Morgunblaðið - 13.03.2003, Síða 31
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 31
ÞAU ÁR sem ég hef verið ískólanum hef ég kynnstþví að vera tölvulaus, í far-tölvubekk og svo með far-
tölvu en ekki í fartölvubekk,“ sagði
Guðrún Þengilsdóttir nemandi á
þriðja ári á náttúrufræðibraut við
Menntaskólann á Akureyri, á ráð-
stefnunni UT2003 sem haldin var
nýlega á Akureyri. Erindi hennar
vakti athygli, því hún fjallaði um
reynslu sína og lýsti því m.a. yfir að
ofmælt væri að tala um gjörbyltingu
kennslunnar vegna fartölvunnar.
Kennarinn þarf ævinlega að tala og
nemandinn að hlusta, og þeir þurfa
að ræða saman.
Guðrún sagði að í fartölvubekkn-
um hafi í raun enginn vitað fyrst í
stað við hverju mætti búast, þetta
hafi verið tilraun og markmiðið var
að prófa sig áfram. „Útkoman varð
aðallega heimasíðugerð eða verkefni
í power point, sem að mínu mati eru
ekki mjög miklar framfarir,“ sagði
hún. „Einnig glósuðum við öll á tölv-
ur, í þeim fögum sem það hentaði og
verkefnaskil urðu í auknum mæli
gegnum tölvupóst. Það var kannski
skref í rétta átt en ekki mikið meira
en það.“
Guðrún sagði að fæst verkefni á
því skólaári sem hún var í fartölvu-
bekk, hafi nauðsynlega krafist far-
tölvueignar við lausnir þeirra.
Reyndar hefði þetta verið töluvert
snúnara ef enginn hefði átt fartölvu,
en þegar unnið var í hópum hefði oft
dugað ef einn nemandi hefði verið
með fartölvu. Öll hin verkefnin hefði
verið hægt að leysa heima fyrir
framan borðtölvu. „Einn bekkjar-
bróðir minn hætti til að mynda al-
gjörlega að mæta með tölvuna með
sér, fannst það engan veginn borga
sig. Og það kom ekki að sök,“ sagði
hún.
Tilraun til dreifináms var gerð í
þremur fögum; íslensku, sögu og
þýsku. Í dreifináminu voru tveir
tímar á viku í íslensku og sögu felld-
ir niður en einn í þýsku.
Allir kennararnir notuðu tölvu-
póst og bentu nemendum á gagn-
legar heimasíður og leyfðu verk-
efnaskil í gegnum tölvupóst, þegar
það var hægt. Það átti þó helst við
um ensku, en kennarinn var mjög
duglegur við að benda á hitt og
þetta, góðar orðabækur, síður sem
kenndu framburð en einnig hluti í
Word sem þau vissu ekki einu sinni
að væru til.
„En ég vil taka það fram að ég er
alls ekki ósátt við árið,“ segir Guð-
rún og að hún væri í raun mjög hrif-
in af dreifináminu, finnst mjög gott
að vera minna í skólanum en vinna í
staðinn verkefni á sínum eigin
hraða, því staðreyndin er að
kennslustundirnar nýtast nemend-
um misvel.
„Ég vandist á að nota tölvu og nú
er svo komið að mér finnst margfalt
betra og er mun fljótari að skrifa á
tölvu en að handskrifa, og því tek ég
tölvuna ennþá með mér í skólann og
glósa á hana í þeim fögum sem það
hentar og vinn verkefni á hana.“
Svo er þó ekki með alla. Flestir
hætta að mæta með tölvur í skólann
og fæstir eru mjög sáttir við far-
tölvu-tilraunina, að hennar mati.
Ástæðuna telur hún vera m.a. þá að
næstum ástæðulaust er að mæta
með tölvuna í skólann þegar þau
þurfa auk þess að mæta með allar
skólabækurnar, rétt eins og aðrir.
