Morgunblaðið - 13.03.2003, Side 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 11
GUÐLAUGSSUNDIÐ var þreytt í
19. sinn í sundlaug Vestmanna-
eyja í gærmorgun en það er synt
til minningar um afrek Guðlaugs
Friðþórssonar sem synti í land
eftir að togbáturinn Hellisey sökk
um sex kílómetrum austur af
Heimaey rétt fyrir miðnætti 11.
mars árið 1984. Guðlaugur komst
við illan leik til byggða um klukk-
an 7 morguninn eftir.
Nemendur í Stýrimannaskól-
anum í Vestmannaeyjum minntust
afreksins með því að efna til Guð-
laugssunds en eftir að skólinn var
aflagður hefur Friðrik Ásmunds-
son, fyrrverandi skólastjóri, boð-
að til sundsins og fengið hóp fólks
með sér. Upphaflega syntu þátt-
takendur í jafnlangan tíma og
Guðlaugur eða rúmar sex klukku-
stundir. Nú syndir hver þátttak-
andi 6.000 metra en talið er að
Guðlaugur hafi synt nákvæmlega
5.940 metra. Sundið hófst klukk-
an 4 í gærmorgun og tóku fimm
krakkar úr sunddeild ÍBV þátt og
synti hver um sig 240 ferðir í
lauginni. Ein þrettán ára stúlka
var eina klukkustund og 39 mín-
útur að því. Þá starfsmenn
Íþróttamiðstöðvarinnar í Eyjum,
sex konur og einn karl. Skiptu
konurnar einu sundi á milli sín og
synti hver því 40 ferðir en karlinn
synti fullt sund.
Magnús Kristinsson, útgerðar-
maður í Vestmannaeyjum, hefur
tekið þátt í fimm Guðlaugs-
sundum en hann setti persónulegt
met í morgun og fór sundið á
tveim klukkustundum og 27 mín-
útum, sem telst gott af manni á
hans aldri. Jóhann Halldórsson
útgerðarmaður, sem nýlega varð
60 ára, tók þátt í fyrsta sinn og
þreytti sundið á 2 klukkustundum
og 33 mínútum sem er mjög gott.
Kristján Gíslason, stjórnar-
formaður Eykis, kom frá Reykja-
vík gagngert til að taka þátt í
sundinu en hann hóf sundið
klukkan 9 í gærmorgun og lauk
sundinu á vel innan við tveimur
tímum, en þess ber að geta að
hann notaði ekki fæturna til að
knýja sig áfram í lauginni.
Allir þátttakendur fá við-
urkenningarskjöl fyrir þátttök-
una.
Guð-
laugs-
sundið
þreytt í
19. sinn
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Hluti af þátttakendum sem þreyttu 19. Guðlaugssundið í sundlaug Vestmannaeyja í gær.
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
BÚNAÐARBANKI Íslands ákvað í
gær að falla frá ákvörðun um gjald-
fellingu á 350 milljóna króna láni til
Norðurljósa samskiptafélags hf.
Búnaðarbanki og Norðurljós hafa
farið yfir skilmála lánsins og rekstr-
arstöðu og segir í sameiginlegri yf-
irlýsingu frá þeim að í ljósi verulegs
afkomubata félagsins og að sam-
bankalán Norðurljósa sé í fullum
skilum telji bankinn að þær forsend-
ur sem lágu til grundvallar gjaldfell-
ingunni á sínum tíma séu ekki lengur
fyrir hendi. Norðurljós mun greiða
vaxtagreiðslur og afborganir af lán-
inu í samræmi við skilmála þess.
Þá segir að samhliða þessu hafi
orðið að samkomulagi milli beggja
aðila að falla frá öllum málarekstri
fyrirtækjanna hvors á hendur öðru
sem rætur eigi að rekja til umræddr-
ar gjaldfellingar.
