Morgunblaðið - 13.03.2003, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.03.2003, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ LAUNMORÐ Í SERBÍU Tvær leyniskyttur með öfluga riffla myrtu Zoran Djindjic, for- sætisráðherra Serbíu, en hann gegndi forystuhlutverki við að steypa Slobodan Milosevic af valda- stóli fyrir tveimur árum. Í kjölfar til- ræðisins blossuðu upp áhyggjur af óstöðugleika á Balkanskaga. Höldur seldur Bræðurnir Skúli, Vilhelm og Birg- ir Ágústssynir hafa selt fyrirtæki sitt, Höld ehf., og var gengið frá kaupunum í gær. Hlutafélag í eigu nokkurra lykilstjórnenda Hölds keypti fyrirtækið. Höldur er eitt af stærstu fyrirtækjum á Akureyri. Olíufélögin vilja semja Fulltrúar olíufélaganna þriggja, Esso, Shell og Olís, hafa um skeið átt í viðræðum við fulltrúa Sam- keppnisstofnunar um sátt um þau mál félaganna sem stofnunin hefur haft til rannsóknar. Stjórn- arformaður Olís segir ljóst að félög- in hafi brotið gegn samkeppn- islögum. Afarkostir fyrir Íraka Breska ríkisstjórnin lagði í gær fram lista yfir afarkosti sem Íraks- stjórn verður að hlíta ætli hún að komast hjá stríði. Með þessu von- uðust Bretar til að höggva á þann hnút sem Íraksdeilan er komin í á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Heilir ferðalangar Frönsku ferðalangarnir sem ósk- uðu eftir aðstoð vegna fárviðris á há- lendinu inn af Eyjafirði í fyrrinótt voru alheilir þegar björgunarsveit- armenn komu að þeim í gærmorgun. Þeir hugðust ganga á skíðum að Landmannalaugum en frestuðu því um sinn enda var veðurspá ekki hag- stæð. PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F SAMGÖNGUR AFÞREYING FISKIÐNAÐUR Starfsmenn hafa verið ráðnir til starfa á nýjar skrifstofur Samskipa í Suður-Kóreu og í Kína. Mikil gróska er í afþreyingar- iðnaðinum hér á landi. Kínverjar auka stöðugt tvífrystingu á fiski á kostnað annarra landa, meðal annars Noregs. SAMSKIP/6 Í STANSLAUSRI/8 BOLFISKVINNSLAN/13 HÆKKUN vísitölu neysluverðs er meiri nú en bæði markaðsaðilar og Seðlabanki Ís- lands höfðu reiknað með, að sögn Birgis Ís- leifs Gunnarssonar seðlabankastjóra. „Við spáum auðvitað ekki frá mánuði til mánaðar en reynum að meta spána frá fyrsta ársfjórðungi síðasta árs til fyrsta ársfjórðungs í ár. Þá sýnist okkur að þetta sé aðeins hærra en gert var ráð fyrir í okk- ar spá en munar þó ekki miklu,“ segir Birg- ir Ísleifur. Hann segir að það séu útsölulok sem skýra ríflega helming hækkunarinnar nú. „Síðan heldur húsnæðisliðurinn áfram að hækka. Að þessu sinni virðist það vera vegna nýs mats á húsaleigu, sem fram- kvæmt er á þriggja mánaða fresti. Vegur þar mjög þungt hækkun á leigu félagsbú- staða í Reykjavík. En leigan á þeim hækk- aði um 8% samkvæmt þessari mælingu. Þetta sýnir að tólf mánaða vísitöluhækk- unin er 2,2% en Kjarnavísitala 1, sem er vísitala neysluverðs án búvöru, grænmetis, ávaxta og bensíns, hækkar um 2,65% sl. 12 mánuði en Kjarnavísitala 2, sem er kjarna- vísitala 1 án opinberrar þjónustu, hækkar um 2,3% á sama tímabili,“ segir Birgir Ís- leifur. Að mati Seðlabankans sýnir hækkun vísi- tölunnar nú að það sé ekki rétt sem haldið hefur verið fram í opinberri umræðu, og Seðlabankinn gagnrýndur fyrir, að vera að berjast við verðbólgu sem alls ekki sé til staðar. „Ég held að það sé alveg ljóst að það er einhver verðbólga í pípunum og okkar er að halda henni sem næst verðbólgumark- miði Seðlabankans sem er 2,5%,“ segir Birgir Ísleifur. Hann segir að alltaf þurfi að hafa fyrir- vara um mælingar á jafn stuttu tímabili, eða einum mánuði. „Heldur meiri hækkun vísitölunnar nú í mars en undanfarin ár get- ur bent til þess að það sé meiri eftirspurn í gangi þannig að menn þori að hækka meira í samkeppninni en ella. Það er ýmislegt fleira sem bendir til þess, m.a. aukin greiðslukortavelta.