Morgunblaðið - 13.03.2003, Síða 22

Morgunblaðið - 13.03.2003, Síða 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ HAFNARFJARÐARBÆR hefur tilkynnt þátttöku sína í samkeppni um evrópsk umhverfisverðlaun, sem veitt verða þeim sveitarfélög- um sem þykja hafa staðið sig best í viðleitninni að koma á sjálfbærri þróun. Bærinn er eina sveitarfélag- ið á landinu sem tekur þátt í keppn- inni. Á næstu dögum verður tilkynnt um þau tíu sveitarfélög sem tekin verða til sérstakrar skoðunar í keppninni en eitt þeirra mun svo hreppa verðlaunin eftirsóttu. Verð- launaveitingin tengist átaksverkefni um sjálfbærar borgir og bæi í Evr- ópu, (The European Sustainable Cities & Towns Campaign), sem á rætur í Álaborgarsáttmálanum frá árinu 1994. Að sögn Huldu Steingrímsdóttur, verkefnisstjóra Staðardagskrár 21 í Hafnarfirði, var ákaflega lærdóms- ríkt að taka þátt í keppninni en hún krefst þess að skilað sé inn sér- stökum gátlista auk þess sem þátt- tökuumsókn þarf að fylgja ítarleg skýrsla um ástand umhverfismála og áherslur í umhverfisstarfi við- komandi sveitarfélags. Góð staða varðandi félagslegt jafnrétti og fátækt „Við fórum ekki endilega í þetta vegna þess að við héldum að við myndum hampa fyrstu verðlaunun- um heldur fékkst þarna gott yfirlit yfir stöðuna eins og hún er í dag þar sem sérstök áhersla er lögð á félagslegt jafnrétti og fátækt, heilsu og sorpmál,“ segir Hulda. „Það endurspeglar að í sjálfbærri þróun er ekki einungis verið að tala um sorp og mikilvægi þess að skola fernur heldur er hugmyndin að flétta saman fólki, umhverfi og pen- ingum.“ Hún segir það hafa verið heil- mikla vinnu að fara í gegnum þessi mál. „Satt best að segja hélt ég að ég yrði svona tvo daga að þessu en ég var þrjár vikur því það leyndist ritgerðarspurning hér og þar. Þarna gafst líka gott tækifæri til að skoða nýja málaflokka í ljósi Stað- ardagskrárinnar. T.d. kom mér á óvart hvað málaflokkurinn fé- lagslegt jafnrétti og fátækt kom vel út hjá okkur en það er málaflokkur sem ekki hefur tengst Staðardag- skrárstarfinu hérna. En það kom í ljós að við höfum þéttriðið örygg- isnet og í raun og veru eru ótrúlega mörg verkefni og úrræði fyrir fólk. Hið sama má segja um önnur verk- efni tengd heilsunni.“ Hún segir að vissulega hafi ým- islegt komið í ljós þar sem betur má gera og þannig séu mörg sveit- arfélög, t.a.m. í Svíþjóð og Noregi komin mun lengra á veg í þessum málum.. „Þarna er þó reynt að meta ferlið innan sveitarfélagsins og stöðuna hvað varðar eftirfylgni við það sem búið er að samþykkja. Við erum búin að vera tiltölulega stutt að vinna í þessum málum hér á Íslandi og ég veit ekki hvort það verður metið sérstaklega. Auðvitað tekur tíma að fræða fólk á því að umhverfismál eru ekki bara að flokka sorp. Það er svo margt ann- að sem maður getur gert, t.d. varð- andi orkunotkun, samgöngur, inn- kaup og fleira.“ Bærinn tekur þátt í alþjóðlegri umhverfissamkeppni Morgunblaðið/Kristinn Það er fleira sem skiptir máli en að skola fernur þegar hugað er að um- hverfismálum. Til að mynda eru atriði á borð við innkaup og samgöngur mikilvæg. Myndin er tekin fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Ákaflega lærdóms- rík vinna Hafnarfjörður ÞEIR sem hafa átt leið hjá Vífils- staðavatni að undanförnu hafa sjálf- sagt rekið upp stór augu við að sjá þar skilti sem á stendur að bannað sé að veiða í vatninu fyrr en eftir 1. apríl næstkomandi. Það er þó ekki lífríkið sem verið er að passa upp á með banninu heldur hefur ekki fundist lausn á því hvernig veiðileyfasölu í vatnið verður háttað í vor og í sumar. Erla Bil Bjarnadóttir, garðyrkju- stjóri í Garðabæ, segir að undanfarið hafi orðið vart við veiðimenn við vatn- ið. „Þetta byrjaði þegar þessi góða tíð kom um daginn. Ráðsmaðurinn á Víf- ilsstöðum sagði mér að það hefði ekki gerst áður því það hefur yfirleitt ver- ið klaki á vatninu á þessum tíma.