Morgunblaðið - 07.03.2003, Síða 56
KVIKMYNDIR
56 FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hringadróttinssaga:
Tveggja turna tal (Lord of the Rings:
The Twin Towers)
Millikafli stórvirkis Tolkiens og Jacksons gnæfir yfir aðrar
myndir ársins, mikilfengleg sagnagáfa þeirra skapar eitt
magnaðasta ævintýri kvikmyndasögunnar. Ósvikin epík
um hugrekki, vináttu og drenglyndi. (S.V.) Smárabíó.
Chicago
Kynngimögnuð og kynþokkafull söng- og dansamynd þar
sem Zellweger, Zeta-Jones og síðast en ekki síst Richard
Gere fara hamförum í svellandi kvikmyndagerð leikhúss-
verksins. (S.V.) ½
Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó, Akureyri.
Nói albínói
Frumleg og vel gerð mynd í alla staði sem gerist í einangr-
uðu sjávarþorpi þar sem óvenjulegur uppreisnarmaður á í
stríði við menn og máttarvöld. Magnað byrjendaverk. (S.V.)
½
Háskólabíó.
Gengi New York borgar
(Gangs of New York)
Þessi afrakstur draumaverkefnis Martins Scorsese er
þeysireið um sögusvið sem er heillandi og grimmúðlegt í
senn – New York-borg á róstusömum tímum. Metnaðurinn
og hæfileikarnir hefðu tvímælalaust notið sín betur hefði
leikstjórinn farið styrkari höndum um hina áhugaverðari
þræði sögunnar, en á heildina litið er þetta mögnuð kvik-
mynd.(H.J.) Laugarásbíó, Smárabíó.
Varðandi Schmidt (About Schmidt)
Harla óvenjuleg og athyglisverð umfjöllun um lífsviðhorf
manns sem er að hefja eftirlaunaárin og verður að horfast í
augu við erfið vandamál tengd þeim aldri. Vitræn, drama-
tísk, kaldhæðin, vel skrifuð og leikin. (S.V.) Laugarásbíó.
Gríptu mig ef þú getur
(Catch Me If You Can)
Þeir eru allir í toppformi; Di Caprio sem barnungur svika-
hrappur; Hanks sem FBI-maðurinn á hælum hans og
Walken sem lánleysinginn faðir pilts. Frábær endursköpun
sjöunda áratugarins og myndin sú fyndnasta frá Spiel-
berg. (S.V.) Sambíóin, Háskólabíó.
Hringurinn (The Ring)
Þéttur, óvenjulegur hrollur, blessunarlega laus við
blóðslabb og ódýrar brellur en virkjar ímyndunarafl áhorf-
enda. (S.V.) Háskólabíó, Sambíóin.
Gullplánetan (Treasure Island)
Skemmtilegar og frumlegar persónur í geggjuðu umhverfi
þeysast um himingeiminn í spennandi og dramtískri leit
að gulli. Fyrir alla fjölskylduna. (H.L.) Sambíóin.
Tveggja vikna uppsagnarfrestur
(Two Weeks Notice)
Samleikur þeirra Hugh Grants og Söndru Bullock er frábær
í þessari velheppnuðu rómantísku gamanmynd, sem nær
að mörgu leyti þeim sjarma sem einkenndi „screwball“-
gamanmyndirnar á 4. og 5. áratugnum. Myndin er ferskt
innlegg í annars þreytta kvikmyndagrein. (H.J.) Sambíóin, Reykjavík, Keflavík, Akureyri.
Ofurhugi (Daredevil)
Affleck er borginmannlegur í titilhlutverki ófrumlegs of-
urmennis en brellur og útlit vandað og skemmtanagildið
vel yfir meðalmennskunni. (S.V.) Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó.
Didda og dauði kötturinn
Didda er níu ára gömul Keflavíkurmær sem gengur á milli
bols og höfuðs á glæpalýð í Bítlabænum. Góður leikur,
hollt, gott og gamaldags barnagaman. (S.V.) Háskólabíó, Sambíóin.
Frida
Á heildina litið kraftmikil og litrík kvikmynd sem veitir æv-
intýrakennt yfirlit yfir ævi Fridu Kahlo, en áhuginn á að kafa
nægilega djúpt í list- eða hugmyndaheim listakonunnar
víkur fyrir áherslu á dramatík og holdlegar ástríður, og það-
an er stuttur vegur yfir í söluvænlega melódramatík. (H.J.)
Regnboginn.
