustelpur
Lára S. Sigurðardóttir,
Elísabet Sigurðardóttir,
Guðríður Sigurðardóttir,
Sóley Sigurðardóttir.
Elsku amma. Nú er komið að leið-
arlokum, tími til að kveðja, við vit-
um að afi tekur vel á móti þér og þú
varst tilbúin að kveðja þennan heim.
Þrátt fyrir það fannst okkur erfitt
að kveðja þig þegar kallið kom. Við
erum mikið þakklát fyrir að hafa
fengið að vera hjá þér síðustu
stundirnar þínar.
Við vorum svo lánsöm að búa í
götunni fyrir ofan afa og ömmu í
Garðinum alla okkar barnæsku og
lögðum því daglega leið okkar til
þeirra. Heimili þeirra var uppfullt
af ástúð og væntumþykju sem við
fengum óspart að njóta. Þegar við
hugsum til baka rifjast upp margar
góðar minningar. Amma var einstök
kona sem tók alltaf vel á móti öllum
og hafði þann hæfileika að taka á
öllum málum með miklu jafnaðar-
geði. Amma hafði alltaf nóg að gera
og áhugamálin mörg, s.s. handa-
vinna, bóklestur og spilamennska
var henni kær. Hún kenndi okkur
að leggja kapal, spilaði mikið við
okkur, og einkum þá rommí. Handa-
vinna var henni mikils virði alla tíð
og kom það vel í ljós að þrátt fyrir
fötlun sína vegna veikinda var hún
alltaf með eitthvað milli handanna
sem tengdist handavinnu meðan
heilsa leyfði.
Eftir að við fjölskyldum fluttum
úr Garðinum unnum við systkinin á
unglingsárum þar við fiskvinnslu á
sumrin og höfðum því alltaf öruggt
athvarf hjá ömmu og afa, m.a. í há-
degismat. Amma sá alltaf til þess að
elda eitthvað sem okkur fannst gott
og er efst í huga okkar karmellu-
búðingur, rjómi og súkkulaðispænir
sem við fengum ætíð í eftirrétt.
Eftir að amma veiktist breyttist
líf hennar mikið og náði hún aldrei
sömu heilsu eftir það, og dvaldi á
sjúkrastofnunum. Nú síðustu árin
var hún á Hjúkrunarheimilinu
Garðvangi. Við vissum að amma var
ánægð á Garðvangi og þar var vel
hugsað um hana og metum við það
mikils.
Við viljum að lokum tileinka
ömmu okkar eftirfarandi erindi:
Hrein í máli, hlý í svörum,
hugljúf orð af þínum vörum
Góðvild þína í anda örum
alltaf mátti heyra og sjá.
Gott var þér að gista hjá
(G.J.)
Hvíl í friði, elsku amma.
Linda Helgadóttir,
Bjarni Helgason.
„Þú ert svo heppinn að eiga svona
ekta ömmu.“ Þetta eru orð sem eru
mér minnisstæð, en þau heyrði ég
fyrir nokkrum árum frá vini okkar
hjóna.
Þó svo að margir líti á það sem
sjálfsagðan hlut þá eru ekki allir
sem verða þess heiðurs aðnjótandi
að fá að vera samferða og njóta
slíkrar umhyggju og velvildar sem
þið afi hafið veitt okkur barnabörn-
unum á lífsleiðinni, elsku amma
mín.
Mér er það svo sérstaklega minn-
isstætt þegar við bjuggum öll í ein-
um hnapp, þið afi, mamma og pabbi,
Helgi og Heiða, Steini og Bjarni og
seinna Magga og Þórhallur. Þetta
var skemmtilegur tími og alltaf nóg
um að vera, alltaf gat maður fundið
sér eitthvað að gera og alltaf var
einhver tilbúinn að taka á móti
manni.
Þú varst alltaf mikil félagsman-
neskja og leið best í návist fólksins
þíns þar sem þú blómstraðir. Lík-
legast má rekja þá samheldni og
samkennd sem er ríkjandi hjá fjöl-
skyldunni til þeirra viðhorfa sem þið
afi höfðuð um gildi fjölskyldunnar.
Þú bjóst yfir skemmtilegum húm-
or og ég minnist með bros á vör
hnyttinna svara frá þér yfir hlutum
sem þér fannst ekki vera eins og
þeir áttu að vera.
Við barnabörnin vorum oft dregin
að spilaborði þar sem að spilað var
rommí og yfirleitt var spilað í
nokkra tíma. Kappið var mikið og
oft var ekki hætt fyrr en staðan var
jöfn eða að þú hafðir betur, niður-
staðan skipti kannski ekki öllu máli
enda naut maður sín í góðu yfirlæti
þar sem dekrað var við mann með
guðdómlegum veigum allan tímann.
Endalausar góðar minningar
streyma um hugann á þessari
kveðjustund en mín von er sú að þú
og afi hafið sameinast á ný, laus við
þá sjúkdóma sem hrjáðu ykkur síð-
ustu ár ævi ykkar.
Takk, elsku amma mín, fyrir sam-
fylgdina, hún hefur verið gefandi,
fræðandi og umfram allt full af kær-
leik og væntumþykju frá fyrstu tíð
til þeirrar síðustu.
Kveðja
Hlynur, Þórhildur
og fjölskylda.
Með örfáum orðum langar mig að
minnast Elísabetar Þórhallsdóttur
eða Ellu ömmu sem ég kynntist
fyrst þegar ég kom með Þórhalli til
þeirra Ellu og Bjarna á annan í jól-
um árið 1985.
