Morgunblaðið - 07.03.2003, Page 40
MINNINGAR
40 FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUÐFINNA T. GUÐNADÓTTIR
frá Brautartungu, Lundarreykjadal,
hjúkrunarheimilinu Ási,
Hveragerði,
verður jarðsungin frá Lundakirkju, Lundar-
reykjadal, laugardaginn 8. mars kl. 14.00.
Eðvarð P. Torfason,
Margrét Kristjánsdóttir, Helgi Hannesson,
Sveinn Gunnar Eðvarðsson, Anna Rafnsdóttir,
Hildur Eðvarðsdóttir, Eiríkur Sveinsson,
Guðni Eðvarðsson, Halldóra Ingimundardóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær móðir okkar og amma,
KRISTÍN HERMUNDSDÓTTIR
frá Strönd,
Vestur-Landeyjum,
til heimilis í Hjaltabakka 28,
Reykjavík,
er lést föstudaginn 21. febrúar sl., verður
jarðsungin frá Akureyjarkirkju, Vestur-Land-
eyjum, á morgun, laugardaginn 8. mars,
kl. 14.00.
Börn og barnabörn hinnar látnu.
Elskulegur sambýlismaður minn, faðir og afi,
GUÐMUNDUR KRISTINSSON
frá Nýhöfn,
sem lést föstudaginn 28. febrúar, verður jarð-
sunginn frá Snartarstaðakirkju laugardaginn
8. mars kl. 14.00.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Sigurbjörg Sveinsdóttir,
Anna Jóna Guðmundsdóttir,
Halldór Snær Kristjánsson.
Okkar ástkæri,
SIGURÐUR SIGGEIRSSON
frá Læk, Ölfusi,
lést miðvikudaginn 5. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fjóla Óskarsdóttir,
Aðalheiður Ísleifsdóttir, Kári S. Kristjánsson,
Sigurlaug Siggeirsdóttir.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
hlýhug við andlát og útför
BENEDIKTS VALDEMARSSONAR,
dvalarheimilinu Hlíð,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalaheimilisins
Hlíðar, Akureyri.
Karl Óskar Tómasson,
Valdemar Gunnarsson.
✝ Jóhanna Frið-riksdóttir fæddist
á Borgum í Reyðar-
firði hinn 18. mars
1921. Hún lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urnesja 1. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Lovísa Jóhannsdóttir
og Friðrik Eyjólfs-
son. Jóhanna átti tvo
bræður, Karl Frið-
riksson, f. 18. ágúst
1922, d. 14. júní 1997,
og Kjartan Péturs-
son, f. 1. nóvember
1930.
Jóhanna giftist hinn 6. nóvem-
ber 1943 Georg
Helgasyni frá Eski-
firði, f. 7. september,
d. 14. apríl 1999.
Börn þeirra eru: 1)
Friðrik, kvæntur
Önnu Jónsdóttur,
þau eiga fjögur börn,
2) Vilborg, gift Guð-
mundi Björnssyni,
þau eiga tvö börn, og
3) Lovísa, gift Brynj-
ari Hafdal, þau eiga
tvo syni. Barnabörn-
in eru ellefu.
Útför Jóhönnu
Friðriksdóttur fer
fram frá Keflavíkurkirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Takk fyrir allt mamma mín.
Úr hverju vildir böli bæta,
brosið var sem skin af sól.
Vildir hugga, verma og kæta,
veita hrjáðum líkn og skjól.
Göfugt allt og gott þú kenndir,
góða elsku mamma mín, –
bættir allt og blíðu sendir.
Björtust allra er minning þín.
(Þuríður Briem.)
Þín dóttir
Vilborg.
Ég minnist móður minnar Jóhönnu
Friðriksdóttur sem lést á Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja hinn 1. mars sl.
með þakklæti, ást og hlýju.
Ertu horfin? Ertu dáin?
Er nú lokuð glaða bráin?
Angurs horfi ég út í bláinn,
autt er rúm og stofan þín,
elskulega mamma mín.
Gesturinn með grimma ljáinn
göggt hefur unnið verkin sín.
Ég hef þinni leiðsögn lotið,
líka þinnar ástar notið,
finn, hvað allt er beiskt og brotið,
burt er víkur aðstoð þín
elsku góða mamma mín.
