Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 23
STJÓRN Fasteigna Akureyr- arbæjar ræddi áhorfenda- svæði í væntanlegu íþrótta- húsi við Síðuskóla á síðasta fundi sínum. Komið hafa fram áhyggjur um að áhorfenda- svæðið verði of lítið, m.a. í viðtalstíma bæjarfulltrúa ný- lega. Framkvæmdastjóra var falið að svara erindinu og gera grein fyrir þeim for- sendum sem lagðar voru til grundvallar, þegar ákvarðan- ir voru teknar um byggingu íþróttahúss við Síðuskóla og einnig því rými fyrir áhorf- endur, sem gert er ráð fyrir í byggingunni. Í bókun Odds Helga Hall- dórssonar, bæjarfulltrúa L-lista, á fundi bæjarráðs í síðasta mánuði kom m.a. fram að hann hefði áhyggjur af stærð hússins og óttaðist að skammsýni við stærðar- ákvörðun eigi eftir að koma niður á notkun hússins í framtíðinni. Marsibil F. Snæ- bjarnardóttir, bæjarfulltrúi L-lista í stjórn Fasteigna Ak- ureyrarbæjar, lét bóka á fundinum að hún tæki undir áhyggjur um að aðstaða fyrir áhorfendur sé of lítil og komi til með að hamla þeim mögu- leika að hægt verði að full- nýta húsið í framtíðinni. Bæjarfulltrúar L-lista Áhorfenda- svæði í nýju íþróttahúsi of lítið AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 23 Laugavegi 87 Sími 511 2004 www.dunogfidur.is Útsölumarkaður Verðlistans opnar í dag kl. 12 á Suðurlandsbraut 8 (Fálkahúsið) Opið: mán.-föstud. kl. 12-18, laugardag kl. 11-17, sunnudag kl. 11-16. BRÆÐURNIR Skúli, Vilhelm og Birgir Ágústs- synir hafa selt fyrirtæki sitt, Höldur ehf., og gengið var frá kaupum á félaginu í gær. Hluta- félag í eigu nokkurra lykilstjórnenda Hölds, und- ir forystu Steingríms Birgissonar framkvæmda- stjóra keypti fyrirtækið, en auk hans eru þeir Bergþór Karlsson, Baldvin Birgisson og Þor- steinn Kjartansson stærstu hluthafarnir. Fleiri starfsmenn fyrirtækisins taka einnig þátt í kaup- unum en með minni hlut. Í hópi stærstu fyrirtækja í bænum Bræðurnir stofnuðu félagið 1. apríl 1974 þann- ig að það er rétt að verða 29 ára, en Höldur er í hópi stærri fyrirtækja á Akureyri. Starfsfólk þess er að jafnaði um 150 til 180 talsins. Höldur rekur m.a. Bílaleigu Akureyrar sem er ein stærsta bílaleiga landsins. Þá rekur félagið hjól- barðaverkstæði, bílasölu nýrra og notaðra bíla, bifreiðaverkstæði, er söluaðili Olíufélagsins og rekur þrjár bensín- og þjónustustöðvar, og er í veitingasölu. Höldur hefur umboð fyrir Heklu á Norðurlandi eystra sem og einnig fyrir Bern- hard hf. á sama sviði. Stefnum að því að efla fyrirtækið enn frekar „Þetta er stór dagur og við hlökkum til að tak- ast á við þetta verkefni,“ sagði Steingrímur Birg- isson. „Það leggst vel í okkur að taka við þessum rekstri.“ Hann sagði stórra breytinga ekki að vænta, en vitanlega fylgdu nýjum eigendum nýj- ar áherslur. „Það er markmið okkar að efla og styrkja fyrirtækið enn frekar,“ sagði Steingrím- ur. Hann sagði fyrirtækið hafa á að skipa mikið af góðu og hæfu starfsfólki sem ætti sinn þátt í velgengni þess. „Við erum ánægðir með þessa niðurstöðu og að fyrirtækið verður áfram í full- um rekstri hér á Akureyri,“ sagði Steingrímur, en fleiri aðilar sýndu áhuga á að kaupa þegar til tals kom að bræðurnir ætluðu að draga sig í hlé eftir annasama starfsævi. Saga fyrirtækisins nær í raun allt aftur til ársins 1966 þegar Skúli hóf að leigja út bíla í smáum stíl en