Nóg er samt að bera. „Helsti gallinn
við fartölvuna að mínu mati er ein-
mitt aukaþyngdin, sem þarf að
ganga með út um allt. Því gæti þetta
allt orðið miklu auðveldara þegar
þær verða orðnar nokkur hundruð
grömm og með rafhlöðum sem end-
ast allan daginn,“ sagði hún.
Athyglisvert var að margir nem-
endur komust að því að stöðugur að-
gangur að Netinu truflaði einbeit-
ingu hjá þeim til muna. En samt eru
nokkrir sem halda áfram að nýta
tölvuna í skólanum, þótt tækifærin
séu ekkert mjög mörg í raungrein-
um.
„Eftir þessa reynslu get ég séð
ýmsa kosti og galla á tölvunotkun.
Fyrir mér skipta gallarnir samt
ekki miklu máli, því ég er hrifin af
því að nota fartölvu í skólanum og
geri það af því að mér finnst það
mun betra. En stundum hentar
tölvunotkun betur en annars, í sum-
um greinum kannski alls ekki,“
sagði hún.
Þau verkefni sem þau fengu í far-
tölvubekknum og voru frábrugðin
því sem aðrir fengu voru að mestu
leyti heimasíðugerð og fyrirlestrar í
power point. „Heimasíðugerð er af-
skaplega lítið frábrugðin því að gera
ritgerð, fyrir utan að sjálfsögðu
tæknilega þáttinn,“ sagði Guðrún.
„Mér finnst alls ekki betra að gera
heimasíðu en ritgerð og mér finnst
það í rauninni ekki hafa neina kosti
nema að kenna heimasíðugerð. Eftir
að hafa gert 4 eða 5 fyrirlestra í
power point í fyrra er ég komin með
leið á því. Sama viðhorf finnst mér
einnig vera hjá mörgum bekkjar-
félögum mínum.“
Guðrún sagðist gera ráð fyrir því
að kennurum fyndist afskaplega
óþægilegt þegar nemendur væru
með tölvurnar fyrir framan sig og
kennarinn hefði ekki hugmynd um
hvort nemandinn væri að fylgjast
með eða gera eitthvað allt annað.
Hún segir ekkert sem segi það
nauðsynlegt að taka þurfi þau skref
að nýta tölvurnar í námi. „Kannski
það sé yfirhöfuð enginn gróði í því
og ekkert nema fyrirhöfn og tíma-
sóun,“ sagði hún. „En ég held að
flestir séu sammála um að tölvur
spili stærra og stærra hlutverk í
framtíðinni. Að mínu mati er því
rétt að reyna líka að nýta tölvurnar
eins og hægt er inni í skólunum.“
Á heildina býst hún við og telur
að fartölvur geti nýst í námi, „en
eins og málin eru í dag eru þær ekki
sú gjörbylting sem ég held að marg-
ir hafi búist við,“ sagði hún.
Að mörgu leyti hafa kennsluað-
ferðir lítið breyst í óratíma, en það
er ekki endilega neitt sem segir að
það sé ekki hægt að haga málunum
öðruvísi, að hennar sögn. „Þær
kennsluaðferðir sem eru notaðar í
dag eru að mínu mati ekki grund-
völlur fyrir fartölvubekk,“ sagði
hún. „Ég held að til að fartölvurnar
eða tölvur almennt nýtist virkilega
vel í námi og bjóði upp á eitthvað
nýtt, þurfi að slíta sig frá kennslu
eins og hún lítur út í dag. Kennslu-
formið kennari talar, nemandi hlust-
ar og skrifar, nýtir ekki tölvuna til
fulls.“
Fartölvur í
skóla engin
gjörbylting
Fartölvur/Notkun fartölvu hentar misvel eftir fögum. Er ekki bara nóg að eiga borðtölvu heima hjá sér? Guðrún
Þengilsdóttir nemandi við Menntaskólann á Akureyri flutti erindi um reynslu sína af fartölvubekk. Hún sagðist
m.a. gera ráð fyrir því að kennurum gæti fundist óþægilegt að vera með nemendur handan tölvuskjáa.