Allt sem gott ég hefi hlotið,
hefir eflst við ráðin þín.
Þó skal ekki víla og vola,
veröld þótt oss brjóti í mola.
Starfa, hjálpa, þjóna, þola,
það var alltaf hugsun þín,
elsku góða mamma mín.
Og úr rústum kaldra kola
kveiktirðu skærustu blysin þín.
Flýg ég heim úr fjarlægðinni,
fylgi þér í hinsta sinni,
krýp með þökk að kistu þinni,
kyssi í anda sporin þín,
elsku góða mamma mín.
Okkur seinna í eilífðinni
eilíft ljós frá guði skín.
(Árni Helgason.)
Elsku mamma hafðu þökk fyrir allt
og allt.
Þín dóttir
Lovísa.
Aldrei fyrir gull sá grætur,
sem gefinn var ei auðurinn.
En sá hefur nóg er nægja lætur
– náðina þína Drottinn minn.
(Herdís Andrésdóttir.)
Það má segja að hún tengdamóðir
mín hafi lifað eftir þessu afmælisversi
sínu, sem var í afmælisdagabók er
hún átti.
Hún myndaði svo sannarlega sinn
auð, sem mörgum reynist örðugt í
dag. Hún átti nefnilega hjartagæsku,
sem margir fengu að reyna, þar á
meðal ég. Já, „Margs er að minnast,
margt er hér að þakka“. Lífið fór ekki
mjúkum höndum um þessa ljúfu konu
í bernsku og furða að hún skyldi ekki
verða harðneskjuleg af mótunarárun-
um. Hún missti föður sinn þegar hún
var á fimmta ári og móður sína er hún
var fimmtán ára. Þá hafði hún hjúkr-
að móður sinni sem var með útvortis
berkla, þurft að fara með yngri bróð-
ur sinn í fóstur, en áður var eldri
bróðir hennar farinn í fóstur. Eftir
móðurmissinn fór hún í vinnu-
mennsku. Hún sagði mér að hún hafi
alltaf verið hjá góðu fólki.
Þegar þau hjón, Hanna og Georg,
hófu búskap, voru þau flutt suður til
Keflavíkur. Stóð þá heimili þeirra vin-
um og vandamönnum að austan ætíð
opið og oft var mannmargt hjá þeim.
Tengdamamma var framúrskar-
andi myndarleg húsmóðir, snyrti-
mennskan var með eindæmum og bar
heimili þeirra hjóna þess glöggt vitni.
Hanna gekk til liðs við Verka-
kvennafélag Suðurnesja og barðist
fyrir betri kjörum með formanninum
Vilborgu Auðunsdóttur, einnig starf-
aði hún í Austfirðingafélaginu, en
fyrsti formaður þess var Georg mað-
ur hennar. Þá voru haldin spilakvöld,
undirbúin þorrablót með tilheyrandi
æfingum og allur matur gerður og
eldaður heima. Börnin þeirra minnast
þess, að þá hafi verið líflegt á heim-
ilinu í undirbúningnum.
Hanna starfaði jafnan utan heim-
ilis. Fyrstu árin við fiskvinnslu hvers-
konar, en lengst af við ræstingar hjá
Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli,
þar til hún lét af störfum vegna ald-
urs. Það var ekki ósjaldan að hún
færði „Tollurunum sínum“ rjóma-
pönnukökur og nostraði við þá.
Hún var boðin og búin til að rétta
fram hjálparhönd ef einhver átti bágt.
En fyrst og fremst var fjölskylda
hennar. Hag og velferð hennar bar
hún alla tíð fyrir brjósti. Hún fagnaði
hverjum nýjum einstaklingi sem kom
í fjölskylduna, allir voru sérstakir, all-
ir voru svo góðir og hún gladdi þá alla
á sinn hátt, hvenær sem færi gafst.
Það var því mikið áfall þegar
Hanna varð fyrir því slysi að detta í
byrjun desember sl. og brotna svo illa
á fæti að gera varð fótinn að staur.
Hún var þó svo dugleg og staðföst á
því að láta sér batna til að komast
heim.
Minningarnar eru margar og góðar
í gegnum löng kynni okkar Hönnu
Mér er sem ég heyri hana segja „Sæl
gæskan“ eða „Ert þetta þú, ljósið
mitt“ og þess sakna ég nú sárlega og
af eigingirni, því hún kaus sér þann
dauðdaga sem hún fékk að deyja í
svefni.
