Morgunblaðið - 13.03.2003, Page 30
LISTIR
30 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Háskóli Íslands, Aðalbygging,
stofa 1 Danski bókmenntafræðing-
urinn og lektorinn Dag Heede heldur
fyrirlestur kl. 16.30. Fyrirlesturinn
nefnir hann „Ný
einkennileg dönsk
bókmenntasaga:
til annarrar skipt-
ingar heimsku og
blindu“.
„Queering the
Canon“ er banda-
rískt orðalag um
það hvernig hægt
og nauðsynlegt er
að lesa og endur-
skrifa bókmenntasöguna á nýjan
hátt í ljósi hinseginfræða (queer
theory). Í fyrirlestrinum er gefið
sýnishorn nýrrar einkennilegrar
danskrar bókmenntasögu, sem losar
fjölda sígildra bókmennta úr hug-
myndafræðilegri járnhendi gagn-
kynhneigðra reglna:
H.C. Andersen, Herman Bang, Kar-
en Blixen, Johannes V. Jensen,
Klaus Rifbjerg og Kirsten Thorup.
Dag Heede er lektor við Syddansk
háskólann í Odense og flytur mál sitt
á dönsku.
Vortónleikar Skólahljómsveitar
Kópavogs verða haldnir í Aust-
urbæ, (gamla Austurbæjarbíó) kl. 20.
Fram koma þrjár sveitir sem starf-
ræktar eru undir nafni Skóla-
hljómsveitarinnar og flytja m.a. lögin
Georgia on my Mind eftir Hoagy
Carmichael, Y.M.C.A., syrpa af lög-
um hljómsveitarinnar Stuðmanna og
forleikur að óperunni Leðurblakan
eftir Johann Strauss.
Stjórnandi er Össur Geirsson.
Í DAG
Dag Heede
ÞEGAR Hallfríður Ólafsdóttir,
fyrsti flautuleikari Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands, vissi að til
stóð að hún ætti að spila Dansar með
vindunum, konsert fyrir flautur á
tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands í vetur, ákvað hún að kanna
hvort Menningarsjóður Sinfón-
íuhljómsveitarinnar vildi ekki
styrkja hana til þess að leggja leið
sína austur til Finnlands, heimsækja
tónskáldið, Einojuhani Rautavaara
og fá að spila verkið fyrir hann. Það
gerði hún í sumar. Kl. 19.30 í kvöld
rennur svo stundin upp, að hún stíg-
ur á svið Háskólabíós og leikur verk-
ið með hljómsveitinni. „Þetta er
konsert fyrir fjórar misstórar flaut-
ur, saminn 1974. Þetta er ekki bein-
línis prógramverk þrátt fyrir nafnið.
Eina myndlýsingin sem hann gefur
er í hraða kaflanum, en þar sér hann
fyrir sér miðaldamarkaðstorg, þar
sem dansandi björn kemur og
skemmtir fólki. Þar fæ ég að spila
fyrir dansandi björn! Verkið er ann-
ars mikið ferðalag í gegnum tilfinn-
ingar; tónlistin segir jú allt sem ekki
er hægt að setja í orð, og það er mik-
il og manneskjuleg hlýja í tónlist-
inni.“ Fyrsti þátturinn er saminn
fyrir venjulega flautu – sem byrjar,
og svo bassaflautu. „Flautan byrjar
alein og er svolítið leitandi. En um
leið og hljómsveitin kemur inn
myndast mikil togstreita og það er
þrengt að flautunni. Það er reyndar
eitt af því fáa sem Rautavaara segir
beint út. Þegar ég hitti hann var ég
ekkert að spyrja hann nákvæmlega
hvað hann væri að meina með þessu,
– mér finnst maður ekki eiga að
gera það. Það þarf að vera rými fyr-
ir mig að túlka þetta og aðra að upp-
lifa það. Maður lætur tónlistina bara
tala, og hann var mjög sáttur við
túlkun mína. Eftir þessa togstreitu
kemur sátt, og henni fylgja bæði
sorg, reiði og gleði.“ Hraði kaflinn
er saminn fyrir piccolóflautu, og öllu
slegið upp í dans og kæruleysi, og sá
þriðji fyrir altflautuna, og þá segir
Hallfríður að tónlistin verði aftur
talsvert innhverf og tregafull.