Í tilkynningunni segist Árni Tóm-
asson, bankastjóri Búnaðarbanka,
vera ánægður með að þessu máli
skuli lokið: „Fyrir bankanum vakti
frá upphafi að tryggja hagsmuni sína
sem lánveitanda. Við teljum að með
þeim umskiptum sem orðið hafa í
rekstri Norðurljósa og bættri
rekstrarstöðu félagsins séu allar
horfur á að það nái að standa í skilum
með umrætt lán.“
Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri
Norðurljósa, segist fagna því að nið-
urstaða skuli komin í málið: „Norð-
urljós hafa ávallt verið reiðubúin til
að standa við skilmála umrædds láns
og fagna því að fá nú tækifæri til
þess. Með þessu má segja að endi sé
bundinn á það erfiðleikatímabil sem
fyrirtækið gekk í gegnum á síðasta
ári og öll skuldamál félagsins komin í
betra horf.“
Búnaðarbankinn og
Norðurljós semja
Sambanka-
lán verður
ekki
gjaldfellt
HÓPUR þekktra Íslendinga hefur
bundist samtökum um að mótmæla
spillingu, sérhyggju og óhæfilegri
skattheimtu hér á landi og hvetja
fleiri til að ganga í lið með sér. Að
sögn Guðmundar G. Þórarinssonar,
verkfræðings og fyrrverandi alþing-
ismanns, er ekki um nýtt framboð
til alþingiskosninga að ræða á þessu
stigi, hvað sem síðar kann að verða.
„Þetta er fólk sem stendur upp
og segir nei. Það er að mótmæla
þeirri þjóðfélagsþróun sem við höf-
um verið að horfa upp á á síðustu
misserum þar sem verðmæti þjóð-
arinnar eru að safnast á örfárra
hendur, annars vegar beinlínis fyrir
tilstilli stjórnvalda með gjafakvóta,
og hins vegar vegna þess að þau
hafa ekki megnað að setja lög og
reglur á fjármálamarkaði,“ segir
Guðmundur.
Í ávarpi undirritaðra segir m.a.:
Að stjórnvöld hafi látið hjá líða að
gæta hagsmuna almennings og
stuðlað þannig að því að fámennir
sérhópar sölsi undir sig verðmæti
sem þjóðin á.
Að stjórnvöld sinni ekki skyldu
sinni að móta löggjöf til að tryggja
réttlátar leikreglur á fjármálamark-
aði með þeim afleiðingum að fá-
mennir hópar afli sér valda og
áhrifa í skjóli almannafjár og sér-
aðstöðu.
Að verð á nauðsynjum og lánsfé
sé hér of hátt vegna þess að stjórn-
völd móti ekki eðlilegt samkeppn-
isumhverfi.
Að stjórnvöld hafi vanrækt þá
skyldu sína að stuðla að sátt meðal
þjóðarinnar um jafnvægi milli land-
nýtingar og landverndar.
Að það hafi verið hrapalleg mis-
tök að afhenda fámennum hópi út-
valinna aðganginn að fiskimiðunum,
sem metinn er á að minnsta kosti
300 milljarða króna.
Að við úthlutun veiðiréttar hafi
ekki verið gætt ákvæða stjórnar-
skrár um jafnræði og atvinnufrelsi.
Guðmundur G. Þórarinsson
verkfræðingur.
Ingi Björn Albertsson, fyrrv.
alþingismaður.
Jón Magnússon hrl.
Lúðvík Emil Kaaber hdl.
Sigurður Kristjánsson, fyrrv.
kaupfélagsstjóri.
Tryggvi Agnarsson hdl.
Valdimar H. Jóhannesson
framkvæmdastjóri.
Flosi Ólafsson leikari.
Kristín Björg Knútsdóttir kennari.
Hilmar Viktorsson viðskiptafræðingur.
Kristjana Samper myndlistarmaður.
Bárður G. Halldórsson.
Konráð Adolphsson viðskiptafræðingur.
Stefán Benediktsson, fyrrv. alþingismaður.
Sveinn Tryggvason, fyrrv. fiskverkandi.
Jón Kristjánsson fiskifræðingur.
Ólafur Flosason tónlistarkennari.
Halldór Bjarnason framkvæmdastjóri.
Baltasar Samper myndlistarmaður.
Sigrún Hv. Magnúsdóttir félagsráðgjafi.
Albert Tómasson, fyrrv. flugstjóri.
Sigurður Runólfsson vélvirkjameistari.
Bubbi Morthens tónlistarmaður.
Guðmundur Ingólfsson framkvæmdastjóri.
Hlöðver Ólafsson framkvæmdastjóri.
Kristján Örn Jónsson rafvirkjameistari.
Ólafur Stephensen verslunarmaður.
Guðbjartur Halldórsson sölustjóri.
Gísli G. Jóhannsson sölumaður.
Guðmundur R. Jóhannsson
skrifstofumaður.
Einar Axelsson tæknifræðingur.
Sigurður Konráðsson kerfisfræðingur.
Sigríður Guðmundsdóttir ferðafræðingur.
Guðmundur G. Halldórsson, Húsavík.
Magnús Theódór Magnússon, Teddi,
myndlistarmaður.
Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri.
