Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN
42 FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
HVERSU oft heyrist ekki að
stjórnmálamönnum sé ekki treyst-
andi. Síðan eru taldar upp meintar
ávirðingar, dugleysi, óorðheldni,
sýndamennska, ómarktækar fullyrð-
ingar og síðast en ekki síst loforðas-
vik. Svo eitthvað sé nefnt. Að sjálf-
sögðu fyrirfinnst ómerkilegt fólk í
stjórnmálum eins og víða annars
staðar í þjóðlífinu. En að alhæfa að
stjórnmálamenn upp til hópa séu
ómerkilegt fólk er rangt og mjög
ómaklegt. En því er ekki að leyna að
innan um er fólk, sem er ekki sjálfu
sér samkvæmt. Stjórnmálamenn,
sem lifa samkvæmt kenningunni að
tilgangurinn helgi meðalið. Menn og
konur, sem óvirða hið takmarka-
lausa lýðfrelsi, sem Íslendingar búa
við. Þessi tiltölulega fámenni hópur
hefur á stundum náð völdum í tak-
markaðan tíma, en síðan hefur þjóð-
in, fólkið, hrist þá af sér í frjálsum
kosningum. Það er engin tilviljun að
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið
stærsti stjórnmálaflokkur Íslend-
inga í áratugi. Þá er það engin til-
viljun að helstu forystumenn Sjálf-
stæðisflokksins í gegnum árin hafa
verið virtir menn og vandaðir. Ís-
lendingar hafa treyst þeim fyrir sín-
um málum. Í samstarfi við vandaða
forystumenn annarra flokka á liðn-
um árum hefur Sjálfstæðisflokkur-
inn treyst stöðu þjóðarinnar inn og
út á við. Það heyrði til undantekn-
inga að vegið væri að æru þessara
mætu forystumanna stjórnmála-
flokkanna, en þó eru þess því miður
nokkur dæmi. En þeir sem að þeim
réðust með ómerkilegum fullyrðing-
um, illmælgi og dylgjum, féllu flestir
á eigin bragði. Hvorki rógur, níðskrif
né fjármagn gagnaðist þessum
óheillakrákum íslenskra stjórnmála-
afla. Nærtækustu dæmin, hvað
Sjálfstæðisflokkinn og gamla Al-
þýðuflokkinn áhrærir voru heiftar-
legar árásir Þjóðviljans – þjóðvilja-
manna (gamla blaðs kommúnista og
alþýðubandalagsmanna – þar var
núverandi formaður Samfylkingar-
innar, Össur Skarphéðinsson, rit-
stjóri um tíma) á formenn Sjálfstæð-
isflokksins þá Ólaf Thors, Bjarna
Benediktsson, Jóhann Hafstein og
Geir Hallgrímsson. Þetta voru mæt-
ir menn sem nutu mikils lýðfylgis
meðan þeirra naut við. Þeir voru af
hinu róttæka vinstraliði vændir um
landráð og svik í Þjóðviljanum m.a.
fyrir forystu þeirra um aðild Íslands
að Atlantshafsbandalaginu árið 1949
og æ síðar. Þá má rifja upp persónu-
legar ofsóknir róttækra vinstri-
manna (kommúnista) á hendur for-
ystumönnum Alþýðuflokksins,
sérstaklega á Stefán Jóhann Stef-
ánsson og Guðmund Í. Guðmunds-
son. Báðir sterkir stuðningsmenn
NATO. Vinstri róttæklingar voru
iðnir við kolann, að sá tortryggni og
efasendum um mæta stjórnmála-
menn sem máttu ekki vamm sitt vita.