„Lokakaflinn er að mestu fyrir
bassaflautuna, og þá er eins og hún
sé búin að finna einhvern frið – hún
er búin að finna það sem leitað var
að, og verkinu lýkur í yfirvegun og
sátt.“ Hallfríður segir að það sé tals-
verð þrekæfing að vera með fjórar
flautur í takinu í einu. „Eitt er að
læra nóturnar, en ég hef þurft að
þjálfa mig smátt og smátt sér-
staklega til þess að geta haldið á
stóru flautunum. Það er ekki nema
vika síðan ég fór að geta haldið á
þeim í einhvern tíma, án þess að fá
verk í handleggina. En maður þarf
að vera í góðu formi á þær allar. Ég
er til dæmis búin að vinna ansi lengi
fyrir þeirri einni og hálfu mínútu
sem piccolóflautan spilar.“ Hall-
fríður segir að það taki alltaf tíma að
móta flókið verk sem þetta, þar sem
mikið er um að vera. „Mozartkons-
ert er til dæmis miklu meira ab-
strakt og yfirleitt bara einn eða tveir
karakterar í hverjum kafla. Þetta
verk er allt öðru vísi.“
Sem fyrr segir fór Hallfríður til
Helsinki í sumar og spilaði verkið
fyrir tónskáldið. Einojuhani Rauta-
vaara er ótvírætt eitt fremsta tón-
skáld Norðurlanda. Hann er nú 75
ára, og nýtur mikillar og alþjóð-
legrar hylli fyrir verk sín. „Það var
mjög gaman að heimsækja hann.
Hann var þá nýbúinn að fá til sín
fiðluleikara sem var að æfa fiðlu-
konsert hans. Við spjölluðum fyrst
saman og ég spurði hann um nokkur
atriði sem mig langaði að fá staðfest-
ingu hans á. Hann var líka með eitt
og annað sem hann vildi að ég segði
hljómsveitarstjóranum. Svo spilaði
ég verkið fyrir hann, og við ræddum
um hraða, fraseringar og ýmislegt
þess háttar.“ Önnur verk á efnisskrá
tónleikanna í kvöld verða Pétur
Gautur, svíta nr. 2 eftir Edvard
Grieg, og Sinfónía nr. 2 eftir Robert
Schumann. Stjórnandi á tónleik-
unum er ungur Breti, Justin Brown.
Tónlistin
segir allt
sem ekki er
hægt að
setja í orð
Morgunblaðið/Golli
Hallfríður Ólafsdóttir á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands í gær.
ÍSLENSKI dansflokkurinnsneri heim af alþjóðlegulistahátíðinni Al Bustan í Beir-út í Líbanon síðastliðinn
mánudag. Með í för voru níu dans-
arar flokksins ásamt tveimur tækni-
mönnum, auk Katrínar Hall, listdans-
stjóra, og Ásu Richardsdóttur,
framkvæmdastjóra. Dansflokkurinn
sýndi síðastliðinn laugardag í sal Al
Bustan-hótelsins, sem hátíðin er
nefnd eftir, fyrir nær fullu húsi.
„Þetta var ævintýri og mikil upplifun
að fara þessa ferð,“ segir Ása. „Þátt-
taka okkar í hátíðinni var fyrir tilstilli
Listahátíðar í Reykjavík. Þessi hátíð,
Al Bustan-listahátíðin í Beirút, er
hluti af alþjóðasamtökum listahátíða,
sem Listahátíð í Reykjavík er einnig
aðili að. Í tilefni af 10 ára afmæli sínu í
ár bað Al Bustan aðrar listahátíðir að
tilnefna listamenn. Reykjavík til-
nefndi dansflokkinn og það varð úr að
við fórum.“ Undirbúningurinn að
ferðinni hefur verið langur, en end-
anlega var ákveðið síðla sumars að
ferðin yrði farin. Þó segja þau að
nokkur kvíði hafi verið í hópnum allt
fram til síðasta dags að halda á vit
Mið-Austurlanda, með tilliti til
ástandsins í heimsmálum. „Við vor-
um tilbúin til að hætta við að fara, ef
stríð skylli á, en það leit ekki út fyrir
að það gerðist á þeim tíma sem við
vorum þarna. Við komumst líka að
því að Líbanon er ekki sama marki
brennt og mörg nágrannalöndin hvað
varðar hættuástand. Margir flótta-
menn leggja nú leið sína þangað, þar
sem landið þykir öruggara en önnur
lönd á svæðinu, ef til stríðs kemur.
