Morgunblaðið - 13.03.2003, Síða 24
SUÐURNES
24 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Höfum til sölu mjög vönduð og vel byggð 201 fm raðhús á tveimur hæðum ásamt 30 fm innbyggðum bílskúr,
alls 231 fm. 4 stór svefnherbergi, 2 alvöru baðherbergi, sjónvarpshol, gott eldhús og góðar stofur. Frá stórum
suðursvölum er þetta óviðjafnanlega útsýni en húsin liggja undir klöppinni sem veitir skjól frá norðanáttinni.
Til afhendingar nú þegar fullfrágengin að utan múruð með marmarasalla og fokheld að innan. Verð 14,4-14,9
millj. sem gerir 62-64 þúsund kr. pr. fm.
Vilt þú þetta útsýni úr þínu húsi?
Upplýsingar á skrifstofu eða Brynjar í GSM 896 2299 og Sigrún í GSM 896 3672.
sími: 530 1500 heimasíða: www.husakaup.is
Frá Keili að Snæfellsjökli!
HREPPSNEFND Vatns-
leysustrandarhrepps hefur
samþykkt að fella niður fast-
eignagjöld vegna lóðar Skóg-
ræktar- og landgræðslufélags-
ins Skógfells við Háabjalla.
Félagið fór þess skriflega jafn-
framt á leit við sveitarfélagið
að það kæmi að því að bæta
aðkomu á svæðinu og óskaði
eftir vinnuframlagi vinnuskól-
ans.
Á fundi hreppsnefndar á
þriðjudag var því fagnað að
umrætt svæði væri komið í
umsjón heimamanna. Ætlar
nefndin að taka upp viðræður
við Vegagerðina um betra að-
gengi að svæðinu í tengslum
við tvöföldun Reykjanesbraut-
ar. Þá tók nefndin einnig já-
kvætt í vinnuframlag vinnu-
skólans.
Bætt að-
gengi að
Háabjalla
Vogar
NÝ HEIMASÍÐA Gerða-
hrepps, www.gerdahrepp-
ur.is, verður opnuð á morgun,
föstudag. Að sögn Sigurðar
Jónssonar, sveitarstjóra, mun
helsta breytingin á síðunni fel-
ast í því að nú verða settar
reglulega inn nýjar fréttir á
forsíðunni um það helsta sem
er að gerast í sveitarfélaginu.
„Ætlunin er að síðan verði
þannig lifandi upplýsingamið-
ill fyrir íbúana og aðra þá sem
fylgjast vilja með málefnum
Gerðahrepps,“ sagði Sig-
urður. „Einnig verður nú gert
ráð fyrir að fundargerðir
fleiri nefnda en hreppsnefnd-
ar fari á síðuna.“
Ný
heimasíða
Garður
„EFTIR því sem ég best veit er
þetta frumkvöðlastarf hér á
landi,“ sagði Eiríkur Her-
mannsson fræðslustjóri við Morg-
unblaðið um
verkefnið
Lestrarmenn-
ing í Reykja-
nesbæ sem
verið er að
hleypa af
stokkunum.
Framkvæmd
verkefnisins er
áætluð til árs-
ins 2006 og
miðar að því að breyta lestrar-
menningu í Reykjanesbæ til fram-
búðar. „Verkefnið á að hafa for-
gang næstu þrjú árin en að þeim
tíma liðnum verða lestrarvenjur
og þau góðu markmið sem við
setjum vonandi orðin sjálfsögð og
eðlileg, bæði í skólum og á heim-
ilum og þá gerum við allt sem við
getum til að viðhalda þeim venj-
um,“ sagði Eiríkur.
Lestur og lestrarkunnátta er
nánast undirstaða alls annars
náms, eins og Eiríkur benti á og
þó margt af því sem lærist kunni
að gleymast standi lestrarkunn-
áttan ávallt eftir. „Þannig hefur
það í það minnsta verið, en nú
segja ýmsar kannanir okkur og
niðurstöður samræmdra prófa
undanfarinna ára að staða læsis,
málþroska og lestrarkennslu á
Suðurnesjum sé ekki eins góð og
hún þyrfti að vera. Þá á bóklestur
í harðri samkeppni við afþreying-
armiðla, sem keppa um tíma al-
mennings, þannig að iðulega
skortir börn fyrirmyndir hvað
lestrarvenjur og lestrarlöngun
varðar. Lestrarmenning í
Reykjanesbæ er tilraun til að
vinna gegn þeirri þróun og minna
rækilega á mikilvægi lestrar fyrir
fólk á öllum aldri, ekki síst börn
og unglinga.“
Samfélagslegt
umbótaverkefni
Verkefnið er mjög umfangs-
mikið og margir koma að undir-
búningi þess. Í raun er hér um
samfélagslegt umbótaverkefni að
ræða og því nauðsynlegt að allt
samfélagið komi að því. Skipurit
verkefnisins gerir ráð fyrir stýri-
hópi bæjaryfirvalda, skólastjóra
leik- og grunnskóla og fræðslu-
stjóra. Unnið er að því að fá verk-
efnisstjóra til að halda utan um
daglega framkvæmd. Þrír starfs-
hópar munu sjá um tiltekið ald-
ursstig: 0–6 ára, 6–10 ára og 10–16
ára og hver þeirra verður í sam-
starfi við verkefnisstjóra. „Hver
starfshópur er skipaður fagfólki í
uppeldisstéttum, hjúkrunarfræð-
ingi, talmeinafræðingi og bóka-
safnsfræðingi og síðan mun hver
starfshópur tengjast inn á alla
leik- og grunnskóla, flestar stofn-
anir bæjarins, félagasamtök og
stofnanir í bænum, Miðstöð sí-
menntunar á Suðurnesjum, for-
eldrasamtök, heimili o.s.frv,“
sagði Eiríkur.
