Morgunblaðið - 13.03.2003, Page 39

Morgunblaðið - 13.03.2003, Page 39
4. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 12.423.669 kr. 2.484.734 kr. 248.473 kr. 24.847 kr. 4. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 9.740.217 kr. 1.948.043 kr. 194.804 kr. 19.480 kr. 2. flokkur 1995: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 9.337.103 kr. 1.867.421 kr. 186.742 kr. 18.674 kr. 1. og 2. flokkur 1998: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.575.009 kr. 157.501 kr. 15.750 kr. Innlausnardagur 15. mars 2003. Innlausnarverð húsbréfa Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Rafrænt: 1: 1,57500890 1. og 2. flokkur 2001: Rafrænt: 1: 1,21358273 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 39 Í SÍBYLJU ljósvakans er látlaus eftirspurn eftir fólki til þess að ræða málefni sem efst eru á baugi hverju sinni. Það er orðin lenska að blaða- menn ræði eigin verk á ljósvakanum, fréttir sem þeir hafa skrifað, lendi jafnvel í hörðum pólitískum deilum. Þetta er ný þróun og varhugaverð. Blaðamenn hafa undanfarið lent í málflutningi fremur en fréttaflutn- ingi. Það er miður, afleitt. Þetta hefur verið áberandi í tengslum við fréttir Fréttablaðsins af Baugsmálum. Gunnar Smári Egils- son ritstjóri og Reynir Traustason blaðamaður hafa verið á öldum ljós- vakans og tekið þátt í hinni pólitísku glímu. Þeir hafa verið í málflutningi. Fréttaflutningurinn hefur vikið, því miður. Þeir trúa hverju orði sem frá Baugi kemur, öllu misjöfnu um ráð- herrann. „Ráðherra ber að ósannind- um“ hljóðaði frétt ríkisútvarpsins sem vitnaði í Reyni Traustason sem vitnaði í tveggja manna tal stjórnar- formanns Baugs og forsætisráðherra. Af tveggja manna tali tók Reynir orð formannsins trúanleg, orð forsætis- ráðherra lygi. Þetta hefur verið rauði þráðurinn á síðum Fréttablaðsins. Of margt hefur verið gagnrýnivert, alltof margt. Forstjóri Baugs kvaðst um helgina ekki hafa lekið trúnaðargögnum úr fyrirtækinu. Gott og gilt. Þetta eru orð forstjórans en sama dag rauf Fréttablaðið eina helgustu skyldu blaðamanna; að geta ekki trúnaðar- manns. Okkur er „ljúft og skylt“ að staðfesta orð Jóns Ásgeirs, skrifaði ritstjórinn. Hver fær næst vottorð frá ritstjóranum, Jóhannes í Bónus, Hreinn Loftsson eða stjórnarmenn- irnir sem sögðu af sér? Stendur heim- ildamaðurinn einn eftir í lokin og seg- ir; ekki benda á mig? Öll framganga Fréttablaðsins ber þess merki að það þjónar nafnlausum herra. Það er dapurleg staðreynd. Um það eiga blaðamenn að ræða; til- raun peningamanna til þess að hafa áhrif á þjóðmál. Ritstjórinn hefur ver- ið ötull á ljósvakanum með sleggju- dóma og dylgjur um menn og málefni. Það er ekki skrítið þótt trúverðugleiki hans hafi gjaldfallið svakalega. Mað- urinn er í stöðugum málflutningi. Blaðamenn hans eru í ólíðandi stöðu. Blaðamenn í fjölmiðlum ræða eigin verk á ljósvakanum. Það er ný þróun í íslenskri blaðamennsku. Það er slæm þróun. Þetta var ekki svona. Þegar áfengismál Magnúsar Thoroddsen voru í hámæli fyrir rúmum áratug og orð féllu í héraðsdómi um fræga veislu Bryndísar Schram, fór Jón Baldvin Hannibalsson hamförum í gagnrýni og dylgjum um fréttamenn Stöðvar 2. Við fórum ekki í málflutn- ing, hlupum ekki í fjölmiðla til þess að kveða ráðherra í kútinn. Við vorum ekki í endalausum umræðuþáttum til þess að rífast um fréttir Stöðvar 2. Fréttastjórinn ritaði grein í Morgun- blaðið til þess að skýra afstöðu frétta- stofunnar og ráðherra var boðið í þátt á Stöð 2 til þess að gera grein fyrir sínum sjónarmiðum. Endir. En við birtum áfram fréttir af málinu, ef ástæða þótti til. Hið sama var uppi í Hafskipsmálinu á fréttastofu Sjón- varps. Auðvitað var deilt um fréttir en við fórum aldrei í málflutning. Og þegar Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði með stofnun Borgaraflokksins, fór Hannes Hólmsteinn mikinn í gagn- rýni á Sjónvarpið. Það hvarflaði ekki að mér að rífast við hann á ljósvak- anum. Sjálfstæðismenn hafa haldið uppi gagnrýni á Stöð 2 og fréttir Kristjáns