Morgunblaðið - 13.03.2003, Side 28

Morgunblaðið - 13.03.2003, Side 28
LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ EINHVERJAR vikur á síðasta hausti sofnaði ég alltaf út frá þýð- ingum Péturs Gunnarssonar á Marcel Proust. Ekki það að bæk- urnar væru svo leiðinlegar, ég er bara svo kvöldsvæf. Sömu meðferð hljóta fleiri uppáhaldshöfundar eins og Flaubert og W.G. Sebald, en bók hans Hringir Satúrnusar hefur lengi verið kvöldsvæfing hjá mér. Þessir höfundar eiga það allir sameiginlegt að hafa hæfileika til að bregða upp ljóslifandi myndum af raunveruleika síns tíma og fortíðar, hver á sinn hátt. Öllum tekst þeim líka að ljá raunveruleikanum sterk- an andblæ, aldrei er neinn grár hversdagsleiki á ferð. Gluggi á sjúkrastofu í Hringjum Satúrnusar eftir W.G. Sebald er greiptur í minn- ið, kjólar Emmu Bovary, kostuleg uppátæki þeirra félaga Bouvards og Pécuchet í bókum Flaubert, rósa- runnar bernsku Marcel Prousts, allt þetta stígur lifandi, litríkt og ilmandi fram í huga lesandans. Raunveruleikinn og hversdags- legt umhverfi okkar er oft viðfangs- efni listamanna, myndlistarmanna, rithöfunda og ekki síst ljósmyndara, enda eiginleikar ljósmyndavélarinn- ar að hluta til þeir að fastleggja ein- hverskonar raunveruleika. Sagt var um nýjustu skáldsögu Braga Ólafssonar, Gæludýrin, að hún fjallaði á tæpum tvöhundruð síðum um mann sem felur sig undir rúmi. Það þarf hæfileikaríkan höf- und til að halda athygli lesandans án þess að styðjast við þrælspennandi og viðburðaríka atburðarás. Eins þurfa listamenn og ljósmyndarar að hafa margt til brunns að bera til að birta okkur hinum hversdagslegt umhverfi okkar í lifandi og nýju ljósi. Það er sagt að ein mynd segi meira en þúsund orð og margar myndir gera það, ekki síst eftir- minnilegar ljósmyndir. Skemmst er að minnast ljósmyndasýningar í Listasafni Íslands, Þrá augans, sl. haust þar sem margar perlur ljós- myndasögunnar bar fyrir augu og nánast mátti lesa sögu, þróun og breytingar í viðhorfi til hlutverks ljósmynda af veggjum safnsins. Ljósmyndin sem í upphafi var bann- færð sem afsprengi djöfullegs tækis, eins og segir í grein Hönnu Guð- laugar Guðmundsdóttur sem birt var í Lesbók í tengslum við sýn- inguna Þrá augans, hlaut að lokum listræna viðurkenningu. Ljós-hraði Fjórir íslenskir samtímaljós- myndarar sýna nú ljósmyndir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Verk þeirra eru fyrst og fremst af list- rænum toga. Myndirnar eru langt frá því að vera hlutlaus skráning á viðfangsefninu, rétt eins og lýsingar Proust á smáatriðum umhverfis bernskunnar eru fjarri því að vera líflausar skrásetningar. Ljósmyndararnir á sýningunni Ljós-hraði í Ljósmyndasafni Reykjavíkur freista þess þó að ein- hverju leyti að fanga hversdagslega atburði, staði, aðstæður eða hluti á filmu og miðla þar með einhverju til áhorfenda um okkur sjálf og um- hverfi okkar. Vinnubrögð alla vega tveggja þeirra einkennast af þeirri einlægni sem oft má sjá í verkum listamanna af yngri kynslóðinni í dag, til að mynda er fátt í verkum þeirra sem endurspeglar margræddar hug- myndir til dæmis Jean Baudrillard um ofurraunveruleikann og hvernig búið er að fanga veruleikann í eft- irmynd sinni. Ég hef á tilfinningunni