Morgunblaðið - 07.03.2003, Page 48
DAGBÓK
48 FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Olympic Prawn, Ás-
björn og Haukur koma
í dag. Mánafoss fer í
dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Green Fake kemur í
dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Bingó í
dag kl. 14.
Árskógar 4. Kl. 13–
16.30 opin smíða- og
handavinnustofan.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
16 hárgreiðsla, kl. 8.30–
12.30 bað, kl. 9–16
handavinna, kl. 9–17
fótaaðgerð, kl. 13–16
spilað í sal.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Kl. 9 bað,
og opin handa-
vinnustofa.
Félagsstarfið, Dal-
braut 27. Kl. 8–16 opin
handavinnustofan, kl.
9–12 applikering, kl.
10–13 opin verslunin.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–12
bað, kl. 9–16.30 opin
vinnustofa, myndlist,
gifs o.fl., kl. 9.30 göngu-
hópurinn Gönuhlaup
leggur af stað, kaffi á
eftir göngunni, kl. 14
brids og almenn spila-
mennska.
Korpúlfar, Grafarvogi,
samtök eldri borgara.
Vatnsleikfimi er í Graf-
arvogslaug á föstudög-
um kl. 14.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10
hárgreiðsla, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 11
leikfimi, kl. 13 „opið
hús“, spilað á spil.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Tréút-
skurður kl. 13, brids kl.
13.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan
lokuð. Föstudagur:
Forsetinn kemur í
heimsókn kl. 14. Hóp-
ferð á vegum Úrvals-
Útsýnar til Krítar 26.
apríl í 23 daga. Nokkur
sæti laus, skráning á
skrifstofu FEB. S.
588 2111.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, m.a. bókband,
frá hádegi spilasalur
opinn, kl. 14 kóræfing,
kl. 20 dansleikur,
hljómsveit Hjördísar
Geirs. skemmtir, húsið
opnað kl. 19.30. Allir
velkomnir. S. 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.30 málm- og silf-
ursmíði, kl. 9.15 vefn-
aður, kl. 13 bókband.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 glerlistahópur,
kl. 10 ganga. Kl. 14–15
söngur.
Hraunbær 105. Kl. 9
bað, handavinna, út-
skurður, fótaaðgerð og
hárgreiðsla, kl. 11 spurt
og spjallað, kl. 14
Bingó. Veislukaffi. Allir
velkomnir. Framtals-
aðstoð verður veitt 17.
mars í Hraunbæ 105.
Panta þarf tíma á
staðnum.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
og kl. 12.30 postulín.
Fótaaðgerð, hár-
greiðsla. Allir velkomn-
ir.
Norðurbrún 1. Kl. 9–13
tréskurður, kl. 9–17,
hárgreiðsla, kl. 10–11
boccia.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9.15–14.30
handavinna, kl. 10–11
kántrýdans, kl. 11–12
stepp, kl. 13.30–14.30
Sungið við flygilinn við
undirleik Sigurbjargar,
kl. 14.30–16 dansað í að-
alsal, við lagaval Hall-
dóru, kaffiveitingar, all-
ir velkomnir.
Vitatorg. Kl. 8.45 smíði,
kl. 9 hárgreiðsla og
myndlist, kl. 9.30 bók-
band og morgunstund,
kl. leikfimi og 10 fót-
aðgerð, kl. 12.30 leir-
mótun, kl. 13.30 bingó.
Bridsdeild FEBK, Gjá-
bakka. Brids kl. 13.15 í
dag.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan á
morgun. Lagt af stað
frá Gjábakka kl. 10.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára
13 kl. 10 á laug-
ardögum.
Félag einhleypra.
Fundur á morgun kl. 21
í Konnakoti, Hverf-
isgötu 105. Nýir félagar
velkomnir. Munið
gönguna mánu- og
fimmtudaga.
Ungt fólk með ungana
sína. Hitt húsið býður
ungum foreldrum með
börnin sín á fimmtud.
kl. 13–15 á Loftið í Hinu
húsinu, Pósthússtræti
3–5.