Ella amma var hlý og yndisleg
kona sem tók mér eins og öðrum
með opnum örmum, heimili þeirra
heiðurshjóna var öllum opið og þá
ekki síst börnum því amma var mik-
il barnagæla. Þegar hún var um sjö-
tugt tók hún að sér að gæta lang-
ömmubarns, það var Kristófer, þá
þriggja mánaða, og henni fannst
það lítið mál. Ella amma sagði oft:
„Það á að svara börnum þegar þau
spyrja,“ og hún var óþreytandi við
að spjalla við börnin, kenna þeim að
spila og þess háttar.
Það sem ég man helst eftir í fari
Ellu var hjartahlýja og gott skap.
Ég sá hana aldrei skipta skapi og
aldrei kvartaði hún yfir neinu. Hún
hafði frekar áhyggjur af öðrum.
Hún var ótrúlega nýjungagjörn.
Þegar hún var u.þ.b. 75 ára vildi
hún endilega að ég kenndi henni að
baka pizzu og það sama ár kenndi
Þórhallur þeim hjónum að grilla á
kolagrilli. Árið 1996 fóru Ella amma
og Bjarni afi með okkur hjónum og
strákunum í sumarbústað í Hraun-
borgum í heila viku. Það er okkur
ógleymanlegt.
Minningarnar um þau Ellu og
Bjarna ylja mörgum um hjartaræt-
ur. Ég man eftir þeim alltaf saman
heima í Eyjaholti, saman í göngu-
ferð í bláu kuldagöllunum eða sam-
an á hvíta Skódanum.
Ég er ríkari manneskja eftir að
hafa kynnst Ellu ömmu og er hún
mér mikil fyrirmynd.
Elsku Ella amma, nú hefur þú
fengið hvíldina sem þú þráðir og
væntanlega hitt Bjarna afa og
Bjarna, barnabarn þitt. Ég þakka
þér samveruna og fyrir allt það sem
þú kenndir mér og mínum.
Margrét Marísdóttir.
Miðvikudaginn 26. febrúar síðast-
liðinn fékk ég þær fréttir að hún
Ella frænka væri dáin. En Ella
frænka eins og við kölluðum hana
var mér og bræðrum mínum mjög
kær.
Hún Ella var búin að eiga við
veikindi að stríða í nokkur ár. Þegar
við fjölskyldan fluttum suður í Garð
í nágrenni við Ellu og Bjarna gátum
við systkinin alltaf komið til þeirra í
Víkina hvenær sem var og alltaf var
einhverju góðgæti stungið að okkur.
Ég hélt oft á tíðum eins mikið til
uppi í Vík hjá Ellu og heima. Ella
var alveg einstaklega geðgóð og hlý
manneskja, traust og jafnframt allt-
af kát og sannur vinur vina sinna.
Aldrei féll henni verk úr hendi og
eiga börnin mín nokkrar flíkurnar
frá Ellu frænku sem þeim fannst
mikið vænt um. Hún saumaði,
prjónaði, heklaði eða málaði.
Allt lék í höndunum á henni. Ella
var lærð saumakona og hafa margir
notið góðs af því. Hún lét ekki deig-
an síga eftir að hún lamaðist, hún
hélt áfram að mála og sauma og það
voru alveg einstaklega fallegir mun-
ir sem hún var að sýna mér þegar
ég kom í heimsókn til hennar á
Garðvang. Alltaf fylgdist hún með
okkur systkinunum og síðan börn-
um okkar og barnabörnum og var
hún alltaf að spyrja eftir krökkun-
um.
Henni fannst hún vera eins konar
amma okkar. En hún var elst í stóra
systkinahópnum, en mamma aftur
yngst. Nú eru þrjú af systkinunum
frá Litlu-Brekku fallin frá, þau Ella,
Bjössi og Dísa. Ég er viss um að
mikið er hlegið og skrafað á himn-
um núna, því alltaf var kátt á hjalla
þegar systkinin komu saman.
Elsku Ella mín, nú hefur Guð tek-
ið þig til sín og þú ert laus við allar
þrautir og hefur hitt manninn þinn
hann Bjarna og dóttursoninn
Bjarna.
Elsku Ella mín, þakka þér fyrir
allt á liðnum árum. Megi góður Guð
vaka yfir þér.
Elsku Sibba, Dísa, Helgi og fjöl-
skyldur, Guð veri með ykkur og
styrki í sorginni.
Helga, Ævar, Guðrún
og Hilmar Þór.
Nýja Glæsibæ, sími 533 6129 • Smáratorgi, sími 544 4031
Hafnarfirði, sími 565 0480 • Reykjanesbæ, sími 421 1501
Heiðrum minningu látinna
Blómalagerinn • beint frá bóndanum
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma
og langalangamma,
UNNUR ÞÓRARINSDÓTTIR
frá Miðbæ,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði fimmtu-
daginn 27. febrúar.
Jarðsett verður frá Þingeyrarkirkju laugar-
daginn 8. mars kl. 14.
Katrín J. Gunnarsdóttir,
Guðrún Ó. Gunnarsdóttir, Una H. Gunnarsdóttir,
Ingibjörg Ó. Gunnarsdóttir, G. Kristján Gunnarsson,
Erka Ebba Gunnarsdóttir, Jónína S. Gunnarsdóttir,
Einar G. Gunnarsson, Guðbjörg Ó. Gunnarsdóttir,
Sigurður Þ. Gunnarsson, Höskuldur B. Gunnarsson,
tengdabörn, barnabörn,
barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
Elskulegur faðir okkar, sonur og bróðir,
HANNES H. GARÐARSSON,
Gaukshólum 2
Reykjavík,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 5. mars.
Gunnar Örn Hannesson,
Garðar Sveinn Hannesson,
Edda Hrönn Hannesdóttir,
Garðar Sölvason, Edda Hrönn Hannesdóttir,
Guðbjörg María Garðarsdóttir,
Elín Inga Garðarsdóttir,
Ríkey Garðarsdóttir.