Það kom okkur þægilega á óvart hvað
ástandið var afslappað miðað við
hernaðaruppbyggingu í nágranna-
löndunum. Það eina sem við urðum
vör við voru sýrlenskir hermenn, sem
þarna eru á hverju götuhorni,“ segir
Ása. Guðmundur segist þess þó full-
viss að enginn hefði viljað missa af
þessari ferð. „Auðvitað vissum við
ekki alveg á hverju við áttum von í
þessum heimshluta. En svo reyndist
þetta vera mjög jákvæð ferð í alla
staði og spennandi að sýna fyrir
áhorfendur í þessum heimshluta, sem
við höfum ekki gert áður.“
Þykir spennandi kostur
Flokkurinn sýnd þrjú verk á hátíð-
inni, þar af tvö eftir íslenska danshöf-
unda, Elsu eftir Láru Stefánsdóttur
og NPK eftir Katrínu Hall. Þriðja
verkið var svo Black Wrap eftir hol-
lenska danshöfundinn Ed Wubbe,
sem frumsýnt var fyrir skömmu sem
hluti af sýningunni Lát hjartað ráða
för í Borgarleikhúsinu, og er samið
sérstaklega fyrir dansflokkinn. „Ís-
lenski dansflokkurinn er lítill flokkur
með fáa dansara, þannig að við getum
ekki verið með mörg verk í gangi í
einu og höfum ekki tíma til að æfa
upp önnur verk en þau sem við erum
þegar með á fjölunum. Það er því
nærtækast að þau fylgi okkur á hátíð-
ir,“ segir Katrín. Upphaflega stóð til
að fara með verk hennar, Stingray,
sem einnig var frumsýnt í vor, á há-
tíðina. Þegar til kastanna kom reynd-
ist tækniumgjörðin of flókin til að
hægt væri að nýta hana í sýning-
arsalnum í Beirút og var þess í stað
brugðið á það ráð að fara með NPK,
sem er frá árinu 1999. Ása bætir því
við að Íslenski dansflokkurinn hafi þá
stefnu að sýna ávallt einhver íslensk
verk, þegar farið er í slíkar ferðir til
útlanda. „Verkið hans Ed Wubbe,
sem er mjög þekktur danshöfundur,
er hins vegar samið fyrir flokkinn og
því einnig spennandi kostur fyrir
áhorfendur,“ segir Guðmundur.
„Þessi tvö atriði, framandi íslenskir
danshöfundar og þekktir evrópskir
danshöfundar, gera það að verkum að
flokkurinn þykir spennandi kostur og
fær beiðnir um þátttöku frá lista- og
danshátíðum víða um heim,“ segir
Ása.
Al Bustan-listahátíðin þykir ein sú
besta sem haldin er í Mið-Aust-
urlöndum og er nú haldin í 10. sinn.