Kvenfélag Grens-
ássóknar heldur fund í
safnaðarheimilinu
mánudaginn 10. mars
kl. 20. Upplestur, veit-
ingar og fleira, allar
konur velkomnar.
Borgfirðingafélagið í
Reykjavík. Spiluð fé-
lagsvist á morgun,
laugardag, kl. 14 að
Suðurlandsbraut 30.
Í dag er föstudagur 7. mars, 66.
dagur ársins 2003. Orð dagsins:
Trúin á nafn Jesú gjörði þennan
mann, sem þér sjáið og þekkið
styrkan. Nafnið hans og trúin,
sem hann gefur, veitti honum
þennan albata fyrir augum allra.
(Post. 3, 16.)
Þjóðin er ekki á einumáli um hvort pólitík-
in sé að troða sér inn í við-
skiptin eða viðskiptin inn í
pólitíkina. Flestir hljóta þó
að taka undir að mán-
uðina fyrir kosningar
treður pólitíkin sér inn í
mannlífið og mannlífið
sökkvir sér ofan í pólitík-
ina.
Dæmi um hvort tveggjamá finna í íslenskum
netmiðlum. Í sumum af-
kimum Netsins má finna
einlæga áhugamenn um
pólitík, sem ekki hnýta
skóþveng sinn saman við
flokkslínuna. Í öðrum
skúmaskotum er vafinn
bindishnútur á flokkslín-
una og þess gætt að hún
passi alltaf við skyrtuna
og innrætið.
Sumir vefmiðlar gangaóbundnir til leiks, en
afstaða annarra er nokk-
uð fyrirsjáanleg. Þannig
þarf ekki að koma á óvart
að í netkönnun á miðlinum
Frelsi.is, sem rekinn er af
Heimdalli, félagi ungra
sjálfstæðismanna í
Reykjavík, þyki rúmlega
helmingi tillaga fram-
sóknarmanna um að fella
niður virðisaukaskatt af
barnafötum vera „algjör
popúlismi“.
Frásögn Huldu Þór-isdóttur stingur í stúf
á öðrum hægri miðli, Tík-
in.is, en hún segir frá því
að í febrúar hafi hún tekið
þátt í mótmælum hundr-
aða þúsunda í New York
18. febrúar sl. gegn stríði í
Írak. „Það er vitaskuld
ólíklegt að mótmæli á
borð við þessi hafi einhver
áhrif á gjörðir stjórn-
valda. Ég vil þó trúa því að
mótmæli af þessari stærð-
argráðu beri mannkyninu
gott vitni og séu dropinn
sem holar steininn. Um
allan heim er fólk sem trú-
ir að stríð sé ekki lausn á
deilum. Þetta fólk tók sig
saman um helgina til að
sýna andúð sína í verki. Þó
að forvitni hafi rekið mig
af stað til mótmæla á laug-
ardaginn gleðst ég í dag
yfir að tilheyra þessum
hluta mannkyns.“
Lýðræðið er undir þvíkomið að fólki standi
ekki á sama; súrefni lýð-
ræðisins er tjáning-
arfrelsið og lifandi orð-
ræða. Vert er að hafa það í
huga þegar Múrinn.is
minnist Frjálslynda
flokksins frá New York,
en baráttumálin ein-
kenndust af umhyggju
fyrir „velferð litla manns-
ins“.
„58 ára sögu hans er
lokið og hér eftir verður
hann varla nema for-
vitnileg neðanmálsgrein í
ritum sagnfræðinga og
stöku vel upplýsts stjórn-
málafræðings.“
Sumt dafnar en öðruhnignar. Í þeirri
hringrás hefur ungt fólk
aldrei átt greiðari aðgang
að þjóðfélagsumræðunni.
Það sést á Netinu og
kannski er það þar sem
jarðvegurinn fyrir hug-
sjónirnar er frjóastur.
STAKSTEINAR
Þar sem jarðvegur fyrir
hugsjónir er frjóastur
Víkverji skrifar...
