Morgunblaðið - 13.03.2003, Page 42

Morgunblaðið - 13.03.2003, Page 42
MINNINGAR 42 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Eiríkur BaldurHreiðarsson var fæddur á Nesjavöll- um í Grafningi 19. febrúar 1942. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 4. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Hreiðar Ei- ríksson, garðyrkju- bóndi, f. 7. apríl 1913, d. 25. nóvem- ber 1995, og Ragn- heiður María Pét- ursdóttir, f. 21. desember 1921, bú- sett að Sléttu í Eyjafjarðarsveit. Systkini Eiríks eru: Hrafnhildur, hálfsystir, samfeðra, búsett í Reykjavík, fyrri maður hennar var Helgi Ó. Þórarinsson en þau skildu, seinni maður hennar var Sveinn G. Ásgeirsson, hagfræð- ingur, hann er látinn; Úlfar, bú- settur í Eyjafjarðarsveit, kona hans er Hildur Gísladóttir; Sigríð- ur, búsett á Akureyri, maður hennar er Hörður Jóhannsson; Vigdís, búsett í Eyjafjarðarsveit, maður hennar er Ólafur G. Vagnsson; Hreiðar, búsettur í Eyjafjarðarsveit, kona hans er usta hans er Kristjana Helga Ólafsdóttir, viðskiptafræðingur og eiga þau von á sínu fyrsta barni. Eiríkur og Sigrún skildu. Hinn 9. desember 2000 kvæntist Eiríkur seinni konu sinni, Mar- gréti Sigurðardóttur frá Hösk- uldsstöðum í Eyjafjarðarsveit. Eignuðust þau saman tvo drengi, Aron og Eirík Anton, en fyrir átti Margrét dótturina Helgu Jó- hannsdóttur. Eiríkur ólst upp í Laugar- brekku í Hrafnagilshreppi þar sem foreldrar hans ráku til margra ára garðyrkjustöð. Hann lauk skyldunámi og fór eftir það í Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykj- um í Hveragerði og lauk þaðan námi vorið 1962. Eiríkur starfaði alla tíð við garðyrkjuna, fyrst með föður sínum og í nokkur ár með Hreiðari bróður sínum. Síðan stóð hann einn að rekstrinum þar til hin síðustu ár að hann starfaði í félagi við Snjólf son sinn. Hann tók virkan þátt í fé- lagsmálum, átti meðal annars um margra ára skeið sæti í hrepps- nefnd og sveitarstjórn og var lengi fjallskilastjóri við Reykár- rétt. Þá eru ótalin störf er hann rækti um lengri eða skemmri tíma með aðalstarfi sínu og má þar helst nefna starf hans sem héraðs- lögreglumanns. Útför Eiríks verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þórdís Bjarnadóttir; og Ragnheiður, bú- sett í Eyjafjarðar- sveit, maður hennar er Benedikt Grétars- son. Hinn 13. október 1962 kvæntist Eiríkur Jónu Sigrúnu Sigurð- ardóttur frá Reykja- vík. Þau eignuðust fjögur börn, sem eru: 1) Sigríður Emilía, ritari, búsett í Reykjavík, gift Einari Þ. Einarssyni, fram- kvæmdastjóra og eiga þau þrjú börn; Eirík Björn, Kar- ítas Rós og Einar Baldur. 2) Hreiðar, rannsóknarlögreglumað- ur á Akureyri og búsettur þar, kvæntur Hallfríði Böðvarsdóttur nema og eiga þau saman dótt- urina Sigrúnu Ósk en fyrir á Hall- fríður Söru Ósk og Böðvar. 3) Sig- urður, ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, búsett- ur í Eyjafjarðarsveit, kvæntur Hafdísi Hrönn Pétursdóttur, iðju- þjálfa og eiga þau þrjú börn; Pét- ur Elvar, Ólaf Inga og Aldísi Lilju. 4) Snjólfur, garðyrkjufræð- ingur, búsettur á Akureyri, unn- Er ég frétti andlát Eiríks Hreið- arssonar flaug í gegnum hug minn svo margt að ekki verður á blað komið. Hann var trúr sínu ævistarfi sem var landbúnaður í allri sinni mynd. Hann var maður ræktunar og hann unni mold og móðurjörð. Hann trúði á íslenskar sveitir og í hans huga hlyti íslensk þjóð að átta sig á því fyrr eða síðar hve nauð- synlegt yrði að viðhalda byggð til sveita með fullri reisn. Þetta er háleit hugsjón í þjóð- félagi þar sem svo margt virðist snúast um ímynduð veraldleg gæði og yfirborðsmennsku sem tröllríður íslensku þjóðfélagi og er engum til góðs. Eiríkur var af merku bændafólki kominn. Hann var hógvær maður til orðs og æðis. Hann tók virkan þátt í félagsstörfum sinnar sveitar sem ekki verður nánar lýst í þessum fáu orðum. Eiríkur tengdist minni fjölskyldu fyrir fáum árum er hann gekk að eiga bróðurdóttur