Guðrún sagði m.a. frá athyglisverðum göllum við fartölvunotkun en tók
það skýrt fram að hún væri sjálf hrifin af því að nota fartölvu í skólanum.
guhe@mbl.is
Kyn: Karl.
Aldur: 16 ára.
Spurning: Hvaða fornám þarf fyrir
ljósmyndun og eru einhverjir styrkir í
boði?
Svar: Á Iðunni (Idan.is) er að finna
haldgóðar upplýsingar um nám í
ljósmyndun. Ljósmyndun er sérnám
að loknu grunnnámi af upplýsinga-
og fjölmiðlabraut á framhalds-
skólastigi. Að loknu grunnnámi og
sérnámi ásamt starfsþjálfun er
hægt að þreyta sveinspróf í ljós-
myndun eða halda áfram fram-
haldsskólanámi og ljúka t.d. stúd-
entsprófi. Upplýsinga- og
fjölmiðlabraut er í boði við
Fjölbrautaskólanum við Ármúla,
Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Flens-
borgarskólanum í Hafnarfirði og Iðn-
skólanum í Reykjavík. Skoðaðu vef-
setur þessara skóla til að fræðast
nánar. Að loknu þessu námi væri
t.d. hægt að hefja framhaldsnám
erlendis.
Á vefsetri Alþjóðaskrifstofu há-
skólastigsins er hægt að nálgast
upplýsingar um styrki á há-
skólastigi. Einnig er hægt að fara á
skrifstofu Alþjóðaháskólastigsins/
Upplýsingastofu um nám erlendis,
Neshaga 16 í Reykjavík, til að fá
upplýsingar um nám við erlenda há-
skóla.
Nám í tattoo
Kyn: Kona.
Aldur: 15 ára.
Spurning: Hvar lærir maður að
tattoo-vera fólk?
Svar: Samkvæmt upplýsingum frá
aðilum er starfa við myndhúðflúr eru
þrír einstaklingar hér á landi sem
hafa leyfi til að húðflúra.
Tattoo eða húðflúrsnám fer fram
undir handleiðslu annars (meistara)
og mætti e.t.v. líkja þessu saman
við meistara og sveinakerfið. Sá
sem að er að læra verkið (sveinn/
lærlingur) gerir það undir eftirliti og
handleiðslu meistara eða þess
sem hefur hlotið viðurkenningu á
þessu sviði. Þessir þrír aðilar eru
meðlimir í samtökunum „Assoc-
iation of Professional Tattoo Art-
ists“ sem er með aðsetur í Bret-
landi. Ákveðin viðurkenning fæst á
starfi viðkomandi með aðild að
þessum samtökum og jafnframt
leyfi til að taka að sér lærlinga
(nema). Á Íslandi hefur ekki verið
komið á löggildingu í sambandi við
þessa grein. Þeir sem bjóða upp á
húðflúr þurfa að fá leyfi heilbrigðisyf-
irvalda.
Hér á landi er erfitt að komast í
læri í myndahúðflúr þar sem að fáir
stunda þessa grein og markaðurinn
lítill hér á landi. Námið sjálft getur
tekið mörg ár því í náminu reynir á
leikni og færni viðkomandi í því t.d.
að nota tæki til húðflúrunar auk
þess að gæta að umhverfinu með
tilliti til hreinlætis.
Fegrunaraðgerðir með húðflúri
þekkjast og hefur verið í boði hér á
landi. Eru það m.a. snyrtifræðingar
sem framkvæma slíkt. Fegrunar-
húðflúr getur verið hluti af námi
snyrtifræðinga og endurmenntun
þeirra. Fegrunaraðgerðin felst þá í
því að húðflúra t.d. augabrúnir, varir
og/eða augu. Best er að hafa sam-
band við þá aðila er kenna snyrti-
fræði (Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
(snyrtibraut, Snyrtiskóli Reykjavíkur)
til að fá frekari upplýsingar.