Njósnakrakkarnir 2
(Spy Kids 2)
Njósnakrakkarnir, foreldrar þeirra, afar og ömmur í miklum
Bond-hasar og laufléttri fjölskylduskemmtun. (S.V.) ½
Laugarásbíó, Smárabíó, Borgarbíó, Akureyri.
Ég, njósnarinn (I Spy)
Wilson og Murphy leika skemmtilegar andhetjur í þessari
grín-njósnamynd. Myndin sjálf hefði hins vegar mátt vera
mun frumlegri og fyndnari þótt hún læði fram á manni ein-
staka brosi. (H.L.) Smárabíó, Borgarbíó, Akureyri.
Ingiríður Eygló (Juwanna Mann)
Körfuboltakappi klæðist kvenfötum og heldur áfram í
kvennaliði þegar hann er rekinn úr NBA. Mun skárra en
það hljómar. (S.V.) Sambíóin.
Kalli á þakinu
Ágætis smábarnamynd gerð eftir sögu Astrid Lindgren, um
skemmtilegan karl sem kann að fljúga. Handbragðið er
ágætt en myndin er ekki jafn góð og bækurnar. (H.L.) Laugarásbíó, Smárabíó, Borgarbíó, Akureyri.
Öldugangur (Blue Crush)
Hér ríkir brimbrettarómantík með raunsæislegum undirtóni
þó. Öldugangur er dæmigerð keppnismynd, dálítið klaufa-
leg í framvindu, en hefur þó sinn sjarma, ekki síst vegna
þeirrar tilveru sem hún gefur innsýn í og tilkomumikilla
brimbrettaatriða.(H.J.) Sambíóin.
BÍÓIN Í BORGINNI
Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir
Meistaraverk Ómissandi Miðjumoð Tímasóun 0 Botninn
Nói albínói eftir Dag Kára Pétursson er
„magnað byrjendaverk“ að mati Sæbjörns
Valdimarssonar.
BRESKI leikstjórinn Stephen Daldry sló ræki-
lega í gegn með fyrstu kvikmynd sinni Billy Ell-
iot. Hann hefur nú flogið yfir Atlantshafið til að
gera næstu mynd, sem er allt öðruvísi. Stund-
irnar er saga af þremur ólíkum konum á þrem-
ur ólíkum tímabilum. Sögur þeirra tvinnast
saman og það sem þær eiga sameiginlegt er að
allar hafa þær orðið fyrir miklum áhrifum frá
rithöfundinum Virginiu Woolf. Reyndar er ein
þeirra Virgina sjálf og fylgst er með henni á
þriðja áratugnum þegar hún var að fást við
skriftir fyrsta tímamótaverks síns Frú Dallo-
way. Nicole Kidman er næstum óþekkjanleg í
gervi sínu, en þykir standa sig frábærlega í
hlutverkinu. Árið 1951 er Laura Brown, sem
Julianne Moore leikur, ólétt og lífsleið húsmóðir
að reyna að skipuleggja partí fyrir bónda sinn,
en getur ekki hætt að lesa bókina Frú Dalloway,
þar sem bókin leiðir hana í sannleikann um
hana sjálfa og lífið sem hún lifir. Sú þriðja er
leikin af Meryl Streep og er það nútímakonan
Clarissa Vaughn, hálfgerð nútímaútgáfa af frú
Dalloway. Hún er bókaútgefandi og er líka að
fara að halda partí, en fyrir besta vin sinn og
fyrrverandi eiginmann Richard, sem er virtur
rithöfundur að deyja úr eyðni.
Auk herskara stjörnuleikara sem prýðir
myndina, er það einvalalið sem stendur að baki
Stundunum. Aðalkonurnar þrjár þykja standa
sig frábærlega í ólíkum hlutverkum kvennanna
þriggja. Þótt Kidman komi eflaust mest á óvart
og sé mest áberandi, tekst henni víst ekki að
varpa skugga á Moore og Streep. Þær eru einn-
ig umvafðar fínum leikurum í aukahlutverkum
og þykir Ed Harris einna bestur. Handritið ger-
ir hið virta leikskáld David Hare, eftir sam-
nefndri skáldsögu Michaels Cunningham sem
gerði sér lítið fyrir og fékk Pulitzer-verðlaunin
fyrir þetta skáldverk sitt. Það fjallar um tilveru
og tilvistarkreppu kvennanna þar sem sjálfs-
morð og kynhverfa koma fyrir hjá þeim öllum,
þegar þær reyna að svara hinni einföldu og ill-
svaranlegu spurningu: til hvers lifi ég?