Og enn fyrirfinnst fólk, ekki að-
eins í stjórnmálum, heldur í við-
skiptalífinu, sem svífst einskis í við-
leitni sinni að koma núverandi
formanni Sjálfstæðisflokksins, Dav-
íð Oddssyni, á kné. Nú eru notaðar
aðrar aðferðir í samræmi við breytt-
ar aðstæður. Nútíma ófrægingarað-
ferðir í gegnum fjölmiðla með stuðn-
ingi fjármagnssterkra fram-
kvæmdaaðila eru notaðar til að
reyna að vekja upp tortryggni og sá
efasemdum um heiðarleik þessa
stjórnmálamanns, Davíðs Oddsson-
ar, sem þjóðin hefur æ ofan í æ, í
kosningum til borgarstjórnar og al-
þingis og í skoðanakönnunum, lýst
yfir miklu trausti á. Það er engin til-
viljun. Davíð hefur sannað ótvíræða
hæfileika sína sem góður borgar-
stjóri Reykvíkinga á sínum tíma, því
neitar enginn, ekki einu sinni vinstri-
menn, og sem forsætisráðherra frá
1991.
Að sjálfsögðu hefur Davíð Odds-
son sem stjórnmálamaður, bæði
kosti og galla. En kostirnir eru yf-
irgnæfandi. Verkin tala í þeim efn-
um. Hann er skapmaður. En hvernig
er unnt að stjórna af festu án þess að
rekast á einhvern. Davíð Oddsson er
opinskár og fer ekkert dult með það
ef honum mislíkar háttalag manna
sem ryðjast fram af frekju og
þjösnaskap gagnvart samborgurum
sínum. Sá sem þetta ritar hefur
starfað með Davíð Oddssyni í stjórn-
málum í yfir tuttugu ár. Davíð á sína
vini, eins og flestir aðrir. En hann til-
einkar sér ekki klíkuvinnubrögð og
hefur reynst heiðarlegur stjórn-
málamaður. Davíð hefur styrkt
stöðu Íslendinga í orði og verki. Ver-
ið Íslendingum góður forystumaður.
Sú atlaga sem gerð er að Davíð
Oddssyni nú, af miður vönduðu fólki,
mun mistakast með sama hætti og
áður fyrr þegar reynt var að níða
niður forystumenn Sjálfstæðis-
flokksins. Þeir, sem komnir eru til
mikilla álna og auðs, sem og virðast
eiga samleið með Samfylkingunni í
árásum sínum á Davíð Oddsson,
ættu að hafa það í huga að velgengni
þeirra veitir þeim engan sérstakan
rétt til að kveða upp úr um hverjir
mega og hverjir mega ekki. – Það er:
Hverjir mega hafa skoðanir og taka
þátt í umræðunni og hverjir ekki.
Í þeim efnum hefur Davíð Odds-
son sama rétt til að tjá sig og við hin.
Davíð Oddsson hefur sama
rétt og aðrir Íslendingar
Eftir Guðmund H.
Garðarsson
„Sú atlaga,
sem gerð er
að Davíð
Oddssyni
nú, af miður
vönduðu fólki, mun mis-
takast með sama hætti
og áður fyrr þegar reynt
var að níða niður for-
ystumenn Sjálfstæð-
isflokksins.“
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður.
✝ Halldór Guð-mundsson fædd-
ist í Neðri-Miðvík í
Sléttuhreppi 10. júlí
1922. Hann andaðist
á Hrafnistu í
Reykjavík hinn 28.
febrúar síðastliðinn.
Hann var sonur
hjónanna Margrétar
Bjarnadóttur, f. 14.
maí 1895, d. 26.
sept. 1990, og Guð-
mundar Halldórs-
sonar, f. 1. júní
1884, d. 9. nóv.
1973. Systkini Hall-
dórs eru: 1) Laufey Jakobína, f.
27. maí 1914. 2) Sigríður Krist-
jana, f. 22. apríl 1916, d. 1991. 3)
Bjarnveig Jensey, f. 16. júní
1926. 4) Albert Kristján, f. 29.
apríl 1929. 5) Ingibjörg Sólrún,
f. 29. janúar 1936.
Halldór kvæntist 31. desember
1966 Önnu Steinunni Jónsdóttur,
f. á Akureyri27. júní 1922, dóttir
Helgu Hjartardóttur og Jóns
Sigtryggssonar frá Svarfaðar-
dal. Þau eignuðust þrjú börn.