“ Birgir Ísleifur segir að svo virðist sem undirliggjandi eftirspurn- araukning eða bjartsýni ríki í þjóðfélaginu. „Það er ekkert annað en gott um það að segja en sýnir þó að það verður að hafa var- ann á varðandi verðbólguna.“ V E R Ð B Ó L G A N Meiri hækkun en spáð var Húsaleiguhækkun Félagsbústaða vegur þungt VÍSITALA neysluverðs hækk- aði um 1,08% frá fyrra mánuði sem er töluvert meiri hækkun en fjármálafyrirtækin höfðu spáð, en spár þeirra voru á bilinu 0,4–0,6%. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 1,11% frá fyrra mán- uði. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,2% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 0,9%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neyslu- verðs hækkað um 1,3% sem jafn- gildir 5,1% verðbólgu á ári, sam- kvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Mestu munar um hækkun á verði á fötum og skóm í kjölfar vetrarútsala. Hækkunin nam 12,9% milli mánaða eða sem svar- ar 0,63% hlutdeild í heildarhækk- un. Verð á bensíni og dísilolíu hækkaði um 5,1% sem gerir 0,19% hlutdeild í heildarhækkun vísitöl- unnar. Eins hækkaði markaðs- verð á húsnæði og húsaleiga um 1,2% eða sem svarar til 0,15% af heildarhækkun. Styrkingar gætir ekki Ólafur Darri Andrason, deildar- stjóri hagfræðideildar Alþýðu- sambands Íslands, segir hækk- unina vera heldur meiri en búist hafi verið við. Helstu skýringuna er að finna í útsölulokum á fatnaði og skóm líkt og yfirleitt í mars- mánuði. „Það sem stingur svolítið í augun að húsnæðisliður vísitöl- unnar hækkar sem skýrist annars vegar af því að húsaleiga er að hækka, að hluta til vegna hækk- unar hjá Félagsbústöðum en einn- ig hækkar reiknuð húsaleiga sem er í raun staðgreiðsluverð hús- næðis.“ Ólafur Darri tekur sem dæmi um aðrar hækkanir verðhækkun á bensíni og olíum og einnig hús- gagnaverð en skýringin er sú að þau lækkuðu í síðasta mánuði og lækkunin er því að ganga til baka. „Við erum enn með lága 12 mán- aða verðbólgu eða 2,2% sem er undir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans sem eru 2,5%. Síðan veldur ákveðnum vonbrigðum að styrking krónunnar virðist ekki halda aftur af hækkunum nú en gengið hefur verið að styrkjast frá áramótum,“ segir Ólafur Darri. Hannes Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir að hækkun vísi- tölunnar nú sé talsvert meiri en Samtök atvinnulífsins hafi búist við og komi á óvart. „Hækkunina má rekja til fárra stórra breytinga og augljósast eru útsölulok og miklu meiri kraftur í þeim en gert hafi verið ráð fyrir. Undanfarna mánuði hefur þessi liður lækkað meira en undanfarin ár og töldum við að þar væri um að ræða blönd- uð áhrif af gengishækkunum og útsöluáhrifum. Það virðist eins og að áhrif gengishækkunarinnar skili sér ekki inn að þessu sinni,“ segir Hannes. Hann segir enn mikla hækkun á húsnæðisliðnum af völdum mikill- ar eftirspurnar en þar megi einnig sjá áhrif lækkunar ávöxtunarkröf- unnar sem komi fram sem hækk- un á staðgreiðsluverði á húsnæði. „Vísitalan byggist á staðgreiðslu- verði og peningagreiðslan kann að breytast þó svo að markaðsverðið sem slíkt breytist ekki eins mikið. Hækkun eldsneytisverðs er nátt- úrlega af alkunnum ástæðum. Þessir þrír liðir hafa mest áhrif til hækkunar en matvælaverð hefur hins vegar lækkað,“ segir Hannes. Í Morgunpunktum Kaupþings segir að meðaltalshækkun vísitölu neysluverðs í marsmánuði síðast- liðin tíu ár sé 0,3%. „Það er því ljóst að hækkunin nú er vel yfir meðaltalshækkun marsmánaðar og þarf að leita aftur til 1989 til að finna meiri hækkun í marsmánuði. Þetta er sérstaklega athyglisvert með tilliti til mikillar styrkingar krónunnar að undanförnu sem ætti að halda aftur af hækkunum á innfluttum varningi. Innfluttar vörur hækkuðu um nærri 3% í mánuðinum og er athyglisvert að verð innfluttra vara hefur verið óbreytt undanfarna 12 mánuði. Virðist því sem mikil styrking krónunnar hafi ekki haft veruleg áhrif á verðlag innfluttra vara. Þetta kemur verulega á óvart,“ að því er segir í Morgunpunktum Kaupþings. Skörp hækk- un vísitölu neysluverðs Útsölulok skýra ríflega helming hækkunar vísitölunnar um 1,08% í marsmánuði                            $%"   "&'()  %"& '()  "*!'