Morgunblaðið - 07.03.2003, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
SPILLING og mútur voru meðal
þeirra orða sem féllu í umræðum í
borgarstjórn í gærkvöld um kaup
Reykjavíkurborgar á Stjörnubíós-
reitnum svokallaða fyrir 140 millj-
ónir króna. Sjálfstæðismenn sögðu
annarlegar ástæður liggja að baki
kaupunum og lóðin væri of dýr.
Meirihlutinn sagðist með kaupun-
um vilja stuðla að uppbyggingu í
miðbænum. Óháður fasteignasali
hefði talið verðið á lóðinni eðlilegt.
„Hvort heldur rætt er um efni
málsins, kaupin á þessum reit, sem
kenndur er við Stjörnubíó, áformin
um bílastæðakjallara á honum eða
útleggingu formanns skipulags- og
byggingarnefndar á málinu endum
við alltaf á sama reitnum. Það er
reynt að skjóta sér undan ábyrgð,“
sagði Björn Bjarnason, oddviti
Sjálfstæðisflokks. Steinunn Valdís
Óskarsdóttir, formaður skipulags-
og byggingarnefndar, sagði Björn
fara með dylgjur. Verðið væri ekki
úr takti við það sem greitt hefði ver-
ið fyrir aðrar eignir sem keyptar
hefðu verið í sama tilgangi. Nýja
bíó, sem keypt var árið 1998, hefði
verið keypt á 138 milljónir á þávirði.
Árni Þór Sigurðsson, forseti
borgarstjórnar, sagði umræðuna
ógeðfellda. „Sjálfstæðisflokkurinn
er, í þessari pólitísku kosningabar-
áttu sem nú fer fram fyrir þing-
kosningar, kominn ofan í drullu-
svað […] Ég frábið mér að
umræðan hér sé dregin niður á
þetta plan, þetta bílaplan og niður í
þessa bílakjallara,“ sagði Árni Þór.
Kjartan Magnússon, Sjálfstæðis-
flokki, sagði kaupin gerð á annar-
legum forsendum. Allir vissu að
lóðareigandinn, Jón Ólafsson, væri
fjárhagslegur bakhjarl R-listans.
„Hér virðist í þessu máli ákveðin
spilling fráfarandi borgarstjóra op-
inberast, eða R-listans. Maður er
undrandi að sjá viðtakandi borgar-
stjóra og forseta borgarstjórnar
koma hér upp og taka þátt í þessu.
Þeim væri miklu meiri sæmd að því
að vinda ofan af spillingunni, neita
að taka þátt í henni og snúa við
blaðinu,“ sagði Kjartan.
Stefán Jón Hafstein, R-lista,
spurði Kjartan hvort hann ætti við
að eigandi lóðarinnar hefði mútað
R-listanum. Kjartan sagði að hann
hefði aldrei nefnt orðið mútur en
Stefán Jón mætti auðvitað velja
þessari gjörð það heiti.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
Sjálfstæðisflokki, sagði offramboð
á verslunarhúsnæði í dag. „Þá er
borgin að kaupa reit til að byggja
þriggja hæða verslunarhús. Þetta
er alveg nýtt, þetta kalla ég ekki
skýrar forsendur,“ sagði hann og
spurði hvort borgin ætlaði að fara
að byggja verslunarhúsnæði. Stef-
án Jón sagði að borgin vildi gera
lóðina byggingarhæfa fyrir fjár-
festa til að fara þar í miklar fram-
kvæmdir, borgin ætlaði ekki sjálf
að byggja þar.
Lóðarkaup sögð opin-
bera spillingu R-listans
Hart deilt um kaup borgarinnar
á Stjörnubíósreit í borgarstjórn
TOPPAR verða enn
meira áberandi í
hári í vor, þungir
eða skakkir, og svo-
nefndir öskutónar
njóta vaxandi vin-
sælda í stað kopars
og gylltra tóna.
Áberandi strípur
eru að detta út og síðar línur eru dá-
lítið að koma inn.
Þannig er í stórum dráttum lýsing
þriggja ungra hárgreiðslumanna;
Fannars Leóssonar hjá Space, Heimis
Þórs Guðjónssonar hjá Rauðhettu og
úlfinum og Nonna Quest á hár-
greiðslustofunni Kristu, á hártísku
vorsins 2003. Allir fara þeir reglulega
utan til að fræðast um stefnur og
strauma í hártísku, auk þess sem
götutískan og umhverfið hér heima
og í útlöndum verður þeim innblástur.
Þungir og
skakkir toppar
SAMBÝLI fyrir fatlað fólk voru á
sínum tíma mikið framfaraskref frá
sólarhringsstofnunum en núorðið er
samstaða um að fatlað fólk eigi rétt á
eigin heimili og einkalífi á sama hátt
og aðrir. Samkvæmt drögum að
búsetuáætlun Akureyrarbæjar fyrir
fatlaða munu íbúðakjarnar með
einkaíbúðum og misstóru sameig-
inlegu rými hafa leyst hefðbundin
sambýli af hólmi árið 2013.
Kristín Sigursveinsdóttir, deild-
arstjóri búsetudeildar, segir að bær-
inn sé framarlega meðal sveitarfé-
laga hvað varðar búsetumál fatlaðra
og óvenjulegt sé að gera búsetuáætl-
un sem nær svo langt fram í tímann.
