Morgunblaðið - 13.03.2003, Side 8

Morgunblaðið - 13.03.2003, Side 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þvílík undur og ósköp. Kynningardagur í Flensborg Húsið verður iðandi af lífi SÉRSTAKUR kynn-ingardagur Flens-borgarskólans í Hafnarfirði verður næst- komandi laugardag, 15. mars, og verður húsið opn- að klukkan 12.30. Magnús Þorkelsson, aðstoðar- skólameistari í Flensborg, er ásamt fleirum í forsvari fyrir kynningardaginn og svaraði hann nokkrum spurningum. – Fitjið þið upp á þessu árlega? „Svona kynningardagar hafa verið haldnir áður, en ekki síðustu árin. Ástæðan fyrir því að við tökum upp á því að halda kynningar- dag í skólanum núna er sú, að skólinn átti 120 ára af- mæli síðastliðið haust og töldum við að í tilefni af því væri nauðsynlegt að gera eitt og annað til hátíðarbrigða. Við vorum hins vegar nokkuð heft síðasta haust vegna þess að þá stóð hér yfir margvísleg viðhalds- og viðgerð- arvinna og ekki þverfótandi fyrir iðnaðarmönnum í húsinu. Við héldum því dálitla hátíð fyrir okk- ur sjálf, nemendur og kennara og frestuðum öllum stærri uppákom- um. Núna hefur hins vegar hægst um í húsinu og því tilvalið að hafa þennan kynningardag.“ – Sem er þá fyrir fleiri heldur en bara ykkur nemendur og kenn- ara? „Já, einmitt. Núna viljum við aðallega kynna skólann okkar fyr- ir foreldrum og nemendum í skól- um bæjarins, í raun fyrir bæj- arbúum almennt og það væri líka gaman að sjá eitthvað af fólki úr nærliggjandi sveitarfélögum. Það eru allir velkomnir á meðan hús- rúm leyfir.“ – Hvað er það sem þið eruð að kynna, fyrir utan að þið eruð framhaldsskóli? „Hér er afar öflug og fjölbreytt starfsemi og m.a. munum við sýna og kynna ýmsar nýjungar í starfi okkar. Sem dæmi um það er upp- lýsinga- og fjölmiðlunarbraut og tæknibraut. Ýmsar merkilegar breytingar til batnaðar hafa auk þess verið gerðar á ýmsum öðrum brautum. Þá hefur aðstaða til allr- ar kennslu verið að stórbætast á síðustu misserum t.d. á sviði tölvuvæðingar. Varðandi fyrr- greinda upplýsinga- og fjölmiðla- braut má geta þess að í skólanum er nú sérhannað stúdíó fyrir út- varps- og sjónvarpsútsendingar svo og öll aðstaða til vinnslu með vefmiðlum. Hópur nemenda við skólann er nú á fullri ferð við nám á þessu sviði. Það má geta þess, að á dagskrá okkar á laugardaginn er heimsókn menntamálaráð- herra Tómasar Inga Olrich sem ætlar að opna fjölmiðladeildina formlega. Af því tilefni verður kynntur samstarfssamningur skólans og bæjaryfirvalda um út- varpsútsendingar frá bæjar- stjórnarfundum og hugsanlega fleiri atburðum í fram- tíðinni.“ – Og fleira? „Já, mun fleira. Að auki verður skólinn ið- andi af lífi, en einstakar kennslugreinar verða með kynn- ingar og uppákomur á eigin veg- um í skólastofum, en endurbætur á tækjabúnaði eru ekki hvað síst í stofunum. Kynningar verða á námsgreinum og námsleiðum, ráðgjafar verða til staðar og fleira mætti nefna. Félagslífið í skólan- um verður kynnt. Í því skini mun til dæmis leiklistarfélag skólans verða með kynningu á starfsemi sinni og kór skólans verður með dagskrá.“ – Það er sum sé af mörgu að taka? „Heldur betur. Í Flensborgar- skóla hefur margt verið að gerast á umliðnum árum, bæði hvað varðar uppbyggingu skólastarfs og innihald þess, sem og tækja- búnað eins og ég gat um áðan. Skólinn er nú frábærlega búinn hvað varðar allan tölvubúnað, raungreinaaðstöðu, fjölmiðlaað- stöðu og margt fleira auk þess sem kennarar margir hverjir nýta sér netið kerfisbundið með eigin kennsluvefjum. Þá er í skólanum þráðlaust netkerfi og nemendum er tryggður aðgangur að gögnum sínum, vefsvæðum og pósti með opnum tölvuverum. Kennarar hafa einnig góða aðstöðu til að stunda fjarvinnslu.“ – Svo verður kynntur þarna nýr bæklingur? „Við höfum nýlega lokið við gerð nýs kynningarbæklings sem unninn var í samvinnu við auglýs- ingastofu hér í bæ. Í bæklingnum er starfsemi skólans kynnt ýtar- lega, en ekki aðeins með hefð- bundnum hætti. Uppsetning efnis var með augum tíundu bekkinga sem myndu vilja sjá heildarmynd- ina, þ.e. ekki aðeins að þeir væru að eyða hér nokkrum árum, held- ur jafnframt hvað tæki við. Í bæklingnum eru á myndrænan og skemmtilegan hátt dregnar upp dæmisögur og einstökum nem- endum fylgt sem fara í gegnum skólann og áfram í há- skólanám.“ – Erum við að gleyma einhverju? „Ég vil endilega koma því að að við þetta tækifæri fer fram tilnefning sigurvegara í stærðfræðikeppni í skólum Hafnarfjarðar og afhend- ing verðlauna. Hátt í 300 krakkar tóku þátt í keppninni sem er liður í stærri keppni þar sem þátt taka skólar á Selfossi, á Akranesi, í Keflavík, Kópavogi og nokkrum skólum í Reykjavík. Flensborgar- skóli sá um skipulagningu keppn- innar í Hafnarfirði.“ Magnús Þorkelsson  Magnús Þorkelsson er fæddur í Reykjavík 10.október 1957. Hann er menntaður í forn- leifafræði og sögu frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Nott- ingham. Kenndi við Flensborg- arskóla 1981–84 og við Mennta- skólann við Sund 1984–98. Var þá ráðinn á ný til Flensborg- arskóla sem aðstoðarskólameist- ari. Maki er Sigríður Gunnlaugs- dóttir aðstoðarskólastjóri Setbergsskóla og eiga þau þrjú börn, Gunnlaug, Ástu Sigrúnu og Þorkel. …þá er í skól- anum þráð- laust netkerfi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.