Þau eru: 1) Helga, stjórnarráðs-
fulltrúi, f. 6. júní 1953. Maki 1.
Kári Jón Halldórsson, f. 12. júní
1952. Þau skildu. Þeirra börn: a)
Anna, f. 1974, gift Guðmundi
Karli Karlssyni, f. 1966 og eru
þeirra synir Kári Jón f. 1998 og
Stefán Logi f. 2000. b) Halldór,
f. 1978. c) Friðrós,
f. 1983. Maki 2. Ell-
ert Högni Jónsson,
f. 18. júní 1956. Þau
skildu. Dóttir
þeirra er Elín Ósk,
f. 1990. 2) Guð-
mundur, viðskipta-
fræðingur, f. 1. des-
ember 1959,
kvæntur Elínu Snæ-
björnsdóttur, f. 30.
nóvember 1961.
Þeirra synir: a)
Halldór Örn, f. 10.
mars 1986, b)
Tryggvi Þór, f. 14.
maí 1991. Fyrir átti Guðmundur
Sturlu Má, f. 25. desember 1979.
3) Jón Árni, bókasafnsfræðing-
ur, f. 22. júlí 1962.
Halldór flutti að Látrum í Að-
alvík 9 ára gamall ásamt for-
eldrum sínum og systkinum.
Hann fór til sjós 16 ára gamall
frá Ísafirði og stundaði sjó á
togurum í nokkur ár. Hann vann
einnig á Keflavíkurflugvelli um
skeið. Árið 1956 hóf Halldór
nám í pípulögnum og útskrif-
aðist hann sem pípulagninga-
meistari frá Iðnskólanum í
Reykjavík árið 1960. Halldór og
Anna buggu í Bústaðahverfi í
fjóra áratugi.
Útför Halldórs verður gerð
frá Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Hann Dóri frændi er dáinn. Hann
var uppáhaldsfrændi minn og ég
hef saknað hans lengi. Mér finnst
hann hafa kvatt fyrir löngu en samt
er kveðjustundin runnin upp nú og
á slíkum stundum koma minning-
arnar upp í hugann og ég á svo
margar góðar minningar um Dóra.
Hann var einstaklega skemmtilegur
maður og fann alltaf fyndnu hliðina
á öllum málum. Hann var stríðinn,
en aldrei illa meint stríðni heldur
góðlátleg og skemmtileg. Hann var
ungur maður og ég var lítið barn
þegar við hittums fyrst.
Hann kom úr sveitinni sinni til
borgarinnar en ég var nýkomin í
þennan heim en eitt áttum við sam-
eiginlegt, systur hans og móður
mína. Hann fékk leigt herbergi í
sama húsi og við bjuggum í, glaður
að vera hjá systur sinni og besta
vini og mági. Ég man ekki eftir því
að nokkurn tímann hafi skuggi fall-
ið á vináttu þeirra pabba. Dóri sá
strax að í mér bjó fimleikakona og
byrjaði að æfa mig um leið og ég
var farin að standa. Hann lét mig
standa í lófa sér og mamma bað
Guð að hjálpa sér ef hann missti nú
barnið, en barnið stóð blýsperrt og
Dóri hélt áfram æfingum þar til
hann fór til sjós og gerðist sjómað-
ur um tíma. Oft gantaðist hann við
mömmu og sagði að ef hann hefði
aldrei hætt að láta mig standa í lófa
sér gæti ég staðið í lófa hans enn í
dag. En mikið þótti mér gaman
þegar Dóri frændi var í landi: Hvað
ertu farin að lesa, spurði hann og ég
svaraði að bragði: Já, en ég les bara
myndirnar. Dóri sagði mér söguna
sína um hana Bláhettu sem alltaf
var ný og fersk saga því hún lenti í
mörgum æfintýrum en ekki alltaf í
því sama eins og hún Rauðhetta.
Fyrsta ljóðið mitt söng ég um Dóra
minn og man ég eftir að hafa raulað
það um leið og ég teiknaði mynd af
honum í kassabíl, kannski var ég 4
ára, kannski var ég yngri og ég
man líka þegar hann hljóp út úr
stofunni með logandi jólatréð og
henti því í snjóinn.