Hefðbundin sam-
býli leyst af hólmi
Daglegt líf/1/6
NETABÁTURINN Brynjólfur ÁR bar sér-
kennilegan feng að landi í Vestmanna-
eyjum í gær, svokallaðan gráháf, en slík
skepna hefur aðeins veiðst fjórum sinnum
áður hér við land svo vitað sé.
Gráháfurinn var 1,5 metra langur og
kom í net í Kantinum svokallaða út af Vík
í Mýrdal, á 80 til 200 faðma dýpi. Nátt-
úrugripasafnið í Vestmannaeyjum fékk
gráháfinn að gjöf. Gráháfur veiddist fyrst
hér við land árið 1911 svo vitað sé en ári
síðar gekk gráháfur í grásleppunet við
Akurey hjá Reykjavík. Næst sást til grá-
háfs hér við land árið 1997, þegar veiddist
einn slíkur á Síðugrunni. Þá veiddist grá-
háfur suðaustur af Grindavík árið 1998.
Gunnar Jónsson, fiskifræðingur á Haf-
rannsóknastofnuninni, segir óvenjumikið
um það á undanförnum árum að hingað
hafi slæðst fiskitegundir sem jafnan haldi
sig á suðlægari slóðum. Eins veiðist orðið
fiskar norður af landinu sem fram til
þessa hafi aðallega haldið sig við Suður-
land. Líklega sé skýringin óvenju hlýr
sjór við landið á undanförnum árum.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Kristján Egilsson með gráháfinn.
Fimmti
gráháfurinn
„ÞAÐ var nákvæmlega ekkert skyggni og það
sást ekki milli veggja,“ sagði Jón Valgeir Júl-
íusson flutningabílstjóri um gríðarlegan reyk úr
bifreiðinni sem fyllti Hvalfjarðargöngin um
klukkan 22 í gærkvöldi. Mikill viðbúnaður var
vegna atviksins af hálfu lögreglu og slökkviliðs á
Akranesi og höfuðborgarsvæðinu. Ennfremur
var þyrla Landhelgisgæslunnar í viðbragðs-
stöðu vegna óhappsins. Reykurinn myndaðist
vegna hráolíu sem lak niður í sveifarhús vélar
bifreiðarinnar þegar spíss í vélinni gaf sig. Við
það varð sprenging og þykkur reykjarmökkur
fyllti göngin svo ekki sást handa skil, að sögn
Jóns Valgeirs. Hann var inni í bifreiðinni ásamt
farþega sínum og sakaði hvorugan. Nokkur um-
ferð var um göngin þegar óhappið varð en allir
bílar komust upp úr göngunum vandræðalaust.
Slökkvilið Akraness fór niður í göngin norð-
anmegin og setti blásara af stað til að reykræsta
á undan sér. Vaktmenn hjá Speli, sem fóru
nokkru á undan slökkviliðinu, urðu að hörfa
vegna reykjarkófsins áður en slökkviliðið hóf
reykræstinguna. Þá urðu liðsmenn Slökkviliðs
höfuðborgarsvæðisins að hörfa sunnanmegin
vegna reykjarkófsins og komust ekki á vettvang
fyrr en að lokinni reykræstingu. Ekki var þó
neitt fyrir slökkviliðið að gera við flutningabif-
reiðina þar sem ekki hafði kviknað í henni og
reykurinn horfinn.
Ugg setti að lögreglunni
Að sögn varðstjóra SHS var vitað í upphafi að
ekki hefðu orðið slys á fólki. Bogi Sigvaldason,
varðstjóri í lögreglunni í Reykjavík, sagði á
vettvangi við Morgunblaðið að mikill mökkur
hefði stigið upp úr göngunum sunnanmegin
vegna áhrifa frá blásurum og stífrar norðanátt-
arinnar sem hefði hjálpað til. Hann sagði að ugg
hefði sett að lögreglunni við tilkynninguna og
hefði mikill viðbúnaður verið settur af stað
vegna óhappsins.
Gunnar Örn Pétursson, varðstjóri hjá SHS,
sagði sig og fjóra félaga sína hafa farið ofan í
göngin á slökkviliðsbíl og þeim hefði í fyrstu
mætt örlítil reykjarslæða. Hefðu þeir haldið að
hugsanlegur eldur væri að kulna og því héldu
þeir áfram niður eftir göngunum. „Eftir á að
hyggja hefðum við gert aðrar ráðstafanir en
miðað við fyrirliggjandi upplýsingar, að bílar
væru fastir í göngunum, gerðum við þetta. Það
var mjög erfitt að þurfa að snúa við og mun ekki
líða okkur úr minni. Við töldum að við myndum
ekki þurfa að lenda í svona löguðu, þar sem 20
mínútur voru liðnar frá útkalli og reykurinn lítill
sem mætti okkur í fyrstu. En hann hefur verið
kröftugur blásturinn sem feykti þykka reyknum
á móti okkur.“
Morgunblaðið/Júlíus
Lögreglan í Reykjavík ásamt slökkviliði við flutningabifreiðina að lokinni reykræstingu í göngunum í gærkvöldi.
Sást ekki handa skil
vegna reykjarmökks
Mikill viðbúnaður í Hvalfjarðargöngum vegna olíuleka úr flutningabíl