Ástkæra Hanna mín, ég þakka þér
af alhug gæsku þína, mér og börn-
unum mínu til handa. Ég veit að þú
hefur átt góða heimkomu í Paradís.
Vertu svo ætíð Guði falin. Þín
Anna Jóns.
„Ert þetta þú gæskurinn, sestu nú
hérna og fáðu þér kaffisopa.“ Og ef
það var þegið, sem erfitt var að kom-
ast hjá, þá fylgdi með hlaðinn kökud-
iskur. Nú mun maður ekki framar
heyra álíka ávarp hennar Jóhönnu
tengdamóður minnar né setjast hjá
henni að kaffi- eða matarborði það
hlöðnu kræsingum að ekki sá högg á
vatni þótt allir stæðu á blístri. „Svona,
fáið ykkur nú meira, þið snertið varla
á þessu.“ Af hennar heimili fór enginn
svangur, fólk átti að hafa kjöt á bein-
unum, engar horgrindur takk.
Fréttin um andlát Jóhönnu Frið-
riksdóttur snemma að morgni laug-
ardagsins 1. mars kom eins og þruma
úr heiðskíru lofti. Þrátt fyrir að heils-
unni hefði hrakað nokkuð síðustu
misseri og þrátt fyrir slæmt fótbrot í
desember sl. og sjúkrahúslegu frá
þeim tíma var ekkert sem benti til að
komið væri að skilnaðarstundu. Af
þessum sökum verður sorgin og sökn-
uðurinn enn meiri og sárari og fjöl-
skyldan stóð sem lömuð um sinn. En
hennar stund hefur verið komin, eins
og séra Ólafur Oddur sagði við okkur
á kyrrðar- og sorgarstund við dán-
arbeð hennar. Og þá fékk hún að
kveðja á kyrrlátan hátt í svefni eins
og hún sjálf hafði óskað sér. Yfir
henni hvíldi ró og friður. Hún lifði og
dó með reisn. Þessi hugsun linar
sorgina og ekki síður fjöldi góðra
minninga.
Ég tengdist fjölskyldunni í árs-
byrjun 1976 við kynni okkar Boggu
og varð „lögformlegur“ tengdasonur í
september sama ár. Að vísu var
tengdamamma í byrjun ekki fullviss
um að við Bogga værum almennilega
gift eftir giftingu hjá fógeta sem
henni þótti taka ótrúlega stuttan
tíma. Hún lét þó sannfærast. Frá
þessum 27 árum er að sjálfsögðu
margs að minnast, margra góðra og
skemmtilegra samverustunda en þó
stendur uppúr minningin um konuna
Jóhönnu Friðriksdóttur eða Hönnu
eins og hún var iðulega nefnd.
Hanna var vissulega skapstór
kona, ákveðin og fylgin sér. Þegar
hún hafði tekið ákvörðun þá varð
henni ekki breytt a.m.k ekki auðveld-
lega. Hún vissi hvað hún vildi. Og
hlutirnir voru framkvæmdir strax,
ekki á morgun eða hinn enda konan
með afbrigðum dugleg og kappsöm.
Hreinlæti og snyrtimennska voru
henni í blóð borin. En fyrst og fremst
var tengdamamma umhyggjusöm,
góð og gegnheil kona. Hún var hjarta-
stór og ástrík, velferð fjölskyldu og
vina skipti hana öllu, sennilega meira
en eigin, og hún gleymdi engum. Hún
hélt vel utanum sína, allt fram á síð-
ustu stund. Hún var yfirleitt glaðvær
og hláturmild, það var gaman að
skemmta sér og hlæja með henni.
Þau voru samheldin hjón, Hanna
og Georg, og heimili þeirra sérstak-
lega notalegt og fallegt. Þangað var
gott að koma og þar var oft gest-
kvæmt. Þangað sótti fjölskyldan alla
tíð og þannig fékk Hanna m.a. end-
urgoldið það sem hún gaf frá sér og
það var ekki lítið. Þetta kunni hún að
meta og hún naut þess ekki síður að
hafa nánast alla fjölskylduna búsetta í
næsta nágrenni. Hún gat kvatt
áhyggjulaus og ánægð vitandi að af-
komendum vegnaði vel og að um-
hyggja hennar og ástúð hafði borið
ríkulegan ávöxt.