MIKIÐ er Víkverji sammála Sam-tökum verzlunar og þjónustu,
sem vilja láta taka krónupeningana
úr umferð og létta þær myntir, sem
eftir verða. Nema hvað auðvitað er
fráleitt að láta þar við sitja; það þarf
að losa okkur sem fyrst við þessa
fyrirferðarmiklu og subbulegu
málm- og pappírspeninga. SVÞ
segja litla eftirsjá í krónupen-
ingnum, en Víkverja finnst lítil eft-
irsjá í hefðbundnum peningum yf-
irleitt.
Í frétt Morgunblaðsins á miðviku-
daginn kemur fram að verðmæti
þeirra seðla og myntar, sem er í um-
ferð í hagkerfinu, er aðeins 1% af
landsframleiðslu og hefur hlutfallið
farið minnkandi vegna notkunar
greiðslukorta, netbanka, sjálfvirkra
millifærslna og annarra rafrænna
greiðslna.
x x x
EITT prósent! Við erum svo ná-lægt því takmarki að verða
fyrsta þjóðfélagið til að nota ein-
göngu rafræna peninga að það er
fráleitt að nota ekki tækifærið og
losa okkur við þetta gamla drasl sem
þvælist nú aðallega fyrir okkur í
daglegum viðskiptum.
x x x
EÐA hver kannast ekki við vand-ræðin, sem fylgja því að þurfa að
borga í stöðumæli eða sjálfsala, eiga
ekkert klink, þurfa að fara með nú-
tímalega, rafræna peninga (greiðslu-
kort) í næsta hraðbanka og fá pen-
ingaseðla (sem eru aldagömul,
krumpuð uppfinning) og fara svo
með seðlana í búð og fá þeim skipt í
elztu uppfinninguna af þessum
þremur, fyrirferðarmikla og þunga
mynt, sem var fundin upp fyrir 2.700
árum!
x x x
KANNSKI væri þó ástæða til aðhalda áfram að gefa út seðla og
mynt í mjög litlu upplagi, en þá að-
eins í einum tilgangi; að viðhalda
göfugum félagsskap á borð við
Myntsafnarafélagið. Greiðslukortin
eru þeirrar ónáttúru að þau eru
bundin við einstaklinga og það þarf
að skila gamla kortinu þegar maður
fær nýtt. Þeir, sem safna greiðslu-
kortum, komast því ósjaldan í kast
við lögregluna, sem hefur sitthvað út
á söfnunaráráttu þeirra að setja. Ef
þessi hugmynd er ekki framkvæm-
anleg verða myntsafnarar hins vegar
bara að snúa sér að gostöppum eða
derhúfum, því að framþróunin verð-
ur ekki stöðvuð, að mati Víkverja.
Morgunblaðið/Arnaldur
Seðlar og mynt eru úrelt þing.
LÁRÉTT
1 nánasarlegt, 8 spjarar,
9 tilfæra, 10 elska, 11
meðvitundin, 13 skynfær-
ið, 15 hæðir, 18 meiða,
21 bókstafur, 22 aflagi,
23 skyldmennið, 24 far-
angur.
LÓÐRÉTT
2 yfirhöfnin, 3 sleifin, 4
ljúka, 5 tigin, 6 í fjósi, 7
vegg, 12 keyra, 14 reyfi,
15 sorg, 16 dána, 17 illu,
18 slappt, 19 karlfugls-
ins, 20 kvenmannsnafn.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 lasta, 4 hregg, 7 neyða, 8 ósinn, 9 ref, 11 alin,
13 Esja, 14 illri, 15 fant, 17 rjól, 20 ara, 22 liðug,
23 notar, 24 nárar, 25 aurar.
Lóðrétt: 1 linka, 2 seyði, 3 apar, 4 hróf, 5 efins, 6 gunga,
10 eflir, 12 nit, 13 eir, 15 fýlan, 16 níðir, 18 játar,
19 lúrir, 20 agar, 21 ansa.
Krossgáta 6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Halaleikhópurinn frum-
sýndi leikritið Á fjölum
hjá félaginu hinn 8. febr-
úar sl. og sýnir það nú á
sunnudögum í húsnæði
Halans í Hátúni 12.