Hvað viltu fá í fermingargjöf,
spurði hann mig þegar kom að
fermingunni minni. Hund svaraði
ég að bragði og af því að hann var
stríðinn eða ef til vill af því að hann
vissi að foreldar mínir vildu ekki
hund á heimilið, spurði hann aftur
og aftur í hvert sinn er hann kom í
kaffi og alltaf gaf ég sama svarið.
Hann mætti í veisluna mína með
dýrindis myndavél, sennilega var
það veglegasta gjöfin sem ég fékk,
en hann sá vonbrigði mín, því ég
var alltaf viss um að hann reyndi að
uppfylla allar mínar óskir. En ég
endurheimti gleði mína og trúna á
frænda minn er hann seinna um
kvöldið birtist með eitthvað vafið
inní peysu sem sífellt var á hreyf-
ingu og rétti mér. Þarna reyndist
Snotra mín komin, minn fyrsti
hundur.
Við fórum margar ferðirnar sam-
an í Aðalvíkina og allar voru þær
ferðir eftirminnilega og margar
gamansögurnar eru ennþá sagðar
þar sem Dóri átti í hlut eða sögur
sem hann sagði okkur krökkunum
af prakkarastrikum þeirra pabba og
annarra stráka sem þar ólust upp.
Hlátrasköllin glumdu um Látrana
langt fram á nótt þegar hlustað var
á slíkar sögur. Pabbi tók nú ekki
alltaf undir þetta hjá Dóra og sagði:
Bölvað kjaftæði er þetta í þér, Dóri;
en svo færðist bros yfir andlit
pabba og hann hló eins dátt og við
hin.
Dóri fór til Aðalvíkur þegar hann
varð 65 ára. Pabbi, ég og Davíð,
yngsti sonur minn, komum honum
að óvörum með því að birtast þar á
afmælisdaginn. Ég gleymi aldrei
svipnum á honum og gleðinni sem
skein úr augum hans er hann kom
niður í fjöru til að taka á móti okk-
ur. Þetta varð mér ógleymanlegur
tími með bestu vinum mínum.
Synir mínir eiga allir góðar minn-
ingar um Dóra. Hann hafði öðruvísi
hátt á að heilsa þeim en annað fólk.
Halló hvíta hár, sagði hann er hann
heilsaði Gísla syni mínum, sem oft-
ast var með mikið ljóst hár. Halló
svarta hár, svaraði sonur minn.
Svona var Dóri minn, hann kunni að
tala við börn og hann var elskaður
af öllum sem voru svo heppnir að
verða vinir hans og vinátta hans og
foreldra minna var einstök og hún
entist æfilangt. Við eigum öll svo
góðar minningar frá eldhúskrókn-
um á Réttarholtsveginum, þar sem
málin voru rædd í gamni og alvöru
og mamma skenkti kaffið.
Elsku Dóri minn, mitt líf hefur
svo sannarlega verið auðugra af því
að eiga þig fyrir frænda og eiga þig
alltaf að. Ef ég get á minni æfi glatt
eins marga og þú gerðir á þinni æfi
verð ég sátt að leiðarlokum. Ég veit
að þau sem farin eru yfir móðuna
miklu taka vel á móti þér og ég bið
Guð að blessa okkur öll sem eftir
erum, þar til við hittumst öll aftur.
Anna mín og fjölskylda, ykkur
votta ég mína dýpstu samúð.
Margrét Sölvadóttir.
HALLDÓR
GUÐMUNDSSON
ÞAÐ mun hafa verið H.D. Thoreau
sem eitt sinn skrifaði: „Flestir lifa í
þögulli örvæntingu.“ Þessi þögla ör-
vænting á sér nafn: meðvirkni.
Meðvirkni eyðileggur líf þitt á
tvennan hátt. Hún spillir sambandi
þínu við sjálfan þig og hún eyðileggur
tengsl þín við annað fólk.