mína, Margréti Sigurðardóttur, og eignuðust þau tvo syni sem eru barnungir. Hann axlaði þá ábyrgð af drenglund og karlmennsku. Er ég skrifa þessar línur verður mér hugsað til manna sem eru ís- lensku þjóðlífi styrkur. Megi sam- félag okkar eiga sem flesta slíka menn. Við áttum ekki mikla samleið við Eiríkur en vorum alla tíð vel mál- kunnugir en þessar hugleiðingar mínar um hann byggjast á samtali okkar sem við áttum saman fyrir þrem árum að Grund í Eyjafirði þegar afkomendur Snæbjarnar Sig- urðssonar og Pálínu Jónsdóttur komu saman eina kvöldstund sem var mjög ánægjuleg. Allir menn skilja eftir sig spor þegar þeir hverfa héðan. Spor Ei- ríks verða öllum sjáanleg þar sem hann hlúði að gróðri sveitar sinnar og ég veit með vissu að gróður ey- firskrar byggðar ber Eiríki vott sem verður komandi kynslóðum til yndisauka. Er til fegurri bauta- steinn sem menn skilja eftir sig? Við hjónin vottum eiginkonu, börnum, móður og öllum ættingjum samúð okkar. Ormarr Snæbjörnsson. Í apríl verða sjö ár frá því ég flutti inn á heimili Eiríks og Jónu Sigrúnar að Grísará. Ég kom úr hit- anum í Marokkó í norðlenskan kulda til þess að vinna garðyrkju- störf nálægt heimsskautsbaug. Fyr- ir utan gluggann var vorhret en innan dyra var hlýtt og bjart. Fyrstu kynni okkar Eiríks voru varfærnisleg á báða bóga en fljót- lega urðum við góðir félagar og ég leit á hann sem eldri bróður. Hann tilkynnti mér strax að þar sem hann væri heldur slakur í ensku myndi hann bara tala við mig á íslensku. Ég gat ekki annað en samþykkt þessa skilmála þótt ég yrði þess fljótt áskynja að hann var sleipari í enskunni en hann vildi vera láta. Það að Eiríkur talaði eingöngu ís- lensku reyndist vera mitt stóra lán því af honum lærði ég mest. Málfar hans var vandað, orðaforðinn mikill og síðan en ekki síst talaði hann skýra og tæra norðlensku sem auð- velt var að skilja. Saman vorum við í gróðurhúsunum þar sem hann kenndi mér bæði að vinna verkin og heitin á öllu því grænmeti sem ræktað er á Grísará. Ég var ekki bara vinnumaður því ég bjó á heim- ilinu og var einn af fjölskyldunni. Af spjalli okkar um heima og geima var ljóst að þekking Eiríks á ólíklegustu málum var mikil. Í fyrstu varð ég undrandi á því hvað garðyrkjubóndi á hjara veraldar var vel að sér. Það var sama hvar við bárum niður í samtölum okkar, Eiríkur hafði svör á reiðum hönd- um. Ef hann hafði svarið ekki í koll- inum dró hann fram bók úr safni sínu og skýrði mál sitt. Af Eiríki lærði ég ekki bara íslensku heldur var ég í ströngu námi í þjóðlegum fróðleik. Hann var óþreytandi að kynna mér nágrennið, keyrði með mig inn á öræfi og gekk með mér fjöllin fyrir ofan bæinn til þess að sýna mér fegurð Eyjafjarðarsveit- ar. Ég trúði því ekki þegar hann sagði að Ísland hefði verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru við land- nám. Til þess að sanna sitt mál ók hann með mig inn í Eyjafjarðar- sveit og sýndi mér íslenska birkið. Ég mun alltaf búa að því sem hann kenndi mér þessa mánuði fyrir norðan og er sannfærður um að hann hefði orðið fyrirtaks kennari. Á ferðum mínum með honum fann ég að hann naut virðingar hvar sem hann kom. Menn hlustuðu á það sem hann hafði fram að færa og tóku mark á því. Við urðum félagar utan vinnu og skruppum nokkrum sinnum inn á Akureyri til þess að lyfta okkur upp. Þá kom Eiríkur mér enn á óvart en þessi rólegi og vitri maður kunni líka að dansa frábærlega vel. Það var gaman að skemmta sér með Eiríki því hann var mikill gleðimaður og sú gleði kom frá hjartanu. Þegar mér datt í hug gifta mig sótti ég ráð til Eiríks sem hvatti mig til þess að stíga þetta skref. Að sjálfsögðu voru Eiríkur og Jóna Sigrún svaramenn en Snjólfur var eini gesturinn í brúðkaupinu. Eirík- ur varð jafnmikill vinur konu minn- ar og þau gátu endalaust talað sam- an um pólitík, bækur og þjóðmál. Ég fór aðeins einu sinni norður eftir að ég flutti en hitti Eirík oftar hér í Reykjavík. Það var okkur mikill heiður að hann og Magga fögnuðu sextugsafmæli hans fyrir ári í morgunkaffi hjá okkur. Um jólin töluðum við saman í síma og Eirík- ur var að sönnu glaður og reifur. Ung börn í húsinu til þess að upp- fræða og kenna gott íslenskt mál, þjóðfræði og Íslandssögu. Þess vegna er ótímabært fráfall hans þungbærara en ella. Ég vil þakka Eiríki allt sem hann gerði fyrir mig og ég syrgi góðan vin. Fyrir hönd fjölskyldu minnar í Marokkó og á Íslandi votta ég ástvinum Eiríks samúð mína og bið Guð að blessa góðan dreng. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Brahim Boutarhroucht. Kveðja frá Vitaðsgjafa Þegar okkur félögunum barst sú harmafregn að Eiríkur væri fallinn frá langt fyrir aldur fram þá varð okkur þungt fyrir brjósti og erfitt er að finna orð til þess að tjá hvað flýgur um hugann. Við minnumst félaga sem oft á fundum, með ljóðabók í hönd, flutti kvæði og ljóð og sagði okkur síðan frá þeim og höfundum þeirra. Við minnumst manns sem hafði skoðanir á flestu því sem við menn- irnir erum að bjástra við og velta vöngum yfir, og var ófeiminn við að koma þeim skoðunum á framfæri. Við minnumst einstaklings sem átti svo auðvelt með að sjá spaugi- legu hliðarnar á lífinu, og setti þær fram með þeim hætti að allir gátu haft gaman af, jafnvel þótt alvara lífsins væri þar oft að baki. Við munum ávallt reyna að hafa í huga brýningarorð á liðnu starfsári, úr síðustu ræðu þinni sem for- manns, þegar þú minntir okkur á að halda uppi öflugu starfi og stuðla að framgangi mála hér á starfssvæði klúbbsins. Við viljum líka þakka fyrir ánægjuleg og fræðandi kynni og fyrir vel unnin störf í þágu Vit- aðsgjafa. Að lokum viljum við biðja góðan guð að halda verndarhendi yfir Margréti, börnunum, barnabörnum, móður þinni, systkinum og fjöl- skyldum þeirra. Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi, Hörður Snorrason. EIRÍKUR HREIÐARSSON Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR húsfrú, Stóru Sandvík Flóa, verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju laugar- daginn 15. mars kl. 14.00. Þórður Sigurðsson, Hannes Sigurðsson, Þórhildur Ólafsdóttir, Jens Sigurðsson, Sigríður Ólafsdóttir, Árún Kristín Sigurðardóttir, Steingrímur Jónsson, Margrét Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Útför elskulegrar sambýliskonu minnar, móður okkar, dóttur og systur, ÍSFOLDAR ELÍNAR HELGADÓTTUR, Sléttuvegi 9, áður Hraunbæ 66, sem lést á Landspítalanum miðvikudaginn 5. mars sl., fer fram frá Árbæjarkirkju föstu- daginn 14. mars kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á reikningsnúmer 0113-05-064901 til styrktar sonum hennar. Fyrir hönd aðstandenda, Björgvin Erlendsson, Helgi Jóhann Björgvinsson, Fannar Freyr Björgvinsson, Jóhanna Soffía Jóhannesdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, PÉTUR MAGNÚSSON, Sörlaskjóli 9, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 11. mars. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Guðmunda Dagbjartsdóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og dóttir, GUÐBJÖRG HERMANNSDÓTTIR, Hávegi 15, Kópavogi, verður jarðsungin frá Digraneskirkju föstu- daginn 14. mars kl. 15.00. Gylfi Björgvinsson, Sigmundur Hjörvar Gylfason, Martha Dís Brandt, Sveinn Viðfjörð Aðalgeirsson, Davíð Hermann Brandt, Guðrún Áslaug Einarsdóttir, Sigurbjörg Lilja Gylfadóttir, Karl Gerhard Hafner, María Bóel Gylfadóttir, Hjörtur Hjartarson, Daníel Friðgeir Sveinsson, Andri Karlsson Hafner, Markús Karlsson Hafner, Aðalbjörg Jónsdóttir. Elskulegur faðir okkar, sonur og bróðir, HANNES H. GARÐARSSON, Gaukshólum 2, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 14. mars kl. 13.30. Gunnar Örn Hannesson, Garðar Sveinn Hannesson, Edda Hrönn Hannesdóttir, Garðar Sölvason, Edda Hrönn Hannesdóttir, Guðbjörg María Garðarsdóttir, Elín Inga Garðarsdóttir, Ríkey Garðarsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.