Þetta leikrit er eftir
Unni Maríu Sólmundar-
dóttur og leikstjórnin er í
höndum Eddu V. Guð-
mundsdóttur.
Það er óhætt að mæla
með því við fólk að sækja
þessa bráðskemmtilegu
sýningu. Efnistök höfund-
ar eru hin ágætustu,
söngtextar afar liprir og
falla vel að ljúfum lögum
og myndin sem þarna er
brugðið upp af áhugaleik-
félagi og starfinu þar afar
heildræn og vel samsett,
fyndin og raunsæ í senn.
Leikstjóranum tekst
einkar vel upp, jafnvel svo
að ekki er fjarri að þetta
sé besta sýning Halans og
hafa þó margar verið góð-
ar, valinn maður í hverju
rúmi og öll tilþrif, bæði í
leik og söng einkar góð og
reynir þó verulega á í
langri og fjölbreyttri sýn-
ingu. Tónlistin skipar veg-
legan sess og hljómsveitin
Sjer á báti á mikið lof
skilið ekki síður en leik-
endurnir allir með tölu,
enda flutningur laganna
til fyrirmyndar hjá hljóm-
sveit sem söngvurum.
Hlýjar þakkir fyrir frá-
bæra skemmtan, en við
ykkur sem lesið segi ég
aðeins, góða skemmtun,
sjón er sögu ríkari.
Helgi Seljan.
Rosalind Franklin
og DNA
UM þetta leyti eru 50 ár
liðin síðan James Watson
og Francis Crick settu
fram lausn sína á efna-
fræðilegri byggingu
DNA, sem þeir fengu
Nóbelsverðlaunin fyrir
árið 1962 ásamt Maurice
Wilkins, John Kendrew
og Max Perutz. Framlag
Rosalind Franklin varð-
andi þessa miklu uppgötv-
un erfðavísindanna hefur
hins vegar legið alltof
mikið í láginni, en hún
fékkst við röntgengrein-
ingu á krystallaðri DNA-
aðferð sem má segja að
gefi nokkurs konar ljós-
mynd af DNA-sameind-
inni. Watson og Crick
tókst að komast yfir rönt-
genmyndir Rosalind af
DNA án hennar vitundar
með aðstoð Maurice Wilk-
ins, sem var yfirmaður
hennar í King’s College í
London. Watson var líf-
fræðingur en Crick eðlis-
fræðingur og þekking
þeirra í efnafræði var því
takmörkuð. Þeirra aðferð
byggðist á sameindalíkön-
um (molecular models) og
þó uppgötvunin á bygg-
ingu DNA verði að teljast
glæsileg er ólíklegt að
þeir hefðu árætt að birta
kenningu sína án röntgen-
myndar Rosalind. En
Rosalind, sem var strang-
vísindaleg baráttukona í
karlaveldi síns tíma, fékk
aldrei nein Nóbelsverð-
laun. Hún lézt úr krabba-
meini árið 1957 aðeins 36
ára að aldri.
Reynir Eyjólfsson,
Eyrarholti 6, Hf.
Barnabæturnar
ÉG er svo hjartanlega
sammála einstæðu móður-
inni sem skrifaði í Velvak-
anda 3. mars sl. Þegar
börnin eru orðin 16 ára
þurfa þau meiri peninga
heldur en yngri börnin.
Sjálfræðisaldurinn er 18
ára, því ekki að borga
með börnunum til þess
aldurs? Barnabæturnar
ættu að fylgja sjálfræðis-
aldrinum. Nú nálgast óð-
fluga kosningar og ættu
flokkarnir að taka þetta
til athugunar.
Laufey E.
Sólveigardóttir.
Dýrahald
Fress vantar heimili
GRÁBRÖNDÓTTUR 10
vikna fress fæst gefins á
gott heimili. Hann er
kassavanur. Upplýsingar
gefur Helga í síma
899 5301.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Halaleikhóp-
urinn enn að
Morgunblaðið/Sverrir
Börn á Barónsborg.