Guðmundur Jón Guðjónsson,
grafískur hönnuður.
Ríkharður Örn Pálsson tónlistarmaður.
Hjálmar Diego Harðarson kerfisfræðingur.
Sigurður A. Magnússon rithöfundur.
Mótmæla spill-
ingu og óhæfi-
legri skattheimtu
ÞRÍR bílar fóru út af veginum um
Hálfdán í gær á kafla þar sem veg-
urinn liggur hæst. Þar hafði safnast
töluverður krapi í slæmu veðri, sem
gerði seinni part nætur og um
morguninn. Enginn slasaðist.
Fyrst fór út af lögreglubíll frá
Patreksfirði, sem lenti á hvolfi og
er töluvert skemmdur. Bifreið frá
Vegagerðinni var næst til að renna
til í krapanum og fara á hliðina.
Skemmdir á þeim bíl eru ekki mikl-
ar. Loks náði ökumaður sendibíls
með snarræði að bjarga því að ferð
hans endaði á hliðinni úti í snjó-
skafli.
Ljósmynd/SVG
Út af vegi um Hálfdán
Patreksfirði. Morgunblaðið.
ÁGÚST Ásgeirsson, formaður hnefa-
leikanefndar ÍSÍ, hefur sagt af sér
sem formaður nefndarinnar.
Ástæðuna segir hann vera ákvörðun
forsvarsmanna Hnefaleikafélags
Reykjavíkur í nefndinni að hunsa
eigin samþykktir og marggefin lof-
orð um að efna ekki til keppni í tveim-
ur greinum bardagaíþrótta, Muay
Thai og frjálsum bardaga, á móti sem
fram fór í Laugardalshöll sl. laugar-
dag.
Í bréfi sem Ágúst ritar formanni
ÍSÍ segir að hnefaleikanefndin hafi
rætt málið á tveimur fundum í febr-
úar en á þeim báðum hafi komið fram
mikil andstaða við keppni í þessum
greinum og því lýst yfir að leyfi til
mótshaldsins væri bundið af því að
einungis væri keppt í ólympískum
hnefaleikum á mótinu. Á seinni fund-
inum hafi nefndin samþykkt einróma
að ekki yrði keppt í öðrum greinum 8.
mars.
„Það er síðan persónuleg skoðun
mín að keppni í Muay Thai varði við
landslög nr. 92 frá 1956 um bann við
keppni og sýningum á hnefaleik,“
segir Ágúst m.a. í bréfi til forseta
ÍSÍ.
Ágúst segir að nefndarmaður og
formaður HR hafi gert tilraun til að
sverja bardagana umdeildu af sér í
tölvupósti. Óumdeilt sé hins vegar að
hann leigði Höllina til þessarar
kvöldstundar í nafni HR.
Að sögn Stefáns Snæs Konráðs-
sonar, framkvæmdastjóra ÍSÍ, verð-
ur málið rætt á stjórnarfundi á ÍSÍ á
morgun. Hann bendir á að ÍSÍ hafi
stutt frumvarp um að leyfa ólymp-
íska hnefaleika á þeim rökum að þeir
væru öruggari en hefðbundnir hnefa-
leikar.
Erum leiðir
„Við teljum í framkvæmdastjórn-
inni, og meirihluti hnefaleikanefndar,
að með því að vera að blanda svona
greinum saman sé verið að skemma
hugsanlega fyrir framtíðaruppbygg-
ingu hnefaleikaíþróttarinnar. Við er-
um leiðir yfir þessu og skiljum vel
ákvörðun Ágústar,“ segir Stefán.
Formaður hnefaleikanefndar ÍSÍ tilkynnir um afsögn sína
Efnt til keppni í Muay
Thai þvert á gefin loforð
♦ ♦ ♦
UNGUR ökumaður ók bifreið sinni á
160 km hraða eftir Sæbrautinni í
fyrrinótt en hámarkshraði á þessum
slóðum er 60 km/klst. Lögreglan í
Reykjavík stöðvaði hann og má hann
búast við að verða sviptur ökurétt-
indum og að þurfa að greiða dágóða
sekt fyrir hraðaksturinn og fyrir að
vera með útrunnið ökuskírteini.
Í reglugerð um sektir vegna um-
ferðarlagabrota er ekki gert ráð fyr-
ir slíkum ofsaakstri. Sektarviðmið
nær aðeins upp í 140 km hraða á veg-
um þar sem hámarkshraði er 60 km/
klst. Sekt við slíku er 70.000 krónur
og svipting í þrjá mánuði.
100 km yfir
hámarkshraða