Tilgangurinn með hátíðinni er sagður
vera að endurvekja hið blómlega
menningarstarf sem var í Beirút á ár-
um áður, en hingað til hefur hún að
mestu beint sjónum sínum að tónlist-
arflutningi. „Þetta er í fyrsta sinn
sem sýndur er nútímadans á þessari
listahátíð, en áður hafa komið klass-
ískir balletthópar, tangóhópar og ým-
iss konar leikhópar. Þetta var því
visst áræði af hálfu Myrnu Bustani,
sem stýrir hátíðinni, að fá okkur til að
þátttöku,“ segir Katrín. Þau segja
listahátíðina fá mikla umfjöllun í Bei-
rút og að flestir hafi kannast við hvað
var að gerast. Íslenski dansflokk-
urinn fékk þó nokkra umfjöllun í
tengslum við hátíðina, en m.a. var
fjallað um flokkinn í tímariti flug-
félagsins sem flutti þau til Líbanon,
og hátíðakvöldverður eftir sýningu
þeirra kallaðist Elsa, eftir einu dans-
verkinu á efnisskrá þeirra, þar sem
norður-evrópskur matur var á boð-
stólum. Einnig fékk dansflokkurinn
jákvæða dóma í dagblaðinu Daily
Star, Lebanon, á mánudag, en þar
sagði m.a.: „Öðruvísi, nútímalegt,
ofsafullt, furðulegt, fallegt, íhugult,
ljótt – allt þetta lýsir dansverkunum
þremur sem sýnd voru síðastliðinn
laugardag.“
Skiptir máli fyrir uppbyggingu
Ferðalög skipa stóran sess í starf-
semi Íslenska dansflokksins. Annars
vegar tekur flokkurinn þátt í skipu-
lögðum hátíðum á borð við þessa, en
hins vegar kemur flokkurinn inn í
efnisskrá leikhúsa víðs vegar um
heim. Síðasta ferð flokksins fyrir Bei-
rútferðina var einmitt af þeim toga,
en í nóvember var flokkurinn með
gestasýningar í borgunum Neuss og
Leverkusen í Þýskalandi. Næsta
ferðalag á vegum flokksins verður
einnig til Evrópu, en í haust tekur Ís-
lenski dansflokkurinn þátt í virtri
danshátíð, Holland Dans Festival,
sem haldin er í Den Haag í Hollandi
annað hvert ár. „Það að fara slíkar
ferðir hefur mikla þýðingu fyrir
flokkinn og ekki síst að fara nú í
fyrsta sinn til Mið-Austurlanda. Það
skiptir mjög miklu máli fyrir framtíð-
aruppbyggingu okkar. Fyrst og
fremst höfum við verið á hinum evr-
ópska markaði og munum vera þar
áfram, en heimurinn er stærri en
Evrópa. Það var óskaplega gaman að
finna hvað áhorfendur á sýningunni
okkar í Beirút voru vel að sér um
dans, og hve viðbrögð þeirra við sýn-
ingunni voru jákvæð. Þeim fannst við
vera nokkuð avant-garde, en mjög
spennandi og margir töluðu um hve
dansararnir okkar væru góðir. Það er
auðvitað það sem skiptir máli.“ Katr-
ín bætir því við að mikilvægt sé að
koma íslenskri list á framfæri í þess-
um heimshluta. „Það fólk sem sá okk-
ur, heyrði af okkur og las um okkur
mun framvegis vita eitthvað um Ís-
land. Líbanon á afar merka menning-
arsögu, þar er að finna 7.000 ára
gamlar menjar um mannvist, og flest
heimsveldi sögunnar hafa komið þar
við. Nútíma Líbanir virðast sér mjög
meðvitandi um sögu sína en jafn-
framt er þeim mikið í mun að byggja
upp nútíma listalíf. Einn gestur á
sýningu okkar sagði við mig að skiln-
aði – og mér finnst orð hans gilda
jafnt fyrir Líbanon sem Ísland – að
með því að setja menningu okkar í
forgrunn næðum við best til alþjóða-
samfélagsins. Menningin er það sem
gerir okkur að þjóð,“ segir Ása að
lokum.
Dansarar Íslenska dansflokksins bregða á leik ásamt Katrínu Hall í rústum
rómversks hringleikahúss í bænum Byblos í Líbanon.
„Öðruvísi, nútímalegt, ofsafullt, furðulegt, fallegt, íhugult, ljótt – allt þetta
lýsir dansverkunum þremur sem sýnd voru síðastliðinn laugardag,“ sagði í
dagblaðsgagnrýni um sýningu Íslenska dansflokksins.
Dansað á
íslenska vísu
í Líbanon
Beirút var áfangastaður Íslenska dans-
flokksins í síðustu ferð hans, en flokkurinn
sneri aftur af alþjóðlegu listahátíðinni
Al Bustan síðastliðinn mánudag. Inga
María Leifsdóttir hlýddi á ferðasöguna
hjá Katrínu Hall, Ásu Richardsdóttur
og Guðmundi Helgasyni.
ingamaria@mbl.is