Tilvera þriggja kvenna
Regnboginn frumsýnir kvikmyndina Stundirnar
(The Hours). Leikstjóri: Stephen Daldry. Aðal-
hlutverk: Nicole Kidman, Julianne Moore, Meryl
Streep, John C. Reilly, Ed Harris, Jeff Daniels, Mir-
anda Richardson, Claire Daines, Stephen Dillane,
Miranda Richardson og Toni Collette.
Nicole Kidman sem Virginia Woolf.
ÞAÐ er skemmtileg tilbreyting í bíómynda-
flóruna þegar furðufuglar skjóta upp kollinum
og bera á borð fyrir okkur skrítnari myndir er
aðrir. Flestir sem sáu Að vera John Malkovich
ættu að vera sammála um að tvíeykið á bakvið
hana, leikstjórinn Spike Jonze og handritshöf-
undurinn Charlie Kaufman, tilheyra þeim
hópi. Og nú eru þeir, blessaðir, komnir með
nýja mynd, sem einnig þykir furðuleg en um
leið hin fínasta.
Nicolas Cage leikur tvö aðalhlutverk mynd-
arinnar. Hann leikur hina eineggja tvíbura
Charlie og Donald Kaufman sem báðir fást við
skriftir. Charlie er að breyta bók Susan Or-
leans Orkedíuþjófinn í kvikmyndahandrit, þar
sem fjallað er um líf sérvitringsins John La-
roche, sem safnar framandi plöntum á Flórída.
Á meðan tvíburabróðurnum Donald reynist
ekkert auðveldara en að framleiða kvikmynda-
handrit, á aumingja Charlie í endalausri bar-
áttu við aðlögunina sína.
Þannig er að fyrir nokkrum árum fékk
Kaufman í alvöru það verkefni að aðlaga
Orkedíuþjófinn lögum hvíta tjaldsins. Þótt
honum hefði fundist John Laroche fínn kar-
akter í kvikmynd átti hann í vandræðum með
að skrifa áhrifaríkt kvikmyndahandrit upp úr
bókinni. Hann ákvað því að fara inn á óhefð-
bundnari brautir í skrifum sínum, og hér er ár-
angur erfiðisins. Sem sagt kvikmynd sem að
einhverju leyti er upplifun hans á því að kljást
við þetta verkefni.
Myndin er séð út frá Charlie, og við sjáum
bæði raunverulegt líf hans og hvernig hann sér
fyrir sér það sem hann er að skrifa. Meryl
Streep leikur höfundinn Susan Orlean og leik-
stjórinn Curtis Hanson er eiginmaður hennar,
Chris Cooper er sérvitringurinn Laroche og
Brian Cox leikur Robert McKee sem í alvöru
er þekktur handritsráðgjafi. John Malkovich
og Catherine Keener sjást einnig, enda gerist
hluti myndarinnar á tökustað Að vera John
Malkovich. Einnig er farið fram og aftur í
tíma, m.a.s aftur til forntíma!
Spike Jonze hlaut Silfurbjörninn í Berlín
fyrir þetta furðuverk sitt, og myndin er til-
nefnd til fernra Óskarsverðlauna.
Hugarheimur höfundar
Sambíóin og Háskólabíó frumsýna kvikmyndina
Aðlögun (Adaptation). Leikstjóri: Spike Jonze. Aðal-
hlutverk: Nicolas Cage, Tilda Swinton, Meryl
Streep og Chris Cooper.
Nicolas Cage sem Donald og Charlie.
LEIKSTJÓRINN Paul Thomas Anderson
þykir með þeim allra frumlegustu og ferskustu
í Hollywood. Aðdáendur hans bíða spenntir
eftir hverri nýrri mynd hans, enda vekja
myndir hans alltaf umtal og umræður hvort
sem áhorfendum líkar þær vel eða illa.
Í nýjustu mynd sinni Örvita af ást fær And-
erson til sín gamanleikarann Adam Sandler.
Urðu margir hissa á þessu vali leikstjórans,
enda Sandler, sem alinn er upp í bandaríksa
grínsjónvarpþættinum Saturday Night Live,
þekktur fyrir allt annað en að leika drama-
tískar persónur í „listrænum“ myndum. Leik-
stjórinn segir hins vegar Örvita af ást vera
rómantíska gamanmynd og því hefði honum
aldrei fundist annað koma til greina en að fá
uppáhaldsgrínleikarann sinn, Adam Sandler,
til að leika aðalhlutverkið. Og Sandler var
meira en til í að túlka hinn ástfangna Barry
Egan, enda hafði hann alltaf langað að prófa
eitthvað alveg nýtt og allt öðruvísi en það sem
hann væri vanur að gera.
