Morgunblaðið - 13.03.2003, Side 18

Morgunblaðið - 13.03.2003, Side 18
ERLENT 18 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ZORAN Djindjic, sem í gær var ráðinn af dögum í Belgrad, lék lyk- ilhlutverk í mótmælaaðgerðunum sem urðu til þess að Slobodan Mil- osevic, þáverandi forseti Júgóslav- íu, hrökklaðist frá völdum í októ- ber 2000. Það var jafnframt Djindjic sem framseldi Milosevic til stríðsglæpadómstólsins í Haag í Hollandi snemma árs 2001 en Djindjic vissi sem var að með því að framselja Milosevic yrði líklegra að Vesturveldin veittu Serbíu þá efnahagsaðstoð, sem svo sárlega vantaði. Djindjic, sem hafði verið for- sætisráðherra Serbíu frá því í janúar 2001, var skotinn tvisvar sinnum í brjóstið fyrir framan stjórnarráðið serbneska um hádeg- isbilið að ísl. tíma. Fullyrt er að tveir menn hafi verið handteknir vegna tilræðisins. Grunur lék á því í febrúar að Djindjic, sem var fimmtugur að aldri, hefði verið sýnt banatilræði þegar flutninga- bíll beygði skyndilega í veg fyrir bílalest forsætisráðherrans í Bel- grad. Naumlega tókst að afstýra árekstri og Djindjic gerði lítið úr málinu síðar og sagði að ekkert myndi stöðva lýðræðisumbætur í landinu. Baráttumaður fyrir lýðræði „Ef einhver heldur að hægt sé að stöðva umbótaþróunina með því að ryðja mér úr vegi, þá er það mikill misskilningur,“ sagði Djindj- ic þá. Taldi hann líklegt að málið tengdist tilraunum stjórnvalda til að uppræta skipulagða glæpastarf- semi. Djindjic fæddist í Bosanski Sam- ac, sem nú tilheyrir serbneska hlutanum í Bosníu. Strax á áttunda áratugnum, þegar Tító var enn á lífi og réð ríkjum í gömlu Júgó- slavíu, tók Djindjic þátt í baráttu lýðræðisafla í landinu. Mátti hann fyrir vikið dúsa í fangaklefa um nokkurra mánaða skeið. Síðar fór hann í útlegð, bjó um árabil í Þýskalandi og náði sér þar í dokt- orsgráðu í heimspeki. Hann sneri síðan aftur til Júgóslavíu, kenndi heimspeki í Belgrad og hóf afskipti af stjórnmálum á nýjan leik 1989 þegar hann átti hlut að stofnun Demókrataflokksins svonefnda. Frá 1990 átti hann sæti á serb- neska þinginu og varð leiðtogi Demókrataflokksins skömmu síðar. Djindjic varð hins vegar fyrst þekktur svo um munaði árið 1996 þegar hann var í forystu þeirra sem um þriggja mánaða skeið stóðu fyrir fjöldamótmælum gegn stjórn Milosevics. Milosevic sat hins vegar sem fastast og mótmæl- in fjöruðu út. Djindjic var borgarstjóri í Bel- grad um skeið 1996 og var áfram í forystusveit stjórnarandstæðinga undir lok valdatíma Milosevics. Í forsetakosningunum í Júgóslavíu árið 2000 studdi hann annan bar- áttumann fyrir lýðræði, Vojislav Kostunica, og í sameiningu tókst þeim að koma Milosevic frá völd- um. Þá Djindjic og Kostunica greindi hins vegar mjög á um hvernig best skyldi haldið á málum Serbíu og Júgóslavíu og olli ágreiningur þeirra því að umbætur í efnahags- og félagsmálum hafa gengið hægt. Naut ekki alþýðuhylli Margir í Júgóslavíu höfðu horn í síðu Djindjic en hann var ákafur talsmaður umbóta og samstarfs við Vesturlönd. Hann leit svo á að Serbía yrði að taka upp náin tengsl við vestræn ríki og vildi sýna stríðsglæpadómstóli Sameinuðu þjóðanna samvinnu. Hann beitti sér m.a. fyrir því að Milosevic var handtekinn og síðan framseldur til Haag þar sem hann er nú fyrir rétti ákærður um stríðsglæpi og þjóðarmorð í Bosníu-stríðinu 1992– 1995. Margir urðu til að gagnrýna Djindjic fyrir þetta, þ.