Morgunblaðið - 13.03.2003, Page 19
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 19
ÓÁNÆGJA fulltrúa á Bandaríkja-
þingi með afstöðu Frakka í Íraks-
málinu nær nú alla leið inn í mötu-
neyti þingmanna. Búið er að
fjarlægja „franskar kartöflur“ af
matseðlinum en í staðinn geta þing-
menn gætt sér á „frelsiskartöflum“.
Sömuleiðis hefur fulltrúadeild-
arþingmaðurinn Bob Ney, sem for-
seti nefndar um stjórnunarmál í
þinghúsinu, skipað svo fyrir að „rist-
að franskbrauð“ [e. french toast]
verði tekið af matseðlinum. Heitir
sami réttur nú „frelsisrista“.
„Þessi gjörningur í dag er ekki
stór í sniðum en táknrænn og til
marks um afar mikla óánægja
margra í þinghúsinu með framkomu
hins svo nefnda bandamanns okkar,
Frakklands,“ sögðu Ney og Walter
Jones, annar þingmaður í full-
trúadeildinni, í yfirlýsingu þar sem
breytingarnar voru kynntar.
Telja margir þingmenn að Frakk-
ar séu að svíkja Bandaríkin með því
að beita sér gegn samþykkt álykt-
unar í öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna sem myndi heimila hern-
aðarárás á Írak.
Ekki voru þó allir þingmenn
Bandaríkjaþings hrifnir af tiltæki
ráðamanna í mötuneytinu. Þannig
sagði demókratinn Jose Serrano,
fulltrúardeildarþingmaður frá New
York, að um væri að ræða „ómerki-
legt yfirlæti“. Velti hann því fyrir
sér hvort einnig ætti að hunsa mat-
vöru og rétti frá öðrum þjóðum, sem
væru ósammála stefnu Bandaríkja-
stjórnar. „Eigum við að banna
franskt vín, belgískar pönnukökur
og rússneska salatolíu?“ spurði
hann í yfirlýsingu. „Ef Mexíkó
greiðir atkvæði gegn ályktuninni á
þá að banna rekstur mexíkanskra
veitingastaða og eigum við að hætta
að reiða fram taco í mötuneyti þing-
hússins?“
Demókratinn Barney Frank tók í
sama streng: „Það væri ekki of-
arlega á mínum lista að láta þingið
virka jafnvel enn kjánalegra en það
stundum gerir.“
Endursendi viðurkenninguna
Mörg veitingahús í Bandaríkj-
unum höfðu reyndar þegar gripið til
sömu ráða til að lýsa óánægju sinni
með afstöðu Frakka. Þá bárust
fregnir af því að áttræður maður,
Angelo Pizzuti, sem barðist í Frakk-
landi í síðari heimsstyrjöldinni,
hefði skilað viðurkenningu sem
hann fékk á sínum tíma frá frönsk-
um yfirvöldum vegna hetjudáða sem
hann vann á franskri grundu. „Þeg-
ar þið getið staðið í lappirnar og
sýnt sanna vináttu við Bandaríkin
þá megið þið senda mér viðurkenn-
ingarskjalið á ný,“ skrifaði hann
franska ræðismanninum í Miami.
Kom fram í máli Yanns Battefort,
talsmanns franska ræðismannsins,
að um sextíu tölvuskilaboð hefðu
borist ræðismanninum frá ein-
staklingum í Bandaríkjunum, flest
þeirra með skömmum og fúkyrðum.
„Franskar kartöflur“
ekki hafðar lengur
á matseðlinum
AP
Þingmaðurinn Walter Jones kynnir
breytinguna á matseðli mötuneytis
þinghússins í Washington.
Washington, Miami. AFP.
Frakkar beittir „refsiaðgerðum“ í þinghúsinu í Washington
40% a
fslát
tur
af in
nimá
lning
u!
Allt a
ð
MÁLNINGARTILBOÐ
í verslunum Hörpu Sjafnar
1.990kr.
Norðan tíu, 4 lítrar
gljástig 10
Skeifunni 4, Reykjavík s: 568 7878
Snorrabraut 56, Reykjavík s: 561 6132
Stórhöfða 44, Reykjavík s: 567 4400
Austursíðu 2, Akureyri s: 461 3100
Hafnargötu 90, Keflavík s: 421 4790
Bæjarlind 6, Kópavogi s: 544 4411
Austurvegi 69, Selfossi s: 482 3767
Harpa Sjöfn málningarverslanir
Afgreiðslutími
allra verslana Hörpu Sjafnar!
Alla virka daga kl. 8–18 og
laugardaga kl. 11–15.
Helgarvakt
í Skeifunni 4.
Opið laugardaga kl. 11–18
og sunnudaga kl. 13–18.
Hlaðhömrum 1 • Grafarvogi
sími 577 4949
Næs
bolir - peysur - pils -gallbuxur
Stærðir 36-52
Opið til 22 í kvöld
Opnunartími
miðvikudag kl. 14-18
fimmtudag kl. 14-18 og 20-22
föstudag kl. 14-18 • laugardag kl. 11-14
Mik ið úrva l a f
fa l legum vörum.