Frumkvæði að verkefninu á
starfsfólk Skólaskrifstofu Reykja-
nesbæjar en áætlun þess var unn-
in í nánu samstarfi við kennara í
leik- og grunnskólum bæjarins.
Slíkt verkefni hefur ekki áður ver-
ið framkvæmt hér á landi og er því
um frumkvöðlastarf að ræða. Við
undirbúning var þó horft til ann-
arra landa þar sem svipuð verk-
efni höfðu verið framkvæmd, m.a.
í Danmörku og Bandaríkjunum.
Lestrarmenningu í Reykja-
nesbæ verður formlega hleypt af
stokkunum í viku bókarinnar í
aprílmánuði næstkomandi með
því að leikskólabörnum verður
færð bókagjöf með leiðbeiningum
til foreldra um hvernig stuðla
megi að örari málþroska og temja
sér góðar lestrarvenjur. „Það er
gæðastund að lesa góða bók með
barni, ekki bara fyrir barnið held-
ur ekki síður þann fullorðna. Við
megum ekki gleyma því að eiga
slíka stund, þrátt fyrir annir
hversdagsins, langan vinnudag og
offramboð af afþreyingu,“ sagði
Eiríkur að lokum.
Verkefnið Lestrarmenning í
Reykjanesbæ að hefjast
„Mikilvægt að
sem flestir komi
að verkinu“
Reykjanesbær
Eiríkur Hermannsson segir bækur eiga í harðri samkeppni við afþrey-
ingarmiðla. Þessar hnátur eru þó bókhneigðar þrátt fyrir ungan aldur.
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Eiríkur
Hermannsson
ÞROSKAHJÁLP á Suðurnesjum var á dög-
unum færður veglegur styrkur frá Starfs-
mannafélagi Íslenskra Aðalverktaka. Styrk-
urinn kemur úr minningarsjóði Margrétar
Haraldsdóttur og er að upphæð kr. 400.000.
Margrét Haraldsdóttir var starfsmaður bók-
haldsdeildar Íslenskra Aðalverktaka hf. Hún
lést fyrir aldur fram 31. desember 1996 að-
eins 52 ára gömul. Þetta er í annað skiptið
sem veitt er úr sjóðnum, en í fyrra var
Krabbameinssjúkum börnum veittur styrkur
úr honum.
Í fréttatilkynningu frá Þroskahjálp segir
að það sé mjög ánægjulegt að samtök á Suð-
urnesjum fái styrkveitingu úr sjóðnum
„Þroskahjálp á Suðurnesjum þakkar kærlega
fyrir þetta framlag og mun það koma sér vel í
verkefni félagsins, sem eru mikil og mörg.“
Þórður Þorbjörnsson, formaður starfs-
mannafélags ÍAV, og Árni Ingi Stefánsson,
starfsmannastjóri ÍAV, afhenda formanni
Þroskahjálpar á Suðurnesjum, Halldóri Leví
Björnssyni, styrkinn.
ÍAV styrkir
Þroskahjálp
Suðurnes
júdódeild voru það Einar Jón
Sveinsson og Óskar Vignisson sem
voru tilnefndir. Frá Golfklúbbi
Grindavíkur voru tilnefndir Sigur-
geir Guðjónsson og Ingvar Guð-
jónsson. Frá Íþróttafélagi Grinda-
víkur var tilnefndur Ólafur Már
Guðmundsson.
Gunnlaugur Hreinsson, formaður
UMFG bauð gesti velkomna og
stýrði athöfninni. Að hans mati er
þetta ár eitt hið besta hvað varðar
árangur grindvískra íþróttamanna.
Gunnlaugur sagði einnig að senni-
lega hefði aldrei verið jafn erfitt að
velja í þrjú efstu sætin vegna hins
mikla fjölda góðra íþróttamanna.
Hlutskarpastur í þessu kjöri var
Sinisa Kekic knattspyrnumaður en
hann var einmitt kjörin knatt-
spyrnumaður ársins hjá knatt-
spyrnudeildinni og bætir nú titl-
inum íþróttamaður Grindavíkur í
safnið.
ÞAÐ VAR fríður flokkur karla og
kvenna sem mætti í hús
Slysavarnadeildarinnar Þorbjarnar.
Tilefnið var kjör íþróttamanns
Grindavíkur fyrir árið 2002. Knatt-
spyrnudeildin tilnefndi þrjá ein-
staklinga en það voru þeir Paul
McShane, Grétar Ólafur Hjartarson
og Sinisa Kekic. Frá körfuknatt-
leiksdeild voru þau Páll Axel Vil-
bergsson, Helgi Jónas Guðfinnsson
og Sólveig Gunnlaugsdóttir. Frá
Sinisa Kekic er
íþróttamaður
Grindavíkur
Grindavík
Morgunblaðið/Garðar Vignir
Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri afhendir Sinisa Kekic viðurkenninguna.
Lengst til vinstri er Grétar Ólafur Hjartarson sem hafnaði í þriðja sæti og
við hlið hans Páll Axel Vilbergsson sem var í öðru sæti.