Nám og svör
TENGLAR
.....................................................
www.ask.hi.is
www.visindavefur.hi.is
Jules Verne-styrkir
Nýverið undirrituðu Tómas Ingi
Olrich menntamálaráðherra og
Louis Bardollet, sendiherra
Frakklands á Íslandi, samning
sem kveður á um styrki til sam-
starfsverkefna Íslendinga og
Frakka á sviði vísinda og tækni-
rannsókna. Meginmarkmið verk-
efnisins er að efla franskt-íslenskt
vísinda- og tæknisamstarf milli
stofnana, fyrirtækja, skóla og
rannsóknahópa og auðvelda sam-
starf við önnur sambærileg sam-
starfsverkefni í Evrópu. Styrkur-
inn er veittur árlega til tveggja
ára í senn. Hann er ætlaður til að
greiða ferða- og dvalarkostnað fyr-
ir þá vísindamenn sem taka þátt í
verkefninu. Samstarfsaðilar í lönd-
unum tveimur sækja um styrkinn í
sínu heimalandi og verða báðir að-
ilar að skila samtímis inn umsókn.
Umsóknarfrestur rennur út 2. maí
2003. Frekari upplýsingar og um-
sóknareyðublöð er að finna á
heimasíðu Rannís: www.rannis.is.
IST-verðlaunin
Leitað er eftir umsóknum um
Evrópsku IST-verðlaunin (The
European Information Society
Tecnologies Prize 2003) sem veitt
verða í níunda sinn á þessu ári.
Verðlaunin eru veitt fyrir nýja,
auðseljanlega vöru byggða að
miklu leyti á upplýsingatækni.
Frumgerð vörunnar skal liggja
fyrir. Tuttugu umsækjendur
hljóta verðlaun, 5.000 evrur hver,
og munu þeir allir sýna vörur sín-
ar á sýningu í Mílanó í október á
þessu ári. Úr þessum hópi mun
sérskipuð dómnefnd velja þrjá
vinningshafa sem hljóta í verð-
laun 200.000 evrur hver auk verð-
launagrips.
Umsóknarfrestur er til 15. maí,
en umsóknareyðublöð og allar
nánari upplýsingar er að finna á
http://www.ist-prize.org.
Upplýsingaskrifstof-
ur um Evrópumál
UT2003-ráðstefnan um upplýs-
ingatækni í skólastarfi tókst mjög
vel að sögn aðstandenda og sóttu
yfir 600 gestir hana þá tvo daga
sem hún stóð. M.a. opnaði
Menntagátt vefinn www.mennta-
gatt.is á UT2003, ráðstefnu um
upplýsingatækni í skólastarfi sem
haldin var í Verkmenntaskólanum
á Akureyri 28. febrúar og 1. mars
þar sem mörg hundruð kennarar
og skólastjórnendur voru sam-
ankomnir.
Tómas Ingi Olrich mennta-
málaráðherra flutti ávarp við
opnun UT2003 í Verkmenntaskól-
anum á Akureyri 28. febrúar
2003. Hann sagði m.a.: „Á síðustu
árum hefur náðst góður árangur í
að innleiða upplýsingatækni í
skólastarf á Íslandi. Þar hafa
kennarar, skólastjórnendur og
menntayfirvöld sameinast um að
taka til hendinni. UT-ráðstefn-
urnar hafa verið mikilvægur vett-
vangur fyrir miðlun reynslu og
þekkingar um nýjungar í skóla-
starfi. Þar hefur fólk hist og rætt
þau viðfangsefni sem efst eru á
baugi hverju sinni. Mörg árang-
ursrík þróunar- og tilraunaverk-
efni hafa verið unnin á síðustu ár-
um og gefist tóm til að miðla
þeirri reynslu sem áunnist hefur.“
www. menntagatt.is
Helsti gallinn við fartölvuna er að
þyngd hennar bætist við annað.
Ég vandist á að nota tölvu og finnst
nú margfalt betra að vinna.