“ Hún segir að ástæða þess að ákveðið var að banna veiðar í vatninu enn um sinn sé að ekki sé búið að ákveða fyrirkomulag á veiðileyfasölu í vatnið en hingað til hefur hún heyrt undir Vífilsstaði. „Þar hafa verið seld veiðileyfi sem runnu til kaupa á bún- aði fyrir Vífilsstaði, s.s. sjónvarps- tækjum í setustofu sjúklinga o.s.frv. Í fyrra datt starfsemin á Vífilsstöðum upp fyrir og þá var þetta flutt aftur til bæjarins enda hefur svæðið verið í eigu bæjarins síðan 1997.“ Að sögn Erlu er nú unnið að því að finna lausn á afgreiðslu veiðileyf- anna. „Þess vegna var ákveðið til bráðabirgða að opna ekki fyrir veiði fyrr en fyrsta apríl en þá vonast ég til að við verðum búin að finna út úr þessu.“ Hún segir enda enga ástæðu til að fólk veiði ókeypis í vatninu á meðan lokað er á öðrum stöðum, t.a.m. í Elliðavatni. „Það gengur ekki að vera ekki með neina stjórn á slíku í þessari perlu sem Vífilsstaðavatn er.“ Það virðist þó ekki vanta áhuga á því að hefja veiðar í vatninu sem fyrst. „Það er fjöldi fólks búinn að hringja í mig undanfarna daga,“ seg- ir Erla og bætir því við að upplýs- ingar um opnun verði settar inn á heimasíðu Garðabæjar um leið og bú- ið er að ganga frá því með hvaða hætti veiðileyfasölu verður háttað. Morgunblaðið/Kristinn Veiðimenn klæjar í lófana eftir því að geta farið að fiska enda árferðið með eindæmum gott. Þeir þurfa þó að bíða eftir því til 1. apríl næstkomandi. Veiðibann til 1. apríl Garðabær KRAKKARNIR í Funaborg voru ekkert hræddir við að skrýtnu fisk- arnir í Fiskbúðinni Vör myndu bíta þá í fingurna, enda voru fiskarnir greinilega steindauðir og sumir hverjir meira að segja á leiðinni á grillið. Í gær hélt fiskbúðin upp á 14 ára afmæli sitt með því að bjóða fjölda leikskólabarna á Funaborg í heim- sókn. Gestir og gangandi gátu valið sér sjávarfang beint upp úr fiskikör- unum og boðið var upp á grillað fiskmeti auk þess sem smáfólkið fékk gos og nammi. Þá var hopp- kastali reistur utan við búðina og spilað var á harmónikku í fimm tonna fiskitrukk. Það er því óhætt að segja að það hafi verið fjör og furðufiskar í afmælisveislunni í gær. Morgunblaðið/Golli Furðufiskar í afmælisveislu Ártúnshöfði NÆGUR snjór er enn í Bláfjöllum og hefur hann ekki verið meiri í þrjú ár að sögn framkvæmdastjóra skíðasvæðanna. Veður hefur þó ver- ið gloppótt og valdið því að loka hefur þurft einn og einn dag í fjöll- unum vegna veðurs. „Það er allt á kafi í snjó, sér- staklega í Bláfjöllum en þar hefur ekki verið jafnmikill snjór í þrjú ár,“ segir Logi Sigurfinnsson, fram- kvæmdastjóri skíðasvæða höfuð- borgarsvæðisins. „Aðsóknin hefur verið ágæt en engu að síður heyrir maður mikið af því að fólk trúi ekki að það sé svona mikill snjór. Við getum tekið á móti miklu fleira fólki.“ Hann segir að ekki hafi verið stöðugt opnið í fjöllunum þar sem inn á milli hafi þurft að loka vegna hvassviðris. Þannig var t.d. lokað í fjöllunum í gær en Logi segir að opnað verði um leið og veður gefst. Þá verði tíminn lengdur til kl. 22 á kvöldin til að nýta tímann betur eft- ir því sem daginn lengir. Þá sé einnig opið í Skálafelli og á Hengilssvæðinu en Bláfjöllin séu þó best búin að snjó. „Þar er þetta nánast orðið eins og jökull og það þarf mikið að gerast til að við förum að missa eitthvað snjóinn þarna. Skálafellið stendur hins vegar tæp- ara,“ segir hann. Mesti snjór í þrjú ár Bláfjöll BORGARRÁÐ hefur samþykkt að Kleppsvegur 52–58 verði ein- stefna en þessi götukafli liggur á milli Dalbrautar og lóðar DAS. Segir í bréfi yfirverkfræðings borgarinnar að einstefna hafi aldrei verið formlega samþykkt á þessum vegakafla. Þá hafi ekki verið sett upp einstefnumerki þrátt fyrir að í götunni séu ská- bílastæði auk þess sem hún sé aðeins um 10 metra breið, sem ekki leyfi tvístefnu. Hins vegar hafi slíkt verið gert fyrir kaflann frá Laugarnesvegi að Dalbraut, sem einnig sé 10 metra breiður. Einstefna milli Dal- brautar og lóðar DAS Laugarneshverfi Tekið verður á móti gestum með portúgölskum fordrykk og suðrænni sveiflu Portúgölsk veisla Heppinn gestur fær vikuferð fyrir tvo á vegum Úrvals●Útsýnar til Portúgals að andvirði kr. 140.800,- við Tjörnina dagana 13.-17. mars.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.