Blessuð sé minning Jóhönnu Frið-
riksdóttur.
Guðmundur Björnsson.
Elsku Hanna amma. Það er erfitt
að setjast niður og skrifa minningar-
grein um þig núna. Svona rétt eftir að
ég sat hjá þér í heimsókn og spjallaði
við þig hressa og káta. Sorgin er mikil
og missirinn líka. Ég er yngsta barna-
barnið þitt og fyrir mér varst þú full-
komin amma. Auk hlýjunnar og kær-
leikans sem alltaf skein frá þér var
dugnaður þinn og jákvæðni mikil og
góð fyrirmynd. Þær eru svo óteljandi
minningarnar sem koma upp í huga
minn þegar ég hugsa um þig. Allt frá
ógleymanlegum ævintýrastundum á
Suðurgötunni til dásamlegra stunda
þegar við sátum og ræddum saman í
matarboðum og heimsóknum. Ást og
traust ykkar afa til hvors annars
gerði ykkur tvö að enn fastari punkti í
lífinu. Eilífur áhugi þinn á mér og því
sem ég tók mér fyrir hendur hug-
hreysti mig á erfiðum tímum og varð
mér frekari hvati þegar vel gekk. Það
eru forréttindi að hafa fengið að eiga
þig að. Það er ómetanlegt að hafa
fengið að njóta nærveru þinnar, ráða-
gjafar og stuðnings í æsku. Í tíu ár
varst þú eina amma mín og þeim tíma
mun ég aldrei gleyma. Samræður
okkar í bílnum, yfir matardiskum eða
mjólkurglasi voru eins fjölbreyttar og
hugsast getur. Við gátum rætt hin al-
varlegustu mál og við gátum líka
hlegið mikið því húmor okkar var
greinilega líkur. Ég veit svo vel að þú
fannst að á milli okkar var sérstakt
samband og nú veistu að ég fann það
líka. Síðustu stund okkar saman
geymi ég fast í huga mér. Faðmlag
þitt við okkar síðustu kveðjustund var
sérstaklega einlægt og mikið.
Kannski vissir þú eitthvað meira en
ég þá, en fyrir að hafa fengið að eiga
þessa stund er ég þér og Guði ætíð
þakklátur. Nú hafa englar drottins
tekið á móti þér og þar ert þú þeirra
jafningi. Nú eru þið afi saman aftur
og getið nú verið saman eins og ást
ykkar, að eilífu. Þótt ég syrgi þig og
gráti nú finn ég sterkt fyrir nærveru
þinni. Sú nærvera og allar minning-
arnar skipa nú stóran sess í lífi mínu
það sem eftir er.
Elsku amma mín, þakka þér fyrir
allar samverustundirnar, kærleikann
og stuðninginn allt mitt líf. Guð blessi
þig að eilífu.
Georg Brynjarsson.
Jóhanna mágkona mín er látin.
Hún hafði ríkulega skilað dagsverki
sínu til samtíðarinnar. Andlát hennar
kom ekki á óvart, en þó, því þegar við
hittumst síðast í byrjun þessa árs
fannst mér hún vera óvenju brött.
Jóhanna var eins og ég Austfirð-
ingur og þegar ég man hana fyrst ólst
hún upp í Eskifjarðarseli.
Hún fór eins og fleiri ekki varhluta
af fátækt og erfiðleikum lífsins í
æsku. Faðir Jóhönnu lést þegar hún
var í frumbernsku en með dugnaði
tókst móður hennar að koma börnum
sínum áfram og unnust oft ánægju-
legir sigrar í lífsins amstri. Ung að ár-
um kynntist hún Georg bróður mín-
um og reyndust þau samhent alla ævi.
Georg var á þessum árum í umsvifa-
miklum útgerðarrekstri og í þeirri
starfsemi sem og öðru studdi Jó-
hanna mann sinn í einu og öllu.
Lengst af var heimili þeirra í Kefla-
vík. Aðalstarfsvettvangur Jóhönnu
var heimilið. Hún lagði þar ríka
áherslu á uppeldi barna sinna. Bera
JÓHANNA
FRIÐRIKSDÓTTIR