á m. Kost- unica. Djindjic naut ekki heldur mikilla vinsælda meðal almennings enda fannst mörgum hann of hallur und- ir Vesturveldin, einkum eftir loft- árásir Atlantshafsbandalagsins á Júgóslavíu 1999. Erfitt efnahags- ástand olli því jafnframt að margir efuðust um umbótaáætlanir for- sætisráðherrans. Zoran Djindjic, forsætisráðherra Serbíu, skotinn til bana fyrir framan stjórnarráðið í Belgrad Baráttumaður fyrir lýðræðis- umbótum Bar ábyrgð á því að Slobodan Milosevic var framseldur til Haag Belgrad. AFP, AP. AP Zoran Djindjic (t.v.) ásamt Vuk Draskovic árið 1997 en þá stóðu þeir fyrir mótmælaaðgerðum gegn Slobodan Milosevic í Belgrad. SPRENGJAN sem bandaríski flugherinn sprengdi í tilrauna- skyni í fyrradag er manna í millum kölluð „móðir allra sprengna“. Hún er tíu þúsund kg á þyngd – þ.e. 10 tonn – stærsta hefðbundna sprengjan sem Bandaríkjamenn hafa fram- leitt og eiga nú í vopnabúri sínu. „Þetta er engin smásprengja,“ sagði Donald Rumsfeld, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, á fundi með fréttamönnum í fyrrakvöld. Richard Myers hershöfðingi, yfirmaður bandaríska herráðs- ins, vildi ekki fullyrða að sprengjan yrði notuð í þeim hernaðar- aðgerðum í Írak, sem líklegt er að Bandaríkjamenn hefji innan skamms. „Þó er auðvitað ljóst að öll vopn, sem við höfum yfir að ráða, kunna að verða notuð, jafnvel þó að enn sé verið að prófa þau,“ bætti Myers við. Rumsfeld vildi ekki gera mikið úr því að sprengjan hefði verið sprengd í tilraunaskyni en viðurkenndi þó fúslega að hún hefði verið prófuð til að auka enn þrýstinginn á Íraka um að afvopnast. Íbúar í Flórída varaðir við Sprengjan var sprengd um kl. 18 að ísl. tíma í fyrradag á svæði sem flugher Bandaríkjanna hefur yfir að ráða í Flórída. Olli sprengingin því að mikið reykský, svokallað sveppaský, steig til himins og jörðin hristist líkt og ef jarðskjálfti hefði orðið. Íbúar nágrannabyggða höfðu áður verið varaðir við að gera ætti tilraunir með sprengjuna. Hafist var handa við þróun sprengjunnar á síðasta ári en gert er ráð fyrir að hún verði fullbúin síðar á þessu ári. Sprengjunni, MOAB, er stýrt á tiltekin skotmörk með gervihnattabúnaði, auk þess að búnaður á henni aðstoðar við að tryggja að sprengjan lendir ekki fjær en 13 metra frá skotmarkinu. Er sprengjan svo stór að ýta þurfti henni á sleða út úr C-130-flutningaflugvélinni, sem notuð var við tilraunasprenginguna á þriðjudag. „Þetta er engin smásprengja“ Bandaríkjamenn hafa smíðað „móður allra sprengna“ – þeir vilja ekki fullyrða að hún yrði notuð í stríði við Írak Sprengjan er næstum 10 tonn á þyngd og er stærsta hefðbundna sprengjan sem Bandaríkjamenn hafa smíðað og eiga í vopnabúri sínu. Reuters Sprengjunni er sleppt og ský stígur upp eftir að hún hafði sprungið á jörðu niðri. Washington. AFP. TORE Forsberg, fyrrverandi yfirmaður Säpo, sænsku leyni- þjónustunnar, segir í nýrri bók, að Christer Pettersson hafi skotið Olof Palme, for- sætisráðherra Svíþjóðar, fyr- ir mistök. Forsberg segist hafa þessar upplýs- ingar frá sex- tugum manni, sem hlotið hafi marga dóma fyrir gróft ofbeldi og afbrot. Er hann aðeins kallaður „Marcus“ og er sagður hafa lifað og hrærst í sama umhverfi og Pettersson. Sagði Aftonbladet sænska frá þessu í gær. Forsberg hefur það eftir „Marcus“, að Pettersson hafi skuldað kráar- og leiktækjasal- areiganda, Sigge Cedergren, preninga og hafi auk þess brot- ist inn í íbúð hans og stolið það- an peningum, amfetamíni og skammbyssu. Hafi Cedergren þá farið að óttast um líf sitt og fengið tvo Rússa til að drepa Pettersson. Átti þriðji maður- inn að benda þeim á hann en þess í stað varaði hann Petters- son við og sagði honum, að hann væri á dauðalista Ceder- grens. Ætlaði að hræða, ekki drepa Pettersson ætlaði þá að jafna um Cedergren en „Marcus“ segir, að hann hafi þó ekki ætl- að að drepa hann, kvöldið ör- lagaríka, 28. febrúar 1986, held- ur hræða. Hann villtist hins vegar á Cedergren og Palme og endaði með því að skjóta hann. Var Pettersson þá undir áhrif- um fíkniefna og mjög ruglaður. Lisbet, eiginkona Palmes, bar kennsl á Pettersson við sakbendingu en það var ekki tekið gilt fyrir hæstarétti. Forsberg segist hafa talað margsinnis við „Marcus“ og telji hann mjög trúverðugan. Palme skot- inn fyrir mistök? Christer Pettersson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.