Morgunblaðið - 13.03.2003, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 13.03.2003, Qupperneq 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 19 ÓÁNÆGJA fulltrúa á Bandaríkja- þingi með afstöðu Frakka í Íraks- málinu nær nú alla leið inn í mötu- neyti þingmanna. Búið er að fjarlægja „franskar kartöflur“ af matseðlinum en í staðinn geta þing- menn gætt sér á „frelsiskartöflum“. Sömuleiðis hefur fulltrúadeild- arþingmaðurinn Bob Ney, sem for- seti nefndar um stjórnunarmál í þinghúsinu, skipað svo fyrir að „rist- að franskbrauð“ [e. french toast] verði tekið af matseðlinum. Heitir sami réttur nú „frelsisrista“. „Þessi gjörningur í dag er ekki stór í sniðum en táknrænn og til marks um afar mikla óánægja margra í þinghúsinu með framkomu hins svo nefnda bandamanns okkar, Frakklands,“ sögðu Ney og Walter Jones, annar þingmaður í full- trúadeildinni, í yfirlýsingu þar sem breytingarnar voru kynntar. Telja margir þingmenn að Frakk- ar séu að svíkja Bandaríkin með því að beita sér gegn samþykkt álykt- unar í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna sem myndi heimila hern- aðarárás á Írak. Ekki voru þó allir þingmenn Bandaríkjaþings hrifnir af tiltæki ráðamanna í mötuneytinu. Þannig sagði demókratinn Jose Serrano, fulltrúardeildarþingmaður frá New York, að um væri að ræða „ómerki- legt yfirlæti“. Velti hann því fyrir sér hvort einnig ætti að hunsa mat- vöru og rétti frá öðrum þjóðum, sem væru ósammála stefnu Bandaríkja- stjórnar. „Eigum við að banna franskt vín, belgískar pönnukökur og rússneska salatolíu?“ spurði hann í yfirlýsingu. „Ef Mexíkó greiðir atkvæði gegn ályktuninni á þá að banna rekstur mexíkanskra veitingastaða og eigum við að hætta að reiða fram taco í mötuneyti þing- hússins?“ Demókratinn Barney Frank tók í sama streng: „Það væri ekki of- arlega á mínum lista að láta þingið virka jafnvel enn kjánalegra en það stundum gerir.“ Endursendi viðurkenninguna Mörg veitingahús í Bandaríkj- unum höfðu reyndar þegar gripið til sömu ráða til að lýsa óánægju sinni með afstöðu Frakka. Þá bárust fregnir af því að áttræður maður, Angelo Pizzuti, sem barðist í Frakk- landi í síðari heimsstyrjöldinni, hefði skilað viðurkenningu sem hann fékk á sínum tíma frá frönsk- um yfirvöldum vegna hetjudáða sem hann vann á franskri grundu. „Þeg- ar þið getið staðið í lappirnar og sýnt sanna vináttu við Bandaríkin þá megið þið senda mér viðurkenn- ingarskjalið á ný,“ skrifaði hann franska ræðismanninum í Miami. Kom fram í máli Yanns Battefort, talsmanns franska ræðismannsins, að um sextíu tölvuskilaboð hefðu borist ræðismanninum frá ein- staklingum í Bandaríkjunum, flest þeirra með skömmum og fúkyrðum. „Franskar kartöflur“ ekki hafðar lengur á matseðlinum AP Þingmaðurinn Walter Jones kynnir breytinguna á matseðli mötuneytis þinghússins í Washington. Washington, Miami. AFP. Frakkar beittir „refsiaðgerðum“ í þinghúsinu í Washington 40% a fslát tur af in nimá lning u! Allt a ð MÁLNINGARTILBOÐ í verslunum Hörpu Sjafnar 1.990kr. Norðan tíu, 4 lítrar gljástig 10 Skeifunni 4, Reykjavík s: 568 7878 Snorrabraut 56, Reykjavík s: 561 6132 Stórhöfða 44, Reykjavík s: 567 4400 Austursíðu 2, Akureyri s: 461 3100 Hafnargötu 90, Keflavík s: 421 4790 Bæjarlind 6, Kópavogi s: 544 4411 Austurvegi 69, Selfossi s: 482 3767 Harpa Sjöfn málningarverslanir Afgreiðslutími allra verslana Hörpu Sjafnar! Alla virka daga kl. 8–18 og laugardaga kl. 11–15. Helgarvakt í Skeifunni 4. Opið laugardaga kl. 11–18 og sunnudaga kl. 13–18. Hlaðhömrum 1 • Grafarvogi sími 577 4949 Næs bolir - peysur - pils -gallbuxur Stærðir 36-52 Opið til 22 í kvöld Opnunartími miðvikudag kl. 14-18 fimmtudag kl. 14-18 og 20-22 föstudag kl. 14-18 • laugardag kl. 11-14 Mik ið úrva l a f fa l legum vörum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.