starfsemin hefur síðan vaxið og dafnað. Skúli kvaðst ánægður með söluna og að fyrirtækið fari í hendur starfsfólks sem unnið hefði hjá þeim bræðrum í fjöldamörg ár. Eins lýsti hann ánægju sinni með að að- alstöðvar félagsins yrðu áfram á Akureyri. Hann sagði að tími hefði verið kominn til að þeir bræð- ur hyrfu frá borði og yngri menn tækju við rekstrinum. Skúli mun sitja í stjórn áfram fyrst um sinn ásamt þeim Steingrími, Bergþóri, Bald- vini og Þorsteini. „Við bræðurnir erum afskaplega þakklátir öllu okkar ágæta starfsfólki fyrir ára og áratuga langt samstarf og eins þökkum við viðskiptavin- um okkar fyrir tryggð og ánægjuleg viðskipti og vonum að þeir muni fylgja fyrirtækinu áfram um ókomin ár,“ sagði Skúli. Íslandsbanki sá um fjármögnun kaupanna, en kaupverð er trúnaðarmál. Bræðurnir Skúli, Vilhelm og Birgir selja fyrirtæki sitt, Höldur Hlutafélag í eigu nokkurra lykilstjórnenda kaupir FJÓRAR umsóknir bárust umstöðu skólastjóra Brekkuskóla, en frestur til að sækja um rann út nú í vikunni. Þeir sem sóttu um stöðuna eru Eva S. Ólafs- dóttir, Danmörku, Sigfús Aðal- steinsson, Noregi, Snorri Ósk- arsson, Akureyri, og Karl Erlendsson, Þelamörk. Staða aðstoðarskólastjóra Oddeyrarskóla var einnig aug- lýst laus til umsóknar og sóttu þau Eva og Sigfús einnig um hana en aðrir umsækjendur voru Svanhildur Daníelsdóttir, Akureyri, Hrafnhildur Sigur- geirsdóttir, Akureyri, og Katrín Guðmundsdóttir, Dalvíkur- byggð. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá skóladeild Akureyr- arbæjar verður gengið frá ráðn- ingu í stöðurnar síðar í þessum mánuði eða í byrjun þess næsta. Staða skólastjóra Brekkuskóla Fjórir sóttu um LOÐNUVERTÍÐINNI fer nú senn að ljúka og eru mörg skip búin með kvóta sinn og farin til hafnar. Þor- steinn EA, fjölveiðiskip Samherja, kom til heimahafnar á Akureyri og var loðnunótin hífð þar í land og tekin til viðhalds og viðgerðar hjá Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar. Morgunblaðið/Kristján Loðnunótin hífð inn á netaverkstæði til viðgerðar. Loðnunótin í viðgerð KENNARAR í félagsgreinum og sögu við Menntaskólann á Akureyri samþykktu á fundi mótmæli við boð- aðri fækkun eininga í kjarna sam- félagsgreina á félagsfræðibraut, svo sem fram kemur í drögum mennta- málaráðuneytis að breytingum á aðalnámskrá framhaldsskóla. „Svo er að sjá sem fyrir ráðuneyt- inu vaki að fækka fyrirhuguðum samræmdum prófum í ensku. Slík kerfisnauð á ekki að móta nám í framhaldsskóla. Með þessu eru námsbrautir gerðar einsleitari, sem er ekki í samræmi við yfirlýst mark- mið námskrárinnar,“ segir í ályktun fundarins. Kennararnir telja að end- urskoðun aðalnámskrár eigi að fara fram í samráði við kennara. Mótmæla boð- aðri fækkun eininga sam- félagsgreina GUÐMUNDUR Gíslason vann glæstan sigur á Hraðskákmóti Ak- ureyrar, hlaut 14,5 vinninga af 15 mögulegum og er því Hraðskák- meistari Akureyrar 2003. Alls mættu 16 skákmenn til leiks. Í öðru sæti varð Jón Björgvinsson með 12,5 vinninga og Björn Ívar Karlsson varð í þriðja sæti með 12 vinninga. Stefán Bergsson hlaut 10,5 vinninga og Þór Valtýsson 10. Næsta mót hjá Skákfélaginu er 15 mínútna mót sem fram fer í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20. Hraðskákmeistari Akureyrar Guðmundur vann ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.