að þær hugmyndir hafi aldrei náð fótfestu hjá þeim sem nú eru innan við þrítugt, kaldhæðnin og ofurraun- veruleikinn sem heltók mína kynslóð (nú í kringum fertugt) hafi vikið fyr- ir einhverri hjartans einlægni og fegurðarþrá með fókusinn á einstak- linginn og sjálfið. Það er einmitt ein- staklingurinn og sjálfsmyndin sem eru í fyrirrúmi í verkum þeirra Orra og Sigríðar Kristínar Birnudóttur. Þegar horft er á myndir þeirra kem- ur staðhæfingin um að ein mynd segi meira en þúsund orð aftur upp en nú kannski með spurn í huga. Ljósmyndamiðillinn ljær sig vel fyrir portrettmyndir eins og dæmin sýna allt frá nítjándu öld. Stórar andlitsmyndir hefur líka ótal sinnum borið fyrir sjónir okkar á síðastliðn- um áratugum, t.d. vakti Þjóðverjinn Thomas Struth athygli fyrir risa- vaxnar andlitsmyndir af bólugröfn- um þýskum unglingum fyrir tæpum tveimur áratugum. Eins og Baudrill- ard og fleiri tóku eftir á sínum tíma er gífurlegt offramboð á myndum í umhverfi okkar og þetta gerir e.t.v. það að verkum að erfitt reynist að lesa í portrettmyndir þeirra Orra og Sigríðar, svo opnar og almennar eru þær. Mér er hugsað til rithöfund- anna sem ég nefndi áðan og mögu- leikum tungumálsins til að bregða upp ljóslifandi myndum, muninum á því að bregða kannski upp mynd í fáum orðum eða sýna mynd sem get- ur sagt ótal hluti en ekki er ljóst hverjir þeir eru. Ofannefnd kynslóð virðist oft hafa sjálfa sig að miðpunkti, leit hennar að sjálfinu virðist að mestu fara fram hið innra en ekki í hinum ytra heimi sem umlykur okkur eða í for- tíðinni. Það má hugsa um orð R. M. Rilke í þessu samhengi en hann sagði, hér í minni mjög svo lauslegu þýðingu: „Allur efi og ranghug- myndir eru til komin af því að fólk leitar að hinu sammannlega innra með sér í stað þess að leita þess í sögunni, í birtunni, í landslaginu, í upphafinu og dauðanum.“ Það er sérstaklega í myndröð Katrínar Elvarsdóttur sem síðan má sjá tengsl við hugmyndir Baudrill- ard og fleiri um það hvernig um- hverfi okkar skapar ímyndir og hvernig stundum er illgreinanlegt á milli þess sem er lifandi og tilbúið. Eins eru myndir Kristínar Hauks- dóttur á mörkum þess persónulega annars vegar og almennra staðlaðra Hvað segja myndirnar? MYNDLIST/LJÓSMYNDUN Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófarhúsi. Sýningin er opin alla daga nema mánu- daga frá 11–17. Til 30. mars. LJÓS-HRAÐI, FJÓRIR ÍSLENSKIR SAMTÍMALJÓSMYNDARAR Meðferð á Falun Gong-iðkendum mótmælt 2002. Mynd eftir Júlíus Sigurjónsson í Gerðarsafni. Sjálfsmynd eftir Sigríði Kristínu Birnudóttur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. FYRSTU 20 ÁRIN Á MORGUNBLAÐINU, ÓLAFUR K. MAGNÚSSON, MYND ÁRSINS 2002, BLAÐALJÓS- MYNDARAFÉLAG ÍSLANDS Opið virka daga kl. 12-19, 13 -17 um helgar. Til 4. maí. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn Noah s/l 2.490 990 Wex bolur 1.990 990 Calypso bolur 2.990 1.490 Massive buxur 3.990 1.990 Epsilon frakki 6.990 3.990 o.fl. tilboð KRINGLUKAST Uni ungbsængurfatn. 2.490 1.290 Apple jr bolur 1.990 1.290 Cargo buxur 3.490 1.990 Cargo peysa 2.990 1.990 Blues bam peysa 2.990 1.990 o.fl. tilboð Kringlunni - Smáralind Smáralind

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.