Helstu einkenni þess hvernig með-
virkni eyðileggur samband þitt við
sjálfan þig eru: lágt sjálfsmat, engin
mörk, þú tjáir ekki sannleikann um
sjálfan þig, þú tekur aðra fram yfir
sjálfan þig, þú átt erfitt með að tjá til-
finningar þínar.
Megineinkenni þess hvernig með-
virkni skemmir tengsl þín við aðra
eru: þú vilt ráðskast með og stjórna
öðrum, þú finnur til vanmáttar og
áfellist sjálfan þig, þér finnst erfitt að
treysta öðrum, þú forðast að horfast í
augu við raunveruleikann, þú átt erf-
itt með að mynda náin tengsl.
Sá fylgifiskur meðvirkni sem veld-
ur hvað mestum sársauka er sú til-
finning að þér finnst að eitthvað sé
athugavert við þig og að sama hvað
þú reynir náir þú aldrei að verða á
sama báti og aðrir. Þetta er leynda
skömmin sem fylgir þeim sem eru
meðvirkir og fæstir þeirra eru sáttir
við sjálfan sig. Hvernig getur þú, sem
meðvirkur einstaklingur, haft tök á
því að lifa góðu lífi þegar þú veist fyr-
ir víst að þú átt það alls ekki skilið í
raun?
Annar þáttur meðvirkni er að þú
veist ekki hver þú ert. Lengi vel vissi
ég ekki hver ég væri. Þessi þáttur
meðvirkninnar fyllir hjarta mitt hlut-
tekningu gagnvart öllum þeim sem
eru meðvirkir; hvernig getur lífið
verið annað en tómarúm ef þú ert
hvergi? Í dag veit ég, sem betur fer,
hver ég er, fyrir fullt og fast. Ég bý
við fullvissu, öryggi og þekkingu á
sjálfri mér sem einstaklingi með eig-
in sjálfsmynd.
Hafir þú ekki sterka tilfinningu
fyrir sjálfi þínu verður þú spegil-
mynd þeirra skoðana og væntinga
sem annað fólk hefur um þig. Annað
fólk og atburðir í lífi þínu verða þau
öfl sem móta líf þitt. Þannig verða
meðvirkir einstaklingar fórnarlömb
lífsins.
Meðvirkt fólk er önnum kafið við
að stjórna öðrum. Það tekur á sig
ábyrgð á lífi annarra en ekki á eigin
lífi.
Margir þeirra sem eru meðvirkir
standa sig frábærlega vel við að
þóknast öðrum. Þeim finnst þeir bera
persónulega ábyrgð á því að gera alla
ánægða, eða alla aðra en sjálfa sig.
Meðvirkni er nokkuð sem við lær-
um í æsku. Fjölskyldur, þar sem sitt-
hvað bjátar á, skapa meðvirka ein-
staklinga. Hafir þú alist upp í slíkri
fjölskyldu er nær öruggt að þú ert
meðvirkur að einhverju marki.
Ef þú vilt öðlast heilbrigt liíf og
losna undan meðvirkninni verður þú
að hætta að afneita eigin meðvirkni.
Þú þarft að sjá nákvæmlega hvernig
meðvirknin eyðileggur líf þitt og
þeirra sem eru í kringum þig. Auk
þess búa í brjósti meðvirkra einstak-
linga niðurbældar tilfinningar og
þær þarf að hreinsa út. Þessi tilfinn-
ingalega afeitrun og að þú vitir
hvernig meðvirkni spillir lífi þínu er
einmitt það sem mun gera þér kleift
að hafa meira og betra val um þig og
líf þitt.
Líf þitt er fyrir þig að lifa því.
Hvernig vilt þú lifa því?
Meðvirkni: að lifa
í þögulli örvæntingu
Eftir Gitte
Lassen
„Meðvirkt
fólk er önn-
um kafið við
að stjórna
öðrum. Það
tekur á sig ábyrgð á lífi
annarra en ekki á eigin
lífi.“
Höfundur er ráðgjafi,
heilari og miðill.