+',, & ' ()  - # '!.+/./& '() $*+   !"&'() $,-   &'() $'  . /   " " &,()  - 01 , & '() $   /+ ! ".0 0&()  .& '() $ +   "&,() $-+.    "&()  2 +,+ & ' () $1   2 &,() $#    + &,() $%+  &$()  +  +  " ". &() 3." 4  "&() !"#$%&% '()"&* (+," -./ 5$ $'( 012 $$( 5$ 3 ' ( 6$ 6 6$ 5$ 6$'(  3 ' ( 6 6,( 3' 5$ 3 '( 3 '(  Miðopna: Í stanslausri leit að skemmtun Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 36 Erlent 16/19 Minningar 40/44 Höfuðborgin 22 Dans 46 Akureyri 23 Bréf 48/49 Suðurnes 24 Dagbók 50/51 Landið 25 Íþróttir 52/55 Neytendur 26 Fólk 56/61 Listir 27/30 Bíó 58/61 Menntun 29 Ljósvakamiðlar 62 Forystugrein 32 Veður 63 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir póstlisti frá Stasíu. Póstlist- anum er dreift um allt land. TÆPLEGA 200 litlir fætur fóru saman á stjá í Háaleitishverfi í Reykjavík í gær þegar nærri 100 börn í leikskólanum Austurborg röltu sem leið lá niður í Borgarleikhús til að horfa á leik- sýninguna Stígvélaða köttinn. Krílunum finnst sjálfsagt ekki dónalegt að hafa heilt leikhús í göngufæri frá leikskólanum sínum enda mikil tilbreyting frá amstri hversdagsins að heim- sækja svoleiðis menningarstofnun. Það er þó vissara að vera vel skóaður, eins og kötturinn knái í sýningunni, þegar leggja á upp í leiðangra sem þessa. Morgunblaðið/Kristinn Skundað á fund stígvélaða kattarins TVÆR Boeing 737-flugvélar, sem notaðar verða í leiguflug frá Bret- landi, bætast í flota Íslandsflugs í lok mánaðarins og verður félagið þá alls með þrettán vélar í rekstri. Þarf að ráða um 60 starfsmenn á þessar nýju vélar. Ómar Benediktsson fram- kvæmdastjóri segir að að megninu til verði ráðnir starfsmenn sem bú- settir eru í Bretlandi en nokkrir Ís- lendingar verði einnig ráðnir til starfa í verkefnið. Ómar segir að þegar sé búið að selja það mikið af ferðum að áhafn- irnar á vélunum tveimur muni hafa yfirdrifið nóg að gera þá tuttugu mánuði sem verkefnið stendur. Um svokallaða blautleigu er að ræða, en það þýðir að Íslandsflug sér um rekstur og viðhald vélanna auk þess að manna þær með starfsfólki sínu. Ómar segir að nú sé verið að ráða um 60 starfsmenn; flugmenn, flugfreyj- ur og flugþjóna, flugvirkja og stöðv- arstjóra. Fáir Íslendingar ráðnir „Ég veit ekki hversu hátt hlutfall Íslendinga verður en þeir verða mjög fáir. Að megninu til verða þetta útlendingar sem eiga heima á þessu svæði. Það liggja alltaf á annað hundrað umsóknir hjá okkur um starf hjá fyrirtækinu þannig að það verður ekki erfitt að manna þetta,“ segir Ómar. Þegar nýju vélarnar tvær verða komnar í loftið verður Íslandsflug alls með þrettán vélar á sínum snær- um, þar af þrjár sem fljúga á Íslandi. Íslandsflug rekur sjö Boeing 737- vélar, sem taka 148 til 170 farþega, fjórar Airbus 300/600R-fraktvélar og tvær 19 sæta Dornier-vélar sem notaðar eru í innanlandsflug. Ómar Benediktsson segir að Ís- landsflug sé í heildina heldur meira í fraktflugi en farþegaflugi, þar af með eina fraktvél sem flýgur til og frá Keflavík. Dornier-vélarnar tvær, sem notaðar eru í innanlandsflug, fljúga til Bíldudals, Sauðárkróks, Gjögurs, Hornafjarðar og Vest- mannaeyja. Íslandsflug tekur tvær Boeing-vélar á leigu MÆLINGAR Vegagerðarinnar á ökuhraða á þjóðvegum landsins sýna verulega aukningu ökuhraða á und- anförnum árum. Vísbendingar eru þó komnar fram um að dregið hafi úr aukningunni á allra síðustu árum. Þetta kemur fram í skýrslu