Más Unnarssonar. Þeir hafa sakað Kristján Má og fréttastofu Stöðvar 2 um að ganga erinda Jóns Ólafssonar. Það er fráleitur málflutningur. Krist- ján Már er einn besti fréttamaður landsins. Hann flytur fréttir óháð pólitík. Kristján Már hefur ritað grein í Morgunblaðið til þess að koma sín- um sjónarmiðum á framfæri, á mál- efnalegan hátt. Hann mun vonandi áfram flytja fréttir af skattamálum. Hann hefur ekki fallið í þá gryfju að fara í málflutning eins og ritstjórinn. Kristján Már er traustur og hæfur fréttamaður sem leggur verk sín fyrir alþjóð á réttum vettvangi – í sínum fjölmiðli. Blaðamenn í fjölmiðlum Eftir Hall Hallsson „Öll fram- ganga Fréttablaðs- ins ber þess merki að það þjónar nafnlausum herra. Það er dapurleg staðreynd.“ Höfundur er blaðamaður. STARFSHÓPUR gegn fíkniefna- dreifingu í grunnskólum Reykjavík- ur, sem skipaður var að tillögu borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nóvember sl., hefur lokið störfum og kynnt niðurstöður sínar í fræðsluráði, borgarráði og borgarstjórn. Starfs- hópnum var falið að koma með tillög- ur um hvernig koma megi í veg fyrir neyslu og sölu fíkniefna í grunnskól- um og til hvaða aðgerða skólar skulu grípa, komi til þess þrátt fyrir for- varnir. Alvarlegar upplýsingar Tilefni þessa máls má rekja til fundar í fræðsluráði 11. nóvember sl. en þá spunnust miklar umræður út frá svörum við spurningum okkar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um á hvern hátt sérkennslustefna Reykja- víkurborgar tekur mið af miklu álagi á almennum bekkjardeildum vegna nemenda með hegðunarvandamál og geðröskun. Í svari forstöðumanns þjónustusviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur kom fram að rætt hefði verið við fulltrúa lögreglu og Barna- verndar um þau alvarlegu mál sem upp hefðu komið í grunnskólum Reykjavíkur vegna nemenda í neyslu og sölu fíkniefna. Fræðsluráði var vissulega brugðið við þessar upplýs- ingar og daginn eftir, 12. nóvember, bókuðum við borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að borgaryfir- völd yrðu að grípa til viðbragða vegna þessa. Helstu niðurstöður Starfshópurinn kallaði á sinn fund ýmsa aðila úr borgarkerfinu, lögregl- unni og ráðuneytum heilbrigðis- og menntamála. Í kjölfarið hefur verið óskað eftir því að menntamálaráðu- neytið heimili rýmri túlkun á reglu- gerð um skólareglur enda var það samdóma álit starfshópsins að hinn almenni grunnskóli geti ekki sinnt „skylduhlutverki“ sínu við þá sem dreifa fíkniefnum og sjúka fíkniefna- neytendur. Þá verður settur á stofn lítill hópur með fulltrúum heilbrigð- iskerfis, skólakerfis og barnaverndar til að taka á einstaklingsmálum þeirra unglinga sem verst eru staddir. Starfshópurinn áréttar rétt foreldra til upplýsinga um stöðu mála í hverj- um skóla og hvetur til foreldraað- halds og aga en könnunin Börnin í borginni leiddi í ljós að drykkja ung- linga í heimahúsum er mun algengari en í félagsmiðstöðvum og skólum. Niðurstöður starfshópsins fela í sér skýr skilaboð um vímuefnalausan skóla og rétt nemenda til heilsusam- legs og öruggs umhverfis. Verklags- reglur vegna fíkniefnavanda verða sendar fljótlega í alla skóla. Þá er í undirbúningi námskeið um fíkniefna- vandann og ferla í þeim málum fyrir skólastjórnendur, námsráðgjafa, deildarstjóra sérkennslu og aðra þá sem leiða forvarnarstarf í grunnskól- unum. Samstaða um aðgerðir Þó að starfshópurinn hafi lokið störfum er starfinu engan veginn lok- ið. Nauðsynlegt er að hin ýmsu „kerfi“ innan borgarinnar og á vegum ríkisins stilli saman strengi sína og komi þannig í veg fyrir að unglingar sem verða fíkniefnum að bráð lendi á milli skips og bryggju. Fjölmargir að- ilar utan hins opinbera vinna þarft verk í forvarnarmálum og með sam- hentu átaki ásamt forvarnaráætlun- um sem unnar eru innan hverfa borg- arinnar má miklu áorka. Gegn fíkniefnum Eftir Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði. „Með sam- hentu átaki má miklu áorka.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.