Og Barry Egan verður ekki bara ástfanginn
í myndinni, heldur verður hann örvita af ást.
Hann er einfari og sérvitringur sem rekur litla
heildsölu með nokkrum starfsmönnum. Hann
er bróðir sjö systra sem bera litla sem enga
virðingu fyrir honum og hans tilfinningum,
sem gerir að verkum að hann hefur einangrað
sig og ekki getað orðið ástfanginn. Hann kynn-
ist þó frábærri samstarfskonu systur sinnar,
Lenu sem Emily Watson leikur, og verður
loksins ástfanginn. En ástin er ekki eintóm
sæla, því bæði á Barry greyið erfitt með að tjá
tilfinningar sínar, og svo er hann með óprúttna
glæpamenn á hælunum.
Örvingla af ást hefur hlotið framúrskarandi
dóma, auk þess sem Paul Thomas Andersen
hlaut Gullpálmann í Cannes sem besti leik-
stjórinn, en myndin var sú mest umtalaðasta á
hátíðinni. Handritið hefur einnig fengið við-
urkenningar, sem og auðvitað leikparið ómót-
stæðilega Adam Sandler og Emily Watson.
Ást á hlaupum
Smárabíó frumsýnir kvikmyndina Örvita af ást
(Punch Drunk Love). Leikstjóri: Paul Thomas And-
erson. Aðalhlutverk: Adam Sandler, Emily Watson,
Philip Seymour Hoffman og Luis Guzmán.
Ástin vofir yfir Lenu og Barry.
EF þú fílar spennumyndir með grípandi sögu,
mörgum taugatrekkjandi atriðum hlöðnum
innilokunarkennd, góðum leikurum, áhuga-
verðum persónum og skemmtilegum óvæntum
beygjum gæti verið að þér myndi líka kvik-
myndin Allar bjargir bannaðar en hún fjallar
um reynda barnaræningja sem láta til skarar
skríða en mæta þá óvenjulegum foreldrum.
Það er Kevin Bacon sem leikur barnaræn-
ingjann Joe Hickley sem heldur sig heldur
betur vera í góðum málum. Sko, hann ætlar að
ræna dóttur ríkra foreldra, halda henni í sólar-
hring og hafa taumhald á mömmunni á meðan
vitorðsmaður fær lausnargjaldið frá pabb-
anum sem er á ferðalagi. En hins vegar fara
hlutirnir allir úr skorðum hjá honum þar sem
litla stelpan er asmaveik en líka þar sem Jenn-
ings-hjónin komast að ýmsu um Hickerey sem
hann kærir sig ekkert um að þau viti. Þannig
snúast vopnin í höndum hans.
Leikararnir eru alls ekki af verri endanum.
Kevin Bacon hefur margoft sannað sig í margs
konar hlutverkum og hér er vitorðsmaður
hans leikinn af Courtney Love sem þótti
standa sig frábærlega í hlutverki eiginkonu
Larry Flynt í kvikmyndinni um þann ágæta
mann. Fáum kæmi sjálfsagt á óvart ef hún
stæði sig vel í hlutverki glæpakvendis. Jenn-
ings-hjónin leika Charlize Theron og Stuart
Townsend. Charlize þykir taka sig sérlega vel
út og vera trúverðug í hlutverki móðurinnar.
Enda er varla að ástæðulausu að Woody Allen
og aðrir toppleikstjórar fá hana til liðs við sig.
Stuart er Íri sem er eflaust minna þekktur en
hinir leikararnir í myndinni. En hann hefur
leikið í mörgum eftirminnilegum breskum
mynduum eins og Fiskahrap (Shooting Fish),
Undraland (Wonderland) og Um Adam (About
Adam). Hann er nú á hraðri uppleið í Holly-
wood. Og rúsínan í pylsuendanum er kannksi
yngsti leikarinn, hún Dakota Fanning, sem
leikur fórnarlamb ræningjanna. Hún leikur
dóttur Sean Penn í myndinni Ég er Sam og
stóð sig stórkostlega. Ef stelpan er jafnfrábær
í þessari mynd ætti að vera meira en auðvelt
að fá samúð með henni og fjölskyldu hennar.
Barnaræningi í klandri
Sambíóin frumsýna kvikmyndina Allar bjargir bann-
aðar (Trapped). Leikstjóri: Luis Mandoki. Aðal-
hlutverk: Charlize Theron, Courtney Love, Hickey
Stuart Townsend, Kevin Bacon, Pruitt Taylor Vince
og Dakota Fanning.
Charlize Theron í hlutverki móðurinnar.