sam- gönguráðherra um framkvæmd vegaáætlunar 2002. Vegagerðin mælir hraða fólksbíla í km/klst. þar sem akstur er óþving- aður af annarri umferð. Reiknaður er bæði meðalhraði allra bíla og svo- nefndur „85% hraði“, sem er sá hraði sem 85% af bílunum halda sig innan. Meðalhraði bíla á Hellisheiði var 96,6 km/klst. í fyrra og „85% hraðinn“ mældist 105,6 km/klst. Til saman- burðar var meðalhraði á Hellisheiði árið 1987 87,9 km/klst. Mælingar sýna aukinn ökuhraða ÍSLENSKA ríkið var í gær dæmt til að greiða lögreglumanni 104.400 krónur í þjáningabætur vegna meiðsla sem hann hlaut þegar stór og þung járnstöng úr grindverki sem umlykur port lögreglustöðvar- innar við Hverfisgötu losnaði og féll á höfuð hans. Lögreglumanninum höfðu áður verið greiddar slysa- tryggingabætur vegna slyssins. Atvikið átti sér stað á miðjum vinnudegi í ágúst 1997 en lögreglu- maðurinn var þá ásamt þremur öðr- um á leið á fund sem yfirmaður deildarinnar hafði boðað til í Rúg- brauðsgerðinni. Maðurinn féll við þegar járnstöngin féll fyrirvara- laust á hann og hlaut skurð á enni. Eftir höggið fann hann fyrir þyngslum í höfði, höfuðverk og ein- beitingarleysi. Niðurstaða örorku- matsnefndar var að hann hefði ekki hlotið varanlega örorku vegna slyssins. Lögreglumaðurinn byggði bótakröfu sína fyrst og fremst á því að í 30. grein lögreglulaganna kem- ur m.a. fram að ríkissjóður skuli bæta lögreglumönnum líkamstjón sem þeir verða fyrir vegna starfs síns. Þessu hafnaði ríkið með þeim rökum að skilyrði fyrir bótum skv. þessari grein sé að lögreglumaður- inn verði fyrir tjóni vegna starfs síns s.s. ef hann slasast í handalög- málum við handtöku. Ekki sé nægj- anlegt að hann slasist í vinnutíma. Kristjana Jónsdóttir héraðsdóm- ari hafnaði mótbárum ríkisins og dæmdi það til að greiða manninum þjáningabætur ásamt vöxtum og málskostnaði. Lögmaður lögreglumannsins var Kristján B. Thorlacius hdl. en Sig- mundur Hannesson hrl. flutti málið f.h. íslenska ríkisins. Lögreglumanni dæmdar bætur Fékk járnstöng í höfuðið á leið á fund ÞINGMENN stjórnarandstöðu- flokkanna á Alþingi sögðu m.a. í eld- húsdagsumræðum á Alþingi í gær- kvöld að samstarf núverandi ríkis- stjórnarflokka væri gengið sér til húðar en þingmenn stjórnarflokk- anna sögðu m.a. að ríkisstjórnin skil- aði traustu búi; árangur ríkisstjórn- arinnar í stjórnun efnahagsmála hefði til að mynda verið einstakur. Sögðu þeir m.a. að kaupmáttur hefði aukist og að skattar hefðu verið lækkaðir. Eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi í gærkvöld en hver þing- flokkur fékk 22 mínútur í um- ræðunni. Auk þess fékk Kristján Pálsson, þingmaður utan flokka, 11 mínútur til umráða. Þingmenn komu víða við í ræðum sínum í gær. M.a. var rætt um fisk- veiðistjórnarkerfið. Bryndís Hlöð- versdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði að engin sátt yrði um stjórnkerfi fiskveiða fyrr en eignarhaldsfyrirkomulagið á kvótanum yrði afnumið. Árni R. Árnason, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, lagði hins vegar áherslu á að sjávarútvegsráðherra hefði lagt sig fram um að ná sátt um stjórn- kerfi fiskveiða. „Löggjöfin kveður nú með óyggjandi hætti á um sameign þjóðarinnar á auðlindinni í hafinu.“ Segir þjóðina þurfa að snúa við blaðinu Sverrir Hermannsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði m.a. að Íslendingar þyrftu að snúa við blaðinu í næstu kosningum og leysa núverandi ráðstjórn frá völdum; skila þyrfti þjóðinni aftur frelsi til orða og athafna. Halldór Ásgríms- son, formaður Framsóknarflokksins, sagði mikilvægt að viðhalda stöðug- leikanum sem nú væri í þjóðfélaginu. Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs lögðu m.a. áherslu á mikilvægi velferðarmála. Segja ríkið skila góðu búi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.